Þjóðviljinn - 30.08.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 30.08.1989, Blaðsíða 7
MENNING Myndlist T eikningamar hvfld frá þrykkinu Aðalheiður Skarphéðinsdóttir sýnir teikningar grafík og textílverk í Hafnarborg - Mér finnst mikilvægt fyrir myndlistarmenn að reyna fyrir sér í fleira en einu formi, - segir Aðalheiður Skarphéðinsdóttir sem nú heldur sýningu í Hafnar- borg, Hafnarfirði. - Þannig er hægt að tileinka sér fleiri en eina vinnuaðferð og nýta það besta úr þeim öllum. Aðalheiður er ein þeirra sem stóð að Gallerí Langbrók á sínum tíma og er aðallega þekkt fyrir textflverk sín, en sýnir nú auk textflsins 38 teikningar og grafík- verk. Textflverkin eru orðin um tveggja ára og verk sem hún sýndi á norrænu formhönnunar og list- iðnaðarsýningunni „Scandinavia Glersýning í List í Gallerí List, Skipholti 50 b, stendur nú yfir sýning Hrafnhild- ar Ágústsdóttur á listmunum úr steindu gleri. Á sýningunni eru 4 glermyndir og 12 lampar, allt verk sem Hrafnhildur hefur gert undanfarið ár. Hrafnhildur hefur búið með fjölskyldu sinni í New York mörg undanfarin ár. Hún lauk prófi frá Hjúkrunarskóla íslands 1967, en sneri sér að myndlistinni 1978 þegar hún hóf nám í glerlist við Arc en Ciel, glervinnustofu í Larchmont, og seinna í teikningu við School of Visual Art og í hönnun við Glassmasters Guild í New York. Hrafnhildur tók fyrst þátt í samsýningu í New York 1981 en sýndi fyrst verk sín hér á landi 1987 í Gallerí List. Síð- astliðið sumar hélt hún einkasýn- ingu í Hudson River Museum í Yankers, New York, og í fyrra- haust í Gallery RBF í Mamaron- eck N.Y. Sýning Hrafnhildar stendur til 3. september. GalleríList eropið virka daga kl. 10:30-18 og 14-18 um helgar. today“ í Japan 1987-88, en teikningarnar og grafíkin eru frá undanförnum tveimur árum. - Þetta eru fantasíukenndar teikningar, sem tengjast mínu daglega lífi, segir hún. - Undan- farin tvö ár hef ég kennt börnum myndlist og það hefur hentað mér vel að mörgu leyti, því ég er með ungt barn. En annars hef ég unnið mikið með börnum alveg frá því að ég útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskólanum og það má segja að barnamynd- listin sé að einhverju leyti hvatinn að myndunum, eða að það megi sjá í þeim einhver áhrif frá henni. Börn geta verið mjög opinská og gera oft á tíðum svo tærar og ein- lægar myndir að ég held ekki neinn myndlistarmaður geti komist í snertingu við þær án þess að hrífast með eða verða fyrir áhrifum frá þeim. Aðalheiður er fædd 1950 og lauk kennaraprófi frá Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1971. Hún stundaði framhalds- nám í textflhönnun við Listiðnað- arháskólann Konstfack í Stokk- hólmi, útskrifaðist þaðan árið 1980, og lagði jafnframt stund á grafík við Kollektiva verkstæðið í Stokkhólmi á árunum 1978-80. Hún kenndi við Myndlista- skóla Reykjavíkur frá 1981 til 84 og við Myndlista- og handíða- skóla íslands 1982-87, hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og á Norðurlöndunum auk sýningarinnar í Japan. Aðal- heiður rekur nú eigið grafík- og textflverkstæði við Suðurgötu í Hafnarfirði. - Þetta er mín fyrsta sýning hér í Hafnarfirði, segir hún. - Eg er fædd hér og uppalin og er nýflutt hingað aftur. Ég er mest að sýna það sem ég hef verið að gera und- anfarin tvö ár eftir að ég ákvað að hvfla mig á þrykkinu, þó það sem ég sýndi í Japan sé með á sýning- unni, að vísu után skrár. Teikningamar eru flestar frá sfð- asta ári og sumar hverjar skissur eða aðdragandi að stærri verk- um. - Sem stendur er ég að vinna að myndum fyrir afmælissýningu Grafíkfélagsins, sem verður í haust, en annars er ég aftur að snúa mér að textflnum. Ég er byrjuð að gera skissur að verkum sem verða í allt öðru formi en þau Leikbrúður Bónorðsför Bangsa Brúðuleikhúsið Dúkkukerran í leikferð með ævintýrið um Bangsa og Rebba Brúðuleikhúsið Dúkkukerran hefur undanfarna daga verið í leikferð um Vestfirði með ævin- týrið um Bangsa, söguna um ævintýralega bónorðsför vin- anna Bangsa og Rebba í Þursa- skóginn. Sagan er leikin með streng- og handbrúðum, auk þess sem við sögu kemur þurs, sem er leikinn af níu ára gömlum aðstoðarmanni Dúkkukerrunnar, Einari Hauki Þórissyni. Leikhúsið reka mæðgurnar Lilja Sigrún Jónsdóttir, mynd- og handmenntakennari og Ásta Þórisdóttir myndlistarnemi. Að sögn Ástu stofnuðu þær mæðgur leikhúsið í fyrra með það tak- mark fyrir augum að skapa meiri fjölbreytni í brúðuleikhúsum hér á landi. Sjálfar gera þær brúður og leikmynd, semja leikritið og stjórna brúðunum með aðstoð Einars Hauks. Fyrir utan það að Danadrottning sýnir Margrét Danadrottning sýnir myndlist í Stokkhólmi Margrét Danadrottning opnaði í gær sýningu á verkum sínum; teikningum, málverkum, út- saumi, bókaskreytingum og frí- merkjum. Er sýningin í fyrrum vinnustofum sænska mynd- höggvarans Carls Milles í Stokk- hólmi, kallaðar Millesgaarden. Þetta er önnur einkasýning Margrétar, sem mun hafa fengist við iistsköpun í frístundum frá drottningarrullunni árum saman og tekur sér nú einn dag í viku til að teikna eða mála. Sínar fyrstu myndskreytingar gerði hún undir nafninu Ingahild Grathmer, en Ingahild þessi vakti nokkra at- hygli þegar hún myndskreytti Hringinn eftir Tolkien, sem kom út á dönsku árið 1977. Leyndarmálið varð opinberí þeg- ar hún gerði, undir sama nafni, kápumynd bókarinnar Eitt sinn skal hver deyja eftir Simone de Beauvoir, en bókina þýddi hún ásamt manni sínum og notuðu þau þá nafnið H M Vejerbjerg. í haust er væntanlegt á dansk- an markað þriðja bindi þýðingar Margrétar á sögulegri skáldsögu eftir sænska rithöfundinn Stig Ströholm, en sem stendur vinnur hún að leikmynd fyrir ballett, sem settur verður upp í Konung- lega leikhúsinu í Kaupmanna- höfn árið 1991. LG/Svenska Dagbladet Aðalheiður Skarphéðinsdóttir: Sé fram á að geta sinnt myndlistinni af meiri alvöru. Mynd - Jim Smart. sem ég hef gert hingað til, en tex- tflverk á sér langan aðdraganda, svo það kemur til með að líða einhver tími þar til ég fer að gera þau - Ég tek myndlistina sem hverja aðra vinnu og get sinnt henni hálfan daginn á meðan strákurinn minn er á barnaheim- ilinu. Nú er ég í ársleyfi frá kennslunni og vildi getað helgað mig myndlistinni eingöngu, og þá frekar vinna að stórum verkum sem fara á sýningar en vera að þrykkja slæður og þess háttar og selja, því það er óskaplega mikil vinna sem ber lítinn arð. En nú er ég komin í góða vinnuaðstöðu og sé fram á að sinna myndlistinni af meiri alvöru en ég hef getað hing- að til. Sýning Aðalheiðar stendur til 10. september og er opin kl. 14- 19 alla daga nema þriðjudaga. LG Ríkey sýnir í Eden Ríkey Ingimundardóttir myndhöggvari heldur sýningu á málverkum og postulínsmyndum í Eden, Hveragerði. Þetta er 11. einkasýning Ríkeyjar, en síðast sýndi hún í Lúxemborg fyrr á þessu ári. Sýningin stendur til 4. september. Akrýl á pappír í Asmundarsal Bangsi og konungsdóttirin með- an allt leikur í lyndi í Þursaskógi. Lilja Sigrún fór á námskeið í strengbrúðugerð fyrir nokkrum árum eru brúðumar afrakstur sjálfsnáms og endalausrar til- raunastarfsemi í brúðugerð, enda, eins og Ásta segir, em eng- ar tvær brúður eins. Ásta segir leikritið ætlað eldri bömum en áhorfendum Brúðu- bflsins, því þau verði að vera orð- in nógu þroskuð til að geta fylgst með ævintýrinu og skilið þann boðskap sem það hafi að geyma. f Þursaskógi siglir Bangsi undir fölsku flaggi, hann þykist vera konungssonur en getur svo þegar til kemur ekki leynt sínu bangsa- eðli og er hrakinn burt úr skógin- um við skömm. Því er boðskapur leiksins að maður eigi ekki að þykjast vera annar en maður er. Leikferð Dúkkukerrunnar um Vestfirði lýkur í dag með þremur sýningum; í barnaskólanum á Bíldudal kl. 10, í Dunhaga, Tálknafirði kl. 13:30 og í bam- askólanum á Patreksfirði kl. 17:30. LG Þessa dagana sýnir Gígja Bald- ursdóttir myndir málaðar með akrýllitum á pappír 1988-89 í Ásmundarsal við Freyjugötu. Gígja er fædd 1959 og lauk stú- dentsprófi frá Fjölbrautarskólan- um við Ármúla 1979. Hún stund- aði nám við Myndlistaskólann í Reykjavík 1980-81, í Oslo Male- skole 1981-82 og við Myndlista- og handfðaskóla íslands 1982-86. Sýningin stendur til 10. sept- ember, er opin virka daga kl. 16- 20 og kl. 14-20 um helgar. Aróra 3 Um síðustu helgi hófst Áróra 3, þriðja sýning Norrænu lista- miðstöðvarinnar á verkum ungra norrænna listamanna, í Svea- borg, Finnlandi. Áróra 3 er hald- in í þremur sýningarsölum og er stærri en fyrri Árómr, haldin í samvinnu við „Helsingfors Fest- spil“. Tuttugu norrænir listamenn, þar af fjórir íslendingar sýna mál- verk, höggmyndir, ljósmyndir og rýmisverk í Gallerí Strandka- semen og Gallerí Ágústu til 1. október og í Ateneum listasafn- inu til 24. september. Þau sem taka þátt í sýningunum fyrir ís- lands hönd em Kristinn G. Harð- arson, Svava Bjömsdóttir, Ge- org Guðni og Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir. Þögn Út er komin sögubókin Þögn eftir Ólaf Haraldsson. Ólafur er Reykvíkingur, fæddur 1965. Þögn er fjórða bók hans en áður hefur hann gefið út bækurnar Vindurinn gengur til suðurs (1984), Textar (1988) og Ein Rödd (1989). Meö dýrölegu boröhaldi... Norðurlöndum til Sovétríkjanna þar sem verður ferðast um, lesið upp og sýndir leikþættir. Rússneska þýðingu ljóðanna annaðist Ingibjörg Haraldsdótt- ir. Með dýrðlegu borðhaldi og indælli sönglist heitir ný ljóðabók eftir Baldur A. Kristinsson og Úlfhildi Dagsdóttur. Bókin er á íslensku og rússnesku og gefin út í tengslum við ferð ungs fólks frá Mlðvikudagur 30. ágúst 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.