Þjóðviljinn - 30.08.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 30.08.1989, Blaðsíða 12
Hildur Finnsdóttir, prófarkalesari: Það gæti reynst nauðsynlegt ef atvinnuleysið eykst. Hins vegar held ég að slíkt stefndi geðheilsu þjóðarinnar í hættu því hún er vön því að vinna myrkranna á milli. Þorgerður Sigurðardóttir, meðferðarfulltrúi: Ég get ekki séð að slíkt verði gert á næstunni en hins vegar tel ég fulla nauðsyn á að það verði gert. Einar Guðmundsson, trésmiður: Það hafa allir gott af því að vinna 40 tíma á viku og engin þörf á að minnka það. Hins vegar vinna mjög margir 60 til 70 stunda vinn- uviku og það er nú fulllangt. Elvar Höjgaard, nemi: Með aukinni framleiðni ætti að vera mögulegt að stytta vinnuvik- una og það er það sem við ættum að stefna að. ™ SPURNINGIN- Telurðu möguleika á að stytta vinnuvikuís- lenskra launþega? Ævar Friðriksson, ökukennari: Ég teldi það mjög æskilegt og þróunin hlýtur að vera í átt til styttri vinnuviku. þlÓÐVIUINN SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 SÍMFAX 681935 Frá fundi Sólarseturs h.f. þar sem nýju orlofsbréfin voru kynnt. Á myndinni eru Magnús Magnússon, Guðbjörg Garðarsdóttir, Gestur Ólafsson, Sigríður Stefánsdóttir, Mr. Wood, Mr. og Mrs. Bigland. Mynd -Jim Smart Fjárfesting Arðurinn nýttur í oriofsdvöl Sólarsetur h.f. hefursölu á hlutabréfum í breskri orlofshúsakeðju. Verðtryggð fjárfesting-arðurinn er afnotaréttur affasteignum víða um heim Veðurbarðir Islendingar ferðast mikið til annarra landa í leit að nota- legri veðurskilyrðum í sumarfríinu. Kaup á orlofsbréfum er ein leið sem getur gert slíkt ferðalag hagkvæmt. Hlutafélagið Sólarsetur hefur hafið sölu á orlofsbréfum frá bresku orlofshúsakeðjunni Holi- day Property Bond. Með því að kaupa slík bréf getur fólk fjárfest í fasteignum félagsins og arðurinn af þeirri fjárfestingu eru árleg af- not af orlofshúsum víða um heim svo lengi sem fólk ó orlofsbréfin. Einnig er hægt að fá arðinn greiddan út sé þess óskað. Lágmarksfjárfesting eru 1000 pund. Hvert pund veitir eiganda bréfsins einn dvalarpunkt í þess- ari orlofskeðju sem endurnýjast ár frá ári. Dvöl í orlofshúsunum kostar mismarga dvalarpunkta sem fer eftir stærð og gerð hús - næðis og á hvaða árstíma dvalið er. Eignarhlut sinn geta eigendur síðan innleyst á markaðsverði að tveggja ára bindiskyldu lokinni. Hjónin Sigurður Örn Sigurðs- son og Linda Metúsalemsdóttir keyptu sér orlofsbréf fyrir tveimur árum fyrir 1500 pund og dvöldu í sumarhúsi í Portúgal í vor. - Við vorum að velta því fyrir okkur að kaupa hús á Spáni en það dæmi reyndist allt of dýrt. Þá rakst ég á auglýsingu í erlendu tímariti um þessi orlofsbréf og eftir nánari athugun fannst okkur það henta mun betur. Það er hægt að byrja með lítið fé og bæta svo smámsaman við, sagði Sig- urður Örn. Hann sagði að stærsti kosturinn við þetta fyrirkomulag væri sveigjaleikinn, það er hægt að vera á ýmsum stöðum í heiminufn, hvenær sem'er. - Þetta er eiginlega í fyrsta skipti sem ég fer í ferðalag þar sem raunveruleikinn tekur auglýsingamyndunum fram, sagði Linda aðspurð um aðstöð- una í Portúgal. Hún sagði að þekkja hefði mátt hús þessarar orlofshúskeðu úr meðal annarra orlofshúsa, vegna þess hve vel þeim væri við haldið. Aðspurð um raunverulega verðtryggingu bréfanna sögðust Sigurður' og Linda ekki hafa fylgst mjög náið með endursölu- verðinu, enda væri ekki ætlunin að selja bréfin. - Mér finnst spennandi að skipuleggja sumarfríið með þess- um hætti og það er áreiðanlegt að við eigum smásaman eftir að kaupa fleiri bréf. Við höfum ver- ið frekar upptekin við bam- auppeldi undanfarin ár, en nú er kominn tími til að fara að leggjast í ferðalög, sagði Linda. Orlofskeðja Holiday Property Bond hóf starfsemi í Bretlandi 1981 og þar hafa verið seld 11 þúsund bréf og yfir 42 miljón punda eru nú í orlofssjóðnum. Sjóðurinn á fasteignir á Eng- landi, Kýpur, Majorka, Spáni, Kanaríeyjum, Florida, í Skot- landi, Frakklandi, Austurríki og Portúgal. Auk þess eru í bygg- ingu hús á Ítalíu og Möltu sem tekin verða í notkun næsta vor. Stefna sjóðsins er að bjóða upp á sem fjölbreytilegast val fyrir not- endur bæði varðandi staðsetn- ingu og gerð húsa. Völ er m.a. á einbýlishúsum, alpakofum, herr- agarði og íbúðum. Orlofsdvöl er möguleg til sjávar eða sveita, í þéttbýli eða dreifbýli, hvenær ársins sem er. iþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.