Þjóðviljinn - 31.08.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 31.08.1989, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 31. ágúst 1989 149. tölublað 54. árgangur Kvótakerfið Kerfi á brauðfótum MargrétFrímannsdóttir: Alþýðubandalagið stendurfastáþeirri stefnu að kvótifylgi byggðarlögum. SighvaturBjörgvinsson: Tímaspursmál hvenœr fleiri staðir reyna eitthvað svipað og Patreksfjörður kvóti hafi aukist eða minnkað í Aþingflokksfundi Alþýðu- bandalagsins í gær var stefna flokksins í kvótamálum áréttuð. Margrét Frímannsdóttir, þing- flokksformaður, segir að ef stefna Alþýðubandalagsins hefði verið við lýði, væri staðan á Patreks- firði allt önnur en nú er. En Al- þýðubandalgið vill að kvóti verði ekki bundinn við skip heldur byggðarlög. Töluverð hreyfing hefur verið á aflakvóta á milli byggðariaga það sem af er árinu. Margrét telur að stjórnvaldsað- gerðir þurfi til að leysa vanda Patreksfirðinga. Misjafnt er á milli staða hvort Vélstj orar Hóta verkfalli Vélstjórafélag Suðurnesja hef- ur boðað til verkfalls frá og með næsta mánudegi hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma, en þeir hafa verið með lausa samn- inga frá áramótum. Mjólkur- fræðingar og starfsmenn álvers- ins eru líka með lausa samninga frá og með morgundeginum. Ef að verkfalli vélstjóra á Suðurnesjum verður, hefur það í för með sér að starfsemi 9 frysti- húsa á Suðurnesjum stöðvast en hjá þessum fyrirtækjum starfar mikill fjöldi fólks. Sáttasemjari mun boða deiluaðila til fundar síðar í vikunni en Jón Kr. Ólsen, formaður vélstjórafélagsins sagði að enn bæri nokkuð á milli aðila en treysti sér ekki til að spá um hvort samningar myndu nást áður en til verkfalls kæmi. Viðræður vélstjórafélagsins við fulltrúa vinnuveitenda hafa staðið yfir í nokkur tíma en hafa legið niðri síðustu daga. Jón sagði að af frekari viðræðum yrði ekki fyrr en sáttasemjari kallaði deilu- aðila til fundar. Á félagssvæði Vélstjórafélags Suðurnesja eru 8 til 9 frystihús, frystihúsin í Vog- um, Höfnum, Görðum, Keflavík og Sandgerði. Kristján Larsen, formaður fé- lags mjólkurfræðinga, sagði að samningaviðræður stæðu yfir við viðsemjendur. Fundað hefði ver- ið bæði í gær og í fyrradag og boðaður væri fundur seinni part- inn í dag. Verið er að ræða um skammtímasamning á svipuðum nótum og ASÍ samningurinn en Kristján vildi ekki tjá sig nánar um innihald viðræðnanna. Gylfi Ingvarsson, yfirtrúnaðar- maður í Straumsvík, sagði að fundað hefði verið á hverjum degi alla vikuna og vilji væri hjá báðum aðilum til að ná samning- um sem fyrst. Hann sagði þó enn ekki farið að reyna á það hvort samningar myndu takast. Það myndi væntanlega skýrast fljót- lega upp úr helgi. -iþ þorskígildum. Bfldudalur hefur til að mynda tapað 652 tonnum af sínum kvóta, Skagaströnd 609 tonnum og Hvammstangi 718 tonnum. Patreksfirðingar höfðu tapað 139 tonnum fyrir skipamis- sinn, en hafa nú tapað hátt á fjórða þúsund tonnum. í heild hafa rúm 10 þúsund tonn fluttst á milli byggðarlaga.Fiskveiðistefn- an er nú til endurskoðunar í nefnd þingflokkanna. Sighvatur Björgvinsson, Alþýðuflokki, segist telja að hlutföll hafi breyst í þinginu hvað varðar stuðning við núverandi kerfi. Patreksfjörður sé ekki einstakt dæmi, fleiri staðir séu í svipaðri stöðu og Patr- eksfirðingar og aðeins tíma- spursmál hvenær fleiri byggðar- lög reyni eitthvað svipað og Patr- eksfirðingar. Sighvatur telur að það sé al- gengara en menn gruni, að er- lendir aðilar reyni að komast inn um bakdyrnar á íslandsmið, með því að bjóða íslenskum útgerðum fyrirgreiðslu. Ekki þurfi endilega að bjóða íslenskum útgerðar- mönnum lánafyrirgreiðslu til skipakaupa á móti loforði um fisk. Menn hefðu til dæmis fengið fyrirframgreiðslu fyrir væntan- legan útflutning á fiski til Japans og erlendir aðilar geti einnig boð- ið hærra verð fyrir fiskinn en það sem fæst fyrir hann á íslandi. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, segir að atburðirnir á Patreksfirði þýði að hraða þurfi endurskoðun fisk- veiðistefnunnar. Ekki skorti hug- myndir um breytingar. Hins veg- ar verði menn að átta sig á því að meirihluti þeirra sem mestra hagsmuna ættu að gæta í málinu hefðu lagt blessun sína yfir núver- andi kerfi. Róttækar tillögur um uppstokkun á kerfinu ættu varla upp á pallborðið hjá þeim aðilum næstu árin. Eini landsfjórðungur- inn sem væri samstíga í andstöðu sinni við kerfið væru Vestfirðir, en þar ríkti þó ekki samstaða um hvað ætti að koma í staðinn. -hmp Börnunum á leikskólanum Heiðarborg var í gær sýnt hvernig slegið var í gamla daga. Áhugann vantaði ekki og stökk þessi ungi maður til og vildi læra handtökin. Hann heitir Hrafn Davíðsson. Sesselia Hauksdóttir, fóstra, sagði að bömin hefðu mikinn áhuga á „í gamla daga", sérstaklega eftir að gamaldags jól hefðu verið haldin á Heiðarborg í fyrra. Mynd: Jim Smart. Nýtt stjórnarsamstarf Deilt um skiptingu ráðuneyta Alþýðubandalagið ekki til íað láta samgönguráðuneytið efkratarfórna engu. Kratar telja sig gefa nóg eftir. Líkur á inngöngu Borgaraflokks minnka Borgaraflokkurinn svaraði í gær tilboði forsætisráðherra um þátttöku flokksins í ríkis- stjórn. í svari Borgaraflokksins er sett fram krafa um að Borgar- flokkurinn fái samgönguráðu- neytið ásamt dóms- og kirkjumál- aráðuneyti. Samkvæmt heimild- um Þjóðviljans er Alþýðubanda- lagið ekki tilbúið að láta sam- gönguráðuneytið nema Alþýðu- flokkurinn láti eitthvert ráðu- neyti af hendi. Áhrifamaður í Alþýðuflokki sagði að Alþýðuflokkurinn teldi sig láta nóg af hendi með því að gefa eftir embætti forseta neðri deildar, embætti samstarfsráð- herra Norðurlanda og forstöðu með nýrri aflamiðlun og mótun stefnu í atvinnumálum. í svari Borgaraflokksins felst að nýtt ráðuneyti umhverfismála komi ékki á dagskrá fýrr en með alls- herjar uppstokkun á stjórnar- ráðinu. Frumvarp um uppstokk- un í stjórnarráðinu kemur fyrir Alþingi í vetur og er almennt ekki reiknað með að það verði sam- þykkt fyrr en á vormánuðum. Eins og staðan í umræðum Borgaraflokksins við ríkisstjórn- ina er nú, verða möguleikarnir á hugsanlegu stjórnarsamstarfi flokksins að teljast minni en áður. í þingflokki Alþýðubanda- lagsins er sú skoðun rikjandi, að ekki eigi að fórna samgönguráðu- neyti án þess að kratar gefi einnig eftir ráðuneyti. Borgaraflokkur- inn er síðan ekki sáttur við að fá aðeins eitt ráðuneyti, dóms- og kirkjumálaráðuneytið, ásamt ráðherra án ráðuneytis. Ef Borg- araflokkurinn gefur ekki eftir hvað þetta varðar, er eins líklegt að viðræðum verði slitið og ríkis- stjórnin mæti örlögum sínum í þinginu í haust. -hmp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.