Þjóðviljinn - 31.08.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 31.08.1989, Blaðsíða 12
""SPURNINGIN" Hvernig líst þér á hug- myndirumaðskatt- leggja fjármagnstekjur fólks? Hulda Valdimarsdóttir, skrifstofumaður: Mér líst ekki vel á þá hugmynd. Það á að vera hægt að leggja til hliðar fé án þess að verið sé að skattleggja þann sparnað. Með skattlagningu er verið að hegna fólki fyrir að vinna mikið og spara. Sigrún Egilsdóttir, hjúkrunarfræðingur: Mér líst vel á þessar hugmyndir. Það á að skattleggja þennan gróða eins og annan gróða í þjóðfélaginu. Einar Einarsson, prentari: Mér líst illa á þessa skattlagn- ingu, nema kannski hjá þeim sem eiga mjög mikið fé. Ólafur Tryggvason, stöðumælavörður: Ég er andvígur þessum hug- myndum, skattlagning er orðin feikinóg nú þegar. Þórir Halldórsson, sjómaður: llla, einu orði sagt. blÓÐVIUINN Pmmh irlnm ir Annct ÍOWO 1 /O tAli CA Amnn Fimmtudagur 31. óflúst 1989 149. tölublað 54. örgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 SÍMFAX 681935 Sundlaugin hefur verið ónothæf í rúman mánuð. Myndir: Kristinn. Sjálfsbjörg „Nú er þörf á stórátaki“ Sjálfsbjörg, landssambandfatlaðra 30 ára. Landssöfnun í vœndum til að leysa úr aðkallandi vandamálum í ár eru 30 ár liðin frá því að Sjálfsbjörg, landssamband fatl- aðra var stofnað. Fyrir tilstuðlan Sjálfsbjargar hefur gífurlega margt áunnist í jafnréttisbaráttu fatlaðra og má nefna þeirra stærsta verkefni sem er Sjálfs- bjargarhúsið í Hátúni 12. Það hefur þó ekki gengið þrautalaust að byggja það hús, því þótt 23 ár séu Iiðin frá því að bygging þess hófst, er ekki enn hægt að segja að henni sé lokið. Mörg verkefni eru enn óleyst, og eitt hið alvarlegasta og brýnasta er að koma upp brunaviðvörun- arkerfi í húsinu. Á dvalarheimil- inu búa nú 45 manns á þremur hæðum og einungis 15 þeirra gætu komist hjálparlaust úr rúm- um sínum ef upp kæmi eldur. 2 starfsmenn þyrftu þá að koma öllum hinum niður stiga hússins, því ekki má nota lyfturnar ef eldur kviknar. Á afmælisári Sjálfsbjargar ætla félagsmenn því að efna til stórá- taks og safna peningum til að ljúka því sem þarf í Sjálfsbjargar- húsinu. Það er margt sem þarf að gera, til dæmis að laga sundlaug hússins sem er í lamasessi þessa dagana og hefur verið í rúman mánuð. Einnig hefur skort viðun- andi félagsaðstöðu fyrir fatlaða, en nú er verið að byggja rúmgóð- an sal sem nota á til slíkrar að- stöðu. Þó nokkuð þarf í viðbót til að ljúka því verkefni. í Sjálfsbjargarhúsinu fer fram margvísleg starfsemi fyrir fatl- aða. Þar er endurhæfingarstöð þar sem um eitt þúsund manns sækja endurhæfingu og þjálfun árlega. Vinnu- og fönduraðstaða er fyrir íbúa, sem sækja þangað vinnu eftir hádegi. í félagsheimil- inu fer mestöll starfsemi félags- ins fram og þar er lítill samkom- usalur, ferðaþjónusta fatlaðra er til húsa í Sjálfsbjargarhúsinu og einnig dagvist fatlaðra. Dagvistin er sérstaklega ætluð fólki sem býr eitt eða hefur ekki aðstoð í heimahúsum. Hægt er að koma kl. 8.30 og vera til kl. 16.30. Þar er stunduð handa- vinna af ýmsu tagi, fólk fer í sjúkraþjálfun, í sund, fer í léttar æfingar og slökun, syngur saman og horfir á sjónvarp. Dagvistin leysir mikinn vanda fyrir stóran hóp fólks, því hún dregur úr ein- angrun þessa fólks og gefur því kost á að komast að heiman, án þess þó að slíta það úr tengslum við ættingja og heimili. Til að vekja athygli á barátt- umálum Sjálfsbjargar og Iands- söfnuninni, ætla fatlaðir að aka í hjólastólum frá Akureyri til Reykjavíkur og safna áheitum og framlögum. Ekið verður frá Ak- I þessum sal verður komið upp félagsstöðu fyrir fatlaða en hana hefur skort í Sjálfsbjargarhúsinu. ureyri 3. september kl. 14 og lagt upp frá Ráðhústorginu. Síðan er ráðgert að ökuþórarnir komi til Reykjavíkur föstudaginn 8. sept- ember um kl. 14.30, en sá dagur verður aðalsöfnunardagurinn. Sérstök móttaka verður á Lækj- artorgi kl. 15.30 þennan dag og þar verða margar óvæntar uppá- komur. Klukkan 16-19 þennan sama dag verður opið hús hjá Sjálfsbjörg og allir eru boðnir velkomnir. Föstudaginn 8. september verður sérstök dagskrá á Rás 2 frá kl. 9-16 og dagskrá í Ríkis- sjónvarpinu um kvöldið þar sem fólki gefst kostur á að hringja inn í dagskrárnar og koma fram- lögum til skila. Þann 7. september mun koma til landsins frægur handknatt- leiksmaður, Joakim Deckarm frá Þýskalandi. Joakim var talinn einn fremsti handknattleiksmað- ur heims hér fyrr á árum, en árið 1979 slasaðist hann í leik og vár í dái í 131 dag. Hann hefur verið í endurhæfingu í 10 ár, en telst í dag fatlaður eða spastískur. Hann mun koma og heimsækja fatlaða hér á landi og gistir £ gest- aíbúð í Sjálfsbjargarhúsinu. í tilefni söfnunarátaksins verð- ur efnt til sérstaks hjólastóladags mánudaginn4. september og hef- ur Sjálfsbjörg fengið til liðs við sig Davíð Oddsson borgarstjóra. Davíð ætlar að vera bundinn við hjólastól í einn dag og aðstoða þannig Sjálfsbjörg við að vekja athygli á málefnum fatlaðra. Da- víð verður sóttur klukkan 8 þenn- an dag og mun væntanlega ferð- ast með ferðaþjónustu fatlaðra. ns.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.