Þjóðviljinn - 01.09.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.09.1989, Blaðsíða 3
Ef við klöppum fyrir Þorsteini... Átökin innan Sjálfstæðis- flokksins harðna eftir því sem nær dregur landsfundi. Fund- urinn verður sem kunnugt er í haust, og nú mun hart barist og rifist á bak við tjöldin og leynifundir ýmiskonar út um allan bæ. Sú saga hefur heyrst að Davíð Oddsson borgarstjóri ætli sér á móti Friðriki Sophussynl í vara- formanninn, en það mun hins vegar vera út í bláinn því Da- víð er ekki þekkturfyrir að vilja vera maður númer tvö, og mun hafa sagt að hann ætli sér aldrei að verða varafor- maður. Það embætti ergreini- lega ekki nógu gott fyrir hann. Aftur á móti er sagt að Davíð ætli að bjóða sig fram til for- manns á móti Þorsteini Pálssyni. Davíð vill nefnilega að Þorsteinn dragi sig í hlé, og á leynifundi einum fyrir stuttu mun Davíð hafa sagt að fari Sjálfstæðismenn af lands- fundi, klappandi fyrir Þorsteini Pálssyni, sé flokkurinn búinn að vera...B í andstöðu við ímyndina Á nýafstöðnu þingi Sam- bands ungra sjálfstæðis- manna var Inga Dóra Sigfús- dóttir kosin í stjórn sam- bandsins. Inga Dóra er for- maður Vöku, félags lýðræð- issinnaðra stúdenta í Háskóla íslands, en hún tók við því embætti í vor. Félagar hennar í Vöku munu ekki hafa verið par hrifnir af því uppátæki hennar að gefa kost á sér í stjórn stuttbuxnadeildarinnar því undanfarin ár hafa þeir eytt miklu púðri í að skapa sér ímynd sem hið ópólitíska afl í stúdentapólitíkinni og sverja af sér öll tengsl við hægri öflin í landinu. „Hugsjónalaus hagsmunabarátta" er þeirra móttó, eins og fyrsti maður á lista þeirra fyrir síðustu kosn- ingar komst svo skemmtilega að orði og til þess að reyna að gera orð sín trúverðugri hafa þeir lagt á það ríka áherslu að fulltrúar þeirra geri tengsl sín við Sjálfstæðisflokkinn ekki of áberandi fyrr en þeir hafa hætt afskiptum af stúdenta- pólitíkinni. ■ Samdráttur á sólarströndum Samdrátturinn í efnahags- lífi þjóðarinnar lýsir sér víðar en hér heima. Utanlandsfar- ar, og þá sérstaklega þeir sem heimsækja sólarlönd, halda að sér höndum í öllu sem kostar peninga. Skoðun- arferðir á merka staði á t.d. Spáni og (talíu hafa næstum því lagst af vegna svo til engr- ar þátttöku. Landinn segist vera kominn til að liggja og slaka á, og hafi hvorki fjár- magn né þrek til ferðalaga. Það ku vera altalað hjá farar- stjórum á sólarströndum, að það sé af sem áður var. Fyrir nokkrum árum komu hjón út með 2 ferðatöskur, en fóru heim.með 5. Nú komi þessi sömu hjón með 2 töskur út, og fara með 2 heim. Þjóðþrif í greinargóðri umfjöllun Kastljóss í Sjónvarpi um síð- ustu helgi, þar sem rætt var um ástand nokkurra opin- berra bygginga og þann fjár- hagsvanda sem aumlegt ástand þeirra skapaði þjóðar- búinu, komst Svavar Gests- son menntamálaráðherra svo að orði, að það væri eins og vandi þessi fylgdi þeim stofnunum sem nafn þeirra byrjar á „þjóð“: Þjóðleikhús, Þjóðminjasafn, Þjóðskjala- safn og Þjóðarbókhlaða. Ein- hverjum fannst, að hann hefði mátt bæta einu þjóðþrifafyrir- tæki við: - Þjóðviijanum.B Kasparov með naunrt forskot á Karpov og Short Heimsbikarmótið í Skellefteá fyrir síðustu umferð: VERZLUNARSKÓLIÍSLANDS ÖLDUNGADEILD Innritun á haustönn öldungadeildar Verzlunarskóla íslands fer fram dagana 31. ágúst og 4.-6. september kl. 09.00-18.30 Kenndar verða eftirfarandi námsgreinar: Auglýsingasálfræði Bókfærsla Bókmenntir Danska Efna- og eðlisfræði Enska Farseðlaútgáfa Ferðaþjónusta Franska íslenska Markaðsfræði Reksturshagfræði Ritvinnsla Saga Stjórnun Stærðfræði Tölvubókhald Tölvufræði Vélritun Verslunarréttur Þýska Áföngum ofangreindra námsgreina er hægt að safna saman og láta mynda eftirtalin prófstig: Próf af bókhaldsbraut Próf af ferðamálabraut Próf af skrifstofubraut Verslunarpróf Stúdentspróf Umsóknareyðublöð og námslýsingar fást á skrifstofu skólans, Ofanleiti 1. TIL FRAMKVÆMDA- AÐILA Eindagi umsókna vegna bygginga eða kaupa á eftirfarandi íbúðum Garrí Kasparov heldur hálfs vúinings forskoti á Anatoly Karp- ov og Nigel Short þegar ein um- ferð er eftir af heimsbikarmótinu í Skeliefteá f Svíþjóð. Kasparov gerði jafntefli í 25 leikjum við Zoltan Ribli í 14. umferð en Short og Karpov sömu jafntefli inn- byrðis eftir aðeins 13 leiki. Kasparovs bíður það verkefni að stjóma svörtu mönnunum gegn Nikolic, en Karpov hefur hvítt gegn Andersson í siðustu umferð. Short verður með svart gegn Robert Hiibner. Urslit í síðustu umferðum hafa orðið eftirfarandi: 12. umferð: Nunn vann Portisch, Kasparov vann Vaganian, Salov vann Ehlvest, Kortsnoj vann Hii- bner, Short vann Nikolic. Jafn- tefli gerðu Tal og Karpov,'* Andersson og Ribli, Sax og Seirawan. 13. umferð: Portisch vann Ehlvest, Vaganian vann Salov. Jafntefli gerðu Seirawan og Kasparov, Karpov og Hiibner, Nunn ogTal, Ribli og Sax, Nikol- ic og Andersson, Kortsnoj og Short. í gær var svo tefld 14. umferð og var lítill baráttuhugur í mönnum. Aðeins Nunn vann heillum horfinn Ehlvest en jafn- tefli varð í öðmm skákum þ.e. hjá Kasparov og Ribli, Short og Karpov, Andersson og Kortsnoj, Sax og Nikolic, Salov og Seiraw- an, Portisch og Vaganian, Tal og Hiibner. Staðan fyrir síðustu um- ferð sem tefld verður á morgun, laugardag er þá þessi: 1. Kasparov 9 v. 2.-3. Karpov og Short 8 Vi v. 4.-5. Portisch og Seirawan 8 v. 6.-7. Andersson og Salov 7 v. 8. Sax 7 v. 9.-11. Ribli, Tal og Nunn 6 Vi v. 12.-14. Kortsnoj, Húbner og Ehlvest 6 v. 15. Nikolic 5 Vi v. 16. Vaganian 5. í síðustu umferð tefla saman Nikolic og Kasparov, Karpov og Andersson, Hiibner og Short, Kortsnoj og Sax, Seirawan og Portisch, Ribli og Salov, Vagani- an og Nunn, Ehlvest og Tal. H.Ól. Föstudagur 1. september 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 3 er 1. október nk. a) verkamannabústööum b) leiguíbúðum c) almennum kaupleiguíbúðum og félagslegum íbúðum. Umsóknareyðublöð fást hjá félagsíbúðadeild Húsnæðisstofnunar. cSa HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS Li SUÐURLANDSBRAUT 24 108 REYKJAVÍK SÍMI ■ 696900

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.