Þjóðviljinn - 01.09.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.09.1989, Blaðsíða 5
• # irnCTT TFI AnCFDTTTTTO rUiM UL/Avjijr Kr> I I liv Kjaramál Öfriðareldar blossa upp ASÍtelur ríkisstjórnina hafa svikið átta aftólfloforðum sem gefin voru sl. vor. Örn Friðriksson: Stjórnin hefur gengið á bak orða sinna. Steingrímur Hermannsson: Flest atriðin háð samráði og verða efnd á nœstunni Ríkisstjórnin hélj í gjer fundi með aðilum ASI, VSI og VMS vegna slæmrar stöðu þjóðarbús- ins samkvæmt nýrri spá Þjóð- hagsstofnunar og verðhækkana sem urðu á nauðsynjavörum. Af sama tilefni sendi ASI ríkisstjórn- inni bréf þarsem spurt er hvort stjórnin ætli að ganga á bak orða sinna síðan í kjarasamningum þann 30. aprQ sl. vor. Þar sagðist ríkisstjórnin ætla að beita sér fyrir tólf málum til að greiða fyrir kjarasamningum. ASI telur átta þeirra ekki enn hafa verið fram- kvæmd og vill fá svör þar að lút- andi. - Við vonumst til að fá svör fljótlega en þessi atriði hafa ekki enn komið til framkvæmda og því teljum við stjómina hafa gengið á bak orða sinna. Um verðhækkan- ir gat ríkisstjórnin lítið sagt svo fljótlega eftir að þær komu til framkvæmda. Það er hinsvegar alveg ljóst að taki efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar ekki stakka- skiptum mun blossa upp ófriðar- eldur innan tíðar. Það verður ekki endilega í formi skipulagðra aðgerða af hálfu ASÍ en það er víst að einhverjir aðilar muni ;rípa til róttækra aðgerða, sagði rn Friðriksson varaforseti ASÍ í gær. Þau atriði sem um ræðir varða atvinnuleysistryggingar, nefnd sem skipa átti um atvinnumál, verðlagsmál, skatta, vexti, líf- eyrismál, fæðingarorlof og réttar- stöðu starfsmanna vegna gjald- þrots. - Við áttum góðan fund með öllum aðilum og voru það mjög gagnlegir fundir, sagði Stein- § Fótbolti Fimm úrslitaleikir Staðaníl. deildgœti tekið að skýrast um helgina Fjórir leikir verða í 1. deild ís- landsmótsins í knattspyrnu á laugardag og einn á sunnudag. Staðan í deildinni er nú jafnari en nokkru sinni fyrr og geta úrslit leikjanna um helgina skipt sköpum í lokabaráttunni sem nú fer í hönd. Nú munar aðeins einu stigi á efsta liðinu og því í fjórða sæti. Að 15 umferðum loknum er KA í efsta sæti með 27 stig en næst koma KR, FH og Fram, öll með 26 stig. Önnur lið eiga varla möguleika á titlinum úr þessu, en Skaginn er með 23 stig, Valur 21, Víkingur 17, Þór 15 og Fylkir og ÍBK eru í fallsætunum með 13 og 11 stig. Leikirnir á laugardag hefjast allir kl. 14 en þá leika KA-Fylkir, Valur-Þór, ÍBK-Víkingur og FH- ÍA. Síðasti leikur umferðarinnar verður kl. 20 á sunnudag þegar Fram og KR eigast við á Laugar- dalsvelli. Liðin léku um síðustu helgi í bikarnum og sigraði Fram þá nokkuð auðveldlega en nú munu KR-ingar áreiðanlega ekki láta sigurinn jafn auðveldlega af hendi. Einsog sjá má eru þetta allt saman úrslitaleikir og geta línur loks farið að skýrast eftir óvenju jafnt og spennandi mót í sumar. -þóm grímur Hermannsson forsætis- ráðherra í gær. — Sum þessara mála hafa einfaldlega tekið lengri tíma og eru flóknari en áætlað var og því get ég alls ekki sagt að ríkisstjómin hafi gengið á bak orða sinna. Það er tam. verið að reyna að ná pólitískri samstöðu um virðisaukaskatt og þá mun at- vinnumálanefndin taka til starfa innan tíðar. Við verðum að at- huga að flest þessara atriða eru háð samráði og verða því efnd á næstunni. En ég vona að samstarfið við verkalýðsh- reyfinguna verði gott á næstunni þrátt fyrir aukinn samdrátt og það er enginn ófriður í aðsigi af okkar hálfu, sagði Steingrímur. í gær hækkaði verð á nokkrum nauðsynjavörum um 7-14%. Egg í heildsölu hækkuðu um 7%, kjúklingar um 5%, mjólk, ostur, skyr, ýsa og sement um 11 %, Hit- aveita Reykjavíkur um 12,5% og rjómi og smjör um 14%. Aðrar matvörur munu væntanlega hækka um miðjan september. Þá eru horfurnar ekki bjartar samkvæmt nýrri spá Þjóðhags- stofnunar sem gerir ráð fyrir á- framhaldandi samdrætti. Verð- bólga verður hærri á árinu en gert var ráð fyrir, kaupmáttur heldur áfram að rýrna og atvinnuleysi mun aukast á næstunni. Búist er við að yfir 3000 manns verði atvinnulausir á mánuði árið 1990. -þóm Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra afhendir Guðna Guðmundssyni rektor MR lykla að nýju húsnæði skólans. Mynd: Jim Smart. Menntaskólar Húsnæði MR aukið Fjármálaráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti Guðna Guðmundssyni rektor Menntaskólans í Reykjavík lykl- ana að húsi KFUM og KFUK við Amtmannsstíg 2b í gær. Mennta- skólinn hefur verið í miklu hús- næðishraki undanfarin ár og mun hagur skólans batna töluvert við að fá þetta hús til afnota. Alls er áætlað að um 200 nemendur geti fengið kennslu á nýja staðnum í 8-10 kennslustofum. Menntamálaráðuneytið og fjármálaráðuneytið byrjuðu í vor . að kanna möguleika á að útvega MR viðbótarhúsnæði. Lengi var einblínt á stóra fasteign í Þing- holtsstræti en hún var talin verða of dýr eftir nauðsynlegar breytingar. Um síðustu mánaða- mót hófust síðan samning- aumleitanir við forystumenn KFUM og KFUK um kaup á húsi samtakanna við Amtmannsstíg og þann 29. ágúst var skrifað undir kaupsamning. Ríkið kaupir húsið á 32 milljónir króna. Fyrir kaupin fór fram könnun á því hvað nauðsyn- legar breytingar á húsinu kæmu til með að kosta. Kostnaðaráætl- un liggur fyrir og er gert ráð fyrir að breytingarnar kosti 15 milljónir króna. Gert verður við húsið að utan, skipt um glugga og gler og bárujámsklæðningu. Einnig verður gerður gangur frá húsinu yfir í aðalbyggingu MR. KFUM eignaðist lóðina við Amntmannsstíg 2b árið 1906 og byggði húsið 1907. Húsið var stækkað 1937 og bjó sr. Friðrik Friðriksson leiðtogi KFUM lengi í húsinu. Það skemmdist mikið í bruna 1946 en var endurreist og hefur hýst aðalbækistöðvar KFUM og KFUK þar til nú. -hmp Jógúrt Vilja sameinast Mjólkursamlag Kaupfélags Þingeyinga, sem m.a. fram- leiðir Húsavíkurjógúrt, hefur áhuga á að sameinast jóg- úrtfyrirtækinu Baulu og fá jafn- framt eignaraðild að fyrirtækinu. Hlífar Karlsson mjólkurbústjóri, sagði í samtali við Þjóðviljann að þeir hefðu hug á þessu m.a. vegna góðrar stöðu Baulu á markaðn- um og nú ætti Baula í erfiðleikum með sína starfsemi og því hefði mjólkursamlagið boðið þeim að flytja starfsemi sína norður. Baula bíður nú afgreiðslu sinna mála hjá Byggðastofnun, um að stofnunin komi inn í fyrirtækið með aukið hlutafé, og einnig hafa Baulumenn staðið í samningavið- ræðum við bændur fyrir austan fjall um kaup á mjólk. Aðspurður um undir hvaða merki jógúrtið yrði selt ef til sam- starfs kæmi, sagði Hlífar að þeir hefðu hug á að nota nafn og merki Baulu. „Við viljum auðvit- að halda merki Baulu sem er mjög vel kynnt á markaðnum, það er náttúrlega eitt af því sem við sjáum við þetta mál,“ sagði Hlífar. ns. Stjórnarmyndun Strandar á matarskatti Borgarar falla frá kröfu um samgöngu- ráðuneyti Borgaraflokkurinn féll f gær frá kröfu sinni um að flokkurinn fái samgönguráðuneytið ef hann á að ganga til liðs við ríkisstjórn- ina. Hins vegar gerði hann kröfu um að matarverð lækki meir en ráð er fyrir gert í tilboði stjórnar- innar. Borgarar krefjast þess að mat- arskatturinn lækki niður fyrir þau 15% sem tillögurnar gera ráð fyrir. Einnig vilja þeir að fleiri matvæli en kjöt, fiskur og ný- mjólk verði á lægra þrepi virðis- aukaskatts. Þeir eru hins vegar búnir að sætta sig við að fá um- hverfisráðuneytið þegar það verður stofnað. Borgurum barst stuðningur úr óvæntri átt á ríkisstjórnarfundi í gær. Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra lagði til, með tilvísun í tillögur frá Manneldis- ráði, að kommatur, grænmeti, kartöflur og ávextir yrðu í lægra þrepi virðisaukaskattsins. Erfitt er að meta líkurnar á því hvort af stjórnarmyndun verður með Borgaraflokki, en Júlíus Sólnes formaður flokksins sagði í gær að það myndi skýrast um helgina. _ÞH NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 5 ALÞYÐUBANDALAGIÐ AB Kópavogi Bæjarmálaráðsfundur verður haldinn mánudaginn 4. september kl. 20.30 í Þinghóli, Hamraborg 11. Dagskrá: 1. Starfið í vetur 2. önnur mál. Stjórnin Alþýðubandalag Héraðsmanna Félagsfundur Alþýðubandalag Héraðsmanna heldur fund í félags- miðstöðinni Selási 9, Egilsstöðum mánudagskvöld- ið 4. september kl. 20.30 Fundarefni: 1. Stjórnmálahorfur í haustbyrjun. Framsögu hef- ur Hiörleifur Guttormsson. 2. Önnur mál. Stjórnln Alþýðubandalagið Neskaupstað Félagsfundur Alþýðubandalagið í Neskaupstað heldurfélagsfund í Egilsbúð þriðjudaginn 5. september kl. 20.30 Fundarefni: 1. Stjórnmálahorfur í haustbyrjun. Framsögu hef- ur Hjörleifur Guttormsson. 2. önnur mál. Félagar fjölmennið Stjórnln ■n , f Hjörlelfur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.