Þjóðviljinn - 01.09.1989, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 01.09.1989, Blaðsíða 8
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyflngar Síðumúla 6, 108 Reykjavík Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Ritstjóri: Árni Bergmann Umsjónarmaður Nýs Helgarblaðs: SigurðurÁ. Friðþjófsson Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson Útlit: Þröstur Haraldsson Auglýsingastjóri: Olga Clausen Framkvæmdastjóri: HallurPáll Jónsson Afgreiðsla:® 68 13 33 Auglýsingadeild:©68 13 10-68 13 31 Verð: 140krónur Byggðakvóti AB Fiskveiðistefna Halldórs Ásgrímssonar beið alvarlegt skipbrot nú í vikunni þegar heilt byggðarlag stóð allt í einu frammi fyrir því að vera án veiðiheimilda. Atburðirnir á Patreksfirði eru bein afleiðing stefnu sjávarútvegsráð- herra við stjórnun fiskveiða og fleiri byggðarlaga bíða sömu örlög ef ekki verður skipt um kúrs og hætt að binda kvótann einvörðungu við skip einsog nú er gert. Andstaðan við fiskveiðistefnuna hefur ætíð verið mikil þegar hún hefur verið til umræðu á Alþingi og hefur sú andstaða ekki einangrast við stjórnarandstöðu heldur hafa menn miklu frekar tekið afstöðu í þessu máli eftir landshlutum. Einkum hefur andstaðan verið mikil á Vest- fjörðum því Vestfirðingar telja sig bera mjög skarðan hlut frá borði. Stjórnmálaflokkarnir hafa því fæstir getað mótað sér stefnu í þessum málaflokki, einsog sést best núna hjá Sjálfstæðisflokknum þegar hann birtir stefnuskrá sína í atvinnumálum. í þeirri yfirlýsingu er ekki minnst einu orði á stjórnun fiskveiða og skiptir þó fátt mál jafn miklu máli í atvinnumálum þjóðarinnar. Miðstjórn Alþýðubandalagsins samþykkti fyrir tæpum tveimur árum fiskveiðistefnu flokksins. Sú stefna gengur undir nafninu Byggðakvótastefnan og ef meirihluti hefði fengist fyrir þeirri stefnu þegar fiskveiðistefnan var síðast til umræðu á Alþingi fyrir tveimur árum, hefði atburðarás- in á Patreksfirði orðið öll önnur en raun varð á. í stað þess að rígbinda kvótann við skip gengur byggðakvótastefnan út frá því að tveim þriðju hlutum kvótans verði úthlutað til byggðarlaga en þriðjungi verði úthlutað til skipanna. Þannig hefði meirihluti kvótans haldist heima í héraði þrátt fyrir að Sigurey hefði verið seld til Hafnarfjarðar. Það er svo spursmál hvort áhuginn á því að kaupa skipið hefði verið jafn mikill ef aðeins þriðjungur kvótans hefði fylgt því, þannig að allt eins má gera ráð fyrir að Patreksfirðingar hefðu getað haldið skipinu. Það þarf að endurskoða fiskveiðistefnuna fyrir næstu áramót og þeir atburðir sem nú hafa gerst hljóta að beina augum ráðamanna að stefnu Alþýðubandalagsins í fisk- veiðimálum. Fjármálaráðherra hefur þegar kynnt stefn- una í ríkisstjórn og verður Alþýðubandalagið að fylgja því fast eftir að tekið verði tillit til þess grundvallaratriðis að meirihluti kvótans sé bundinn byggðarlögum, hvaða skoðun sem hagsmunaaðilar í sjávarútvegi kunna að hafa. Hagsmunir útgerðarinnar mega ekki einir ráða ferð- inni einsog hingað til. öll útfærsla fiskveiðistefnu Halldórs Ásgrímssonar er brot á fyrstu grein laga um fiskveiðistjórnun en þar segir að fiskstofnar á íslandsmiðum séu sameign íslensku þjóðarinnar. Núverandi kvótakerfi býður hinsvegar upp á brask með þessa sameign, brask sem getur lagt heilu byggðarlögin í eyði. Því verður að breyta þegar ný lög um stjórn fiskveiða verða samþykkt fyrir næstu áramót. Aldrei aftur (dag eru liðin fimmtíu ár frá því að seinni heimsstyrjöld- in hófst með innrás Þjóðverja í Pólland. Það fyrsta sem manni dettur í hug þegar þess er minnst er hversu ótrú- lega stutt er síðan Evrópa var vígvöllur botnlausrar grimmdar og brjálæðis. Við sem fædd erum eftir styrjöld- ina eigum erfitt með að gera okkur þetta í hugarlund. Hvaðan kom sú mannvonska sem reisti útrýmingarbúðir í nágrannalöndum okkar? Hvernig stóð á því að fólk sem af tilviljun fæddist sitt hvoru megin við tilbúin landamæri barst á banaspjót? Hvernig fékk Hitler heila þjóð til að framkvæma draum brjálæðingsins? Það verður fátt um svör.k Eina svarið sem við eigum er að reyna að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. -Sáf 8 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 1. september 1989 Það rignir í Reykjavík Ekki ætla veðurguðirnir að leika við íbúa suð- ardag og skúrumi á sunnudag. Eins gott að vesturhornsins þessa helgi frekar en flestar hafa regnhlífina tilbúna sé hún ekki þegar aðrar helgar í sumar. Spáð er rigningu á laug- rignd niður. Mynd Jim Smart.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.