Þjóðviljinn - 01.09.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 01.09.1989, Blaðsíða 9
Höfðingleg gjöf Skógræktarfélag íslands fœr 7,6 miljónir að gjöf Ólafía Jónsdóttir segir peningana best komna í skógræktinni. Mynd - Jim Smart. Skógræktarfélagi íslands voru gefnar 7,6 miljónir króna á dög- unum og var það Ólaf ía Jónsdótt- ir sem afhenti félaginu gjöfina. Hljómsveitin Islandica heldur á sunnudaginn í þriggja vikna tónleikaferðalag um Norðurlönd á vegum Menningar- og fræðslu- sambands alþýðu. Hljómsveitina skipa þau Gísli Helgason, Guð- mundur Benediktsson, Herdís Hallvarðsdóttir og Ingi Gunnar Jóhannsson og er ferðin skipu- lögð af MFA hér á landi og MFA á Norðurlöndum, sem er sam- band fræðslusamtaka verkalýðs- hreyfingarinnar á Norður- löndum, en Norræni menning- armálasjóðurinn styrkir ferðina. Farið verður til Noregs, Sví- þjóðar, Finnlands og Álandseyja Þetta er langstærsta gjöf sem einstaklingur hefur gefið Skóg- ræktarfélaginu og það munar um minna. og haldnir tónleikar á vinnustöð- um og stofnunum, samkomum og fundum. Á efnisskránni eru aðal- lega íslensk þjóðlög og lög eftir meðlimi hljómsveitarinnar, en með í farteskinu verður hljóm- plata sem hljómsveitin hefur ný- verið lokið upptökum á. Heitir hún Islandica - Folk Songs and Fantasies / Þjóðlög fyrr og nú, og inniheldur blöndu af íslenskum þjóðlögum og lagasmíðum hljómsveitarmeðlima. Útsetn- ingar eru flestar unnar af Gísla Helgasyni í samvinnu við Sigurð Rúnar Jónsson. LG Ólafía er 85 ára gömul og mjög vel ern og hress. Nýtt Helgarblað hitti Ólafíu að máli og spurði hana hvers vegna hún hafi gefið einmitt Skógræktarfélaginu pen- ingana. „Vegna þess að ég hef ákaflega mikinn áhuga á gróðri og allri ræktun og mér finnst að maður eigi að skila landinu betur en maður tók við því. Við höfum gengið alltof nærri landinu okkar í gegnum árin og mér finnst sjálf- sagt mál að gefa þessa peninga til uppgræðslu. Það veitir ekki af því.“ sagði Ólafía. Ólafía er fædd í Sandvíkur- hreppi í Ámessýslu, en kom til Reykjavíkur þegar hún var 7 ára gömul. Hún giftist Guðmundi Þorsteinssyni gullsmið, en hann lést í sumar. í gegnum árin hefur Ólafía unnið sem húsmóðir, auk þess að sjá um verslun sem þau hjón ráku til ársins 1977. Ólafía hefur rækt- að fallegan garð fyrir utan húsið sitt, en auk garðræktar var hesta- mennska eitt af áhugamálum hennar. „Ég er nú ekki með neina hesta núna, ég fór á bak síðast fyrir þremur árum, en hef haft áhuga á hestum alla tíð.“ Ólafía og Guðmundur eignuð- ust engin börn, en samt er mikið af bömum í kringum hana. „Ég á svo mikið af litlum vinum, og núna er ég einmitt að fara í af- mæli til eins þeirra.“ Peningana hefur Ólafía sparað í gegnum tíðina og sagðist hún hafa lagt þá í banka. „Ég setti þetta allt saman í verðbréf, alla afgangsaurana. Mér finnst sjálf- sagt að gefa þetta til Skógræktar- félagsins, ekki fer ég með þetta með mér, og ég held að pening- arnir séu best komnir hjá þeim. Ég vona bara að þetta verði þess valdandi að fleiri sjái sér fært að gefa peninga til að græða upp landið. Það þurfa ekki að vera neinar stórar upphæðir, bara eitt eða tvö þúsund krónur, því margt smátt gerir eitt stórt. Það geta flestir látið eitthvað af hendi. Ég hef fylgst með vinnu- brögðum Skógræktarfélagsins um árabil og ég treysti þeim fylli- lega. Ég veit að þessum pening- um verður vel varið.“ Peningamir koma sér örugg- lega vel fyrir Skógræktarfélagið, því einmitt nú stendur yfir undir- búningur vegna átaks um land- g ræðsluskóga í tilefni 60 ára af mælis félagsins. ns. Hljómsveitin Islandica: Guðmundur, Gísli, Ingi Gunnar og Herdís. Mynd - Jim Smart. Islandica leggur land undir fót Föstudagur 1. september 1989|NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.