Þjóðviljinn - 01.09.1989, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 01.09.1989, Blaðsíða 10
AUGLYSINGAR Öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð Frumkvöðull fullorðinsfræðslu. öldungadeild M.H. var stofnuð 1972 og síðan þá hafa þúsundir karla og kvenna stundað þar nám og nokkur hundruð lokið stúdentsprófi. Þarft þú að rifja upp, bæta við eða hefja nýtt nám? í öldungadeild M.H. er boðið upp á menntaskólanám í 6 brautum. Kennarar skólans eru vel þjálfað og menntað úrvalslið sem tryggir gæði náms og kennslu. Þú getur stundað nám í mörgum greinum eða fáum eftir því sem þér hentar. Þú getur lært: Tungumál: Ensku Dönsku Þýsku Frönsku Latínu ítölsku Rússnesku Spænsku Raungreinar: Stærðfræði Eðlisfræði Efnafræði Líffræði Jarðfræði Félagsgreinar: Félagsfræði Lögfræði Stjórnmálafr. Hagfræði Sálfræði Auk þess er í boði fjölbreytt nám í tölvunotkun bæði grunnnám og einnig fyrir lengra komna (P.C. og BBC tölvur). Boðið er upp á nám í íslensku, ritþjálfun og bókmenntalestur, almennar bókmenntir, fjöl- miðlun, vélritun, heimspeki, trúfræði, o.m.fl. Er þetta eitthvað fyrir þig? Ef svo er þá er innritun og val nýnema og eldri nema á haustönn 1989 dagana 5., 6. og 7. september milli kl. 16 og 19. Skólagjald á haustönn 1989 er kr. 8.500. Rektor Starf með unglingum í vímuefnavanda Á næstunni hefst á vegum Unglingaheimilis ríkisins starfræksla meðferðarheimilis fyrir ung- linga í vímuefnavanda. Staðsetning: Verið er að skoða nokkra staði í næsta nágrenni Reykjavíkur. Mannaráðningar: Sem fyrst þarf að ráða 3-4 manna kjarna sem sendur verður erlendis í starfsþjálfun og verður síðan virkur í lokaundirbúningi fyrir opnun heimilisins. - Þegar nær dregur opnun verða fleiri starfs- menn ráðnir. Hverskonar fólk? Við leitum að deildarstjóra með háskóla- menntun í sálarfræði, félagsráðgjöf eða með hliðstæða menntun og reynslu af meðferðar- starfi. Við leitum líka að öðru starfsfólki og kemur ýmiskonar menntun og starfsreynsla til greina: sálarfræði, félagsráðgjöf, kennaramenntun, uppeldisfræði, hjúkrunarfræði, iðjuþjálfun, iðn- nám o.fl. Loks leggjum við áherslu á að hluti starfs- hópsins hafi persónulega reynslu af vímuefna- vandanum og hvernig sigrast megi á honum. Hafir þú áhuga á að taka þátt í því braut- ryðjendastarfi sem framundan er, þá hafðu samband við skrifstofu Unglingaheimilis ríkis- ins, Grófinni 1, sími 19980. Þar færðu nánari upplýsingar og umsóknar- eyðublöð. Umsóknarfresturertil 1. október n.k. Forstjóri Unglingaheimilis ríkisins RÍKISSPÍTALAR Kópavogshæli Starfsmenn óskast í 100% starf sem fyrst. í starfinu felst umönnun vistmanna, útivera, þátttaka í þjálfun, almenn heimilisstörf, þrif og ræsting. Æskileg starfsreynsla við sambærileg störf og að umsækjandi sé orðinn 18 ára. Athugið launahækkandi námskeið fyrir fast- ráðið starfsfólk. Upplýsingar gefa yfirþroskaþjálfi og hjúkrunar- forstjóri í síma 60 2700. Reykjavík 1. september 1989 RÍKISSPÍTALAR RÍKISSPÍTALAR Dagheimilið Stubbasel Deildarfóstra óskast í fullt starf sem fyrst, við Stubbasel, Kópavogsbraut 19. Stubbasel er dagheimili með 14 rýmum. Upplýsingar gefur Asdís Reynisdóttir í síma 44024. Reykjavík 1. september 1989 RÍKISSPÍTALAR RIKISSPITALAR Hjúkrunarfræðingur óskast sem fyrst í 50% starf á Blóðbankann. Unnið er fyrir hádegi á blóðtökudeild. Æskilegt er að umsækjandi hafi unnið á handlækninga- deild. Upplýsingar gefur Sigurbjörg Jóhannsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 60 2027. Reykjavík 1. september 1989 RÍKISSPÍTALAR RIKISSPITALAR Meinatæknar Meinatæknar Almenn meinatæknastörf eru laus vegna af- leysinga á rannsóknadeild Landspítalans. Upplýsingar gefur Guðbjörg Sveinsdóttir yfir- meinatæknir. Reykjavík 1. september 1989 RÍKISSPÍTALAR Húsnæði óskast! Rúmgóð íbúð óskast á sanngjörnu verði, gjarnan í Vesturbæ þar eð 12 ára dóttir mín gengur þar í skóla. íbúðin óskast til a.m.k. 1-2 ára og einhver hús- hjálp gæti komið til greina. Guðrún Gísladóttir S. 21341 á kvöldin AUGLYSINGAR Stjórn verkamannabústaða í Hafnarfirði Stjórn verkamannabústaða í Hafnarfirði auglýs- ir hér með eftir umsóknum um íbúðir í verka- mannabústöðum í Hafnarfirði. Þeir sem koma til greina þurfa að uppfylla eftir- talin skilyrði: 1. eiga lögheimili í Hafnarfirði þegar sótt er um. 2. eiga ekki íbúð eða samsvarandi eign. 3. hafa ekki haft hærri meðaltalstekjur árin 1986, 87 og 88 en 927.000 kr. á ári auk 87.000 kr. á hvert barn innan 16 ára aldurs. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Stjórnar verkamannabústaða, Móabarði 34, sem eropin mánudaga, þriðjudagaog miðviku- daga frá kl. 16 til 18. Sérstök athygli er vakin á því að endurnýja þarf eldri umsóknir. Umsóknarfrestur er til 15. september n.k. og ber að skila umsóknum á skrifstofuna í síðasta lagi þann dag eða í pósthólf 272 í Hafnarfirði. Frá grunnskólum Reykjavíkur Nemendur komi í skólana miðvikudaginn 6. september n.k. sem hér segir: 9. bekkur kom 8. bekkur kom 7. bekkur kom 6. bekkur kom 5. bekkur kom 4. bekkur kom 3. bekkur kom 2. bekkur kom 1. bekkur kom kl. 9. kl. 10, kl. 11. kl. 13. kl. 13.30. kl. 14. kl. 14.30. kl. 15. kl. 15.30. Fornámsnemendur í Réttarholtsskóla komi kl. 13. Forskólabörn (5 og 6 ára), sem hafa verið innrituð, ve 'ða boðuð í skólana símleiðis. Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir júlímánuð 1989, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 4. september. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftireindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextirtil viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. september. Fjármálaráðuneytið, 1. september 1989 B Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Viljum ráða verkstjóra í þvottahús sem fyrst. Upplýsingar um starfið veitir forstöðumaður þvottahússins. Viljum ráða starfsmann til að hafa umsjón með sjúkrafæði. Nánari upplýsingar veitir bryti. Umsóknir sendist skrifstofustjóra FSA fyrir 10. sept. n.k. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri sími (96)22100.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.