Þjóðviljinn - 01.09.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 01.09.1989, Blaðsíða 11
Dallas í Víkinni Ættarveldi Einars Guðfinnssonar og niðja hans í Bolungarvík á enn undir högg að sœkja. Stœrsti verktaki landsbyggðarinnar, Jón Friðgeir Einarsson, hótarúrsögn úrflokknum, segirskilið við Sparisjóð Bolungarvíkur og auglýsir eignir sínar til sölu Ifréttablaðinu Bjcjarins besta sem gefíð er út á Isafirði birtist í fyrradag auglýsing þar sem Jón Friögeir Einarsson byggingaverk- taki auglýsir allar eignir sínar til sölu. Þar er ekki um neinar smá- eignir að ræða því hið auglýsta góss er metið á 2-300 miyónir króna. Þetta er partur af einu rót- grónasta ættarveldi á íslandi sem á undanfðrnum árum hefur sýnt æ greinilegri hnignunarmerki. Þegar breska heimsveldið var upp á sitt besta varð til sú kenning að það tæki þrjár kynslóðir að búa til hefðarmenn. Hins vegar vildi oft í leiðinni glatast sá kraft- ur og eldmóður sem í upphafí þurfti til að skapa auðinn sem hefðarmennskan grundvallaðist á. Þannig er sagt að fyrsta kyn- slóðin leggi grunninn að ættar- veldinu, önnur haldi uppbygging- unni áfram en fyrir þeirri þriðju liggur að sólunda auðnum. 1 fljótu bragði virðist þessi kenning vera að sannast í Bol- ungarvík. Einar heitinn Guð- finnsson hóf uppbygginguna á millistríðsárunum. Þegar synir hans komust á legg sldptu þeir með sér verkum og byggðu upp margþætt veldi, allt undir stjóra gamla mannsins. í nafni hans var rekið frystihús, togaraútgerð, saltfiskverkun, loðnubræðsla og verslanir. Jón Friðgeir sonur Ein- ars fór út í byggingabransann og kom sér upp eigin fyrirtæki sem nú telst vera eitt elsta verktaka- fyrirtæki landsins og það stærsta utan höfuðborgarsvæðisins. Síð- asta stórvirki Jóns Friðgeirs var bygging ratsjárstöðvarinnar á Bolafjalli sem hann hefur vænt- anlega ekki tapað á. Auk þess hefur hann rekið talsverða versl- un með byggingarvörur, húsgögn og fleira, trésmíðaverkstæði, plastverksmiðju og haft umboð fyrir Flugleiðir. Annar af bræðr- unum, Pétur, setti á fót flutning- afyrirtæki og bflaleigu og fékk ekki alls fyrir löngu rekstur Shell- stöðvarinnar og tilheyrandi sölu- skála í sínar hendur. Auk þessa tryggði Einarsveld- ið stöðu sína með ýmsum öðrum hætti. Ættin átti helminginn í Vélsmiðju Bolungarvíkur sem er eina fyrirtækið sem nær máli í bænum og ekki er algerlega í eigu ættarinnar. Síðast en ekki síst ber að geta þess að Guðfinnur Ein- arsson situr í stjörn Sparisjððs Bolungarvíkur og myndar þar meirihluta ásamt mági sínum, Benedikt Bjarnasyni, en þriðji fulltrúinn er skipaður af bæjar- stjórn og það sæti fyllir Valdimar L. Gíslason, bæjarfulltrúi Al- þýðuflokksins en hann myndar meirihluta í bæjarstjórn ásamt fulltrúum Sjálfstæðisflokks. Þeir Guðfinnur og Benedikt, ásamt enn einum Einarssyninum, Guðmundi Páli, eru svo fulltrúar atvinnurekenda í stjórn Lífeyris- sjóðs Bolungarvíkur. Ættin í kröggum Fyrir svona þremur árum ^akomst það í hámæli að fynrtæki Einars Guðfinnsonar hf. í Bol- ungarvík ættu í rekstrarvand- ræðum. Þótti það með ólíkindum því aðeins örfáum árum áður stóðu fá fyrirtæki á landsbyggð- inni betur hvað snerti eiginfjár- stöðu og rekstraröryggi. A þess- um tíma virtist stór hluti af eigin fé fyrirtækjanna gufaður upp. Útbreiddasta skýringin á þessari stöðu var sú að yfirbyggingin væri orðin of þung, ættin teidi of marga einstaklinga sem öllum þyrfti að halda uppi. Hvað sem því líður þá neyddist ættarveldið til að selja hlut sinn í Vélsmiðju Bolungarvíkur. Kaup- endur voru bræðumir Guðmund- urB. Jónsson, framkvæmdastjóri Vélsmiðjunnar, og Sólberg Jóns- son sem er sparisjóðsstjóri og framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Bolungarvíkur. Ættin kemst í minnihluta Þá víkur sögunni að bæjar- stjórn. í síðustu kosningum fékk Sjálfstæðisflokkurinn þrjá menn Laust starf - mötuneyti Þjóðviljann vantar starfsmann/ konu í mötuneyti blaðsins. Um er að ræða V2 starf í næstu 5 mánuði. Vinnutími frá kl. 10-14 daglega. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri. DIODVIUINN kjöma, þá Einar Jónatansson, sonarson Einars Guðfinnssonar, Ólaf Kristjánsson og Björgvin Bjarnason en hann er tengda- sonur Guðmundar B. Jónssonar í Vélsmiðjunni. í fyrra féll bæjar- stjórinn frá og bitust þeir Björg- vin og Ólafur um stöðuna. Ólafur naut fulltingis Einars og Valdim- ars krata og hlaut hnossið. Lét hann þá laust bæjarfulltrúastarfið og kom Örn Jóhannsson, verk- stjóri í Vélsmiðju Bolungarvíkur, í hans stað. Ættarveldið var þá komið í minnihluta meðal bæjar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og nú virðist Valdimar einnig hafa snúist á sveif með Vélsmiðju- mönnum og gegn ættinni. Það gæti því orðið valtur stóllinn undir Ólafi ef harka hleypur í málin í Víkinni. Sviðsett útboð? í vor og sumar hafa svo orðið þau tíðindi sem eru forleikurinn að harkalegum viðbrögðum Jóns Friðgeirs. Þar leikur áðumefndur Björgvin Bjamason bæjarfulltrúi og formaður byggingamefndar nýs gmnnskóla aðalhlutverkið. Nefndin bauð út innanhússfrá- gang skólans og bámst tvö tilboð frá fyrirtækjum á staðnum. Það lægra var frá Jóni Friðgeir en það hærra frá trésmiðjunni Þrótti. Bæði tilboðin vom töluvert hærri en kostnaðaráætlun og var þeim hafnað. Þegar tilboðin liggja fyrir hefst undarlegur kafli þar sem mönnum ber ekki saman um at- burði. Byggingamefndin endur- skoðaði kostnaðaráætlunina og Verslunarhús Einars Guðfinns- sonar hf. til hægri en til vinstri sér í gaflinn á verslunarhúsi Jóns Friðgeirs Einarssonar. Það er nú til sölu. ákvað að skipta verkinu í tvennt. Síðan segir Björgvin að reynt hafi verið að ná samningum við Jón Friðgeir en það hafi strandað á því að hann vildi verkið allt. Jón Friðgeir segir hins vegar að engar formlegar samningaumleitanir hafi átt sér stað heldur hafi við- ræðum og bréfaskriftum verið hætt í miðju kafi af hálfu nefndar- innar sem síðan hafi gengið til samninga við Þrótt. Út af þessu hefur orðið heil- mikill hvellur fyrir vestan og endurómur af honum borist suður til Reykjavflcur. Hafa ýms- ir aðilar, líka hér fyiir sunnan, átalið vinnubrögð byggingar- nefndarinnar. Meðal þeirra er Verktakasamband íslands sem átelur ma. það að einingaverð Norska / sænska á grunnskólastigi Innritun fer fram í Miðbæjarskólanum, Fríkirkju- vegi 1, mánudaginn 11. sept. n.k. sem hér segir: 5. bekkur kl. 17 6. bekkur kl. 17.30 7. bekkur kl. 18 8. bekkur kl. 17 9. bekkur kl. 18 Nemendur eru beðnir að mæta með stundaskrá úr sínum skóla. Umsjónarkennarar sem um er samið við Þrótt séu greinilega tekin úr tilboði Jóns Friðgeirs. Jón Friðgeir brást mjög harka- lega við þessari niðurstöðu. Hann hefur lýst því yfir að hann hugleiði í alvöru að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum, hann er hættur öllum viðskiptum við Sparisjóð Bolungarvíkur og nú hefur hann auglýst eignir sínar til sölu, jafnt fyrirtækið með öllum gögnum og gæðum sem einbýlis- hús sitt. Heimildarmenn Nýs helgar- blaðs segja að í raun hafi allt þetta útboðsmál verið sviðsett í því skyni að ögra Jóni Friðgeir og koma höggi á ættarveldið. Bræð- umir Guðmundur B. og Sólberg ásamt Björgvin standi á bakvið þessa aðfcr og sé þarna á ferð hörð valdabarátta. Þeir þrír séu búnir að skera upp herör gegn ættarveldinu. Viðbrögð Jóns Friðgeirs renna stoðum undir þessa kenningu. Verkið sem um er bitist er að vísu Raunar er það fulltrúi ættar- upp á 10-20 miljónir króna og það 'nnar, Einar K. Guðfinnsson, er prinsipmál að samið sé við sem stendur næst því að fara inn á lægstbjóðanda. En það réttlætir Þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn á samt ekki þá hörku sem einkenn- Vestfjörðum þegar sæti losnar. ir viðbrögð Jóns Friðgeirs. Af Hann var í 3. sæti framboðslist- hverju blandar hann Sjálfstæðis- ans»síðustu kosningum og kem- flokknum í málið? Og hvað veld- ur Þv' næstur á eftir Matthíasi ur því að hann ætlar að yfirgefa Bjarnasyni og Þorvaldi Garðari fæðingarbæ sinn, ætt og óðal? Kristjánssyni sem báðir em tekn- Við því fást engin svör í bili því ir að reskjast. Hins vegar er með Jón Friðgeir er í útlöndum. En öllu óv'St að Isfirðingar horfi upp það má velta ýmsum skýringum á Það aðgerðarlausir að Bolvík- fyrir sér. ingur taki sæti Matthíasar. Og hætt er við því að sjálfstæðis- Hvao verour um mönnum annars staðar í kjör- arf Aonrincinn? dæminu finnist völdin vera farin cilUapilllblllll. að þjappast æði mikið saman við Það má til dæmis alveg hugsa ísafjarðardjúpefEinaráaðleysa sér að viðbrögðum Jóns Friðgeirs Þorvald Garðar af hólmi. Ef ætt- sé fremur beint að skyldmennum arveldið í Bolungarvík er komið hans í Bolungarvík, að með þessu UPP á kant við flokkinn gæti svo sé hann að brýna þau til átaka. farið að pólitískur frami Einars Hvers vegna segir hann sig úr við- K. yrði eitthvað snubbóttari en til skiptum við sparisjóðinn þar sem stóð. ættin er í meirihluta? Er hann kannski að etja þeim Guðfinni og Vitaskuld eru þetta getgátur og Benedikt út í slag við sparisjóðs- bollaleggingar einar. Enda erfitt stjórann? um vik að afla upplýsinga, að Og með því að hóta aðsegja sig ekki sé talað um óyggjandi stað- úr Sjálfstæðisflokknum gæti hann reynda í málum af þessu tagi. Hitt verið að vara menn við, benda á er þó víst að auglýsing Jóns Frið- að ef flokkurinn bakkar ættina geirs á eignum sínum í Bæjarins ekki upp í slagnum við nýju besta verður að teljast stórtíð- mennina gæti svo farið að ættin indi, hvort sem er á vestfirskan beindi atkvæðum sínur’ cz Lmf- mælikvarða eða einhvem stærri. um í aðrar áttir. _ÞH Haustönn 1989 Innritun í prófadeildir Aðfaranám: Jafngilt námi í 7. og 8. bekk grunn- skóla (1. og 2. bekk gagnfræðaskóla). Ætlað þeim sem ekki hafa lokið ofangreindu eða vilja rifja upp og hafa fengið E (1-3) á grunnskóla- prófi. Fornám: Jafngildir grunnskólaprófi og for- áfanga á framhaldsskólastigi. Ætlað fullorðnum sem ekki hafa lokið gagnfræðaprófi og ungling- um sem ekki hafa náð tilskildum árangri á grunnskólaprófi. (Fengið D eða 4 í einkunn) Sjúkraliðabraut - Heilsugæslubraut: For- skóli sjúkraliða, 2 vetur. Uppeldisbraut: 2 vetra nám með hagnýtum valgreinum. Viðskiptabraut: 2 vetra nám. Brautinni lýkur með verslunarprófi. Menntakjarni: Þrír áfangar kjarnagreina, ís- lenska, danska, enska og stærðfræði, auk þess þýska, hollenska, félagsfræði, efnafræði og eðlisfræði. Framhaldsskólastig. Ætlað þeim sem eingöngu óska eftir þessum greinum. Nám í prófadeildum er allt frá 1 önn í 4 annir, hver önn er 13 vikur og er kennt 4 kvöld í viku. Kennsla fer fram í Miðbæjarskóla og Lauga- lækjarskóla. Skólagjald fer eftir kennslustundafjölda og greiðist fyrirfram mánaðarlega. Kennsla hefst 18. september. Innritun fer fram í Miðbæjarskólanum, Frí- kirkjuvegi 1, 4. og 5. sept. n.k. kl. 16-19. Nánari fyrirspurnum svarað í símum 12992 og 14106. Skrifstofa Námsflokkanna er opin virka daga kl. 13-19. Innritun í almenna flokka (tungumál og verk- legar greinar) fer fram 20. og 21. sept. n.k. Nánar auglýst síðar. Forstöðumaður NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.