Þjóðviljinn - 01.09.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 01.09.1989, Blaðsíða 12
Sænska Ijóö- og leikskáldið Lars Forssell vareinn aftíu meðlimum Sænsku akademíunnar sem voru í heimsókn hér á landi í fyrri viku. Forssell vakti fyrst athygli í Svíþjóð sem höfundur texta við ýmis þekkt dægurlög en þegarfyrsta Ijóðasafn hans kom út í byrjun sjötta áratugarins (1952) var hann þegar í stað stimplaður sem dæmigert skáld þeirra ára. Um fjórum árum seinna var fyrsta leikrit hans frumsýnt og síðan hefur hann sinnt leikritun og Ijóðagerðjöfnum höndum, unniðsem blaðamaður og við þýðingar, auk þess sem slagarahöfundurinn hefur aldrei verið langt undan. Forssell varð meðlimur Akademíunnar árið 1971, þá 43 ára, og þótti óskaplega ungursem meðlimursvo virðulegrar samkundu. - Þetta vakti athygli, segir hann. - Nú er ekki hægt að segja að rúmlega fertugt sé mjög ungt, en miðað við meðalaldur í Aka- demíunni var ég unglingur. Þetta var bæði gaman og gagnlegt fyrir mig því þama kynntist ég fjölda gamalla og frægra rithöfunda, sem ég hafði aldrei haft tækifæri til að hitta. Þarna vom til dæmis menn eins og Lagerquist og aðrar goðsögur sem ég hafði aldrei áður komist í návígi við. Hafði það einhver áhrif á þinn feril sem Ijóð- og leikskáld að verða meðiimur Akademíunnar? - Nei, það hafði það ekki. Ég hef alltaf verið róttækur og mitt pólitíska viðhorf breyttist ekkert, nema ég hafi orðið enn róttækari með ámnum. Maður er auðvitað svoh'tið hégómlegur og í byrjun var ég bæði glaður og upp með mér yfir að hafa orðið fyrir val- inu, en hégómleikinn hvarf fljót- lega því þetta er hörkuvinna og mikið álag. - Þetta breytti engu um minn fjárhag því við fáum ekki laun fýrir að eiga sæti í Akademíunni. Heiðurinn er látinn nægja. Og ég hef ekki orðið var við það á þess- um sautján ámm að ég hafi orðið neitt þekktari sem höfundur við þetta, ef fólk á götunni kannast við mig er það sem slagara- höfund. Ég hef gert fjölda texta, mest við frönsk dægurlög, en var reyndar nýlega að ganga frá sænskum textum við argentín- skan tangó fyrir plötu sem ég geri með Sven Bertil Taube, syni Everts Taube vísnasöngvara. - Annars hef ég skrifað leikrit og ljóð til skiptis, svo kannski er fólk líka farið að þekkja mig sem ljóðskáld. En ég hef unnið sem blaðamaður, fengist við þýðingar og fleira til þess að hafa í mig og á. Er það ekki þannig á fslandi líka að rithöfundar verði að lifa af ein- hverju öðm en ritstörfunum? - Ég held að maður verði að sætta sig við það, - nú, eða gifta sig til fjár, það er líka möguleiki. - Það sem þetta hafði fyrst og fremst að segja fyrir mig var að þarna fór ég að umgangast fjölda fólks, sem ég hefði annars ekki komist í kynni við. Það em ekki bara rithöfundar í Akademíunni heldur líka sagnfræðingar, lög- fræðingar og málfræðingar, svo einhver dæmi séu nefnd. Við hitt- umst á hverjum fimmtudegi vor og haust, auk þess sem við höld- um jóla- og sumarfundi og það segir sig sjálft að með því að við hittumst svona oft takast náin kynni á milli stétta sem að öllu jöfnu hafa ekki mikið hvor með aðra að gera. - Við þurfum að lesa óskap- lega mikið og sjá um að dreifa óteljandi styrkjum, ekki bara Nóbelnum heldur fjölda annarra styrkja, sem Akademíunni hefur verið falið að úthluta í gegnum tíðina. Þetta em gjafir, styrkir og sjóðir sem hinir og aðrir hafa fal- ið Akademíunni á þessum tvö- hundmð ámm, sem hún hefur starfað, - þessa peninga verðum við að sjá um og úthluta. Við veit- um verðlaun og styrki upp á milj- ónir á hverju ári og stöndum þar að auki í alls kyns fjármálavafstri. Það fara einn og hálfur til tveir tímar á viku í að taka ákvarðanir um fjármál. Þar að auki gefum við út sænska orðabók, sem er að vísu löngu komin í sérstaka nefnd, en þessari orðabók höfum við yfimmsjón með og þurfum að sjá um að reka. Erfitt að leggja Akademíuna niður Nú hefur þú þegar verið með- iimur Akademíunnar í sautján ár og getur búist við að sitja þar næstu þrjátíu eða fjörutíu árin. Hvernig leggst það í þig? - Ja, ég hef þá alltaf einhvern stað að fara á þegar ég er orðinn gamall og veit ekki lengur hvað ég á við tímann að gera. Það hef- ur reyndar verið rætt um að það ætti að breyta reglunum þannig að menn yrðu heiðursmeðlimir eftir sjötugt og yngri menn valdir inn í þeirra stað, en ég held að þá myndi þessi sjarmi sem er yfir Akademíunni hverfa að ein- hverju leyti. Ég hafði sjálfur mikla ánægju af því að um- gangast þá gömlu á sínum tíma, svo ég er ekki mikið fyrir að breyta þessu. - Eins hafa verið uppi hug- myndir um að leggja Akademí- una niður og það er vel hugsan- legt að hún verði alls ekki 300 ára, en það verður mjög erfitt; lögfræðidæmi af stærri gráðunni vegna allra þessara sjóða sem okkur hefur verið falið að hafa yfirumsjón með. Ef Akademían verður lögð niður hanga þeir allir í lausu lofti. Það sama gildir um Nóbelsverðlaunin í bók- menntum. - Mörgum finnst fáránlegt til þess að hugsa að átján Svíar standi í því að dæma heimsbók- menntirnar og vilja að Nóbelinn veiti alþjóðleg nefnd átján gagnrýnenda skipuð á svipaðan hátt og sú sem veitir Gullbjörn- inn í Beriín. En ég veit ekki hvort það væri neitt betri tilhögun. Ég veit að þeir sem veita Gullbjörn- inn eiga í mestu erfiðleikum vegna þrýstings frá framleiðend- um, allir vilja ota sínum tota og það er ekki óalgengt að meðlim- um nefndarinnar sé boðið til þriggja stórra máltíða á dag til að vekja athygli þeirra á jafn mörg- um nýjum myndum. - Við hjá Sænsku akademí- unni höfum hins vegar nógan tíma, við þurfum ekki að velja á milli þess sem verið er að gefa út í það og það skiptið, heldur getum við fylgst með verkum höfundar yfir lengri tíma. Það verður oft heljarmikill hávaði yfir einu og einu verki sem er nýkomið út og það er oft betra að bíða þar til stormurinn er genginn yfir. Oft er það svo að bók sem vekur mikla athygli þegar hún er gefin út þyk- ir ekkert sérstök nokkrum árum seinna, en önnur, sem ekki vakti eins mikla athygli eða týndist í látunum, reynist vera mun meira virði en talið var. - Það er út af fyrir sig gott að sænskan er útkjálkamál og talað af fáum, því þannig fáum við meiri skilning á vanda höfunda sem skrifa á málum sem hafa litla útbreiðslu. Ég get tekið Halldór Laxness og Singer sem dæmi. Eins þýðir þessi starfsemi okkar að mjög mikið af erlendum bók- menntum er þýtt á sænsku. Það hefur verið sagt að þið far- ið meira eftir pólitískri sannfær- ingu manna en bókmenntahæfi- leikum þeirra. Hvað finnst þér um þá staðhæfingu? - Það verður alltaf einhver til þess að kveða upp úr með það að þetta sé bara pólitík þegar verð- laun eins og Nóbelsverðlaunin eru veitt. Það er að vísu ekki hægt að útiloka það að skoðanir ein- hvers í nefndinni taki mið af pó- litík, en ég veit ekki til þess að við höfum nokkurn tíma látið pólit- íska afstöðu höfunda ráða því hvort þeir fengju verðlaunin eða ekki. Reyndar held ég að væri höfundur nazisti eða fasisti myndi enginn okkar mæla með Lars Forssell: Reynum í það minnsta að gera okkar besta. Mynd - Kristinn. 12 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.