Þjóðviljinn - 01.09.1989, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 01.09.1989, Blaðsíða 13
og heimsbókmenntimar Lars Forssell: Auðvitað er sjálf hugmyndin að baki Bókmenntaverðlaunum Nóbels gjörsam- lega út í hött honum til verölaunanna, en það væru þá einu undantekningarnar. - Pablo Neruda fékk Nóbels- verðlaunin þótt hann væri yfir- lýstur stalínisti og Márquez, sem er kommúnisti, fékk þau líka. Það var einfaldlega vegna þess að okkur fundust verk þeirra vera verðlaunanna virði. En við get- um auðvitað ekki komið í veg fyrir að menn noti verðlaunin pólitískum hugmyndum sínum til framdráttar til að mynda gátum við vissulega ekki séð fyrir að Márquez myndi breyta verð- launaafhendingunni í sigurhátíð byltingarinnar. Skemmtilegast þegar heitt er í kolunum Breytti það einhverju fyrir Ak- ademíuna að Sartre skyldi neita að taka á móti verðlaununum á sínum tíma? Fóru menn þá að velta fyrir sér hver gæti hugsan- lega neitað eða eitthvað í þá átt- ina? - Nei, og Sartre er á listanum yfir þá sem hlotið hafa bók- menntaverðlaun Nóbels þótt hann hafi ekki tekið við verð- laununum. Alveg eins og Past- emak, sem gat ekki tekið á móti sínum. Það sem Sartre gekk til var að gefa pólitíska yfirlýsingu með þessu móti. Hann var þá á kafi í ‘68-hreyfingunni. En í hans spomm hefði ég tekið á móti pen- ingunum og svo gefið heiminum langt nef með því að gefa þá til einhverrar hreyfingar sem ég vildi styrkja. Hann hefði til dæm- is getað gefið víetnömskum skær- uliðum peningana svo þeir gætu keypt sér vopn fyrir þá. Það hefði verið mun áhrifaríkara. - Og gagnlegra fyrir málstaðinn hefði maður haldið. Er citthvað til í þvi að þið hygl- ið meira einu menningarsvæði en öðru? - í það minnsta ekki vitandi vits. Við reynum með öllum mögulegum ráðum að ná yfir öll menningarsvæði heims. Við erum með alls konar fræðinga á okkar vegum til að upplýsa okkur um hvort að það séu til dæmis skrifaðar bókmenntir á Indlandi eða í löndum sem við höfum tæp- lega heyrt nefnd. Á tímabili fengu margir Bandaríkjamenn verðlaunin, það fannst mörgum vera tákn um undirlægjuhátt við stórveldin eða pólitíska afstöðu Akademíunnar. Sannleikurinn er hinsvegar sá að Bandaríkin eru fjölmennt ríki þar sem fjöldi rit- höfunda .er meiri en hjá minni þjóðum. Þessir höfundar áttu einfaldlega skilið að fá verð- launin að mati Akademíunnar. Sama er að segja um suðuramer- ísku höfundana. Þetta er stórt menningarsvæði sem á fjöldann allan af góðum rithöfundum. - Akademían hefur oft vakið athygli á góðum höfundum, sem jafnvel hafa verið lítt þekktir í heimalandi sínu. Það gildir til dæmis um Faulkner. Það voru ekki margir Bandaríkjamenn sem höfðu heyrt hann nefndan þegar hann fékk verðlaunin en ég hef ekki heyrt neinn halda því fram að hann hafi ekki átt skilið að fá þau. Það hefur verið talað um það að menn eins og Graham Green hafi ekki fengið verð- launin, en hann þarf engin verð- laun, hvorki til að vekja á sér at- hygli né til þess að geta sinnt sínu starfi. Nú, Heinesen hefur verið nefndur sem einhver sem við höf- um hundsað vegna þess að hann tilheyri smáþjóð, en hann hefur nýlega fengið stór skandinavísk verðlaun eins og menn vita. - Auðvitað er sjálf hugmyndin að baki bókmenntaverðlaunum Nóbels gjörsamlega út í hött, en það er ekki mér að kenna. Mér finnst líka skrítið að við sem veit- um bókmenntaverðlaunin skulum vera þeir einu sem erum stöðugt gagnrýndir fyrir það sem við erum að gera. Kannski er það vegna þess að við getum ekki leyft okkur að segja við fólk að það skilji þetta ekki eða hafi ekki vit á því. Það gegnir öðru máli um til dæmis verðlaunin í læknisfræði eða vísindum. Þá fá menn gjaman verðlaun fyrir einhverjar flóknar rannsóknir sem kannski einn af hverjum tíu skilur, og ef einhver dregur mikilvægi þeirra í efa er einfaldlega hægt að svara viðkomandi því til að hann hafi ekkert vit á því. - Að vísu var tímabilið 1920 til 30 slæmur tími í sögu þessara verðlaunaveitinga. En það er best að fara varlega með slíkar yfirlýsingar, kannski er þetta tímabil sem ég sit líka slæmt. Kannski hefur okkur skjátlast í okkar vali án þess að við gerum okkur grein fyrir því. Okkur hef- ur kannski yfirsést það sem öllu máli skiptir í bókmenntum nú- tímans, en við reynum í það minnsta að gera okkar besta. Við erum með heilmikið apparat á okkar vegum, greinahöfunda, þýðendur og fræðimenn, sem kynna okkur feril höfunda og að- stoða okkur við að fylgjast með í bókmenntum mismunandi menningarsvæða eða landa. Við getum ekki gert okkur vonir um að finna og þekkja besta rit- höfund í heimi í það og það sinn- ið, verðum bara að láta okkur nægja að okkur finnist þeir góðir. - Svo er það annað, sem marg- ir gera sér ekki grein fyrir og það er að til þess að vera útnefndur verðlaunahafi þarf viðkomandi bara að vinna með eins atkvæðis mun. Það kemur fyrir að staðan er níu á móti níu, og þá hefjast miklir flokkadrættir, því þá er hvorum hópi nóg að snúa bara einum úr hinum. Við byrjum með lista yfir 200 manns, sem geta komið til greina og honum er síðan komið niður í 100 nöfn. Eftir það sjá nokkrir meðlimir um að skera listann niður í fimm til sex nöfn og um þann lista sláumst við öll, byrjum 15. sept- ember. Það getur orðið býsna heitt í kolunum, liggur oft á tíð- um við að til handalögmáls komi í rifrildinu og það er það skemmtilegasta. Að rífast þang- að til logamir leika um veggina. Hef aldrei hitt afturhaldsmann í Akademíunni En hvernig er það, nú man ég i svipinn ekki eftir öðrum konum en Selmu Lagerlöf, sem hafa feng- ið bókmenntaverðlaun Nóbels. Eru konur þá lélegri rithöfundar er karlmenn? - Þær em nú fleiri en Lagerlöf, sem hafa fengið verðlaunin og verið stungið upp á mun fleiri konum en hafa verið útnefndar. En við getum ekki verið með ein- hvem kynjakvóta. Ég gæti vel ímyndað mér að til dæmis í Sví- þjóð verði konur í næstu kynslóð rithöfunda betri en karlmennim- ir. Það er ýmislegt sem bendir til þess, svo ég held að fleiri konur komi til með að fá bókmennta- verðlaun Nóbels þegar fram líða stundir. Marguerite Yourcenar var val- in inn í Frönsku Akademíuna fyrir um fjórum árum eftir mikl- ar innbyrðis deilur. Mörgum karlanna fannst algjör óhæfa að veita kvenmanni þennan sess. Hefur svipað viðhorf ríkt í Sænsku akademíunni? - Nei, ég veit ekki til þess. Ég get að vísu ekki útilokað að það hafi verið einhverjar karlrembur á móti Lagerlöf þegar hún varð meðlimur árið 1914, en ég held að í dag hvarfli ekki að nokkmm manni að vera eitthvað að fetta fingur út í slíkt. Konur hafa átt sæti í Sænsku akademíunni í gegnum árin þótt ekki séu þær margar, en þær em allavega tvær núna, sem er reyndar met, svo margar konur hafa aldrei áður átt þar sæti samtímis. En þeim á vafalaust eftir að fjölga, nú em uppgangstímar hjá konum í rit- höfundastétt. Hinsvegar hafa konur ( öðmm greinum en bók- menntum ekki enn átt sæti í aka- demíunni. - Konur eiga langt í land í sam- keppni við karlana í ýmsum greinum, til dæmis í tónlistinni. Ég er hræddur um að við verðum að bíða þess enn um stund að fram komi kvenkyns tónskáld sem er samkeppnisfært við karl- mennina; þær em svo fáar. Er eitthvað hæft f þvf sem heyrst hefur fleigt, að þið í aka- demíunni séuð afturhaldsseggir upp til hópa? - Ég hef aldrei hitt afturhalds- mann í akademíunni. En íhalds- menn hef ég hitt þar, sem og fuil- trúa annarra pólitískra strauma. Sjálfur er ég þekktur fyrir að vera vinstrisinnaður. Við veljum sjálf okkar meðlimi og enginn hefur vald til að skipta sér að því hvem við veljum og það hefur ekki tíðkast að pólitískar skoðanir fólks séu látnar ráða hvort það verði fyrir valinu eða ekki. Ekki frekar en við veltum pólitískum skoðunum fólks fyrir okkur við verðlaunaveitingar. Stjórnmála- menn geta ekki haft nein áhrif á okkur því við emm sjálfstæð stofnun, íjárhagslega sjálfstæð og fáum enga styrki frá stjórnvöldum og emm þar af leiðandi óháð bæði þeim og stjórnmálaflokkum. Við þurfum ekki að beygja okkur fyrir neinum pólitískum kröfum. Að vísu er konungur verndari Aka- demíunnar, en það þýðir ekki að hann hafi þar áhrif eða völd. - Þegar talað er um afturhald er kannski átt við að við séum öll af léttasta skeiði. Meðalaldurinn er orðinn nokkuð hár sem stend- ur, við verðum öll svo gömul. Það má vera að okkar tími, tími stofn- unar eins og akademíunnar, sé liðinn og sú stund ekki langt undan að hún verði lögð niður. Við emm ekki svo óskaplega stórt númer. Margir vita meira að segja ekki að það er Sænska Aka- demfan sem veitir Bókmennta- verðlaun Nóbels. Við fáum iðu- lega bréf skrifuð til sænsku Nó- belsnefndarinnar. Ég myndi auðvitað sakna akademíunnar ef svo færi að hún yrði lögð niður, ég hef nú einu sinni vanist þessu. En ég kæmi svosem ekki til með að gráta það. LG Föstudagur 1. september 1989 NÝTT HELGARBLAÐ — SIÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.