Þjóðviljinn - 01.09.1989, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 01.09.1989, Blaðsíða 17
Maðurinn skapar fötin Á hverju hausti berastokkurfréttir af tískufrömuðum í erlendum stórborgum sem kveða upp úr um það í hverju glæsileiki vetrarins sé fólginn. Nú er það rautt eða svart, sítt eða stutt, vítt eða þröngt. Og óáþreifanleg nærvera þeirra alla leið norður á hjara veraldar hefur þau áhrif að sá hópur fólks sem vill ekki undir nokkrum kringumstæðum vera hallærislegt, klæðistfatnaði í samræmi við línurnar sem lagðar eru í tískuhúsum úti í heimi. Aðrir eru snúnirog segjastekki hlaupaeftir duttlungumtískunnar, enda fatnaður ekki til annars en að skýla nekt og veita skjól fyrir norðannepjunni. Ef markamáfjölda tískuvöruverslana í Reykjavík hlýtur síðari hópurinn að vera í miklum minnihluta og kannski eru flestir einhvers staðar þarna mitt á milli, geta ekki annað en hrifist af glæsilegum fatnaði en skortir bæði fé og hugrekki til að fylgja tískunni út í æsar. Undanfarin ár hafa margir íslendingar stundað nám í fatahönnun erlendis og þráttfyrir lítinn markað og harða samkeppni við innfluttar vörur eru reknar hér nokkrar saumastofur og verslanir. Hér birtast nokkur íslensk sýnishorn og er ekki að sjá að íslenskir fatahönnuðirgefi þeimfrönsku neitt eftir. Verðum að skapa tækifærin sjálf Guðrún Hrund Sigurðardóttir lauk námi í Köbenhavns mode- og designskole síðastliðið vor. Þetta var tveggja ára nám, sem núna hefur reyndar verið lengt í þrjú ár, og segir Guðrún að jaað hafi ekkert veitt af þessu ári til viðbótar þar sem knappur tími hafi gefist til að vinna sum verk- efnin. í fyrravetur tók hún þátt í keppni milli Norðurlandabúa, sem haldin var í Kaupmanna- höfn, þar sem valdir voru fulltrú- ar frá hverju Norðurlandanna til að sýna í Smirnoff-kepninni sem haldin var í London í febrúar. Hún var ein af þeim útvöldu og vakti fatnaður hennar verðskuld- aða athygli. - Ég bý til frekar sígild föt úr góðum efnum. Þetta gengur ekki í unglingana en konur, svona yfir tvítugt, eru hrifnar af svona föt- um, sagði Guðrún. Það eru ekki nema tvær vikur síðan Guðrún flutti heim frá Kaupmannahöfn og aðspurð um atvinnumöguleika í greininni sagðist hún enn ekki vera farin að kanna þá að neinu ráði. Það eru að sönnu ekki mörg störf sem bjóðast á þessum vettvangi en Guðrún sagði að fólk yrði þá að skapa sín tækifæri sjálft. - Það getur vel verið að ég setji upp eigið fyrirtæki þegar fram líða stundir en það verður þá lítið fyr- irtæki þar sem ég tæki að mér að sauma fyrir fólk. Ég hygg ekki á neina fjöldaframleiðslu, sagði Guðrún. >Þ Hörð samkeppni viö inn- flutninginn María Lovísa Ragnarsdóttir var ein af þeim fyrstu sem fóru utan að læra fatahönnun. Hún lauk námi 1979 og setti á fót verslunina Maríurnar sem hún rak í 5 ár. Núna rekur hún lítið verkstæði við Laugaveginn og sinnir aðallega pöníunum eftir sérsaumuðum sparifötum. - Það er óskaplega erfitt að reka svona fyrirtæki. Markaður- inn er lítill og mikil samkeppni við innflutta iðnaðarframleiðslu. Það gengur ekki annað en að bjóða sérsaumaða kjóla á svip- uðu verði og þá innfluttu. Fólk borgar ekki meira fyrir flíkina þótt hún sé sérsaumuð, sagði María. María sagði að það væru konur á öllum aldri sem leituðu eftir sérsaumuðum fatnaði, hún saum- aði allt frá fermingarkjólum upp í samkvæmiskjóla fyrir eldri kon- ur. - Sem betur fer eru viskose- efnin ekki eins vinsæl núna og þau hafa verið um nokkurn tíma. Nú vilja konur vandaðri efni og sniðin eru mjög kvenleg og skrautleg og ég sauma mikið úr siffoni sagði María aðspurð um tískuna í vetur. iþ Samfestingur úr bláu siffoni sem einnig er hluti af lokaverkefni Guðr- únar Hrundar. Ekki hlýjar Hjónin Júlíus Steinarsson og Sigrún Guðmundsdóttir hafa um árabil rekið vinnustofu og verslun undir nafninu Skinn-gallerí. Þau hanna og sauma yfirhafnir úr ís- lensku mokkaskinni og leðri. Júlí- us sagði að íslenska hráefnið stæðist vel samanburð við það besta sem framleitt væri erlendis og nýjar vinnsluaðferðir gerðu efnin sterkari og þjálli. - Verkstæðið okkar er lítið og við fjöldaframleiðum ekki flíkur. Við leggjum áherslu á að sinna hverjum viðskiptavini fyrir sig. Héma vinna mest 4 til 5 starfs- menn, að okkur hjónunum með- töldum, og í mörgum tilfellum vinnum við saman að hönnun- inni. Við erum með ákveðið úr- val í versluninni en auk þess getur fólk fengið saumaðar flíkur eftir eigin hugmyndum. Það hefur alltaf verið nóg að gera hjá okkur og salan hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár, sagði Júlíus. Aðspurður um hvemig tískan væri dag sagði Júlíus að flíkurnar ættu að vera sem náttúrulegastar og mildir jarðlitir ríkjandi. Hann sagði að það þýddi ekkert að bjóða íslendingum annað en það sem væri í takt við tískulínur er- lendis því þeir fylgdust vel með. - Auk þess er fólk að kaupa flík sem það ætlar að nota í mörg ár og því er það síður ginnkeypt fyrir lituðum eða glannalegum flfkum. Flestir muna sjálfsagt eftir gömlu mokkaflíkunum sem framleiddar vora í stóram stíl hér á landi í mörg ár. Nú er engin slík iðnaðarframleiðsla í gangi eftir að verksmiðja Sambandsins var lögð niður. Það er hins vegar flutt út talsvert magn af fullunnu hrá- bara flíkur efni. - Það má kannski segja um þessa framleiðslu að iðnaður og hönnun hafi aldrei náð saman. Fólki fannst flíkurnar ekkert sér- staklega fallegar og þröngu snið- in vora einfaldlega óþægileg. Hins vegar held ég að iðnaðar- framleiðsla á þessu sviði sé vel möguleg, bæði fyrir innanlands- markað og til útflutnings. En það er ekki nóg að flíkumar séu hlýar, þær þurfa líka að vera fal- legar og þægilegar og það er greinilegt að viðhorf fólks til inn- lendrar fataframleiðslu er að breytast, það mun ekki verða þörf á því öllu lengur að merkja íslensk föt með erlendum nöfnum, sagði Júlíus. •Þ Föstudagur 1. september 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SfÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.