Þjóðviljinn - 01.09.1989, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 01.09.1989, Blaðsíða 19
HEI XtARMENNTNGIN Þar sem ímyndunaraflið ræöur ríkjum Elías B. Halldórsson: I abstraktmálverkinu er eins og fyrirmyndin sé sótt út fyrir endamörk heimsins Elías B. Halldórsson: Þar sem orðin þrýtur tekur myndlistin við. Mynd - Jim Smart. - Þetta eru fimmtiu olíumál- verk, máluð á tveimur undanförn- um árum að mestu leyti, þó kann- ski mest á þessu ári, segir Elías B. Halldórsson listmálari, sem opnar sýningu í kjallara Norræna hússins á morgun kl. 14. Er þetta eitthvað í áttina að því sem þú varst með þegar þú sýndir síðast? - Þetta er örugglega ekki það sama. Geri maður alltaf sama hlutinn staðnar maður. Verður eins og kópía af sjálfum sér. - Ég mála mjög margvíslega. í þetta sinn sýni ég eingöngu ab- strakt málverk, en ég mála líka fígúratívar myndir; landslag og fólk, og sýni þetta yfirleitt svona í bland. Menn hafa gert grín að mér og sagt að ég ætti að mála undir tveimur nöfnum, en það ætti ekki að skipta máli hver að- ferðin er ef sama sálin skín út úr myndunum. - Ég hef kannski ekki svo mikið um þessar myndir að segja, því það sem ég vildi sagt hafa mála ég. Fyrir nokkrum árum var maður alltaf uppfullur af því sem þyrfti að segja um málverkin en nú er þetta öðruvísi. Ég er eigin- lega hættur að tala. Maður er alltaf einn að mála, hittir ekki fólk svo vikum og mánuðum skiptir og týnir þessu hreinlega niður. Málverkin eru mín orð. En ég get þó sagt það að mér finnst mynd því aðeins góð að hún lýsi sálarástandi þess sem málar hana, að maðurinn komi sjálfur fram í málverkinu. - Ég mála mikið út frá því sem býr í undirmeðvitundinni og er alls ekki ljóst hvemig málverkið verður þegar ég byrja á því þótt ég hugsi það kannski í stórum dráttum. Eftir að ég er byrjaður leiðir svo eitt af öðm og útkoman er kannski allt önnur en ég bjóst við. Þegar ég mála abstrakt sæki ég mínar stemmningar mikið til landsins, en í fígúratívu málverk- unum styðst ég auðvitað við ein- hvers konar fyrirmynd, gjarnan úr landslagi. En ab- straktmálverkin eru líka á ein- hvem hátt landslagsupplifanir þótt oft sjái maður ekki samheng- ið fyrr en eftir á. Þess vegna er mikilvægt að hlaða sig upp á með- an maður er móttækilegur og sjúga til sín kraft úr landinu. - Ég lít svo á að listin yfirleitt, sama hvaða listgrein það er, sé algerlega nauðsynleg orka í mannlífinu. Ég er sannfærður um það að væri allri list kippt úr mannlífinu yrði engin manneskja eftir í heiminum eftir fimmtíu ár. Það verða allir búnir að drepa hver annan. Listin er hugarflugið og ímyndunaraflið og þótt hún geti kannski ekki komið í veg fyrir voðaverk vísar hún mönnum oft leið út af illum brautum. En til að geta notið hennar verða menn að losa sig við fordómana. - Þótt það sé kannski fáránlegt að segja svona, því engir hafa meiri for- dóma en listamenn... hver gagnvart öðrum. - En það má segja um listir al- mennt að þær dýpki tilfinning- arnar svo menn skilji betur hrær- ingar eins og sorg og gleði, og ekki eingöngu þær, heldur allar þessar tilfinningar sem máli skipta í lífinu. - Listgreinar lúta allar sínum lögmálum, sem verður að taka tillit til. í abstraktmálverkinu gilda sömu lögmál og í þeim fíg- úratífu hvað varðar litasamband og myndbyggingu, en það fígúr- atíva styðst oftast við eitthvað í umhverfinu á meðan abstraktið er meira eins og fyrirmyndin sé sótt út fyrir endamörk heimsins. Eins og eitthvað sem maður getur aldrei þekkt. Abstraktmálverkið veitir líka meira frelsi því það er ekki bundið af neinni fyrirmynd heldur er það ímyndunaraflið sjálft sem ræður ríkjum. Það er oft mikill skyldleiki á milli ab- straktmálverks og nútímaljóðs og tónlistar, þar er það þessi frjálsa hugsun sem ræður. — Þótt er ekki hægt að segja að sköpunin sé algerlega frjáls því þó hugarflugið sé lausbeislaðra getur abstaktmálverkið verið al- veg jafn strangt við mann og önnur form. Það lýtur alltaf ein- hverjum lögmálum, þótt maður búi þau til sjálfur. En þar er ég kominn út í það sem ekki er hægt að segja með orðum, en þar sem þau þrýtur tekur myndlistin við. Sýning Elíasar stendur til 17. september og er opin daglega kl. 14-19. LG Skil Ijóss og skugga Nanna Bisp Buchert: I mínum myndum er aðeins það sem myndavélaraugað nemur Nanna Bisp Biichert Ijósmynd- ari opnar sýningu í anddyri Nor- ræna hússins á morgun kl. 14. Nanna fæddist í Kaupmanna- höfn, var um skeið búsett í Reykjavík og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum f Reykjavík árið 1957. Hún stundaði nám í fornleifafræði við Kaupmanna- hafnarháskóla og hefur allar göt- ur síðan verið búsett í Danmörku. Nanna sneri sér að ljósmyndun í byrjun áttunda áratugarins og hefur einkum tekið myndir fyrir tímarit, en hefur þó frá upphafi líka tekið myndir þar sem per- sónuleg og listræn sjónarmið sitja í fyrirrúmi, eða eins og hún skrif- ar í sýningarskrá: „Á ferðalögum tek ég samskonar myndir og allir aðrir ferðalangar til minningar um ferðina, og einnig frétta- myndir, en það er oftast þeirra vegna sem ferðin er farin. Fullkomlega sátt við tilveruna verð ég þó ekki nema ég nái einn- ig lítilli myndaröð af einhverju handa sjálfri mér...“ - Ég er með fjórar myndaraðir á sýningunni, allt myndir, sem ég hef ekki sýnt áður hér á landi, segir hún. Elstar þeirra eru myndirnar Unglingsár, þær tók ég bara með til að sýna að ég er ekki hrædd við að mynda fólk. - Sú næsta, Essóblues, er tekin við olíugeymana í Hafnarfirði fyrir nokkrum árum. Þetta er lok- að svæði en mér var hleypt inn til að taka myndir þótt karlarnir hafi öruggiega haldið að ég ætlaði að taka yfirlitsmyndir af Hafnar- fjarðarhöfn í stað þess að ganga um og taka myndir af því hvernig geymamir vörpuðu skuggum hver á annan. - Margir halda að ég hafi feng- ið fram þessi áhrif af skilum ljóss og skugga í myndimar með því að setja margar filmur hverja ofan í aðra, en slíkt geri ég ekki. Það skemmtilega við þessar myndir er einmitt að fyrirmyndin var svona. Ég krakka aldrei í myndirnar eftir á til að fá fram einhver sér- stök áhrif, í mínum myndum er aðeins það sem myndavélar- augað nemur hverju sinni. - Þriðja myndaröðin er tekin á Hornströndum alveg eins og sjálfsmyndin, sem stendur utan myndaraða. Ég tók mikið af myndum í fjöranni í Aðalvík þeg- ar það var nýfjarað út, bæði af því sem sjórinn skildi eftir og eins af farvegum sem hann myndaði í sandinn. Útkoman er grafísk, en það er einfaldlega vegna þess að svona lítur sandurinn út þegar hann er myndaður á þennan hátt. - Nýjasta myndaröðin er Spor í sandi, það sem maður skilur eftir sig eða það sem liggur eftir í sandinum eins og til dæmis fjöður, brotin skel eða hauskúpa af fugli. Þar beiti ég tækni sem er alveg ný fyrir mér, ég tók mynd- irnar á litskyggnur og lét fyrst gera þær á pappír, en þá var út- koman ekkert sérstök. Gallinn við litmyndir er að það er ekkert nýtt í beim þegar maður sér myndina. Maður ræður ekki eins mikið yfir litmyndinni og þeirri svarthvítu. Litmyndin verður ná- kvæm kópía af raunveraleikan- um og ekkert út yfir það. - Það var ekki fyrr en ég komst í lazerprentara að ég varð sátt við þessar myndir. Allt í einu urðu hverju sinni Nanna Bisp Buchert: Maður ræður ekki eins yfir litmyndinni og þeirri svarthvítu. Mynd - Jim Smart. þær skemmtilegar og ég er ennþá sátt við þær eftir að hafa látið þær hanga uppi hjá mér í hálft ár, en það geri ég alltaf með mínar myndir til að sjá hvort mér finnist ennþá vera innihald í þeim eftir þann tíma. Hvort þær eru þess virði að sýna þær. Sýning Nönnu stendur til 24. september, er opin sunnudaga kl. 12-19 og kl. 9-19 aðra daga vik- unnar. LG Föstudagur 1. september 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.