Þjóðviljinn - 01.09.1989, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 01.09.1989, Blaðsíða 23
Við treystum Gorbatsjof Af því að ég er svo mikið fyrir perestrojku, glasnostog brauðost, rétt eins og aðrir ungir íhaldsmenn og lifi mig svo inn í þíðu risaveldanna að það lekur af mér; fyllist hjarta mitt göf ug- mennsku þegar ég sé plötu sem heitir „ In Gorbachev We T rust“. Það er hljómsveitin The Shamen sem gefur út þessa traustsyfirlýs- ingu til forseta Sovétríkjanna. Og þar sem Gorbatsjof er mikill og heimskunnuríslandsvinur, njóta The Shamen velvildar, því eins og segir í máltækinu: Vinir vina minna eru óvinir óvina minna. „In Gorbachev We Trust“ inniheldur þrátt fyrir alla þíðu frekar kalda og tilfinningasnauða tónlist. Tölvur og hljóðgerflar leika stór hlutverk og takturinn er gerilsneyddur. Samt er tölu- vert spunnið í þessa tónlist. Kuldalegar myndir geta verið al- veg eins forvitnilegar og hlýjar. Textar plötunnar eru í samræmi við þetta og fjalla um hugflækjur nútímamannsins sem gh'mir við sundurlausa og öfgafulla heims- mynd. Pólitíkin er ekki langt undan. í „War Prayer" heyrist rödd pré- dikara endurtaka „Guð mun eyða Rússlandi“, á meðan sungin er einhvers konar bæn um betri tíma. Önnur bakrödd tilkynnir síðan „að á kjarnorkuöld geti kjarnorkustyrjöld brotist út hvar sem er, á hverri stundu“. Kröftugt lag og gott og mjög skemmtilega unnið með effekta, sem annars er auðvelt að yfir- keyra. Pólitíkin á plötunni kemur kannski best fram í því, að á plötuumslagi er sovétleiðtoginn með þyrnikórónu, án þess að það þurfi að þýða að The Shamen séu blindir aðdáendur Gorbatsjofs. í mestu tækniverkunum hljóma The Shamen á vissan hátt eins og New Order. Viðhorf þess- ara tveggja hljómsveita eru samt gerólík. Það er meiri alvara yfir The Shamen. Hljómsveitinni er greinilega í nöp við sjónvarpspré- dikara, sem segjast orðnir þreyttir á róttæklingum, öfu- guggum, frjálslyndum, vinstri- sinnum og kommúnistum sem spretti fram úr skápunum. Tími sé kominn til að fólk Guðs komi út úr skápum og kirkjum og breyti Ameríku. En í upphafi „Jesus Loves Amerika“, má ein- mitt heyra þennan ræðubút af vörum eins sjónvarpsprédikar- anna. í textanum er fjallað um Boðberi glasnost og perestrojku krýndur þymikórónu. það hvernig sjónvarpsprestar ýta undir forheimskun almennings og hvernig spilað er á fáfræði hans. Hressileg skoðanaplata, sem ég efast um að ungir athafna- menn geti dansað eftir. -hmp Tom Petty Petty án hjartabrjóta T om Petty hefur kynnst bæði súrustu og sætustu hliðum rokk- lífsins. Ferill hans nær langt aftur, eða allt til ársins 1962, þegar hann var 11 ára gutti í krumma- skuðinu Gainesville í Flórída. Þar varð hann unglingastjarna í bar- hljómsveit undiryfirþyrmandi áhrifum frá Elvis Presley. Seinna sá hann The Beatles í sjónvarpi' og uppgötvaði að ann- að hvort vildi hann fást við það sama og fjórmenningarnir frá Li- verpool eða verða bóndi. Hann stofnaði hljómsveitir undir hin- um og þessum nöfnum en á end- anum varð til Tom Petty and The Heartbreakers. Hljómsveitin gaf sína fyrstu plötu út 1976 og á QÆGURMAL henni var meðal annars lagið „American Girl“, sem vakti ræki- lega athygli á Tom Petty. Plötufyrirtækið sem Petty og félagar voru hjá reyndist vera skítafyrirtæki og unnu þeir kum- pánar kauplaust hjá því um skeið. Eftir málaferli og læti var lítið eftir af hljómsveitinni. Ólán- ið virtist líka elta Tom Petty því einhver kveikti í húsinu hans og þar brann allt sem brunnið gat. Það var síðan á tónleikaferða- lagi, þar sem Petty spilaði með Bob Dylan, að hann hitti George Harrison og Jeff Lynne í fyrsta skipti. Upp úr þeim kunnings- skap urðu Travelling Wilburys til. Tom Petty var mættur til leiícs eftir langt og viðburðaríkt hlé. HEIMIR MÁR PÉTURSSON Lynne og Harrison aðstoðuðu Petty við gerð fyrstu sólóplötu hans, „Full Moon Fever“. Þetta er dálítið gamaldags plata eins og við mátti búast. Afslöppuð en nokkuð smekklega gerð. Nær- vera Lynne og Harrison leynir sér hins vegar ekki á köflum og stundum er lítill munur á þessari plötu og Travelling Wilburys. Engu að síður er persóna Petty's langmest áberandi. I heild er „Full Moon Fever“ ekkert stórvirki. Hún lyftir sér upp á góðum hljóðfæraleik og í einstaka tilfelli falla saman góð melódía og ágæt útsetning. Þetta á t.a.m. við um lagið „A Face In The Crowd“. Ef það besta á þess- ari plötu er til marks um það sem Petty á eftir að gera og þróa á komandi árum og er aðeins upp- haf nýs tímabils; gæti það verið þess virði að fylgjast með honum. Alla vega fyrir þá sem hafa gam- an af rokki eins og það kom af skepnunni á sjöunda áratugnum. -hmp Föstudagur 1. september 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 23 Heiðar dansar rúmbu í kvöld mun Heiðardansa rúmbu á Hótel Borg og hefst dansinn stundvíslega klukkan 22.30. Heiðar þessi er hugarfóst- ur hljómsveitarinnar Júpíters sem mun þenja horn sín og lúðra, plokka strengi og strjúka húðir, aðdáendum hressrarstór- sveitartónlistar til ómældrar gleði. Tónleikarnir hefjast stundvís- lega klukkan hálfellefu vegna þess að klukkan korter fyrir eitt verður þeim að ljúka og ekkert múður. Reykvískir tónleikagestir verða því að bregða út af vanan- um og mæta sjálfir tímanlega, ef þeir ætla ekki að missa af neinu. Þegar tónleikunum lýkur tekur við ball á Borginni og eícki er slor- legt fyrir fólk með fiðring í fótun- um að hita sig upp með sveiflu. Vonandi að plötusnúður Borgar- innar í kvöld hafi einhvern tíma dansað sjálfur, svo hann komi ballgestum ekki á kaldan klaka með því að spila eintóm uppá- haldslög sjálfs sín. En sumir plötusnúðar Reykjavíkur virðast halda að ballgestir séu komnir til Hluti stórsveitarinnar Júpíters. Mynd: Kristinn. að heyra allar nýju og skrýtnu menn sem bjóða stúlkum heim til sýna þeim svo frímerkjasafnið. plöturnar þeirra. Þeir minna á að skoða frímerkjasafnið sitt og -hmp Kevin McDermott. Undrahundur úr hálöndum Kevin McDermott er einn af þessum undrahundum sem falla ofan úr hálöndum Skotlands nið- ur á sléttur Englands og vekja verskuldaða athygli. Hann og hljómsveit hans gáf u fyrir skömmu út sína fyrstu plötu „MotherNature‘s Kitchen“. Platan hefur fengiö mjög góða dóma í pressunni bresku og binda menn töluverðar vonir við Skotann. Fyrst þegar ég hlustaði á „Eld- hús móður náttúru“, varð ég ekki fyrir neinum áhrifum og nennti ekki að hlusta á hana strax aftur. Nokkru seinna reyndi ég á ný og þá var eins og ég hefði aldrei heyrt þessi lög áður. McDermott er fjölblandaður. Þrátt fyrir sterk áhrif heimanfrá, má meðal ann- ars héyra áhrif frá bandarísku rokki og þjóðlagablús. Ofan á skoskum grunni hvílir blanda af Dylan, Dire Straits og Lennon. McDermott er fantagóður söngv- ari og það er á köflum í söngnum sem hann minnir á Lennon. Hann er greinilega lagahöfundur góður og í „eldhúsi móður nátt- úru“ eru lög sem vinna sér varan- legan sess. Tvö lög standa upp úr eins og er, „King of Nothing“, þægileg ballaða með gáfumanns- legum texta og þéttur rokkari sem heitir „Diamond“. Hljómurinn á plötunni er smekklega unninn og við frekari hlustun verður maður forvitinn og spenntur að heyra hvert McDermott og hljómsveit koma til með þroskast. Sem fyrsta plata er „Mother Nature‘s Kitchen“ mjög góð og sýnir að McDermott er efnilegur tónlistarmaður. McDermott semur öll lög og texta og sér einn um útsetningar. Með honum eru fimm aðrir hljóðfæraleikarar en sjálfur spil- ar hann á gítar. Ég gæti trúað að „Eldhús móður náttúru“ hljóm- aði ágætlega á dimmum vetrar- kvöldum. -hmp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.