Þjóðviljinn - 05.09.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.09.1989, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 5. september 1989 150. tölublað 54. árgangur Raunvextir lækka Bankarnir ákvörðuðu vaxta- lækkun þann 1. september og hafa flestir þeirra tilkynnt um frekari lækkun vaxta á óverð- tryggðum skuldabréfum þann 11. september næst komandi. Á fðstudag lækkuðu vextir óverð- tryggðra skuldabréfa um 0,6% en eiga að iækka þann 11. sept- ember um 2,8%. Samkvæmt upplýsingum Ólafs Ólafssonar, hjá Seðlabanka ís- lands, lækkuðu forvextir víxla úr 28% í 25,2% og vextir yfirdrátt- arlána lækkuðu úr 31,9% í 29,6%. Ólafur sagði víxilvexti nú vera á bilinu 24-26% sem þýddi að ávöxtunarprósenta þeirra væri ábilinu 28-30%. Með þeirri nafnvaxtalækkun sem átt hefur sér stað sagði Ólafur að raunvextir hefðu lækk- að um tæp 4%, þegar lækkun vaxta á óverðtryggðum skulda- bréfum um miðjan þennan mán- uð væri tekin með í reikninginn. Ef lækkun á forvöxtum væri skoðuð, úr 33,2% í 29,4% og miðað væri við 60 daga ávöxtun, þýddi þessi 2,8% lækkun forvax- ta 3,8% læíckun ávöxtunar. í 20% verðbólgu hefði ávöxtunin verið 11% fyrir lækkun en væri 7,8% eftir lækkunina. Vextir verðtryggðra lána eru enn þeir sömu, eða 7,4% að með- altali. -j,mp Ríkisstjórnin Kvennalistinn næst ÓlafurRagnarGrímsson: Borgaraflokkurinn annarflokkur nú en áður. Miðstjórnir stjórnarflokkanna taka afstöðu tilBorgarafyrir helgi Miðstjórnir stjórnarflokkanna koma saman á fimmtudag og föstudag og taka afstöðu til vænt- anlegrar stjórnarþátttöku Borgaraflokksins. ÓlafurRagn- ar Grímsson, fonnaður Alþýðu- bandalagsins, segir að sá Borg- araflokkur sem nú gangi til Uðs við ríkisstjórnina sé annar flokk- ur en á haustmánuðum f fyrra. Ólafur telur að Kvennalistinn ætti að íhuga hvoru megin hann vill standa, með félagshyggjufólki í ríkisstjórn eða Sjálfstæðis- flokki. Alþýðubandalagið heldur sinn miðstjórnarfund á föstudags- kvöld og heldur sá fundur áfram á laugardag. Alþýðuflokkurinn er einnig með sinn fund á föstudag en Framsóknarflokkurinn heldur miðstjórnarfund á fimmtudags- kvöld. Ólafur Ragnar sagði að innganga Borgaraflokksins í rík- isstjórn kæmi ríkisstjórninni í sterkari stöðu til að koma á nauðsynlegum kerfisbreytingum í þjóðfélaginu. Stjórnin hefði í eitt ár verið í björgunaraðgerðum til að forða því stórslysi sem stjórnarstefna Þorsteins Páls- sonar bar í sér. Nú væri verkefnið að skapa nýjan grundvöll hjá at- vinnuvegunum og koma á nauðsynlegum breytingum í pen- ingamálum, ríkisfjármálum og á öðrum sviðum. Sá Borgaraflokkur sem kemur til samstarfs við ríkisstjórnina er ekki sami flokkurinn og hann var í fyrra, að mati Ólafs Ragnars. Enda hefði Albert Guðmunds- son lýst því yfir að Borgaraflokk- urinn væri nú vinstriflokkur. Borgaraflokkurinn hefði í raun klofnað tvisvar. Fyrst þegar Al- bert yfirgaf hann og gerðist sendi- herra og stjórnmálaskýrandi í París og í seinna skiptið þegar Ingi Björn og Hreggviður stofn- uðu sérstakan hægriflokk. Ólafur Ragnar segir að með stjórnar- þátttöku Borgaraflokksins megi segja, að sú stefna sem baráttu- konan Aðalheiður Bjarnfreðs- dóttir markaði fyrir jólin í fyrra, hafi orðið ofan á í flokknum. „Við Alþýðubandalagsfólk hefðum einnig kosið að Kvenna- listinn hefði borið gæfu til að ganga inn í þessa fylkingu félags- hyggjufólks sem hefur ákveðið að stjórna íslandi næstu árin," sagði Ólafur. Skoðanakannanir sem sýnt hefðu fylgi Kvennalist- ans yfir 30% hefðu villt Kvenna- Ustanum sýn um stundarsakir. Þess vegna væri brýnt að Kvenna- listinn, sem tilheyrði fylkingu fé- lagshyggjufólks, gerði það upp við sig á næstu mánuðum, hvort hann eigi ekki heima í liði með ríkisstjórnarflokkunum og verði næsta viðbót við stjórnina. Málefnasamningur ríkisstjórn- arinnar tekur ekki grundvallar- breytingum með inngöngu Borg- araflokksins. Við hann koma við- bætur með áherslum á lækkun framfærslukostnaðar heimilanna og lækkun fjármagnskostnaðar. Olafur Raganar sagði að flest þessara atriða væru í samræmi við stefnuatriði Alþýðubandalagsins og liðsinni Borgaraflokksins styrkti frekar fjölmargar málefn- aáherslur sem Alþýðubandalagið hefði kappkostað að fá í gegn í ríkisstjórninni. Ólafur sagði ljóst að innganga Borgaraflokksins væri áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn, sem nú horfði fram á langvarandi eyði- merkurgöngu. Spádómur Þor- steins Pálssonar fyrir tveimur árum, um ævarandi áhrifaleysi Alþýðubandalagsins, muni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í næsta mánuði, rætast á honum sjálfum. -hmp Séyðisfjörður Bæjarfélagið vill virkja Fjaröara Þorvaldurjóhannsson: Gamall draumur aðfá að takaþátt íað virkja Fjarðará. Jón Sigurðs- son: Verið að kanna hver virkjanaröðin verður Bæjarstjórn Seyðisfjarðar og bæjarstjórn Egilsstaða hafa ákveðið að ganga til samstarfs við Rafmagnsveitur ríkisins um virkjun Fjarðarár. Hér er um að ræða 20 megawatta virkjun, en frumhönnun sem Rafmagns- veitur rikisius hafa gert sýna að slfk virkjun væri mjög hagstæð. Þar sem Landsvirkjun hefur einkarétt á að byggja virkjanir sem eru yfir 5 megawott þarf lag-. abreytingu til þess að hægt verði að hrinda þessum áformum í framkvæmd. Bæjrfélögin og Raf- magnsveiturnar hafa sett á stofn nefnd til þess að fylgja þessu máli eftir, en málið hefur þegar verið kynnt þingmönnum kjördæmis- ins. „Ef af þessu verður má segja að gamall draumur Seyðfirðinga sé að rætast," sagði Þorvaldur Jó- hannsson bæjarstjóri á Seyðis- firði við Þjóðviljann í gær. Fjarðará var virkjuð árið 1913 og er sú virkjun, sem er elsta jafnstraumsvirkjun á íslandi, enn í fullri notkun. „Það hefur alltaf verið draumur okkar að geta. tekið þátt í að virkja ána, og frumhönnun sýnir að það er mjög álitlegur kostur," sagði Þorvald- ur. Jón Sigurðsson iðnaðarráð- herra sagði að á vegum ráðuneyt- isins væri verið að vinna að stefnumótun í virkjanamálum. Samkvæmt þingsályktunartillögu frá árinu 1982 er Fljótsdals- virkjun næsta stórvirkjun sem ráðsist verður í. „Það má vera að forsendur hafi breyst síðan þá og verða því allir virkjunarkostir skoðaðir, m.a. fullnýting Tungnaár-Þjórsár- svæðisins, Fljótsdalsvirkjun, Mjólkár og Fjarðarár. Ég mun fyrst og fremst h'ta á málið út frá þjóðhagssjónármiði og enn hefur ekki verið rætt hver fram- kvæmdaaðilinn verður. Það verður vissulega skoðað hvort hagkvæmt sé að bæjarfélögin fyrir austan og Rafmagnsveitur ríkisins sjái um framkvæmdir og rekstur virkjunar Fjarðarár ef af þeirri virkjun verður," sagði Jón Sigurðsson. Jón sagði jafnframt að allra hluta vegna þyrfti það að liggja fyrir nú í haust hver virkjana- röðin verður. -Sáf Stafirnir úr skilti Leikfólags Reykjavíkur á Iðnó teknir niður. Leikfélagið tók við lyklavöldum í Borgarleikhúsinu á sunnudaginn og fóru starfs- menn LR af því tilefni í skrúðgöngu frá Iðnó upp í Borgarleikhús og báru stafina í broddi fylkingar. Mynd - Kristinn. Sjá baksíðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.