Þjóðviljinn - 06.09.1989, Side 1

Þjóðviljinn - 06.09.1989, Side 1
Miðvikudagur 6. september 1989 151. tölublað 54. órgangur Verðhœkkanir Hrekuð samningsbrot Örn Friðrihsson, varaforsetiASÍ: Horfum á heildarsamhengi ífrekari viðrœðum við ríkisvaldið. ÖgmundurJónasson:Verðhœkkanirlandbúnaðarvara brot á loforðum ríkisstjórnarinnar Miðstjórn Alþýðusambands Islands krefst þess að ríkis- valdið grípi nú þegar til aðgerða til að draga til baka þær verð- hækkanir sem orðið hafa og að ríkisstjórnin stöðvi frekari verð: hækkanir á nauðsynjavörum. f ályktun fundar miðstjórnar frá því í gær, er þess ennfremur kraf- ist að ríkisstjórnin standi við yfir- lýsingar sínar frá því í vor. Ög- mundur Jónasson, formaður BSRB, segir að menn spyrji sig nú, hvort verið sé að sigla samn- ingaviðræðum í desember í hnút. Þær hækkanir sem uröu á bú- vörum þann 1. september eru í andstöðu við kjarasamningana frá 1. maí, segir í ályktuninni. í annað skipti á þeim fjórum mán- uðum sem liðnir séu frá undirrit- un, hafi launafólk þurft að horf- ast í augu við verulegar verð- hækkanir á búvöru, langt um- fram launahækkanir. Smásölu- álagning á mjólkurvörum hafi hækkað sérstaklega á þessum tíma. „Með þessum hækkunum er launafólki gert ókleift að kaupa þessar vörur,“ segir orð- rétt í ályktuninni. Þann 30. ágúst sl. sendi mið- stjórn ASÍ ríkisstjórninni bréf þar sem óskað var svara við 11 atriðum. í ályktuninni segir að miðstjórnin bíði svara og leggi á ráðin um með hvaða hætti skuli brugðist við, verði svör ríkis- stjórnarinnar neikvæð. Örn Friðriksson, varaforseti ASÍ, sagði Þjóðviljanum að for- sætisráðherra hefði óskað eftir samráði við ASÍ vegna aðgerða í kjölfar þjóðhagsspár. Miðstjóm hefði ekki tekið afstöðu til þessa máls. Um það hvort svör ríkis- stjórnarinnar við bréfi miðstjórn- ar gætu haft einhver áhrif á af- stöðu ASÍ til þessa samráðs, sagðist Örn ekkert vilja segja. En auðvitað horfðu menn á hiutina í heildarsamhengi. Verðhækkanir landbúnaðar- vöru eru brot á samkomulagi ríkisstjórnarinnar við BSRB, að mati Ogmundar Jónassonar, for- manns BSRB. Tvennt blasi því við. í næstu kjarasamningum verði að búa betur um hnútana í verðtryggingu kaupmáttar en verið hefði og ef stjórnvöid hög- uðu sér áfram eins og þau hefðu gert, vaknaði sú spurning hvort hægt verði að gera kjarasamn- inga um áramót án átaka. Ög- mundur sagði að BSRB hefði á fundi með ríkisstjórninni í síð- ustu viku, komið fram hörðum mótmælum gegn þeim hækkun- um sem nýlega hefðu gengið yfir. Það væri áhyggjuefni þegar sam- ið væri um atriði sem væru ítrek- að brotin. Landbúnaðarafurðir hefðu ekki átt að hækka umfram laun iáglaunafólks. -hmp Patreksfjörður Miljonir í hluta- fjársjóð Halldór Ásgrímsson: Heimamenn hafifor- ystu í björgunarað- gerðum Byggðastofnun hefur tekið saman skýrslu um ástand mála á Patreksfirði og sett fram hug- myndir um úrlausn mála. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráð- herra segir Ijóst að ekki verði hægt að grípa til þeirra aðgerða sem lagðar eru til, nema með að- stoð Hlutafjársjóðs og fékk ráðherrann tillögur sínar í þeim efnum samþykktar á fundi ríkis- stjórnarinnar í gær. Að sögn Halldórs er gert ráð fyrir því í lögum um Hlutafjár- sjóð, að hann komi inn í mál eins og vanda Pateksfirðinga. Hlut- afjársjóður hefði ekki fjármagn til að sinna þessum verkefnum en það væri gert ráð fyrir því að hann geti fengið sérstakt framlag og nauðsynlegt væri að sjóðurinn fengi það í þessu tilfelii. Halldór sagðist hafa lagt fram tillögu um það í ríkisstjóminni að hlutafjár- sjóður fái 100 miljónir á þessu ári og aðrar 100 miljónir á næsta ári og það hefði verið samþykkt. Hins vegar væri ófrágengið hvernig þetta fé yrði reitt af hendi. Halldór sagði það ekki ríkis- stjórnarinnar að ákveða hvemig Patreksfirðingar verðu því fé sem þeir fengju frá Hlutafjársjóði. Það væri aðila á staðnum að ák- veða það í samvinnu við Hluta- fjársjóð og Byggðastofnun. Heimamenn yrðu að hafa forystu um það sem þeir teldu heppi- legast að gera á þessu stigi máls- ins. -hmp Gunnar Gíslason og Ásgeir Sigurvinsson kljást um knöttinn á æfingu í gsar en Guðmundur Torfason fylgist með. Mynd-þóm. Fótbolti Nú er að duga eða drepast Islenska landsliðið mœtir því a-þýska í dag Island leíkur sinn næst síðasta landsleik í undankeppni heimsmeistarakeppninnar í dag kl. 18.30. Mótherjarnir eru frá A-Þýskalandi en Island hefur tekið stig af öllum þjóðum nema A-Þjóðverjum. Engu að síður ætti íslenska liðið að eiga ágæta möguleika í leiknum í dag enda eru A-Þjóðverjar neðstir í riðlin- um. - Við eigum ágæta möguleika svo lengi sem við nýtum þau færi sem okkur gefast í leiknum, sagði Siegfried Held landsliðsþjálfari er hann stjórnaði æfingu í gær. Þetta verður væntanlega síðasti leikur landsliðsins undir stjórn Held en hann þjálfar nú í Tyrklandi. - Þótt við höfum tapað 0-6 gegn A-Þjóðverjum fyrir tveimur árum hef ég ekki trú á að það gerist aftur nú. Þá hugsuðu menn aðeins um að sækja en gleymdu varnarhlutverkinu og því fór sem fór. Með góðum varnarleik og markvissum sóknarleik eigum við góða möguleika, sagði Held ennfremur. -þóm

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.