Þjóðviljinn - 06.09.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.09.1989, Blaðsíða 3
Kjara- rannsóknanefnd Enn lýmar kaupmáttur Greitt tímakaup land- verkafólks íASÍhœkk- aði um 16,2% fráfyrsta ársfjórðungi 1988 til samatíma 1989. Miðað við20% hœkkunfram- færsluvísitölu á sama tímabili minnkaði kaupmátturinn um lið- lega 3% Helstu niðurstöður í mati Kjararannsóknanefndar á launum og launahækkunum á fyrsta ársfjórðungi 1989 eru þær að greitt tímakaup landverka- fólks í Alþýðusambandi íslands hefur hækkað um 16,2% frá sama ársfjórðungi 1988. Sé mið- að við hækkun framfærsluvísitöl- unnar á sama tímabili um 20% hefur kaupmáttur minnkað um liðlega 3%. Ef miðað er við hækkun mán- aðartekna, það er hækkun heildarlauna með yfirvinnu á sama tímabili þá hefur kaupmátt- arminnkunin orðið heldur meiri eða tæplega 4%. Undanfarin ár hefur könnun Kjarar- annsóknarnefndar sýnt fram á al- menna styttingu á meðalfjölda vinnustunda fólks í fullu starfi. Á fyrsta ársfjórðungi 1989 virðist þróun vinnutíma hins vegar hafa staðnað við rúmlega 46 stundir á viku. Kjararannsóknanefnd vek- ur athygli á því að þetta gerist á sama tíma og mikill samdráttur á sér stað í samfélaginu. Sé aftur á móti litið á þróun kaupmáttar landverkafólks á tímabilinu frá fjórða ársfjórðungi 1988 og fyrri hluta fyrsta ársfjórð- ungs 1989 lækkaði hann um 6%.. Á þessu tímabili voru í gildii bráðabirgðalög sem runnu úr gildi 15. febrúar og þá hækkuðu öll laun um 1,25%. Þetta olli því að greitt tfmakaup landverka- fólks innan ASÍ hækkaði aðeins um 0,5% að meðaltali á milli þessara fjórðunga. Á sama tíma- bili hækkaði framfærsluvísitalan um 4,7% sem skýrir þá miklu; kaupmáttarýrnun sem varð á þessum tíma. -grh| Menntamál Kennslukvoti stækkar Nýlega gaf menntamálaráðu- neytið út reglur um árganga- og fagstjórn í grunnskólum, sem þýðir að á skólaárinu 1989-90 er grunnskólum heimilt að nota tvær klukkustundir á nemanda t skyldunámi á ári umfram venju- legan kennslukvóta. Þarna er um að ræða viðbót við kennslukvóta skólanna, sem nemur milli 50 til 60 miljónum króna á ári. Þessi viðbót getur haft verulega þýðingu fyrir nám og kennslu og allt skólastarf, því meginhlutverk árganga- og fag- stjóra er að vinna að því að bæta nám og kennslu undir stjórn skólastjóra. Sem dæmi má taka skóla með 900 nemendum; hann mun fá sem svarar einni stöðu í viðbót og 450 nemenda skóli fær viðbót sem nemur hálfri stöðu. Hvatt er til að fámennir skólar samnýti kvóta sinn til að nýta sem best þær við- bótarstundir sem til þeirra renna. í aðalnámskrá sem tók gildi í vor er sjálfræði skólanna aukið til muna og kröfur til skólanna um faglega ábyrgð aukin. Með regl- unum um árgangastjóra og fag- stjóra ætti skólunum að gefast tækifæri til að uppfylla þær kröfur betur. hs* Fáar listgreinar hafa tekið öðr- um eins stakkaskiptum sfð- ustu tíu árin hér á landi og kvik- myndagerðin. Enda þótt Islend- ingar hafi búið til kvikmyndir nær alla öldina er vart hægt að tala um kvikmyndagerð sem slíka fyrr en á árinu 1979, eða fyrir réttum tíu árum. Þá hófst „vorið“ svokallaða og frá þeim tíma hafa Islendingar framleitt um 30 kvik- myndir. Þrjár kvikmyndir á ári getur varla talist mikil fram- leiðsla, en það sem er jafnvel enn merkilegra er að í dag framleið- um við aðeins 2-4 myndir á ári sem er það sama og hefur verið gert öll tíu árin. Að því leyti er enn vor í lofti í íslenskri kvik- myndagerð en öllu mikilvægara hlýtur þó að vera hvort einhver árangur hefur náðst á öðrum sviðum en afkastagetu íslenskra kvikmyndagerðarmanna. Margir áhorfendur og fáir Með tilkomu Kvikmyndasjóðs árið 1978 var loks skapaður grundvöllur fyrir kvikmyndagerð á Islandi. Áður höfðu menn þó átt þess kost að sækja um styrk frá Menningarsjóði, en einsog einn kvikmyndagerðarmaðurinn orðaði það var það nánast glap- ræði að hljóta skyrkveitingu vegna þess hve hún var af skornum skammti. Um miðjan áttunda áratuginn hafði Reynir Oddsson reyndar gert kvikmynd sína, Morðsögu, en hún hefur alla tíð verið metin fremur lítils. Burtséð frá gæðum kvikmyndarinnar má segja að á- kveðinni hindrun hafi verið rutt úr vegi með Morðsögu. Það var greinilega hægt að búa til íslenska bíómynd og með því að kosta meira til framleiðslunnar hlyti því að vera hægt að gera betur. Fyrsta starfsárið úthlutaði Kvikmyndasjóður styrk til þriggja kvikmynda sem allar voru teknar sumarið 1979. Snemma ársins 1980 var afraksturinn svo afhjúpaður þegar Ágúst Guð- mundsson frumsýndi „fyrstu al- vöru kvikmyndina", Land og syni, en í kjölfarið fylgdu Veiðif- erðin og Oðal feðranna. Vorið var hafið. Aðdragandi Kvikmyndasjóðs hafði verið nokkuð langur og á þessum tíma voru margir íslend- ingar við nám erlendis í von um betri tíma við þessa listgrein. Mikil gróska einkenndi því fyrstu ár níunda áratugarins en margir telja að nokkurt jafnvægi hafi komist á allra síðustu misseri. Það sem lagði öðru fremur grunninn að því að hægt var að stunda kvikmyndagerð hér á landi var sú staðreynd að áhorf- endur létu sig ekki vanta á fyrstu myndirnar. Þetta var þó skammgóður vermir og eftir að- eins 1-2 ár hafði lögmálið um að fólk færi að sjá íslenskar bíó- myndir eingöngu vegna þess að þær væru íslenskar verið brotið. Þess í stað var orðið fjárhagslega hættulegt að stunda þessa iðju og hefur það eflaust haft mikil áhrif á hversu fáar kvikmyndir eru framleiddar hér á landi. Þá hlýtur þessi fjárhagslega áhætta að hafa haft einhver áhrif á efnisval kvikmyndagerðar- manna. Það eru einfaldlega ekki allir tilbúnir að veðsetja eigur sínar fyrir verk sem sýnt er að þeir hljóti fjárhagslegan skaða af og lái þeim hver sem vill. Þeir sem teflt hafa á tvær hættur hafa jafnan tapað miklu vegna þess hve markaðurinn er smár hér á landi. hefur áunnist? Dæmi um þetta er að þegar Hrafninn flýgur var sýnd hér á landi og ljóst var að aðsóknin var í dræmara lagi sagðist Hrafn Gunnlaugsson vera hættur að búa til kvikmyndir. Hann hvarf reyndar frá þeirri ákvörðun sinni enda fékk hann fjármagn frá Sví- þjóð til að gera I skugga hrafnsins. Sami Hrafn sagði einn- ig einhvern tíma að Ingmar Ber- gman hefði aflað sænsku þjóðinni álíka tekna og Abba, Björn Borg og Volvo og því skyldu íslenskir stjórnmálamenn ekki vilja fjárf- í BRENNIDEPLI esta í slíkri gullnámu. Málið er að vísu ekki alveg svo einfalt því Bergman á sér fáa líka í kvik- myndasögunni. Ekki hvort heldur hvernig Það ættu allir að vera sammála um að íslenskar kvikmyndir eru nauðsynlegur þáttur í nútíma menningu okkar. Spurningin „Til hvers þurfum við íslenskar kvik- myndir?“ er orðin ansi klisju- kennd og svarið við henni einnig. Vandamálið er hinsvegar hvernig standa skuli að eðlilegri fram- leiðslu kvikmynda. í viðtali við Nýtt helgarblað (11. ág. sl.) sagði Þráinn Bertels- son ma.: „Við höfum til allrar hamingju efni á að halda hér tvö atvinnuleikhús, en af einhverjum ástæðum höfum við ekki efni á að halda úti íslenskri kvikmynda- gerð nema einstaklingar séu nógu óðir til að leggja allt sitt undir, - og það hvað eftir annað. Þá á ég fyrir alla muni ekki við það að það eigi að skerða hlut leikhús- anna, heldur að það mætti rétta hlut kvikmyndanna.“ Þráinn hlýtur að hafa talað fyrir munn margra með þessum orðum og er kominn tími til að stjórnmálamenn endurskoði af- stöðu sína til kvikmyndagerðar miðað við aðrar listgreinar. Mið- að við þær skuggalegu tölur sem nefndar eru við rekstur Þjóðleik- hússins og tilkomu Borgar- leikhúss er Kvikmyndasjóður einsog fló í hundshári. Það skal þó ítrekað að með þessum orðum er ekki farið fram á skerðingu leiklistarinnar eða annarra list- greina heldur kalla breyttir tímar á öflugri kvikmyndasjóð. Þá gera hinar sérstöku markaðsaðstæður hérlendis (lítill áhorfendahópur, stutt saga kvikmyndarinnar) enn frekar kröfu til stærri styrkja. En þótt hlutur kvikmyndanna verði færður til betri vegar í ís- lenskri menningu á næstunni er ekki víst að samstaða verði um hvemig staðið skuli að styrkveit- ingum. Á að veita fáum útvöld- um stóra styrki og vonast þannig eftir stórafrekum eða á að stfla á meiri grósku í íslenskum kvik- myndaheimi með því að veita; marga smáa styrki? Starfandi kvikmyndagerðarmenn eru flest- ir fylgjandi fyrri tillögunni enda hefur sú tilhögun borið ríkan ávöxt í opinberum sjóðum nág- rannalandanna. Dönsk kvik- myndagerð, sem staðið hefur í blóma síðustu árin, er tam. byggð á mjög fáum styrkveitingum þótt umsækjendur skipti hundruðum ár hvert, og svipaða sögu er að segja af öðrum Evrópulöndum. ! Stutt kvikmyndasaga Þegar hin stutta saga íslenskrar kvikmyndagerðar er skoðuð hlýtur að vera mikilvægt að velta fyrir sér hvað hefur áunnist á þessum tíu mögru árum. Hafa orðið einhverjar verulegar fram- farir í íslenskri kvikmyndagerð eða stöndum við í sömu sporum og fyrir tíu árum? Nokkuð erfitt er að meta hver árangurinn hefur orðið og má segja að 30 kvikmyndir geti aldrei gefið skýra heildarmynd af ást- andinu. Með svo fáum titlum er hægt að álykta nánast hvað sem er um íslenska kvikmyndasögu en augljósasta breytingin er að menn hafa náð nokkuð betra valdi á tækninni. Við hljótum að eiga betri tæknimenn til kvik- myndagerðar nú en árið 1979. Hinsvegar geta menn tæpast komið sér saman um hvort höf- undum kvikmyndanna - hand- ritshöfundum og leikstjórum - hefur orðið eitthvað ágengt og verður alls ekki gerð tilraun til að skilgreina það hér. Það vill nú þannig til að for- sendur góðrar kvikmyndar liggja í handritinu og vitanlega stjóm- uninni í framhaldi af því. Fámenn þjóð með aðeins tíu ára kvik- myndasögu getur varla búist við því sama af eigin kvikmynda- gerðarmönnum og útlendum en það þarf alls ekki að kasta rýrð á gerð kvikmynda. Enda hefur það sýnt sig að íslenskar kvikmyndir eru jafnan á meðal þeirra vinsæl- ustu þótt miðaverð sé enn nokk- uð hærra en gengur og gerist. Það sem aðrar þjóðir hafa fram yfir okkur er umfram allt tæplega aldargömul hefð í gerð kvik- mynda. Svo aftur sé vitnað í Dani þá hafa kvikmyndir þeirra gengið í gegnum ýmsa strauma og stefn- ur í kvikmyndalistinni og vitan- lega hafa menn lært ýmislegt á þeim langa tíma sem liðinn er frá vorinu þar í landi. Samanborið við granna okkar stöndum við væntanlega höllum fæti en við getum vel staðið uppi í hárinu á þeim á góðum degi, líkt og í fótboltanum, einsog einn kvikmyndagerðarmaður orðaði það. Og ef miklu er kostað til, einsog í handboltanum, getum við jafnvel gert enn betur. En það verður ekki gert með peningunum einum og það hljóta íslenskir kvikmyndagerðarmenn að vita. Erlendis eru mörg dæmi um frambærilegar kvikmyndir á alþjóðamælikvarða sem ekki kosta skildinginn meira en þær íslensku. En íslenskar kvikmynd- ir hafa mun margþættara hlut- verk en að spjara sig erlendis og vonandi fá innlendir kvikmynd- agerðarmenn æ betri tækifæri til að gera góðar kvikmyndir, sem umfram allt eru „íslenskar" kvik- myndir. -þóm Spurningin „Tilhversþurfum við ís- lenskar kvikmyndir? “ er orðin ansi klisjukennd ogsvarið við henni einnig. Vandamálið er hinsvegar hvernig standa skuli að sjálfsagðriframleiðslu íslenskra kvikmynda ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.