Þjóðviljinn - 06.09.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.09.1989, Blaðsíða 5
VIÐHORF Fleiri stóla -feerri stóla - bara stóla Birna Þórðardóttir skrifar: Leiðaraskrifari Þjóðviljans (ótilgreindur) veltir því fyrir sér þann 29. ágúst sl. hvort ríkis- stjórnin sé á vetur setjandi. Er greinilegt að skrifara þykir hægt ganga í jöfnunarátt og vísar til skoðanakannana að svo þyki fleirum. „Það má því telja fullvíst,“ stendur í leiðara, að „ríkisstjórnin njóti ekki fylgis hjá öllum stuðningsmönnum stjórn- arflokkanna." Það hefur hún reyndar aldrei gert. Innan Alþýðubandalagsins var mikil andstaða gegn því að taka þátt í ríkisstjórn sem héldi verka- lýðshreyfingunni áfram í fjötrum; virti ekki samningsrétt hreyfingarinnar og ógilti gerða kjarasamninga. Þegar miðstjórn Alþýðubandalagsins var kölluð saman fyrir tæpu ári til að taka afstöðu til stjórnarmyndunar var ljóst að stór hluti hennar og trú- lega meirihluti var andvígur ríkis- stjórnarþátttöku, enda ljóst að stjórnarsáttmálinn fól ekki í sér nein af stefnumiðum flokksins. Við þetta bættist umræða um mögulega stjórnarþátttöku Borg- araflokksins sem stór hópur innan Alþýðubandalagsins var mjög andvígur. Þá var miðstjórnarfélögum haldið í biðstöðu yfir heila helgi á meðan strákarnir púsluðu sig saman. Þegar miðstjórn var loks kölluð saman aftur, eða reyndar aðeins stór-reykvíkingar, var að- almálið að Borgaraflokkurinn væri ekki lengur með, svo væri formanni Alþýðubandalagsins fyrir að þakka. Þetta virkaði eins og vel útfært spennufall og önnur andstaða hvarf í skuggann. Hægt var að kalla á sjónvarpið og segja: Þannig var hluti miðstjórn- ar Alþýðubandalagsins vélaður á sínum tíma. En nú er langt um liðið og engin ástæða til að rifja upp fyrri heitstrengingar. Þegar þetta greinarkorn birtist verður trúlega búið að mynda nýja ríkisstjórn með þátttöku Borgaraflokksins, enda getur rík- ið alltaf á sig ráðherrum bætt, einsog skáldið sagði. Eftir stend- ur að umræðan um stjórnarþátt- töku Borgaraflokksins sem stað- ið hefur undangengnar vikur, er með því lágkúrulegasta sem mað- ur hefur orðið vitni að í hérlendri pólitík, og hefur þó á ýmsu gengið. Málið hefur aðeins snúist um kaupverð Borgaraflokksins. Deilt hefur verið um prísinn. Með hvaða stólum á að borga? Forystumönnum stjórnarflokk- anna virðist þetta sjálfsagt og ekki gerð minnsta tilraun til að leyna subbuskapnum. Með orð- um formanns Alþýðubandalags- ins á fundi framkvæmdastjórnar flokksins: Enginn stefnulegur ág- reiningur er við Borgaraflokk- inn, aðeins spurning um valda- hlutföll. framkvæmdastjórnar Alþýðu- bandalagsins hefur komið fram mikil og hörð andstaða við það að mynduð verði ný ríkisstjórn með þátttöku Borgaraflokksins. Einnig hefur komið fram opin- berlega að ekki eru allir þing- menn flokksins sammála því að innbyrða Borgara. En samkvæmt venju verður framkvæmdastjóm og miðstjórn stillt upp við orðn- um hlut og sagt: Úr þessu verður ekki snúið við. Mánudaginn 28. ágúst var boð- aður fundur í framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins og ömggt má telja að þar hefði meðal ann- ars verið fjallað um viðræður for- manna ríkisstjórnarflokkanna við Borgaraflokksmenn sem áttu sér stað helgina áður, þvert ofan í vilja margra framkvæmda- stjórnarmanna. En hvað gerist, framkvæmdastjórnarfundur er afboðaður! f hádegisfréttum sama dag er hins vegar skýrt frá svokölluðu „lokatilboði" for- manna stjórnarflokkanna til Borgaraflokksins. Það er greini- legt að framkvæmdastjórn Al- þýðubandalagsins átti ekki að Á tveimur síðustu fundum Birting eöa myikvun? Hörður Bergmann skrifar ,yÁstandið er orðið eins og ístjórnartíð Gunnars Thor-stjórnarinnar: Öllu varðar að halda í ráðherrastólana, tilfjandans með fögrufyrirheitin (hafi einhver verið), hvaðþá samþykkta stefnu og aðra slíka smámuni. “ Miðstjórn Alþýðubanda- lagsins og Alþýðubandalagsfélag Reykjavíkur standa frammi fyrir ákvörðun um það hvort stjórn- málafélagið Birting fær sams konar stöðu innan flokksins og þau félög sem þar eru fyrir. Ég held að niðurstaðan verði örlag- arík. Ekki fyrir þróun lífskiara og menningar í þessu landi. Á hana hafa stjórnmálaflokkar takmörk- uð áhrif þótt forystumenn þeirra láti annað í veðri vaka. Þau mark- mið sem einstaklingar, félög og fyrir þá sem hafa áhuga á stjórnmálum að hafa vettvang til að viðra skoðanir sínar, fá við- brögð við þeim og skýra þannig hugmyndir sínar og keppikefli á vettvangi þjóðmálanna. Þeir sem hafa hugsjónir jafnaðarstefnu að leiðarljósi verða að eiga sér virk félög sem opna leið fyrir við- eigandi endurmat á forsendum stjórnmálabaráttunnar og mótun nýrrar stefnu sem vitnar um raun- sætt mat á breyttum lífsskilyrðum og framtíðarhorfum. Stefnu sem ,yÁ stœðanfyrir því aðfélagar í Birtingu velja sérþann vettvang fremur en Alþýðubanda- lagsfélag Reykjavíkur er einfaldlega sú að það félag býður ekki til umrœðu sem kallar á áhuga þeirra... ” fyrirtæki setja sér ráða mestu um framvindu þjóðmála. Þau verða stjórnmálaflokkar með einhverj- um hætti að gera að sínum. Ann- ars verða þeir fylgislausir. Þróun stjórn- og þjóðmála er gagnvirkt ferli þannig að niðurstaðan endurspeglar bæði markmið ein- staklinga og hópa. Því betra tæki- færi sem einstaklingamir hafa til að fræðast og ræða saman um stöðu og stefnu þjóðmála þeim mun skynsamlegri verður niður- staðan af stjórnmálastarfi. Nið- urstaðan hjá miðstjórn og ABR verður hins vegar örlagarík fyrir flokkinn. Það skiptir afar miklu máli er trú sígildum hugsjónum jafn- aðarstefnu en tekur mið af breyttum tíma, nýjum staðr- eyndum um eyðingarmátt fram- leiðslutækjanna, ofveiðina sem þau gera mögulega og nátt- úruspjöllin sem þau valda, svo dæmi séu nefnd. Draumsýnina um þjóðfélag allsnægtanna eru vonandi flestir orðnir sammála um að endurskoða í ljósi þess ranglætis sem allsnægtaríkin beita hin snauðu samfélög þriðja heimsins. Slíkt endurnýjunarhlutverk ætla stofnendur Birtingar félagi sínu. Slíkur félagsskapur býðst Alþýðubandalaginu vegna þess að félagar í Birtingu telja þann flokk geta gegnt hlutverki við mótun og framkvæmd slíkrar stefnu. En ástæðan fyrir því að félagar í Birtingu velja sér þann vettvang fremur en Alþýðu- bandalagsfélag Reykjavíkur er einfaldlega sú að það félag býður ekki til umræðu sem kallar á áhuga þeirra sem eru með hug- myndir sínar um jöfnuð, réttlæti og lýðræði á einhverju skriði. Miðstjórn«g gamla Reykjavík- urfélagið kunna að hafna þeim sem vilja vera í Birtingu fremur en félagi sem ekki býður upp á tækifæri til pólitískrar umræðu (býður ekki einu sinni til árs- hátíðar eða kaffisopa 1. maí!) og neita þeim um full réttindi innan Alþýðubandalagsins. Það mun sem fyrr segir varla hafa sérstök áhrif á framvindu þjóðmála. Birtingarfélagar geta kosið sér annan vettvang en Alþýðubanda- lagið vilji þeir gefa tíma og krafta í þjóðfélagsbaráttu. En slík ákvörðun mun hins vegar hafa af- leiðingar fyrir Alþýðubandalagið og segja sitt um hvernig flokkur það vill verða. Hörður er kennari og rithöfundur reka puttann í þessa gjörð for- mannsins fremur en aðrar. Reyndar bárust fréttir af því síðar að á sama tíma og afboðaður framkvæmdastjórnarfundur átti að vera, gátu ýmsir framkvæmda- stjómarmenn fundið sér tíma til að mæta í kvöldverðarboð krata í ráðherrabústaðnum með leið- toga v-þýskra krata. Það hefur kannski haft sitt að segja, enda ekki sama í hvað tímanum er eytt. Betra að drekka kratadús á kostnað ríkisins en ræða um lummulega prinsippafstöðu í pó- litík. Ekki hefur Þjóðviljinn séð á- stæðu til þess að skýra frá því að einhver andstaða sé innan Al- þýðubandalagsins gegn nýrri rík- isstjórn með þátttöku Borgara- flokksins. Þar gefur aðeins að lesa að einhver andstaða hafi ver- ið í Borgaraflokknum - annars allt í ljúfri löð. í sjálfu sér varðar kannski litlu hvort fundnir verði stólar handa einum flokknum til viðbótar, það sem skiptir máli er til hvers og eina málefnið sem ágreiningur virðist hafa verið um hjá for- mönnum flokkanna er matar- skatturinn. Það verður kannski dómur sögunnar að frjálshyggju- forkólfurinn Júlíus Sólnes hafi knúið ríkisstjórn Steingríms, Ólafs Ragnars og Jóns Baldvins til þess að lækka matarskattinn. Grátbroslegt fyrir fjármálaráð- herrann sem fyrir tæpu ári stóð á stól í Miklagarði og skoraði mat- arskattinn (í líki þáverandi fjár- málaráðherra, Jóns Baldvins) á hólm. En nærminnið er svo brigðult! En til hvers vilja menn sitja áfram í stjórn? Ekki er það til bjargar lands- byggðinni þótt hluti áróðurs fyrir stjórnarmyndun hafi gengið í þá veru. Varla eru Patreksfirðingar, íbúar Hofsóss eða Hvammstanga sammála því, þannig að einhverj- ir staðir séu nefndir. Ekki er það til að bjarga hús- næðismálunum. Ekki er það til að stöðva hern- aðarframkvæmdir, hvað þá að losna við herinn og Nató. Ekki til að forða stóriðjufram- kvæmdum með erlendu fjár- magni. Ekki til að forða því að erlent fjármagn sölsi undir sig sjávarút- veginn. Ekki til að bera friðarboðskap á borð hjá Sameinuðu þjóðun- um. Ástandið er orðið eins og í stjórnartíð Gunnars Thor- stjórnarinnar: Öllu varðar að halda í ráðherrastólana, til fjand- ans með fögru fyrirheitin (hafi einhver verið), hvað þá sam- þykkta stefnu og aðra slíka smámuni. Ekki virðist valda ann- að en hið vanabundna. Aðstaða og völd. Ýmsir sem nú hafa kom- ist nálægt kjötkötlunum vilja síst af öllu lenda aftur í kuldanum, völdin geta líka reynst ljúf: Að fá að ráða, deila og drottna. Eitt af síðustu útspilunum voru galgopa- legar yfirlýsingar fjármálaráð- herra um það, að ef til vill verði ekki staðið við kjarasamninga opinberra starfsmanna, vegna þess að til að uppfylla þá þurfi aukafjárveitingu, hana verði að leggja fyrir þing, sem alls ekki sé víst að muni samþykkja hana! Þetta segir fjármálaráðherra um kjarasamninga sem hann hefur skrifað undir fyrir hönd ríkisins án nokkurra skuldbindinga. Að baki getur ekkert búið annað en hömlulaus valdahroki: Ég ræð, ég get sett öllum stólinn fyrir dyrnar hvað sem öllum samningum líð- ur. En til að uppfylla valdahrok- ann þarf öryggishjólið undir vagninn, nú í líki Borgara- flokksins. Reykjavík 1. september 1989 Birna Þórðardóttir á sæti í fram- kvæmdastjórn Alþýðubandalagsins ^RARIK 1^.^ RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Ljósritunarvél til sölu Afkastamikil Ijósritunarvél með sjálfvirkri frum- ritainnsetningu og röðun til sölu. Rafmagnsveitur ríkisins Inkaupadeild Laugavegi 118 105 Reykjavík 'l Útboð ''/v/Æ Ólafsvíkurvegur, Borg - Langá V Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint ' verk. Lengd vegarkafla 3,8 km, fyllingar 81.000 m3, bergskeringar 9.000 m3. Verki skal lokið 1. ágúst 1990. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Borg- amesi og Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 5. september n.k. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 18. september 1989. Vegamálastjóri Miðvikudagur 6. september 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.