Þjóðviljinn - 06.09.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.09.1989, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRETTIR Elsass- Muammar Gaddafl Líbíuleið- togi flutti í .gær ræðu á leiðtogaráðstefnu Ríkja utan hernaðarbandalaga, sem nú stendur yfir í Beograd. Sagði hann af og frá að gyðingar fengju að búa áfram í Palestínu og lagði til að Elsass-Lóthringen yrði gert að þeirra fyrirheitna landi, eða þá sovésku Eystrasaltslýðveldin eða Alaska. Gaddafi, sem í ræðustólnum var klæddur þjóðbúningi, hvítum síðstakk og með svartan hatt, færði þau rök að þessari tillögu sinni að Pjóðverjar og Frakkar hefðu svo oft barist um Elsass- Lóthringen að ganga mætti að því sem vísu að þeir myndu gera svo oftar. Væri því upplagt að setja gyðinga þar niður til að stía tveimur nefndum þjóðum í sund- ur. Baltnesku löndin tilnefndi hann sökum þess, að hann kvað Úkraínska hefst til virðingar Stjórnvöld Úkraínu og æðstu menn þarlends kommúnista- flokks tilkynntu í gær, að fyrir- hugað væri að gera úkraínsku að helsta opinbera máli landsins, sem er annað fjölmennasta lýð- veldi Sovétríkjanna með um 50 miljónir íbúa. Hefur þessi til- kynning vakið mikla athygli, ekki síst af því að úkraínska forustan hefur verið talin í íhaldssamara lagi. Þjóðernishyggja og sjálf- stjórnarstefna hafa undanfarið vaxið að fylgi í Úkraínu sem í mörgum öðrum sovétlýðveldum, og er greinilegt að ráðamenn þar- lendis hafa nú ákveðið að koma til móts við þær hreyfingar. Gaddafi Lóthringen nýtt Israel Rússa gera illa með því að leyfa sovéskum gyðingum að flytjast til ísraels, og þar sem Bandaríkja- menn væru svo miklir vinir gyð- inga, hversvegna vildu þeir þá ekki setja þá niður í Alaska? Það land hefðu þeir þar á ofan keypt af Rússum. Svo er að heyra að frekar erfitt hafi stundum verið að fylgja þræðinum í máli iíbíska leiðtog- ans, sem talaði í 90 mínútur, enda þótt júgóslavneskir gestgjafar ráðstefnunnar hefðu takmarkað ræðutíma við 20 mínútur. Kurr- uðu Júgóslavar og fleiri því illa undir tölu Gaddafis, en létu þar við sitja. Á undan sér til Beograd hafði Gaddafi sent sex úlfalda- kýr, svo að hann gæti nærst á mjólk þeirra meðan ráðstefnan stæði yfir. Reuter/-dþ. Gaddafi - mættur á leiðtogaráðstefnu með sex úlfaldakýr. Kúrdar Saka Iransstjóm um morð á leiðtoga Kúrdneski lýðræðisflokkurinn í íran, sem hefur bækistöðvar í írak, hefur hafnað boði írönsku stjórnarinnar um að teknar séu að nýju upp viðræður stjórnar- innar og flokksins. Fyrri við- ræðum þessara aðila, sem fóru fram í Vín, lauk í júlí s.l. er vopn- aðir menn réðust inn á fundar- menn og skutu til bana Abdelra- hman Qassemlu, aðalritara áminnsts flokks Írans-Kúrda, og tvo aðstoðarmenn hans. I viðræðunum var fjallað um kröfur flokksins um sjálfstjórn til handa Kúrdum í íran, en þar eru þeir að sumra mati um átta milj- ónir. Rafsanjani fransforseti bauðst fyrir nokkru til að taka upp viðræður við flokkinn að nýju, en flokkurinn telur að hans menn í Vín hafi verið myrtir að undirlagi íransstjórnar. Segist flokkurinn ekki samþykkja við- ræður að nýju, fyrr en full rann- sókn hafi farið fram í morðmál- inu og að morðingjunum hafi ver- ið refsað. íransstjórn kveður sig saklausa af glæpnum og ber hann upp á fraksstjórn. Frá því að íslamska byltingin svokallaða var gerð í íran 1979 hefur Kúrdneski lýðræðisflokk- urinn þarlendis háð vopnaða bar- áttu gegn íransstjórn. Að sögn talsmanns flokksins felldu skæru- liðar hans yfir 40 íranska her- menn í bardögum í norðvestur- héruðum frans í s.I. viku. Reuter/-dþ. Bandaríkin Krakkið veldur stríðsástandi Þetta stórhættulega eiturlyfbreiðist óðum útþarlendis. Það er „eiturlyf fátœka mannsins “ sökumþess hve ódýrtþað er og auðvelt aðframleiða það Lögreglumenn í Flórída leita á eiturlyfjasölum, sem þeir hafa hand tekið - þrátt fyrir allar aðgerðir breiðist plágan út. Eiturlyf sem nefnt er krakk (crack) og unnið er úr kókaíni á drjúgan þátt í því að í stórum hlutum sumra bandarískra stór- borga ríkir nú nánast stríðs- ástand. Hingað til hefur krakkið einkum verið plága í stærstu borgunum og þá einkum þeim sem eru í austurhluta landsins og á vesturströndinni, en nú breiðist. það óðum út til miðsvæða Banda- ríkjanna og smærri þéttbýlis- staða. Krakkið er síður en svo eina eiturlyfið, sem veldur stórtjóni í Bandaríkjunum. Önnur eiturlyf hafa einnig náð útbreiðslu um svo að segja allt landið. En yfirvöld óttast krakkið mest af því öllu, sökum óaldarinnar sem það hef- ur valdið í stórborgum. Ef marka má yfirvöldin, eru ofbeldisglæpir í höfuðborginni Washington fyrst og fremst krakkinu að kenna. Að tiltölu við fólksfjölda eru nú framin þar fleiri morð en í nokk- urri annarri borg landsins. Það sem af er árinu hafa yfir 300 manns verið myrtir þar í borg. Dómsmálaráðuneyti Banda- ríkjanna upplýsti í s.l. mánuði að áberandi væri orðið hve krakkið hefði undanfarið breiðst ört út í dreifbýli Suðurríkjanna. En ljóst væri að það væri nú einnig komið til svæða, sem hefðu verið ósnort- in af því til skamms tíma, og voru í því sambandi nefnd ríkin Ohio, Oklahóma, Pennsylvanía, Texas, Virginía og Vestur-Virginía. Hættan sem stafar af krakkinu er ekki einungis söjcum þess að það er sterkt eiturlyf og að menn ánetjast því fljótt, heldur og af því hve ódýrt það er. Algengt er að skammtar af því séu seldir á götunni fyrir um þrjá dollara, en minnsti skammtur af kókaíni kostar vart undir 50 dollurum. Þessvegna hefur svo að segja hver sem er efni á því að kaupa krakk. Það er því fyrst og fremst eiturlyf fátæklinga og unglinga. Krakicið er mjög vanabindandi, einkum það afbrigði þess sem er reykt. Fulltrúar heilbrigðisyfir- valda segja það algengt, að menn ánetjist því þótt þeir hafi reykt það aðeins einu sinni. Þeir sem forfallnir eru orðnir í krakkið gera hvað sem er til að verða sér úti um það, stela, ræna, drepa, leggjast í vændi o.s.frv. Margir þeirra gerast aðstoðar- menn sölumanna þeirra, sem hafa eiturlyf þetta til fals. Sér- fræðingar um þetta efni segja að það, hve auðvelt sé að framleiða krakk og hve ódýrt það sé eigi mikinn þátt í ofbeldinu samfara því. Að standa fyrir framleiðslu, smygli og dreifingu á heróíni og kókaíni er vart á færi nema ræki- lega skipulagðra glæpahringa, stórlaxa í bransanum. En krakk getur nánast hver sem er fram- leitt, ef hann kemst yfir smávegis af kókaíni. Þessvegna er mikið um það í skuggahverfum banda- rískra borga að fátæk ungmenni freisti þess að verða rík með þessu móti. Mikill fjöldi þeirra, sem reyna að auðgast á þennan hátt, leiðir svo aftur af sér geysi- harða samkeppni um markaðinn. Þar eigast við stærri og smærri hópar krakkframleiðenda og -sala, sem berjast af grimmd um markaðssvæði, strádrepa hver annan en ekki sjaldnar annað fólk, sem lendir í skotlínunni. Richard Gephart, leiðtogi þingflokks demókrata í fulltrúa- deild Bandaríkjaþings, segir krakkverslunina hafa afhjúpað ófagra hlið hins frjálsa markaðs- kerfis og framtaks Bandaríkj- anna. Hörð samkeppnin milli ót- eljandi smárra bófahópa, sem berjist um markaðinn í hinum ýmsu hverfum, hafí hleypt af stað ótal smástríðum milli þeirra í stórborgunum, og að nú sé hætta á að svoleiðis nokkuð fari einnig að gerast í dreifðari byggðum. Kókaínbarónar Kólombíu leggja til hráefnið í krakkið, en í sölu þess eiga þeir engan þátt, að mati bandarískra embættis- manna. Þeir sem framleiða þetta stórhættulega eiturlyf og selja það eru einkum ungir bandarískir bófar, sem eru að reyna að verða ríkir með tiltölulega auðveldu móti. Reuter/-dþ. Bannað að grínast með konungsfjölskyldu James Lovell leikara, sem fer með hlutverk trúðs á sýningu í Lundúnum, þar sem farið er yfir sögu Bretakonunga, hefur verið gefið það til kynna að hann megi ekki grínast með núverandi kon- ungsfjölskyldu. Stjórnendur sýn- ingarinnar áminntu leikarann um þetta allhöstuglega, eftir að hann hafði sleppt út úr sér bröndurum af tilefni skilnaðar Önnu prins- essu og Marks Phillips höfuðs- manns. Framkvæmdastjóri sýn- ingarinnar komst svo að orði, að annaðhvort yrði Lovell að láta sér nægja að skrípast með Hinrik átt- unda (þann sem átti drottning- arnar sex) og annað kóngafólk í fortíð, eða að láta af starfi. „Rambó, hvað dvelur þig?“ Um 400 kristnir Líbanar söfn- uðust í gær saman við sendiráð Bandaríkjanna í Beirút og kröfðust hjálpar þeirra í stríði sínu við Sýrlendinga. „Rambó, hvað dvelur þig?“ hrópaði fólkið. Kristnir Líbanar eru margir reiðir trúbræðrum sínum á Vestur- löndum, sem lítt hafa sinnt hjálp- arbeiðnum þeirra í borgara- stríðinu. Kröfufundur þessi stóð ekki lengi við rammlega víggirt sendiráðið, því að fundarmenn urðu innan skamms að leita skjóls vegna stórskotahríðar frá íslamska vesturbænum. Herferð gegn veiðiþjófum Sambískir villidýraverðir hafa handsamað um 200 veiðiþjófa og gert upptækt fyrir þeim mikið af vopnum í leit, sem undanfarið hefur staðið yfir í tveimur hér- uðum í austurhluta landsins. Veiðiþjófar, sem selja fílabeinið fyrir drjúgan skilding á svörtum markaði, hafa strádrepið fílastofn Sambíu síðustu árin, svo að frá 1981 hefur fílum þarlendis fækk- að úr um 160.000 í um 45.000. 51 fórst í Thames Lík sem fannst í Thamesfljóti fyrir skömmu er talið vera af Ant- onio de Vasconcellos, banka- stjóra af portúgölskum ættum. Er þá talið að fundin séu lík allra þeirra, sem fórust er dýpkunar- prammi sigldi á skemmtibát í s.l. mánuði. Þykir nú sannað að 51 maður hafi þá farist, og er þetta mesta slys sem orðið hefur á Thames í meira en öld. Verið var að halda upp á 26 ára afmæli Vasconcellos er slysið varð. Heroínfundur í Hongkong Lögreglan í Hongkong fann fyrir skömmu birgðir af nærri hreinu heróíni, sem metnar eru á 420 miljónir dollara. Er talið að þetta sé annar mesti heróínfund- urinn hingaðtil íheiminum. Fjórar manneskjur, allar Hongkongbú- ar, hafa verið handteknar í þessu sambandi. Tvær af þeim eru karl- menn, bílstjóri og lífvörður að at- vinnu, og tvær húsmæður. Lög- reglan telur að til hafi staðið að smygla heróíninu til Bandaríkj- anna eða Ástralíu. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 6. september 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.