Þjóðviljinn - 06.09.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.09.1989, Blaðsíða 7
MENNING Þjóðleikhúsið Leikarió hefst aOliver! Söngleikurinn Oliver! frumsýndur 23. sept- ember. Gert ráð fyrir sex sýningum í áskrift og einu verkefni á litla sviðinu. Tvær sýningar teknar upp frá síðasta leikári Þjóðleikhússtjóri kynnti vetrarstarf leikhússins þann fyrsta september, en gert er ráð fyrir sex sýningum í áskrift, eða heldur færri en venja hefur verið. Tvö verk verða auk þess tekin upp frá síðasta leikári en aðeins ein sýning verður frumsýnd á litla sviðinu. Reynt verður að halda fuilri starfsemi út leikárið þrátt fyrir það að stóra sviðinu verði lokað vegna viðgcrða um miðjan febrúar, en gert er ráð fyrir að þrjú síðustu verkefnin verði færð f annað húsnæði, að öllum Ifldnd- um hús Islensku óperunnar. Stefnt er að því að hafa leikárið með sem léttustum brag og hafa því verk „í alvarlegri kantinum“ verið látin bíða að sinni. Fyrsta frumsýning ársins verð- ur þann 23. september, en það er söngleikurinn Oliver! eftirLionel Bart, byggður á sögu Charles Dickens um Oliver Twist. Söng- leikurinn, sem er ætlaður fólki á öllum aldri, sló öll aðsóknarmet þegar hann var frumsýndur í Lundúnum árið 1960. Búningar og verðlaunuð leikmynd eftir Sean Kenny hafa fylgt leiknum frá upphafi og hefur Þjóðleikhús- ið fengið afnot af hvorutveggja í fimm vikur, eða til 1. nóvember. Leikstjóri Olivers! er Benedikt Árnason. Gissur L. Gissurarson leikur Oliver Twist, ívar Sverris- son Hrapp, Ragnheiður Stein- dórsdóttir er Nansí, Laddi Fagin og Pálmi Gestsson leikur Bill Sik- es. Sjötíu drengja kór og Þjóð- Mörg myndverka hennar prýða opinberar stofnanir hér á landi auk þess sem fjöldi verka hennar eru í eigu erlendra listasafna. Ragnheiður hefur fengist við myndskreytingar á ljóðum og sviðsmyndahönnun, hún mynds- kreytti úrval úr ljóðum Halldórs Laxness, Bráðum kemur betri tíð, og Ljóð, eftir Einar Braga. Sýning Ragnheiðar stendur til 10. nóvember og er opin mánu- daga til fimmtudaga kl. 9:15-16, og kl. 9:15-18 á föstudögum. Portrett frá París Hörður Ágústsson sýnir port- rett gerð í París á árunum 1947-49 í Nýhöfn, Hafnarstræti 18. Þrettán ár eru liðin síðan Hörður hélt síðast einkasýningu, en það var á Kjarvalsstöðum árið 1976. Auk þess hélt Listasafn íslands yfirlitssýningu á verkum hans haustið 1983, og spannaði hún rúmlega 30 ára tímabil í list hans. Hörður stundaði nám í tvö ár við Myndlista- og handíðaskóla íslands að loknu stúdentsprófi en fór strax eftir stríð utan til náms og dvaldist lengst af f París, en auk þess í Kaupmannahöfn, London og Ítalíu. Hann sneri aft- ur til íslands 1952. Auk myndlist- arinnar hefur Hörður lagt stund á rannsóknir í húsagerðarlist, unn- ið að bókagerð, auglýsinga- teiknun, bókahönnun og kenns- lu. Sýningin í Nýhöfn er sölusýn- ing og stendur til 13. september. Hún er opin virka daga kl. 10-18 og kl. 14-18 um helgar. Ljósmyndir Slúnkaríki Sýning á ljósmyndaverkum Arthurs Bell stendur nú yfir í Slúnkaríki á ísafirði. Bell er Bandaríkjamaður og stundaði nám í ljósmyndun við Listahá- skóla Chicagó. Hann hefur sýnt myndir sínar víða í Bandaríkjun- um og í Miðameríku, en sýningin í Slúnkaríki er sú fyrsta hérna megin Atlantshafs. Sýningin stendur til 17. september og er opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 16-18. Ragnheiöur sýnir í SPRON Málverk eftir Ragnheiði Jóns- dóttur eru nú til sýnis í útibúi Sparisjóðs Reykjavíkur og ná- grennis að Álfabakka 14, Breiðholti. Ragnheiður er fædd 1933 og lauk stúdentsprófi frá Verslunar- skóla íslands 1954. Hún stundaði myndlistarnám við Myndlistar- skólann í Reykjavík 1959-60 og 1964-68, við Glyptoteket í Kaup- mannahöfn veturinn 1962, við Grafíkdeild Handíða- og mynd- listarskólans í Reykjavík 1968-70 og sumarið 1970 dvaldi hún í Par- ís við nám hjá S. W. Hayter í Ate- lier 17. Ragnheiður hefur haldið einkasýningar hér á landi og er- lendis og tekið þátt í fjölda sam- sýninga á Norðurlöndunum, í Evrópu og í Bandaríkjunum. leikhúskórinn bregða sér í ýmis gervi í sýningunni. Þegar umfangsmikil leikmynd Olivers! hefur verið tekin niður gefst Þjóðleikhúsinu ráðrúm til að huga að öðrum frumsýning- um. Gert er ráð fyrir að Lítið fjöl- skyldufyrirtæki eftir Alan Ayck- boum, þýtt og staðfært af Áma Ibsen, verði frumsýnt í nóvem- ber. Leikritið er glæný, svört kómedía um allt of heiðarlegan framkvæmdastjóra fjölskyldufyr- irtækis, ættingja hans, tengda- Gísli Alfreðsson kynnir vetrar- dagskrána. Frá æfingu á Oliver: Nansí (Ragnheiður Steindórsdóttir), Fagin (Laddi) og Oliver (Gissur L. Gissurarson) Myndir: Kristinn. fólk, samstarfsmenn og keppi- nauta. Jólaleikrit Þjóðleikhússins verður væntanlega Pétur Gautur eftir Henrik Ibsen þótt ýmsir óvissuþættir gætu orðið til þess að sú áætlun breyttist, því sýningin er mjög umfangsmikil. Leikritið er í ljóðum, sem Henrik Ibsen skrifaði á Ítalíu sumarið 1867 og leikin hér, ef af sýningu verður, í íslenskri þýðingu Einars Bene- diktssonar. Pétur Gautur var síð- ast fluttur í Þjóðleikhúsinu leikárið 1962-63. Gert er ráð fyrir tveimur verk- um unnum í samvinnu íslensku óperunnar og Þjóðleikhússins á leikárinu. Eru það I pagliacchi eða Trúðamir, eftir Leoncavallo og Carmina Burana, kór- og ein- söngsverk eftir Carl Orff byggt á kvæðasafni úr Benediktína- klaustri í Bauern. íslenski dansf- Iokkurinn tekur þátt í báðum verkunum, í Pagliacchi spinnast saman söngur, dans, hljóðfæra- sláttur og leiklist, en við Carmina Burana flytur dansflokkurinn listdans. Fmmsýningar em ááetl- aðar í janúarlok. Nýtt leikrit eftir Ólaf Hauk Simonarson er væntanlegt á fjal- irnar í mars og í apríl verður væntalega fmmsýnd revía, sem Spaugstofan hefur nú í smíðum að frumkvæði Þjóðleikhússins. Haustbrúður eftir Þórunni Sig- urðardóttur og Óvitar eftir Guð- rúnu Helgadóttur verða tekin upp frá síðasta leikári og koma aftur á stóra sviðið í nóvember. Ein sýning er væntanleg á litla svið Þjóðleikhússins, en það er Hús Bernörðu Alba eftir Feder- ico Garcia Lorca. Verður leikrit- ið frumsýnt í nóvember, leik- stjóri er María Kristjánsdóttir en með aðalhlutverk fer Kristbjörg Kjeld. Snævar Guðmundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Þjóðleikhússins og mun hann hafa yfirumsjón með fjármálum þess og áætlunum. LG Snorri Egilsson framkvæmdastjóri íslenska bókaklúbbsins afhendir Guðmundi Daníelssyni ritsafnið. íslenski bókaklúbburinn ffitsafn Guimundar Daníelssonar Tíu valin skáldverk kostaboð til klúbbfélaga. Guðmundur situr enn við skriftir, fimmtugasta og fyrsta bókin væntanleg á næsta ári Glerverk Jóns Jóhannssonar verða til sýnis í Gallerí Borg frá og með morgundeginum. Glerverk í Borg Jón Jóhannsson opnar sýningu á glerverkum í Gallerí Borg, Pósthússtræti 9, á morgun kl. 17. Jón er fæddur 1955, var við nám í California College of Art and Craft á árunum 1985-87, vann á verkstæði Olivier Juteau í Daumeray í Frakklandi árið 1987 og lauk BA prófi í glerlist frá West Surrey College of Art and Design í Englandi á þessu ári. Hann hefur tekið þátt í sýningum í Bandaríkjunum, Englandi og Þýskalandi, en þetta er hans fyrsta einkasýning hér á landi. Sýning Jóns stendur til 19. september og verður opin virka daga kl. 10-18 og kl. 14-18 um helgar. íslenski bókaklúbburinn býður félögum sínum ritsafn Guðmund- ar Daníelssonar í ellefu bindum á þessu hausti. Mun ritsafnið kosta félaga klúbbsins 5.980 krónur, en á almennum markaði verður verðið 24.800 krónur. í safninu eru tíu bækur eftir Guðmund og ein eftir dr. Eystein Sigurðsson og fjallar hún um ritstörf Guðmund- ar. Guðmundur Daníelsson verð- ur áttræður á næsta ári. Hann sit- ur enn við skriftir, og er nú tilbú- inn með sína fimmtugustu og fyrstu bók. Heitir hún Óskin er hættuleg og kemur út á næsta ári. Fyrsta bók Guðmundar var ljóðabók og kom út árið 1933, en fyrsta skáldsagan var gefin út 1935 og hefur Guðmundur því verið að í 56 ár. Við val á verkum í Ritsafnið var miðað við að sýna sem flestar hliðar á höfundarferli Guðmund- ar, og er þar að finna margar metsölubækur, þar á meðal Son minn Sinfjötla, Blindingsleik, Húsið, Tapað stríð og Musteri óttans. Guðmundur segist ekki þykja vænt um eina einustu af bókunum í ritsafninu en telur Blindingsleik vera þá sem hafi heppnast best. Guðmundur er einn af fjórum rithöfundum í heiðurslauna- flokki listamanna og heiðursfé- lagi í Rithöfundasambandinu. Hann hefur sínar efasemdir um heiðurinn, segir heiðursfélagatit- ilinn svipta sig mannréttindum, því þar með hafi hann ekki kosn- ingarétt í Rithöfundasamband- inu. Þar að auki hljómi „til heiðurs“ eins og fyrirfram jarðar- för. Heiðurslaunin eru hins vegar 600 þúsund krónur á ári, eða 370 þúsund krónur þegar ríkið hefur tekið af laununum sinn stað- greiðsluskatt. LG Miðvikudagur 6. september 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.