Þjóðviljinn - 06.09.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 06.09.1989, Blaðsíða 11
LESANDI VIKUNNAR Katrín Anna Lund, nemi. Mynd: Kristinn. Peningamir verða ekki fundnir hjá launafólki Hvað ertu að gera núna, Katr- ín? „Ég er að lesa undir próf og skrifa ritgerð." Hvað varstu að gera fyrir tíu árum? „Ætli ég hafi ekki verið að byrja í skólanum. Ég var að byrja í 9. bekk í Laugalækjarskóla.“ Hvað ætlaðirðu að verða þegar þú yrðir stór? „Kaupfélagsstjóri. Mér fannst kaupfélagsstjórar vera ofsalega merkilegir kallar, þannig að ég ætlaði að fara í Samvinnuskólann og verða kaupfélagsstjóri þegar ég yrði stór.“ Hver er uppáhalds tónlistin þín? „Ég hef voðalega gaman af djassi. Ætli ég myndi ekki setja hann fremst." Hvaða frístundagaman hef- urðu? „Ég er búin að losa mig við allt krefjandi frístundagaman vegna tímaskorts. Annars les ég mikið og bara lifi lífinu, svona eftir því sem býðst í það og það skiptið.“ Hvaða bók ertu að lesa núna? „Ég er nýbyrjuð á bók sem heitir „The domestication of women“ eftir Barböru Rogers. Ég er að lesa hana vegna náms- ins. En sögubók sem ég sieppti síðast hendinni af var „Meistar- inn og Margaríta“ eftir Bulgak- ov.“ Hvað finnst þér þægilegast að lesa í rúminu? „Kiljur. Vegna þess að þær eru svo passlega léttar. Maður getur legið á hliðinni og lesið.“ Hvaða bók myndirðu taka með þér á eyðiey? „Eyðiey? Er það ekki eitthvað úti á reginhafi með einu pálmatré í miðjunni og sökkvandi skipi út með ströndinni? Ef svo er, myndi ég sennilega taka einn metra af Agöthu Christie með mér. Það er svo þægilegt að lesa hana á strönd. Þá væri ég örugglega að klára síðustu bókina þegar flöskuskeytið kæmist til skila og mér yrði bjargað.“ Hver var uppáhalds barnabók- in þín? „Það var Millý, Mollý, Mandý. En sú barnabók sem hafði kann- ski mest áhrif á mig var Bróðir minn Ljónshjarta“.“ Hvaða dýr kanntu best við? „Mér hefur alltaf líkað ágæt- lega við ketti.“ Hvað óttastu mest? „Ég held að ég óttist ekki neitt.“ Hefurðu alltaf kosið sama stjórnmálaflokkinn? „Já.“ Hvaða stjórnmálamann langar þig mest til að skamma? „Ég held að það sé ekki ástæða til að skamma neinn stjórnmála- mann. Það færi bara inn um ann- að eyrað og út um hitt.“ Er eitthvað í bíó sem þú ætlar ekki að missa af? „Já, ég ætla að sjá Magnús. Hún er efst á vinsældalistanum í dag.“ Er eitthvað í sjónvarpi sem þú missir ekki af? „Nei, ekkert sérstakt.“ En í útvarpi? „Nei, ekki heldur.“ Hvernig myndirðu leysa efna- hagsvandann? „Ég held að það þyrfti nú að byrja á því að finna einhverja peninga. Og ég hugsa að þeir verði ekki fundnir hjá launafólki. Það væri allavega byrjunin og ég myndi sem sagt byrja á því. Láta það nægja fyrst í stað.“ Hvaða kaffitegund notarðu? „Merrild.“ Hvað borðarðu aldrei? „Aspas og súrmeti.“ Hvar myndirðu vilja búa ann- ars staðar en á íslandi? „Allsstaðar annarsstaðar.“ Hvernig finnst þér þægilegast að ferðast? „Ég er ofboðslega bílhrædd, svakalega flughrædd, en ég hef aldrei prófað að ferðast á skipi. Ég held að ég prófi það næst. En mér finnst mjög þægilegt að ferð- ast á puttanum." Hverju myndirðu svara ef þú yrðir beðin um að verða forsætis- ráðherra? „Ég myndi sennilega neita því. Þetta er áreiðanlega alveg hræði- lega leiðinlegt starf. Það væri helst að launin freistuðu." Hvernig sérðu framtíðarlandið fyrir þér? „Ég sé ekkert framtíðarland fyrir mér.“ Hvern telurðu merkastan at- burð mannkynssögunnar? „Þeir eru allir mjög merkilegir hver fyrir sig, meira og minna.“ Hvaða spurningu langar þig til að svara að lokum? „Hvernig ég sleppi af eyði- eynni." ,4Jvcrnig sleppur þú af eyði- eynni, Katrín? „í geimskipi. Það kemur geim- skip og bjargar mér.“ ns. í DAG þlÓÐVIUINN Bretar leggja hafnbann á Þýzka- land. Enn hefur ekki komið til neinna hernaðaraðgerða á Vest- urvígstöðvunum milli Banda- manna og Þjóðverja. Pólverjar verjast hraustlega innrásarhern- um. Tefur styrjöldin fyrir fram- kvæmd hitaveitunnar? Viðtal við Benjamín Eiríksson: Stofnþing Landssambands íslenzkra stétt- arfélaga verður haldið í haust. 6. september miðvikudagur í 20. viku sumars. 249. dagur ársins. Sólarupprás í Reykjavík kl. 6.24 - sólarlag kl. 20.26. Viöburöir Þjóðhátíðardagur Swazilands. Ölfusárbrú brestur árið 1944. Fæddur árið 1879 Pétur G. Guð- mundsson ritstjóri Alþýðublaðs- ins og Verkamannsins. APÓTEK Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúöa vlkuna 1 .-7. sept. er Ingólfs Apóteki og Lyfja- bergi. Fyrrnefnda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). Síðarnefnda apótekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN ’ Reykjavík sími 1 11 66 Kópavogur sími 4 12 00 Seltj.nes 1 84 SS Hafnarfj sími 5 11 66 Garðabær sími 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabilar: Reykjavík sími 1 11 00 Kópavogur sími 1 11 00 Seltj.nes sími 1 11 00 Hafnarfj sími 5 11 00 Garðabær sími 5 11 00 LÆKNAR Læknavaktfyrir Reykjavík, Sel- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, símaráðleggingar og tíma- pantanir í síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gef nar í sím- svara 18888. Borgarspítalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspít- alinn: Göngudeildin er opin 20-21. Slysadeild Borgarspitalans: opin allan sólahringinn sími 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan simi 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöts. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsími vaktlæknis 985-23221. Keflavík: Dagvakt. Upplýsingars.3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartimar: Landspftalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspitalinn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18, og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spítalans Hátúni 10B. Alladaga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: virka daga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg opin alla daga 15-16 og 18.30-19.30. Landakotsspítali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspítali Hafnarfirði: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spftalinn: alla daga 15-16 og 18.30-19. DAGBÓK Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alla daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsa vfk: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung- linga Tjarnargötu 35. Sími: 622266, opið allan sólarhringinn. Sálfræðistöðin. Ráðgjöf í sálfræðilegum efnum. Sími 687075. MS-félagið Álandi 13. Opið virka daga f rá kl. 8-17. Síminner 688620. Kvennaráðgjötin Hlaðvarpanum Vestur- götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, simi21500, símsvari. Sjálf shjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrirsifjaspellum, s. 21500,simsvari. Upplýsingar um eyðni. Simi 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarlræðing ámiðvikudögumkl. 18-19, annarssím- svari. Samtök um kvennaathvarf, simi 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökin '78. Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21- 23.Simsvariáöðrumtímum. Síminner 91-28539. Bilanavakt rafmagns-og hitaveitu: s. 27311. Rafmagnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sif jaspeliamál. Simi 21260allavirkadagakl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt í síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 á fimmtudagskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús" fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögumkl. 17.00-19.00. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið í síma 91 - 22400 allavirkadaga. GENGIÐ 6. sept. 1989 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar........ 61,16000 Sterlingspund............. 95,65400 Kanadadollar.............. 52,05100 Dönskkróna................. 8,01840 Norskkróna................. 8,55150 Sænsk króna................ 9,22060 Finnsktmark............... 13,84020 Franskurfranki............. 9,24640 Belgiskurfranki........... 1,49050 Svissn. franki............ 36,11030 Holl. gyllini............. 27,62670 V,-þýsktmark.............. 31,14050 Itölsklíra................ 0,04343 Austurr. sch.............. 4,42440 Portúg. escudo............ 0,37300 Spánskurpeseti............ 0,49810 Japansktyen............... 0,42384 Irsktpund................. 83,12300 KROSSGÁTA Lárétt: 11éleg4mikli6 kyn7j>ó9hnjóð 12 friðsöm14eoja15 dýrki 16 dingla 19 dýra- hljóð 20 gagnslaus 21 vitleysu Lóðrétt: 2 fugl 3 gleði 4 hyggi5tangi7 heystæðiBgegn 10 sálarinnar 11 fugl 13 rölt 17 fóðruðu 18 fant- ur Lausn á slðustu krossgátu Lárétt: 1 ofan4gölt6 Oka7víst9ultu 12 kasta14góa15gap16 fróma19nóló20eðli 21 aldni Lóðrétt: 2 frf 3 nota 4 gaut 5 lát 7 vogina 8 skafla 10 lagaði 11 upplit 13 sló 17 ról 18 men Miðvlkudagur 6. september 1989 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.