Þjóðviljinn - 07.09.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.09.1989, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 7. september 1989 152. tölublað 54. árgangur Vöruverð Vömgjald afnumið 9% vörugjald afnumið afhúsgögnum, timburvörum, málmvörum ogfleiru. Lœkkarbyggingavísitöluogaðrarvísitölur. Framkvœmd fjárlaga samkvœmt áœtlun Rflrisstjórnin hefur ákveðið að fella niður 9% vörugjaid af húsgögnum og innréttingum, ýmsum timburvörum, blikk- og málmvörum, raflagnarefni, píp- ulagningarefni, miðstöðvarofn- um og fleiru. Einnig verður fellt niður 11,25% vörugjald af innf- luttri framleiðslu. Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra segir að afnám vörugjaldsins eigi að leiða til samsvarandi lækkaua á þessum vöruflokkum og að Verð- lagsstofnun muni fylgjast með því að lækkanirnar komi fram. Fjármálaráðherra stóð í ströngu við að fá ýmsar breyting- ar á vörugjaldi í gegn á Alþingi sl. vetur. Hann sagði að ástæða þess að þetta gjald væri afnumið nú, væri að það hefði verið krafa fors- varsmanna atvinnulífsins þegar kjarasamningar voru gerðir í maí, að vörugjaldið yrði lækkað til að greiða fyrir samningum og til að framkvæma lækkun vöru- verðs sem kæmi fram sem kjara- bót, sérstaklega fyrir þá sem stæðu í húsbyggingum. Afnám vörugjaldsins hefur í för með sér 350 miljóna tekjutap hjá ríkissjóði á þessu ári og 1000 miljóna tap á næsta ári. Þess 'vegna sagði Ólafur Ragnar að mikilvægt væri að verslunin í landinu, innflytjendur og fram- leiðendur, sameinuðust um að sýna almenningi að þessi breyting leiddi í raun til lækkunar vöru- verðs, sem þessir aðilar hefðu gefið fyrirheit um að yrði ef vöru- gjaldið yrði lækkað. Lækkunin kemur fyrst og fremst fram í byggingavísitölunni sem kemur til með að verða 1- 1,5% lægri en ella. Lækkun hús- gagnaverðs hefur einnig áhrif á framfærsluvísitöluna og lauslega er áætlað að lánskjaravísitalan verði 0,5% lægri vegna afnáms vörugjaldsins. Vörutegundir sem eiga að lækka vegna þessara breytinga eru ma. húsgögn, innréttingar, hurðir, gluggar, loftræstikerfi, þakjárnogrennur, plaströr, spónaplötur, kross- viðarplötur og leiðslur úr stáli, járni og áli. Á blaðamannafundi með fjár- málaráðherra í gær kom fram, að afkoma ríkissjóðs fyrstu sjö mán- uði þessa árs sýni að áætlanir fjár- málaráðuneytisins um fram- kvæmd fjárlaga hafi gengið vel. - Tekist hefur að lækka rekstrar- gjöld ríkisstofnana um 3% og staða rfkissjóðs hjá Seðlabanka er mun betri nú en á sama tíma í fyrra. Innlend lánsfjáröflun hefur gengið mun betur en áætlanir gerðu ráð fyrir. -hmp Sjá síðu 3 Lundúnaháskóli Halldór Laxness heiðraður University College stofnartilkennarastöðu í íslenskumfrœðum kennda viðHalldór Laxness. SvavarGestsson: Tökum þessufagn- andi Halldór Laxness rithöfundur var um mánaðamótin heiðraður af University College í London með því að þar var stofnuð kehn- arastaða í íslenskum fræðum sem kennd verður við nóbelskáldið. Þann 30. ágúst var undirritaður samningur á milli íslenskra stjórnvalda og Lundúnaháskóla um stofnun stöðunnar og munu þessir tveir aðilar bera kostnað- inn af henni í sameiningu. í tilkynningu frá menntamála- ráðuneytinu segir að staðan sé kennd við Halldór í virðingar- skyni við hann og nefnist staðan „The Halldór Laxness lecture- ship in Icelandic language and lit- erature". Ráðið verður í stöðuna til þriggja ára í senn að öllu jöfnu, í fyrsta skipti 1. september á næsta ári. Svavar Gestsson, mennta- málaráðherra, sagði í samtali við Þjóðviljann að hingað til lands hefði borist erindi um þetta mál í gegn um sendiráðið í London. í framhaldi af því hefði verið haft samband við Halldór og hann spurður hvort hann samþykkti að staða sem þessi yrði sett á laggirn- ar. Svavar sagði að þetta hefði talsverða þýðingu fyrir íslenskt menningarlíf og kynnti okkar menningu erlendis. Ráðuneytið legði mikla áherslu á að kynna íslenska menningu erlendis, sem meðal annars kæmi fram í menn- ingartímariti á ensku sem ráðu- neytið hefði hafið útgáfu á. Að sögn Svavars er hefð fyrir því í Bretlandi að kenna háskóla- stöður við þekkta einstaklinga. Slík staða hefði í áratugi verið kennd við málvísindamanninn Guðbrand Vigfússon í Oxford háskóla. Svavar sagði að það væri fagnaðarefni að Lundúnaháskóli skyldi sýna Halldóri og íslensku þjóðinni velvilja með þessum hætti. Staða Halldórs Laxness verður auglýst laus til umsóknar og leitað umsagnar heimspeki- deildar Háskóla íslands um um- sækjendur áður en staðan verður veitt. Sá sem gegnir stöðunni mun vinna að nánari samskiptum milli íslands og Bretlands á svið- um sem tengjast íslenskum bók- menntum og tungu. -hmp Sjalfsbjörg Söfnunin losar miljón FerðinfráAkureyri hefurgengið mjög vel og gjafir streyma til ökuþóranna - Ferðin hefur gengið mjög vel þrátt fyrir grýttar götur á stöku stað. Það hefur reyndar verið nokkuð kalt að undanförnu en við erum vel búin og ég geri ekki ráð fyrir að okkur verði meint af, sagði Jóhann Pétur Sveinsson, formaður Sjálfsbjargar þarsem hann var staddur skammt frá Fornahvammi neðan Holtavörð- uheiðar um síðdegið í gær. Jó- hann hefur ekið við fjórða mann í hjólastól frá Akureyri sem leið liggur til Rcykjavíkur og er mark- miðið með þessu uppátæki að safna nógu miklu fé til að hægt verði að reka smiðshöggið á íþróttahús Sjálfsbjargar. Þeir félagarnir lögðu af stað frá Akureyri á sunnudag og voru þá strax Ieystir út með gjöfum, ma. eitt hundrað þúsund krónum frá félagsmálaráðuneytinu. Snigl- arnir aka á undan hjólastólunum og afhenda bílstjórum á leiðinni áheitamiða. Jóhann sagði marga ökumenn hafa gefið þeim pen- inga samstundis, þá hafa nánast allir hreppir og sveitarfélög á leiðinni gefið fé til söfnunarinn- ar. Einnig hafa sjómenn í við- komandi sveitarfélögum verið rausnarlegir að sögn Jóhanns. - Við höfum ekki nákvæmar tölur yfir það sem hefur safnast en það losar lfklega miljón. í kvöld verðum við í Varmalandi og síðan reiknum við með að vera á Ártúnsbrekkunni um tvöleytið á föstudag. Við væntum þess að fólk gangi með okkur frá Lauga- veginum við Sjálfsbjargarhúsið niður Lækjartorg þarsem tekið verður á móti okkur, sagði Jó- hann ennfremur. Föstudagurinn verður reyndar hápunktur sömunarinnar. Rás 2 verður með sérstaka dagskrá sleitulaust frá morgni til kvölds og um kvöldið verður skemmti- þáttur í Sjónvarpinu af þessu ti- lefni. Spaugstofan vinsæla sér um hressar kynningar og ýmsar hljómsveitir munu kyrja lög sín og er vonast til að þannig muni safnast nægt fé. Þess má geta að einum sjallasta handknattleiksmanni allra tíma, Joachim Deckarm, hefur verið boðið til landsins í tilefni lands- söfnunarinnar. Deckarm varð fyrir alvarlegu slysi í kappleik árið 1979 og hefur upp frá því barist við fötlun sína. Þykir hann hafa náð undraverðum árangri með þrotlausri endurhæfingu. -þóm Stórbatií vömskiptum Vöruskiptajöfnuður íslands við útlönd var hagstæður um nær 4 miljarða króna fyrstu sex mán- uði þessa árs. Á sama tíma í fyrra var hann óhagstæður um 1,2 milj- arða á sama gengi. Fyrstu sex mánuði ársins var verðmæti vöruútflutningsins 37,9 miljarðar króna sem er 10% meira á föstu gengi en árið áður. Sjávarafurðir voru um 73% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 5% meira en í fyrra. Út- flutningur á áli var 25% meiri og á kísiljárni 53% meiri. Verðmæti innflutningsins fyrstu sex mánuði ársins var 33,9 miljarðar sem er 5% minna en á sama tíma í fyrra. -ÞH

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.