Þjóðviljinn - 07.09.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.09.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR Seyðisfjördur Ovíst um framhaldiö Bústjóriþrotabúsins: Engar ákvarðanir verið teknar. Þóra B. Guðmundsdóttir bœjarfulltrúi: Gjaldþrotið ofboðslegt áfall. 120 atvinnulausir - Það hafa engar ákvarðanir verið teknar varðandi málefni þrotabús Fiskvinnslunnar hf. enn sem komið er,“ sagði Ártii Hall- dórsson bústjóri þrotabúsins. í fyrradag úrskurðaði Lárus Bjarnason bæjarfógeti fyrirtækið gjaldþrota að ósk forráðamanna þess þegar ljóst var að fyrirtækið gæti ekki uppfyllt skilyrði Hluta- fjársjóðs fyrir aðstoð. Þau voru að útgerðarfyrirtækið Gullberg Björgvinsbeltið Nyjung i oryggis- málum sjómanna Björgvin Sigurjónsson í Eyjum hefurhannað nýtt björgunarbelti fyrir sjómenn. Aðeins 1400 grömm að þyngd - Ég var búinn að ganga lengi með þessa hugmynd að hanna nýtt björgunartæki fyrir sjómenn í stað hins hefðbundna björgun- arhrings. Að lokum lét ég slag standa og gerði eitt belti til prufu sem óhætt er að segja að hafi lík- að vel hjá þeim sem séð hafa og prófað,“ sagði Björgvin Sigur- jónsson í Vestmannaeyjum. Innanmál beltisins er um 96 sm og er aðeins um 1400 grömm að þyngd en til samanburðar má geta að björgunarhringur er um 6,4 kíló. Beltið er brotið saman og stungið í' sívalning með 35 metra líflínu. Við notkun þess er engin hætta á að menn renni úr því eins og gerst hefur við noktun bjögunarhringa þar sem beltið herðist að viðkomandi í sjónum eftir að hann hefur smeygt sér í það. Björgvinsbeltið hefur verið prófað um borð í nokkrum smábátum og líkað vel. Einnigi hefur það verið notað um borð í Sæbjörgu Slysavarnaskóla sjó- manna auk þess sem belti eru um borð í Herjólfi. Ef að líkum lætur mun bráðlega hefjast framleiðsla á Björgvinsbeltinu á Reykjalundi í Mosfellssveit. Talið er að það muni skapa atvinnu fyrir allt að 10 manns til að byrja með. Til að byrja með mun framleiðslan mið- ast eingöngu við innanlands- markað hvað sem síðar kann að verða. - Mér líst alveg ágætlega á þetta björgunarbelti hans Björ- gvins og mér sýnist að í flestum tilvikum ætti að vera auðveldara að ná mönnum um borð með því en hinum hefðbundnu björgun- arhringum. Auk þess fer lítið fyrir því og hægt að hafa það í stýrishúsi þar sem auðvelt er að ná til þess þegar á þarf að halda,“ sagði Sigurður Gunnarsson trillukarl á Húsavík. -grh ^sa&c,- ° TÓNMENNTASKÓLI REYKJAVÍKUR mun taka til starfa skv. venju í septembermán- uði. Skólinn er að mestu fullskipaður veturinn 1989-90. Þó er hægt að innrita fáein börn á aldrinum 10-12 ára í eftirtaldar deildir: 1. Gítardeild (kennsla á gítar í smáhópum) 2. Málmblástursdeild (sérstaklega nem- endur á baryton, básúnu og túbu) Einnig er hægt að innrita örfáa nemendur í nám á ásláttarhljóðfæri (trommusett). Æskilegt er að þessir nemendur hafi verið í einhverju tónlistarnámi áður en þó er það ekki skilyrði. Tónmenntaskólinn býður einnig upp á píanó- kennslu fyrir fötluð börn í samvinnu við Tón- stofu Valgerðar. Einnig býður skólinn uupp á músíkþerapíu. Upplýsingar um þennan þátt skólastarfsins veitir Valgerður Jónsdóttir í síma 612288 frá og með fimmtudegi 7. september á tímabilinu kl. 10-12 f.h. í fyrsta sinn á íslandi býður skólinn nú ör- fáum nemendum á aldrinum 8-11 ára upp á kennslu á kontrabassa. Nemendur sem þegar hafa sótt um skólavist fyrir skólaárið 1989-90 komi í skólann að Lind- argötu 51 dagana 7.-9. september á tímabilinu kl. 2-6 e.h. og hafi með sér afrit af stundaskrá sinni úr grunnskólanum. Einnig á að greiða inn á skólagjaldiðð, sbr. heimsent bréf. Dragið ekki fram á síðasta dag að koma. Forðist þrengsli og óþarfa biðtíma. Skólastjóri hf. og Fiskvinnslan sameinuðust en fyrir því reyndist ekki vera áhugi hjá þeim fyrrnefndu. Ástæður gjaldþrotsins eru sagðar vera langvarandi taprekstur á ár- unum 1983 - 1984 sem síðan hafi hlaðið utan á sig, fjármagns- kostnaður og röng gengiskrán- ing. Um 120 manns voru á Iauna- skrá fyrirtækisins þegar það var úrskurðað gjaldþrota, auk þeirra fjölmörgu sem höfðu atvinnu við ýmis þjónustustörf við Fiskvinns- luna. I gær höfðu fyrrum starfs- menn Fiskvinnslunnar skráð sig á atvinnuleysiskrá og von er á fleirum þegar líða tekur á vikuna. Jón Jóhannsson opnar í dag sýningu á glerverkum í Gallerí Borg. Hann hefur tekið þátt í sýningum ( Bandaríkjunum, Þýskalandi og á Englandi en þetta er fyrsta einkasýning hans hér á landi. Hér er Jón við eitt verka sinna þegar hann stillti upp sýningunni í gær. Kröfufrestur í þrotabúið hefur ekki enn verið auglýstur en það verður gert von bráðar og hafa kröfuhafar tvo mánuði til að leggja þær fram. Þó er talið að áhvflandi kröfur að frádregnum veltufjármunum séu ekki undir 300 miljónum króna. Að sögn Þóru Bergnýjar Guð- mundsdóttur bæjarfulltrúa á Seyðisfirði er gjaldþrot Fisk- vinnslunnar ofboðslegt áfall fyrir atvinnulíf bæjarins. Þóra sagði að Seyðfirðingar hefðu vitað af erf- iðri stöðu fyrirtækisins en trúað því í lengstu lög að það fengi um- beðna aðstoð frá viðkomandi sjóðum sem hefðu verið stofnaðir til að rétta við hag útflutningsfyr- irtækja. Aðspurð hvort til stæði að Seyðisfjarðarbær og verkalýðsfé- lagið stæðu að stofnun hlutafé- lags til að taka á leigu þrotabúið til að geta unnið þann fisk sem að landi berst auk sfldarvinnslu á komandi vertíð, sagði Þóra það vera aðeins boilaleggingar úti í bæ. Að hinu leytinu væri alveg ljóst að eitthvað þyrfti að gera en hvað það yrði væri ekki ljóst á þessari stundu. Samkvæmt dag- skrá bæjarstjórnar kemur hún ekki saman til næsta fundar fyrr en 18. september en vegna hins óvenjulega atvinnuástands í bæn- um er ekki útilokað að boðað verði til aukafundar fyrir þann tíma. Þrátt fyrir lokun Fiskvinns- lunnar eru trillukarlar enn að og hafa brugðið á það ráð að ísa aflann í kör á meðan ekki er vitað hvert framhaldið verður hjá fyrir- tækinu. Fari svo að það hefji ekki starfsemi á ný von bráðar er ekki um annað að ræða en að flytja fiskinn til næstu byggðarlaga til verkunar. -grh Vika hársins Nú stendur yfir vika hársins á hársnyrtistofum landsins og lýkur henni á sunnudaginn. Það er Samband hárgreiðslu- og hár-i skerameistara sem heldur þessa viku og er henni ætlað að vekja athygli á iðngreinunum sem eru þær vinsælustu í Iðnskólanum í Reykjavík. Af þessu tilefni bjóða, hársnyrtistofur upp á ýmiss konarj sértilboð á þjónustu sinni og| ráðleggingar um val á hársnyrtivörum. Vikunni lýkur svo á sunnudagskvöld með mik- illi hársnyrtisýningu á Hótel ís- landi þar sem helstu hársnyrtimeistarar sýna listir sínar auk þess sem landslið ís- lands kemur fram en það er á leiðinni á Norðurlandamót í hársnyrtingu. Ljóðaveisla í Listamannahúsi Dagur Sigurðarson skáld og myndlistarmaður býður íslensk- um almenningi í ljóðaveislu í kvöld, fimmtudag, og hefst hún kl. 21. Verður veislan haldin í Listamannahúsinu, Hafnarstræti 4, en þár stendur yfir sýning á myndverkum Dags. Væntanlega mun Dagur draga nokkur ljóð upp úr pússi sínu þótt þess sé hvergi getið í boðsbréfinu en hitt er víst að eftirfarandi skáld hylla hann: Bragi Ólafsson, Þorsteinn frá Hamri, Sjón, Birgitta Jóns- dóttir, Margrét Lóa Jónsdóttir, Kristján Hrafnsson, Jón Stefáns- son, Einar Melax, Elísabet Jöku- lsdóttir, Þorri Jóhannsson, Ferd- inand, Jóhamar og Jón Gnarr. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Kynnir Bragason. verður Ari Fyrirlestur um varnir gegn skriðuföllum í dag, fimmtudag, kl. 16.30 heldur dr. Norbert R. Morgen- stern fyrirlestur í stofu 158 í húsi Verkfræði- og raunvísindadeilda Háskólans og fjallar hann um hættur á skriðuföllum og mat á þeim við mannvirkjagerð. Dr. Morgenstern er forseti Alþjóða jarðtæknisambandsins og pró- fessor við háskólann í Alberta í Edmontonfylki í Kanada. Hefur hann fengist við fjölþættar rann- sóknir á jarðstíflum, skriðuföll- um og eiginleikum jarðvegs. ( Hann er kominn hingað til lands til að veita Almannavörnum ríkisins ráðgjöf varðandi skriðu- föll. Fyrirlesturinn er haldinn á vegum Mannvirkjajarðfræðafé- lags íslands. Sjö sækja um Skógræktina Um síðustu mánaðamót rann út frestur til að skila inn umsókn- um um starf skógræktarstjóra ríkisins en Sigurður Blöndal læturafþvíum næstu áramót. Sjö manns sóttu um stöðuna og eru fimm þeirra menntaðir skógfræð- ingar en tveir bera titilinn skógar- vörður. Umsækjendurnir eru: Aðalsteinn Sigurgeirsson, Sví- þjóð, Arnór Snorrason, starfar hjá Skógrækt ríkisins, Baldur Þorsteinsson, einnig hjá Skóg- ræktinni, Guðmundur Örn Árna- son á Mógilsá, Haukur Ragnars- son, skógarvörður á Vesturlandi, Jón Loftsson á Hallormsstað og Sigvaldi Ásgeirsson hjá Skóg- ræktinni. REYKJMJÍKURBORG J.CU1&V1 átodun Borgarminja- vörður Reykjavíkurborg auglýsir stöðu borgarminja- varðar í Reykjavík lausa til umsóknar. Umsóknum, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, skal skila til borgarstjórans í Reykjavík, eigi síóar en 25. september 1989. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri Reykjavíkurborgar í síma 18800. Borgarstjórinn í Reykjavík 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.