Þjóðviljinn - 07.09.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.09.1989, Blaðsíða 3
Síld Mánuður í vertíðina Kvótinn 90 þúsund tonn. 87 bátar hafi leyfi til veiðanna. llOOtonna kvóti á bát Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að heimiia veiðar á sumargotssfld 8. október og verð- ur kvótinn í ár um 90 þúsund tonn. 87 bátar hafa leyfi til veiðanna og hefur hver bátur 1100 tonna kvóta. Að sögn Jóns B. Jónassonar skrifstofustjóra í sjávarútvegs- ráðuneytinu hafa sfldarbátar heimild til að framselja kvóta sína 3 ár í röð en ekki lengur. Af þeim sökum eru 10 bátar í ár sem ekki geta framselt sinn kvóta og verða því að gera sér þaðað góðu að veiða sjálfirþað sem þeim hef- ur verið úthlutað. Á síðustu vertíð var einnig leyft að veiða 90 þúsund tonn eins og í ár. Leyfi til sfldveiða þá fengu 89 skip og var kvóti hvers um sig 1000 tonn. Þá framseldu 28 skip 28 þúsund tonn af sfld og fóru því aðeins 61 til veiða og fengu þau^ samtals 92.827 tonn samkvæmt skýrslum Fiskifélags íslands. Þar af veiddust 4.134 tonn í janúar en hinn aflinn fékkst á tímabilinu frá október til desember. Um 78% þess afla fór til frystingar og söltunar en 22% aflans til bræðsiu. Eins og á síðustu vertíðum fékkst allur aflinn í fyrra í nót og virðist sem sfldveiðar í lagnet og reknet heyri fortíðinni til. Á síð- ustu vertíð veiddist mest af sfld- inni í Reyðarfirði og Eskifirði eða um 32 þúsund tonn en þá fékkst sfld í öllum Austfjörðum frá Loðmundarfirði í norðri og suður í Berufjörð. -grh Menning List- kynningar- rít á ensku Menntamálaráðuneytið hefur gefið út listkynningarrit á ensku um íslenskar bókmenntir. Þetta er fyrsta ritið í ritröð um helstu þætti íslensks menningarstarfs sem menntamálaráðuneytið ætl- ar að gefa út. Ritið er ætlað til kynningar erlendis og handa er- lendum aðilum sem til íslands koma. í ritinu kemur fram það helsta sem er að gerast í list- sköpun á íslandi ásamt stuttu yf- irliti um fortíðina. í þetta fyrsta rit ritraðarinnar skrifar Örnólfur Thorsson um fornbókmenntir, Árni Sigurjóns- son um Halldór Laxness og bók- menntir eftir 1970, Halldór Guð- mundsson um bókmenntir frá millistríðsárunum og fram til 1970 og Silja Aðalsteinsdóttir um barnabækur. í ávarpi fremst í ritinu segir Svavar Gestsson, menntamála- ráðherra, að bókmenntir séu vissulega grunnþáttur íslenskrar menningar, því þær hafi varðveitt tungumáiið sem við höfum átt lítt breytt í þúsund ár. íslensk tunga sé kjarninn í þjóðartilveru Is- lendinga. Þess vegna fari vel á því að hefja kynningarátak mennta- málaráðuneytisins með þessu riti um íslenskar bókmenntir. -hmp Árangursríkt aðhald ríkisstofnana Ólafur Ragnar Grímsson. Mynd: Kristinn. Nú styttist í að Alþingi komi saman og ný fjárlög líti dagsins ljós. Umræður um fjárlagafrum- varp og framkvæmd fjárlaga eru fyrirferðamiklar í pólitískri um- ræðu á íslandi og segja má að sú umræða þagni aldrei alveg árið um kring. Undanfarið hefur um- ræðan snúist um framkvæmd núgildandi fjárlaga og hafa stjórnmálamenn í stjómarands- töðu haft uppi stór orð í þeim efnum. Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra hefur nú verið í ráðuneytinu í eitt ár. Á þeim tíma hafa miklar sviptingar átt sér stað í íslensku efnahagslífi. Upphaf- lega stefndi ráðherrann að tekj- uafgangi upp á einn miljarð en ffumvarpið var afgreitt á Alþingi með 600 miljóna tekjuafgangi. Á blaðamannafundi í gær, þar sem Ólafur gerði grein fyrir fram- kvæmd fjárlaganna, sagði hann að mikils misskilnings hefði gætt í umræðum um fjárlögin. Menn rugluðu gjarnan saman rekstrar- hlið fjárlaganna, sem snertu ein- stakar ríkisstofnanir og útgjöld- um sem teknar væm pólitískar ákvarðanir um. Ólafur sagði það alrangt að framkvæmd fjárlaga he'fði farið úr böndunum eins og sumir hefðu verið að halda fram. Niðurskurður kostar fórnir Nú er talið að hallinn á fjár- lögum þessa árs verði á bilinu 4-5 miljarðar króna. Þessi halli stafar af því að teknar hafa verið ák- varðanir um auknar niður- greiðslur, styrki til atvinnulífsins, hækkun tryggingabóta, svo sem eins og elli- og örorkubóta, og meiri gengisbreytingar hafa átt sér stað en gert hafði verið ráð fyrir. Á fundinum sagði Ólafur að sterk og almenn krafa ríkti um það í þjóðfélaginu að niður- greiðslur á landbúnaðarvömm væru auknar og truggingabætur hækkaðar. Menn yrðu að gera sér grein fyrir því, að ef fara ætti út í stórfelldan niðurskurð upp á miljarða króna, kæmi það niður á heilbrigðiskerfinu og þeirri þjón- ustu sem velferðarkerfið veitti í heild, ef menn væru ekki reiðu- búnir að samþykkja stórfelldar skattahækkanir. Það kom fram á fundinum að útgjöld ríkissjóðs hafa aukist um 7% á ári allt síðan 1984 og fram til 1988, á meðan tekjur ríkissjóðs hafa ekki aukist um nema 3%. Þessi staðreynd væri stærsta vandamál þjóðarinnar. Mismun- urinn hefði hingað til verið brú- aður með erlendum lántökum, þar eð þeir sem hefðu haldið um stjórnartaumana á þessum ámm, hefðu ekki árætt að hækka skatta eða fara út í stórfelldan niður- skurð. Að sögn Ólafs er nú unnið að því á vegum fjármálaráðu- neytisins og fjáriaga-og hagsýsl- ustofnunar að taka saman skýrslu um þróun ríkisútgjalda á ámnum 1984-1988. Ríkisstjórnin,og þá sérstaklega Ólafur Ragnar, hefur verið gagnrýnd fyrir að koma á óhóf- legum sköttum. Skattstofnum hefur verið fjölgað og álagningar- prósenta nokkurra stofna hefur einnig verið hækkuð. Ólafur sagði í gær, að ekki hefði átt sér stað raunhækkun á sköttum í ár, í samanburði við árið í fyrra. Þetta hljómaði kannski undarlega, en væri engu að síður staðreynd og í tillögum sínum fyrir fjárlög næsta árs væri gert ráð fyrir því að raun- gildi skatta lækkaði um 1,5 miljarð vegna samdráttar í land- sframleiðslu. Hlutfall skatta af landsframleiðslu yrði það sama, 26%. Betri greiðsluafkoma Fyrstu 7 mánuði þessa árs var greiðsluafkoma ríkissjóðs tæp- lega 3,3 miljörðum betri en áætl- að var. Þetta er aðallega vegna þess að ríkissjóði hefur gengið mun betur að afla lánsfjár innan- lands en gert var ráð fyrir. Rek- strarafkoman er einnig 1,1 milj- arði betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ríkissjóður hefur aflað inn- anlands 5,6 miljarða í lánum. í BRENNIDEPLI Spariskírteini ríkissjóðs hafa selst fyrir tæpa þrjá miljarða, sem er 1,8 miljarði meira en í áætlunum og ríkisvíxlar hafa selst fyrir 2,6 miljarða, sem er 1,5 miljörðum umfram áætlun. Þetta er mjög forvitnileg niðurstaða þegar horft er til þess að Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og spámenn á fjármagnsmarkaði spáðu því að sala spariskírteina og ríkisvíxla myndi ganga illa, eftir að ríkið lækkaði vexti á spar- iskírteinum á undan öllum öðr- um. Eitt það athyglisverðasta við stöðu ríkissjóðs um þessar mund- ir er staða hans gagnvart Seðla- bankanum. Vegna þess hversu vel hefur gengið að afla lánsfjár innanlands eru hreyfingar gagnvart Seðlabanka og út- löndum 3,5 miljörðum betri en áætlað var. Þetta hefur dregið úr þörf á erlendum lánum og aukinni seðlaprentun. Til langs tíma þýðir þetta að þensla minnkar og verðbólga lækkar. í lok júlímánaðar var staða ríkis- sjóðs hjá Seðlabanka neikvæð um 1,5 miljarð en á sama tíma í fyrra var hún neikvæð um 5,6 miljarða og 4,8 miljarða á árun- um 1986 og 1987. Þetta verður að teljast góður árangur, ekki síst þegar tekið er tillit til þess ástands sem ríkir í efnahagsmálum þjóðarinnar. Staða ríkissjóðs hjá Seðlabank- anum á góðærisárunum svo köll- uðu, sýnir að ekki hefur verið pólitískur kjarkur fyrir hendi til að ráðast að rótum vandans. Athyglisverðastur er aftur á móti sá árangur sem náðst hefur í að draga saman í rekstri ríkis- stofnana og einstakra ráðuneyta. Miðað við fyrstu sjö mánuði síð- asta árs hafa aimenn rekstrar- gjöld ríkisstofnana dregist saman um 3% að raungildi, en þessi lið- ur er um helmingur fjárlaganna. Það verður að taka undir með fjármálaráðherra þegar hann segir þessa niðurstöðu marka þáttaskil, vegna þess að lengst af hefur verið um raunaukningu að ræða í rekstrargjöldum ríkis- stofnana. Ólafur benti á að fyrir- sjánlegur halli á fjárlögum þessa árs væri þess vegna ekki vegna aukinna rekstrargjalda stofnana, heldur vegna þess að ákvarðanir hefðu verið teknar um auknar niðurgreiðslur og svo framvegis. 900 miljónir fóru í auknar trygg- ingabætur, 1.000 miljónir fóru í frekari niðurgreiðslur og auknar útflutningsbætur, 600 miljónir fóru til atvinnumála og um 400 miljónir í aukin vaxtaútgjöld tengd gengisbreytingum. Rekstrarafkoman er betri vegna þess ma. að yfirvinna hefur dregist saman um 6,5% hjá rík- inu. í fyrra fjölgaði stöðugildum um 676 á fyrri hluta ársins en á sama tíma í ár hefur stöðugildum ekki fjölgað nema um 300, þótt heimildir væru fyrir fjölgun sem samsvaraði 400 stöðugildum. Fjárfestingar hafa í krónum talið aukist um 9% en á fyrstu 7 mán- uðum þessa árs hefur verðlag hækkað um 16%. Fjármálaráðherra sagði í upp- hafi árs að hann myndi beita sér ?rrir auknu aðhaldi í ríkisrekstri. þessu skyni greip fjármálaráðu- neytið til margháttaðra aðgerða til að styrkja greiðslueftirlit fjárl- aganna og efla útgjaldaaðhald. Fyrir hverja stofnun var útbúin greiðsluáætlun fyrir hvern mánuð ársins og uþplýsingar um stöðuna sendar til ráðuneyta og stofnana í hverjum mánuði. Samvinna á milli fjármálaráðuneytis og ein- stakra ráðuneyta hefur verið aukin og reynt að stuðla að fjár- hagslegu sjálfstæði hvers ráðu- neytis fyrir sig. Einnig var komið upp númerakerfi, þannig að hvert stöðugildi fær númer sem auðveldar allt eftirlit með ráðn- ingum. í skýrslu sem Ríkisendur- skoðun hefur sent frá sér, kemur fram að á fyrri hluta þessa árs hafa nýráðningar verið færri en fjárlagaheimildir gerðu ráð fyrir. Hvað svo? Næsta stórverkefni þessarar ríkisstjómar hlýtur að vera að lækka framfærslukostnað heimil- anna. Það er mjög mikilvægt fyrir hagkerfið í heild - að koma jafnvægi á ríkisfjármál svo ná megi fram þessum markmiðum og öðmm. Eftir látlaust kjararán ríkisstjórna Þorsteins Pálssonar og Steingríms Hermannssonar, ásamt óráðsíu í ríkisfjármálum, ævintýramennsku í vaxtamálum sem hafði stórfelldar eignatilf- ærslur í för með sér frá þeim efna- minni til hinna efnameiri, bindur verkafólk vonir við að það geti farið að slaka á sultarólinni. Fjöldi heimila er í þannig stöðu- að endar rétt ná saman frá mán- uði til mánaðar. Enginn afgangur er af tekjum heimilisins og hefur ekki verið það lengi. Síðan er stór hópur í samfélaginu sem ekki nær endum saman og býr við óþo- landi óöryggi og vonleysi. Kjör þessa hóps verður að bæta á næst- unni og besta leiðin til þess er að lækka framfærslukostnaðinn. Matvæli á íslandi em allt of dýr og verða að lækka. Fjármálaráðherra bendir rétti- lega á, að niðurgreiðslur séu lítið annað en deyfilyf á vitlaust kerfi. Rót vandans liggur í vitlaust skipulögðu landbúnaðarkerfi. Því er erfitt að svara hvers sökin er. Eitt er þó víst að bændur bera þar ekki alla sök. Þeir hafa sýnt skilning á því að undanfömu að breyta þurfi kerfinu. Nú er unnið að áætlunum um þessar breyting- ar í landbúnaðarráðuneytinu og ljóst er að fara þarf út í mikinn uppskurð. Hann verður ekki sársaukalaus en meðan á honum stendur verður þjóðin að standa saman sem ein heild, þannig að uppræta megi fyrir ftillt og allt þessa meinsemd í íslensku efna- hagskerfi. -hmp Staða ríkissjóðs hjá Seðlabankanum á góðærisárunum svo kölluðu, sýnir að ekki hefur verið pólitískur kjarkurfyrir hendi til að ráðast að rótum vandans ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.