Þjóðviljinn - 07.09.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.09.1989, Blaðsíða 5
Carter fyrrum Bandaríkjaforseti Aftur í sviðsljósið Hann öðlaðist miklafrægð sem mannasættir í alþjóðamálum er hon- um tókst að koma í kring Camp David-samningi Egyptalands og Israels. Nú vinnur hann aðþvíað sætta Eþíópíustjórn og eritreanska Arin 1977-80, þegar Jimmy Carter, fyrrum hnetubóndi í Georgíu, var forseti Bandaríkj- anna, leið varla svo dagur að hann væri ekki í heimsfréttunum. Eftir að hann hrökklaðist úr for- setastól fyrir Reagan gerðist hljótt um hann, en nú er hann sem óðast að komast í sviðsljósið á ný. Því fór fjarri að Carter, sem nú er 64 ára, settist í helgan stein þótt hann félli í forsetakosning- um. Eins og óteljandi mann- eskjur aðrar tók hann til við að skrifa æviminningar sínar, auk þess sem hann kenndi í sunnu- dagaskólum hjá baptistum, trú- bræðrum sínum, stóð að ráðstöf- unum til að útvega fátæklingum húsnæði og vann að því að koma á laggirnar rannsóknastofnun mikilli um stjórnarstefnur. Er sú stofnun, þar sem starfsemi var hafin fyrir þremur árum, til húsa í Atlanta. Einstaklingsframtak í alþjóðamálum Rannsóknastöð þessi er aðal- bækistöð Carters á nýjum ferli hans. Hann er gamalkunnur al- þjóðamálum frá forsetatíð sinni og hefur síðan haldið áfram af- uppreisnarmenn skiptum af þeim á grundvelli ein- staklingsframtaks, að kalla má. Þótt hann hætti í Hvíta húsinu, hélt hann kunningsskap við hina og þessa háttsetta erienda stjórnmálamenn, sem hann hafði kynnst í forsetaembætti, og beitti sér fyrir framgangi ýmissa mála en gegn öðrum. Hann kveðst um árabil hafa unnið að því að mynda starfshóp, sem í eru að sögn allmargir virtir stjórnmálamenn, og á að vinna að því að binda enda á illdeilur, þar á meðal borgarastríð, sem fjölþjóða- og alþjóðasamtök eins og Sameinuðu þjóðimar eiga erf- itt með að hafa afskipti af, af því að þau teljast ekki hafa löggiltan rétt til þess. Sjálfur er Carter oddviti hópsins. Kosningaeftirlit í Mið-Ameríku í maí s.l. var hann formaður alþjóðlegs hóps, sem fór til Pan- ama þeirra erinda að fylgjast með kosningum þar. Úrskurðaði hóp- urinn að Noriega, þekktur og al- ræmdur her- og harðstjóri þar- lendis, hefði falsað kosningaúrs- litin sér í vil. Nú er afráðið að Carter hafi samskonar eftirlit með kosningum, sem fram eiga að fara í Níkaragva snemma næsta ár. Tók hann það að sér að beiðni bæði stjórnar og stjómar- andstæðinga þarlendis. Nú eru að hefjast í Atlanta við- ræður milli Eþíópíustjórnar og uppreisnarmanna í Eritreu, og tekur Carter þátt í þeim sem mál- amiðlari. Hann ferðaðist til Afr- íku s.l. ár og tókst þá að fá stríðs- aðila í Eþíópíu til að samþykkja að hefja friðarviðræður þessar. Tilgangurinn er að binda enda á það af stríðum Afríku, sem staðið hefur lengst, eða frá því í byrjun 7. áratugar og valdið mannskaða og eyðileggingu sem enginn fær tölum talið með vissu. Er svo litið á að þetta sé mesta framtak Cart- ers í alþjóðamálum til þessa, frá því að hann flutti úr Hvíta hús- inu. Nýtur trausts í Afríku Á forsetatíð Carters vom engir kærleikar með stjórnum Banda- ríkjanna og Eþíópíu en hann nýt- ur eigi að síður trausts í Afríku yfirleitt, vegna eindreginnar and- stöðu sinnar við apartheidstefnu Suður-Afríkustjórnar og hlut- deildar Bandaríkjastjórnar á ríkisárum hans að því að koma á Carter - tekst honum enn að sætta svama féndur? friði í Zimbabwe. Þar að auki hlaut hann alþjóðafrægð sem sáttasemjari er honum tókst að sætta Egyptaland og ísrael í Camp David-viðræðunum 1979. Þeir Reagan voru aldrei neinir vinir, en Carter segir Bush for- seta velviljaðan starfsemi sinni. Carter hehir þar að auki komið sér í kynni við erlenda menn, sem risið hafa til mikilla áhrifa í heimsstjórnmálum frá því að hann lét af völdum, þar á meðal Gorbatsjov. Búist er við að viðræður stríðs- aðila í Eþíópíu verði langar og strangar, og Carter og aðstoðar- menn hans vara sjálfir eindregið við yfirdrifinni bjartsýni um ár- .angur. Þeir segjast á fyrsta skeiði viðræðnanna einkum ætla að stuðla að því að gagnkvæmt traust skapist milli stríðsaðila, og má reikna með að ekki verði þrautalaust að koma því til leiðar. En með Camp David- samninginn í huga binda þó margir talsverðar vonir við Cart- er sem líklegan mann til að sætta svarna féndur. Reuter/-dþ. Kvikmyndir Nokkur kærkomin gullkom FarandsýningAlþjóðasamtaka kvikmyndasafna er*~ nú hér á landi Oszkár Beregi og Gábor Rajnai í hlurverkum sínum i Rauða hálfmána Alexanders Korda. Nýhafin er í Regnboganum far- andsýning á vegum Alþjóða- samtaka kvikmyndasafna, FIAF, þarsem sýndar verða 9 af eldri meistaraverkum kvikmyndasög- unnar. Sýningin er í tiiefni 50 ára Dagskrá farandsýn- ingarínnar Fimmtudagur 7. sept. kl. 17.00 Aftur til lands guðs og Myndir úr Iffi Maóra á Austur- ströndinni. kl. 19.00 Erotikon. Föstudagur 8. sept. kl. 17.00 Acto de Primavera. kl. 19.15 Rauði hálfmáninn. Laugardagur 9. sept. kl. 21.00 Horfin sjónarmið. kl. 23.15 Morðið á greifanum af Guise og Skósmiður þorpsins. Sunnudagur 10. sept. kl. 21.00 Hin gömlu lög. kl. 23.15 Erotikon. Mánudagur 11. sept. kl. 17.00 Hin gömlu lög. kl. 19.15 Aftur til lands guðs og Myndir úr lífi Maóra á Austur- ströndinni. Þriðjudagur 12. sept. Óákveðið. afmælis samtakanna og stendur 6.-12. september. Kvikmyndirnar sem um ræðir eru flestar þöglar myndir frá upp- hafi kvikmyndasögunnar. Kvik- myndasöfn víðs vegar um heim hafa bjargað þessum myndum frá eyðileggingu og endurgert sem næst upphaflegri gerð. Þetta ætti að vera kvikmyndaáhuga- mönnum kærkomið tækifæri til að sjá þessi einstöku verk því lík- legt er að þessar myndir verði ekki sýndar aftur hér á landi á næstunni. Eitt þekktasta verk sýningar- i innar er bandaríska kvikmyndin j Lost Horizon frá árinu 1937. I Leikstjórinn, Frank Capra, var einn virtasti og jafnframt vinsæl- asti kvikmyndagerðarmaður gullaldartímabils Hollywood á fjórða og fimmta áratugnum. Á árunum 1934-38 vann hann td. þrjá óskara fyrir leikstjórn og hefur enginn náð að leika það eftir honum. Kvikmyndin Lost Horizon er gerð eftir samnefndri sögu James Hilton sem segir frá fjórum Evrópumönnum í Tíbet. Þeir eru upphaflega á flótta í ind- versku uppreisninni en er síðan rænt og farið með þá í einang- raðan fjalladal, Shangri-La. Þar ríkir friður og spekt og mannlegt samfélag er með öllu ólíkt því sem þau eiga að venjast. Aðal- hlutverk eru í höndum Ronald Colman, Sam Jaffe, Jane Wyatt og Thomas Mitchell. Myndin var endurgerð með Peter Finch, Liv Ullman og fleiri stjörnum í hræði- legri söngleikjaútfærslu árið 1973. Einn merkasti leikstjóri Þjóð- verja á þriðja áratugnum, Edwald André Dupond, á eitt verk á sýningunni. Það kallast Das alte Gesetz, eða Hin gömlu lög, og er frá árinu 1923. Kvik- myndin segir frá rabbínasyni nokkrum, leiknum af Emst De- utsch, sem fer að heiman og ger- ist leikari í óþökk föður síns. Sög- una þekkja margir frá kvikmynd- inni The Jazz Singer, fyrstu tal- myndinni árið 1927. Hún var reyndar einnig endurgerð (og það tvívegis) með mjög slökum árangri. Ein athyglisverðasta myndin á sýningunni er hin klassíska Ero- tikon eftir Mauritz Stiller. Hún er frá 1920 og hafði mikil áhrif á aðra kvikmyndagerðarmenn á þessum tíma, ss. Emst Lubitsch, Jean Renoir og Charlie Chaplin. Erotikon þótti móta nýja stefnu í gerð gamanleikja vegna hins blíða húmors í stað háðsins sem áður hafði tíðkast. Aðalhlutverk eru í höndum Anders de Wahl, Tora Teje, Karin Molander og Elin Lagergren. Kvikmyndin Az arnayember (Rauði hálfmáninn) verður að- eins sýnd á einni sýningu. Mynd- ina gerði Alexander Korda árið 1918 en Korda var þá ásamt Mic- hael Curtiz í framvarðarsveit ungverskra kvikmyndagerðar- manna. Þeir áttu síðar báðir mikilli velgengni að fagna á öðr- um vígstöðvum, Korda í Bret- landi en Curtiz í Hollywood. Korda var einhver afkastamesti framleiðandi breskra kvikmynda og átti hann þátt í mörgum af gullkornum þess tíma. Hann gerðist breskur ríkisborgari og var sleginn til riddara árið 1942. Elsta verk sýningarinnar er franska kvikmyndin L'assassinat du duc de Guise, eða Morðið á greifanum Guise, frá 1908. Þetta er mjög merkileg kvikmynd þótt hún sé aðeins 18 mínútna löng, því hún er í hópi fyrstu kvik- mynda sem kenna sig við Film d'Art, eða listrænar kvikmyndir. Margar af fyrstu kvikmyndum í þessa átt þykja í dag vera fremur lélegar en þessi ku vera ein af meistaraverkum síns tíma. Morðið á greifanum verður sýnd á sömu sýningu og finnska myndin Nummisuutarii, eða Skósmiður þorpsins. Hún er frá 1923 og segir frá piparsveini sem fær ekki stúlkuna sem hann elsk- ar. Leikstjóri er Erkki Karu en myndin er byggð á farsakenndri sögu eftir Alarik Kivi. Tvær stuttar kvikmyndir frá Kanada og Nýja Sjálandi - verða einnig sýndar á einni sýningu. Kanadíska myndin Back to God‘s Country er frá 1919 en leikstjóri er David Hartford. Þess má geta að annar handritshö- fundur myndarinnar er James Ol- iver Curwood, en hann samdi söguna Björninn sem nú gerir það gott á almennum sýningum í Regnboganum. Nýsjálenska myndin kallast Myndir úr lífi Ma- óra á Austurströndinni og er heimildarmynd frá 1923. Einsog nafnið bendir til lýsir myndin fá- brotnu lífi frumbyggjanna á Nýja-Sjálandi. Yngsta verk farandsýningar- innar er porúgalska myndin Acto de Primavera. Manoel de Oli- veira, sem er einn merkari kvik- myndagerðarmaður Portúgals fyrr og síðar, er ekki einungis leikstjóri heldur sér hann einnig um handrit, kvikmyndun, klipp- ingu og hljóð. Myndin er að hluta byggð á 17. aldar leikriti um písl- arsögu Krists og að hluta á frétta- myndum samtímans. Myndin gerist í þorpi þarsem verið er að setja upp leikritið og á meðan sjáum við fréttamyndir af ferðum til tunglsins. Athygisverð mynd, sem og allar hinar á sýningunni. -þóm Fimmtudagur 7. september 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.