Þjóðviljinn - 07.09.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.09.1989, Blaðsíða 6
Li Peng fær sér Audi Li Peng, forsætisráðherra Kína, hefur látið af höndum tvær Mercedes-límósínur, sem hann hafði til afnota og fengið sér í staðinn einn Audi. Sá bfll er einn- ig vesturþýskur, en eitthvað fá- brotnari en Mercedesar og þar að auki eru Audi-bílar Kínverja settir saman þarlendis. Váldhafar Kína reyna nú að afla sér trausts með herferð gegn spillingu og lúxuslifnaði og með það í huga mun Li Peng hafa haft bflaskipti. 15 sjómenn fórust Sovéskur togari fórst með allri áhöfn, 15 mönnum, út af austur- strönd sænsku eyjarinnar Got- lands í fyrrinótt eftir árekstur við finnskt olíuflutningaskip. Voru mörg fiskiskip á veiðum þar á litl- um bletti og segir skipstjóri olí- uskipsins að hann hafi verið að víkja til að forðast að sigla á ann- an togara, er áreksturinn varð. Togarinn mun hafa sokkið sam- stundis við áreksturinn. Bandaríkin loka sendiráði Bandaríkjastjórn lét í gær flytja úr landi allt starfslið sendi- ráðs síns í Beirút og lokaði sendi- ráðinu til bráðabirgða. Óttast Bandaríkjamenn að kristnir Lí- banar muni að öðrum kosti taka sendiráðið á sitt vald og halda sendiráðsmönnum síðan í gísl- ingu, eftir fyrirmyndinni frá íran. Kastast hefur í kekki milli stjórn- ar kristinna Líbana og Banda- ríkjastjórnar undanfarið og sakar sú fyrrnefnda Bandaríkjamenn um hirðuleysi um örlög trú- bræðra sinna í Líbanon, er í vök eiga að vefjast gegn ofurefli Sýr- lendinga og líbanskra banda- manna þeirra. Hefur eitthvað verið um mótmælafundi við sendiráðið, sem er í kristna austurbænum í Beirút, af þessu tilefni sfðustu daga. Um 800 manns hafa verið drepnir og um 3300 særðir og limlestir í viður- eign kristinna Libana og Sýrlend- inga, er hófst í mars s.l. Fluttu eitursalar kontrum vopn? Daniel Ortega Níkaragvafor- seti hélt því fram í ræðu, er hann flutti í gær á leiðtogaráðstefnu Ríkja utan hernaðarbandalaga í Beograd, að alian þennan áratug hefðu eiturlyfjasalar verið Bandaríkjunum hjálplegir við að flytja kontrum vopn. Ortega sak- aði Bandaríkin einnig um að reyna að hindra framgang samkomulags Mið-Ameríkuríkja um afvopnun kontra, sem í næst- um áratug hafa barist gegn Níkar- agvastjórn fyrir bandarískt fé og með bandarískum vopnum. Or- tega sagði og að „heimsvalda- stefna, kynþáttahyggja og síon- ismi“ væru verstar af þeim plágum er á mannkynið leita. Olíubrák drap 300.000 fugla Yfir 300.000 sjófuglar drápust af völdum hráolíu, sem vall út í Prince William Sund við suður- strönd Alaska úr risatankskipinu Exxon Valdez, eftir að það strandaði þar 24. mars s.l. Er þetta samkvæmt upplýsingum frá bandarískri stjórnarstofnun, er sinnir fiskimáíum og villidýra- / vernd. Olíumengunarslys þetta / er hið versta í sögu Bandaríkj- anna. Jan White, dýrafræðingur í Aiaska, segist óttast að olía hafi komist í fæðukeðju dýralífsins og muni halda áfram að drepa fugla fleiri kynslóðir fram í tíman. ERLENDAR FRETTIR Finnland Karjalainen launar flokki sínum lambið gráa Samkvæmt endurminningabók hansstóð Paavo Váyrynen, núverandi formaður Miðflokksins, íleynimakki við KGB íþvískyniaðfá miðflokksmann á forsetastól eftir Kekkonens dag í finnskum stjórnmálum hefur síðustu daga heldur betur hitnað f koiunum út af nýútkominni bók, sem inniheldur æviminningar Ahtis Karjalainen, er lengi var einn helstu forustumanna Mið- flokksins (sem hét áður Bænda- flokkur). í bókinni er því haldið fram að annar forustumaður þess flokks, Paavo Váyrynen sem lengi var utanríkisráðherra, hafi haft slík sambönd við sovéska sendiráðið í Helsinki að mörgum þykir jaðra við landráð. Málið er þannig vaxið að haustið 1981, er Urho forseti Kekkonen, sem lengi hafði stjórnað Finnum styrkri hendi, hafði orðið að láta af störfum sökum vanheilsu, var hart deilt um það milli og innan flokka hver verða ætti eftirmaður hans. Jafn- aðarmenn tefldu þá fram Mauno Koivisto, er náð hafði almennum vinsældum sem forsætisráðherra. Bréfið og Vladímírov Miðflokksmenn, sem lengi höfðu ráðið mestu í finnskum stjórnmálum undir forustu Kekk- onens, sáu þá fram á að jafnaðar- menn kynnu að ná þeirri aðstöðu frá þeim. Fyrst voru þeir helst á því að bjóða fram á móti Koivisto Karjalainen, sem lengi hafði ver- ið „krónprins" Kekkonens gamla. Karjalainen skýrir svo frá að á þessum dögum hafi hann fengið bréf frá Váyrynen, sem þá var utanríkisráðherra, þess efnis að Váyrynen hefði rætt málið við Viktor nokkurn Vladímírov, full- trúa við sovéska sendiráðið í Helsinki. Almælt var að Vladím- írov, sem á að hafa verið auk ann- ars háttsettur í KGB, réði mestu þar á bæ. Að sögn Karjalainens, sem styðst við bréfið og vitnar í það, leitaði Váyrynenvið þetta tækifæri hófanna um sovéska hjálp til að koma Karjalainen á forsetastól. Samskipti Finnlands og Sovétríkjanna höfðu verið góð á stjórnarárum Kekkonens, svo að ætla má að sovéska stjórnin hafi gjarnan viljað að annar mið- flokksmaður tæki við af honum. Hrakföll Karjalainens Að sögn kvaðst Vladímírov vera allur af vilja gerður til að greiða fyrir Karjalainen og bregða um leið fæti fyrir Koi- visto. Hann á t.d. að hafa getið þess, að e.t.v. mætti hleypa ein- hverjum kulda í samskipti Finna og Sovétmanna. Gera mætti sér vonir um að Koivisto yrði kennt um það, þar eð hann var þá orð- inn þjóðarleiðtogi vegna veikinda Kekkonens. Samkvæmt beinni tilvitnun í bréfið stakk Vá- yrynen upp á því að stillt yrði svo til í vöruskiptaverslun ríkjanna að Karjalainen fengi út á það góða pressu, t.d. með auknum ol- íuinnflutningi frá Sovétríkjun- um. Þessi viðskipti eru Finnum mjög mikilvæg, og Karjalainen var þá formaður áhrifamikillar nefndar, sem fjallaði um þau. Út úr þessu kom þó hvorki fisk- ur né fugl fyrir Karjalainen. í flokki hans náðist ekki samstaða um hann, og báru sumir því við að hann hefði lengi verið í ónáð hjá Kekkonen landsföður en aðr- ir að hann drykki fullstíft. Varð niðurstaðan sú að Johannes Viro- lainen, þáverandi þingforseti, var kjörinn forsetaframbjóðandi Miðflokksins. Og ekki var hrak- fallabálkur Karjalainens á enda þar með, því að 1983 var honum vikið úr stöðu aðalbankastjóra finnska ríkisbankans. í því sam- bandi voru brennivínssögur um Karjalainen enn á kreiki. Og einn af þeim, sem beittu sér fyrir því að koma honum úr bankanum var Váyrynen. Hefndarhugur að baki Nú er það mál manna í Finn- landi að með því að segja frá sam- böndum Váyrynen við sovéska sendiráðið sé Karjalainen að koma fram hefndum á flokksb- róður sínum vegna brottreksturs- ins úr bankanum. Má það kald- hæðni kalla, því að í gegnum þau Herferðin gegn kókaíni Smygl til Bandaríkjanna stöðvað Talsmaður bandarískra tollyf- irvalda segir að smygl á kóka- íni frá Suður-Ameríku til Banda- ríkjanna hafl hér um bil stöðvast, a.m.k. í bráðina. Þakka yflrvöld- in þetta herferð þeirri, sem Kól- ombíustjórn hefur hafíð á hendur eiturlyfjahringunum þarlendis. Sagði talsmaðurinn að tollverðir hefðu varla orðið varir við neitt kókaín á leið inn í Bandaríkin að sunnan síðustu tíu dagana. Telur hann að verulegur árangur muni nást í baráttunni gegn eiturlyfjaplágunni ef Kól- ombíustjórn haldi áfram að herja á kókaínhringana með sömu að- ferðum og hún beitir þá nú. Heildsöluverð á kókaíni, sem bandarískir söluaðilar greiða, hefur þegar hækkað um helming síðan herferðin hófst vegna þverrandi birgða. Virgilio Barco, Kólombíufors- eti, fyrirskipaði umrædda herferð í s.l. mánuði eftir að forkólfar kókafnhrínga landsins höfðu látið myrða vinsælan stjórnmála- mann, sem boðið hafði sig fram til forsetaembættisins og Iýst því yfir að hann myndi í engu hvika fyrír eiturlyfjahringunum. Eignir kókaínbarónanna, eins og ráða- menn þessara auðhringa dauðans Maður grunaður um eiturlyfjasölu (á milli tveggja lögreglumanna) handtekinn í Washington - aðgerðir Kólombíustjórnar gegn kókaín- hringunum bera drjúgan árangur. eru gjarnan kallaðir, hafa verið gerðar upptækar, svo og vopn einkaherja þeirra. Margir menn á vegum hringanna hafa og verið handteknir og gert er ráð fyrir að sumir þeirra verði framseldir til Bandaríkjanna en það er þeim verst við, því að þeir gera sér frekar vonir um að geta sloppið við refsingar heimafyrir með mútum og morðhótunum. Bush Bandaríkjaforseti hvatti til þess í ræðu á þriðjudagskvöld að Bandaríkin veittu Kólombíu, Perú og Ekvador efnahags- og hernaðaraðstoð upp á tvo milj- arða dollara næstu fimm árin, í þeim tilgangi að kókaínfram- leiðslan í þessum löndum yrði upprætt. Reuter/-dþ. sambönd á Váyrynen einmitt að hafa reynt að styðja Karjalainen á forsetastól. Almennt er litið svo á, að Karjalainen segi hér satt frá að mestu eða öllu, og þykir Finnum sem von er forljótt mál að sjálfur utanríkisráðherra landsins skuli hafa reynt að hagræða viðskipt- unum við Sovétríkin flokki sínum til framdráttar í innanríkismál- um, og þó enn frekar að hann skuli yfirhöfuð hafa staðið í leynimakki við erlent stórveldi um stjórnmál lands síns. Auðvit- að bætir það ekki úr skák fyrir Váyrynen að sambandsmaðurinn á að hafa verið KGB-foringi. Ætla má að þetta verði Váyryn- en, sem nú er formaður Mið- flokksins, til alvarlegs hnekkis sem stjórnmálamanni, og að lík- indum verulegt áfall fyrir flokk hans allan. Annars hefur Mið- flokkurinn verið í sókn undanfar- ið og var farinn að gera sér vonir um að endurheimta forustuhlu- tverkið úr höndum jafnaðar- manna. En nú eru líkur á að búið sé með það. Viðkvœmt mál fyrir marga Váyrynen var greinilega brugðið, er hann mætti í sjón- varpi út af málinu. Hann hefur haft við orð að stefna Karjalainen og öðrum, sem að samningu og útgáfu bókarinnar stóðu, fyrir að birta í leyfisleysi sínu setningar úr bréfinu. Hann kveðst sjálfur eiga afrit af bréfinu, en neitar að birta það í heild sinni. Sumra hald er að einskonar þegjandi samkomulag muni nást um það með stjórnmálamönnum allra flokka að gera ekki mikið veður út af þessu til frambúðar. Samskipti Finnlands við grann- ann stóra í austri hafa verið mikil og náin frá lokum heimsstyrjald- arinnar síðari. Því er hvíslað og raunar sagt upphátt að hætt sé við að allir stjórnmálaflokkar lands- ins hafi eitthvað af óhreinu mjöli í pokanum, svipuðu því sem með bók Karjalainens er komið á dag- inn um Miðflokkinn, viðvíkjandi samböndum við Sovétríkin. ______________________dj>_ Foreldrar pynduðu stúlku- barn Bóndahjón í kínverska fylkinu Jiangsu hafa verið fundin sek um að hafa beitt fimm ára dóttur sína pyndingum og misþyrmingum af því að maður, sem þau trúðu að sæi fram í tímann, hafði fullyrt við þau að telpan myndi leiða ógæfu yfir son þeirra. Eitt sinn hafði faðir telpunnar t.d. bundið hana aftan í dráttarvél og dregið hana síðan um 80 metra spöl. Sagðist hann hafa gert þetta af því að telpan hafi verið löt til vinnu á akrinum. Einnig höfðu hjónin barið dótturina misk- unnarlaust. í Reuter-frétt um þetta er þess ekki getið að að hjónin hafi verið dæmd til ref- singar fyrir þetta athæfi, en fram kemur hinsvegar að þau hafi fyrir dómstóli lofað að hætta að mis- þyrma barninu og að dómstóllinn hafi fyrirskipað þeim að gera sjálfsgagnrýni um þetta opinber- lega. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.