Þjóðviljinn - 07.09.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 07.09.1989, Blaðsíða 12
Einar Friögeirsson prentari: Nei, þaö geri ég ekki. Ég hef þó farið, ætli þaö séu ekki 10 ár síö- an ég fór síðast. —SPURNINGSN Ferðu í réttir? Þórður Jónsson verslunarmaður: Nei, ég hef aldrei farið í réttir. Ég var í sveit en var alltaf farinn í skólann þegar réttir hófust. SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 SÍMFAX 681935 Hvatningarhróp og bumbusláttur áhorfenda dugði ekki gegn a-þýska landsliðinuígær. Staðan varjöfnþegarmyndinvartekinensvohrundi spilaborgin. Mynd-þóm. Fotbolti Stefán G. Stefánsson verkamaður Já, ég. fer í réttir. Ég hef farið í réttir frá því ég var 12 ára gamall og fer á hverju ári. Ég hugsa að ég fari núna í Ölfusréttir. Halldóra Halldórsdóttir námsmaður: Nei, ég fer ekki í réttir. Ég fór sem barn, en það eru örugglega 20 ár síðan ég fór. Guðrún Magnúsdóttir húsmóðir: Nei, ekki núorðið. Ég fór síðast í réttir fyrir um 5 árum og þá í Leirársveit. Gengur bara betur næst Islendingar töpuðu „hálf-sex“gegn A-Þjóðverjum ogþvíer HM-draumur landans úr sögunni íslensku leikmennirnir voru ekki öfundsverðir af hlutskipti sínu í leiknum gegn A- Þjóðverjum í gærkvöldi. Það var engu líkara en að lögmál Murp- hyS - að allt sem mögulega gæti farið úrskeðis færi úrskeiðis - ætti við um íslenska liðið því það komst aldrei nógu vel inní þennan leik. Niðurstaðan var ekkert mark skorað gegn þremur mörk- um andstæðinganna og var sá sigur þeirra síst of stór. Oll mörk- in komu í síðari hálfleik en þá var sem aðeins eitt lið væri á leikvell- inum. Leikurinn fór mjög rólega af stað og kom á daginn að fyrri hálfleikur var í rólegra lagi. Hvorugt liðanna skapaði sér veruleg marktækifæri og leikur- inn var fremur daufur og leiðin- legur á að horfa. Að vfsu átti Viðar Þorkelsson ágætt skot frá vítateig undir lok hálfleiksins en það hafnaði í Guðmundi Torfas- yni, sem stóð rétt utan við stöng- ina, og útaf. Ljóst var að baráttan og festan sem einkennt hefur ís- lenska liðið í sumar var ekki fyrir hendi. Liðið lék jú á köflum lag- lega á milli sín en einhvern vegin var sem menn gætu gert betur en svo. Ljósi punkturinn við fyrri hálfleik var að a-þýska liðið var ekkert skárra. Síðari hálfleikur var mun tíð- indameiri þótt ekki hafi hann ver- ið betur leikinn af okkar hálfu. Strax á upphafsmínútunum áttu íslendingar snarpa sókn sem endaði með því að Arnór Guðjo- hnsen skaut í stöng. Þessi sókn boðaði ekkert nema slæmt því aðeins fimmtán mínútum síðar höfðu A-Þjóðverjar skorað þrí- vegis án þess að okkar menn fengju rönd við reist. Fyrsta markið skoraði Matthias Stam- mer og var það nokkuð klaufa- legt, síðan skoraði Rainer Ernst eftir mjög fallega sókn þeirra og stuttu síðar bætti Thomas Doll því þriðja við á furðu einfaldan máta. Eftir þessi ósköp átti íslenska liðið aldrei möguleika á að veita því a-þýska einhverja keppni. Það var reyndar strax eftir fyrsta markið sem leikmenn virtust brotna og hætta allri baráttu. A- Þjóðverjarvorumunnær þvíað bæta sínu fjórða marki við heldur en íslendingar að minnka muninn. Þeir komust í dauðafæri um miðjan síðari hálfleik - aðeins tveimur mínútum eftir þriðja markið - og á lokamínútunni fengu þeir síðan vítaspyrnu sem var misnotuð. Þrjú-núll ósigur, eða „hálf-sex“, var því staðreynd og voru það alls ekki ósanngjörn úrslit. Eftir ágæta baráttu í síðustu leikjum í heimsmeistarakepp- ninni var íslenska liðið ekki svip- ur hjá sjón að þessu sinni. Ein- hver undarleg deyfð var í leik liðsins og þegar á móti blés var sem allur vindur væri úr okkar mönnum. Kannski hefur munað einhverju um Skagamennina bar- áttuglöðu, Sigurð Jónsson og Ólaf Þórðarson, en góðir menn komu í þeirra stað þannig að sú breyting hefði ekki átt að hafa svo mikii áhrif. Þarsem liðið lék ekki nógu sannfærandi í fyrri hálfleik hefði gjarnan mátt gera einhverja breytingu en íslenska liðið hafði gefist upp þegar Ragnar Mar- geirsson kom inná fyrir Arnór. Fleiri breytingar gerði Siegfied Held ekki á liði sínu. Fyrir leikinn hafði reyndar verið ákveðið að Arnór léki aðeins fyrri hálf- leikinn og verður sú tilhögun að teljast kjánaleg. Af viðbrögðum áhorfenda mátti dæma að fleiri breytingar hefðu verið æskilegar og þá voru margir ósáttir við landsliðshópinn strax í upphafi. En þótt Herr Held hafi ekki gert nægjanlegar breytingar á lið- inu verður að teljast ólíklegt að þær hefðu gert gæfumuninn. Margir fastamenn í liðinu léku undir getu, liðið lék ekki sem ein heild og leikmenn létu ófarirnar fara mjög í taugarnar á sér. Frið- rik verður varlá sakaður um mörkin og Guðni Bergsson barð- ist einsog herforingi í öftustu víg- línu. Vörnin fyrir framan hann var ekki nógu sannfærandi og miðjan féll saman í síðari hálf- leik. Viðar Þorkelsson komst þokkalega frá leiknum þótt hann léki ekki í sinni vanalegu stöðu og Ásgeir var mjög ógnandi og barð- ist vel í fyrri hálfleik. Sóknar- mennirnir náðu sér ekki á strik en Arnór hefði gjarnan mátt vera í fremstu víglínu á meðan hann var inná. HM-draumur fslendinga er sumsé úti en liðið hefur enn ekki unnið sigur í keppninni. Margt er við undirbúning og skipan lands- liðsins að athuga en vonandi vinnum við Tyrki síðar í mánuð- inum. -þóm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.