Þjóðviljinn - 08.09.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.09.1989, Blaðsíða 2
SJÁLFSBJÖRG iandssamband íatóra í dag þarf Sjálfsbjörg á stuðningi landsmanna að halda í ár eru 30 ár liðin síðan Sjálfs- uðu með sér landssamband, bjargarfélögin í landinu mynd- Sjálfsbjörg, landssamband fatl- HVERS VEGNA TRAUSTUR BANKI? • LAUSAFE • EIGIÐFÉ t INNLÁN Lausafjárstaða 31.7. ’89: 2.6 miiljarðar Lausafjárskylda: 1.7 milljarðar Laust fé umfram skyldu: 900 milljónir 31.12. ’88: 1.8 milljarðar Eiginfjárhlutfall 8.6% Heildarinnlán 31.12. ’88: 17 miiljarðar Heildarinnlán 15.8. ’89: 19.5 milljarðar J • BINDING Bundið fé í Seðlabanka (verðtryggt með 2% vöxtum) 31.7. ’89:2.1 milljarður J I HAGNAPUR ’88: ■"----------" N. • Eftir skatta 185 milljónir • SKATTAR '88: Tekjuskattur 122 milljónir Eignaskattur 23.5 milljónir Skattar af sölu gjaldeyris 38.3 milljónir Aðrir skattar og gjöld 74.7 milljónir Opinber gjöld samtals 257.5 milljónir • ÚTLÁN 31.7. ’89 til atvinnuvega 11.9 milljarðar eða 66.7% 31.7. ’89 til einstaklinga 3.5 milljarðar eða 19.6% 31.7. ’89 til opinberra aðila 2.4 milljarðar eða 13.7% Samtals 17.8 milljarðar • AFGREIÐSLUSTAÐIR w---*-----1—1-----------B Samtals 33 í öllum landsfjórðungum • STARFSMANNAHALD Stöðugildi 1.6. ’87 535 Stöðugildi 1.7. ’89 501 Fækkun 34 • AFSKRIFTASJÓÐUR ÚTLÁNA (til að mæta áhættu í útlánum) 31.12. ’88 260 milljónir 31. 7. ’89 285 milljónir MARKVISS STEFNA160 AB - SAMHENT STJORN160 AB Innlánsviðskipti við Búnaðarbankann - leið til lánsviðskipta við traustan banka BUNAÐARBANKI ISLANDS aðra. Það eru því 30 ár síðan hreyfihamlað fólk tók höndum saman til að berjast fyrir réttind- um sínum, berjast fyrir betra samfélagi öllum til handa. Það voru stórhuga Sjálfsbjarg- arfélagar í ungum samtökum sem réðust í það að því er virtist óyf- irstíganlega verkefni að byggja Sjálfsbjargarhúsið að Hátúni 12, Reykjavík. En þörfin var brýn og félagarnir baráttuglaðir. Allir tóku höndum saman og með dyggri aðstoð almennings í landinu og stjórnvalda reis húsið smátt og smátt af grunni. Fyrsta skóflu •• stungan var tekin haustið 1966 og eftir því sem árin liðu tók hver starfsemin af annari til starfa í húsinu. í dag 23 árum síðar er í Sjálfsbjargarhúsinu starfrækt Vinnu- og dvalarheimili fyrir mikið fatlaða einstaklinga, leigðar út íbúðir, rekin endurhæf- ingarstöð, sundlaug og dagvist fyrir fatlað fólk sem getur búið á eigin heimili. En þrátt fyrir að öll þessi starf- semi sé hafin í Sjálfsbjargarhús- inu og að nú séu nær 23 ár síðan að bygging hússins hófst er henni ekki enn lokið. Af þeim verkefn- um sem ólokið er og hvað mikil- vægust má telja er uppsetning brunaviðvörunarkerfis í húsinu öllu. Hér er um mjög fjárfreka framkvæmd að ræða og hefur því enn ekki reynst unnt að koma því upp. Það má öllum vera ljóst að við svo búið má eigi lengur sitja og þarf ekki að lýsa því fyrir fólki hvað myndi gerast ef eldur kæmi upp í húsinu án þess að við- eigandi hjálp bærist í tæka tíð. Annað mjög brýnt og fjárfrekt verkefni sem hefur beðið of lengi er að gera viðunandi inngang í Sj álfsbj argarlaugina, laugina sem var gjöf landsmanna allra til fatlaðra. Reyndar urðum við fyrir því óhappi að flísalagning í botni laugarinnar stórskemmdist nú nýverið og mun kosta stórfé að gera við hana. Það þarf ekki að brýna fyrir fólki hve sund er hreyfihömluðum lífsnauðsynlegt og hverja áherslu verður því að leggja á að gera hið allra fyrsta við laugina. Auk hér nefndra verkefna vantar enn verulega fjármuni til að ljúka framkvæmd- um að öðru leyti við Sjálfsbjarg- arhúsið, s.s. til að koma upp við- unandi félagsaðstöðu. Sjálfsbjorg, landssamband fatlaðra, stendur á tímamótum. Við höldum upp á þau tímamót undir slagorðinu „Betri framtíð byrjar í dag“. í 30 ár hefur al- menningur í landinu staðið með Sjálfsbjörg og stutt og styrkt starfsemi okkar. Það er þess vegna sem við hjá Sjálfsbjörg trú- um því og treystum að fóikið vilji að samtök okkar séu sterk og öfl- ug, að almenningur vilji vinna með okkur að samfélagi sem taki tillit til allra, henti öllum, Þess vegna treystir Sjálfsbjörg því að enn á ný taki allir sem vettlingi geta valdið á með okkur og leggi sitt af mörkum í landssöfnun þá sem nú er í gangi. Lesandi góður! Munum að margt smátt gerir eitt stórt og að með framlagi þínu stuðlar þú að betri framtíð fötluðum til handa. Jóhann Pétur Sveinsson, formaður Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra. 2 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.