Þjóðviljinn - 08.09.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.09.1989, Blaðsíða 4
Sigurður við æfingar á Valbjarn- arvelli í Laugardal kvöldið áður en hann hélt til Barcelona. Sigurður Einarsson spjót- kastari hefur heldur betur ver- ið í sviðsljósinu að undan- förnu. Hann tók ásamt Einari Vilhjálmssyni þátt í úrslita- keppni stigamótanna í frjáls- um íþróttum og hafnaði þar í þriðja sæti. í kjölfar þessa góða árangurs var Sigurður valinn í Evrópuúrvalið sem keppir við sjö önnur úrvalslið heims í Barcelona á sunnu- dag. Hvert lið velur aðeins einn keppanda í hverri grein og því er þetta mikill heiður fyrir Sigurð, sem og okkur ís- lendinga. Hef sloppið við meiðsli En hvernig stendur á þessum framúrskarandi góða árangri Sig- urðar nú í sumar? - Ég vil fyrst og fremst þakka því að ég hef verið heill heilsu og sloppið við meiðsli í sumar. Ýmis meiðsli hafa verið að naga mig annað slagið undanfarin ár en ég hef verið blessunarlega laus við þau í sumar. Ég hef verið mjög nálægt þessum árangri í nokkum tíma en til að ná hámarks getu er mikilvægt að geta keppt nógu mikið ómeiddur. Sigurður verður 27 ára innan tíðar en kastarar geta jafnan ver- ið nokkuð lengi á toppnum í grein sinni. Það er því líklegt að Sigurð- ur eigi talsvert inni og eigi eftir að bæta árangur sinn enn frekar. Hvernig hefur hans íþróttaferli verið háttað? - Ég byrjaði að æfa spjótkast þegar ég var 13 ára gamall. Þá var ég náttúrlega í öllum íþrótta- greinum en hætti þeim þegar ég var 16 ára og einbeitti mér að spjótinu. Þetta hefur verið mjög mikil vinna allan tímann og má segja að ég hafi verið í þessu 5-6 sinnum í viku í 13 ár. Síðustu sex árin hef ég svo verið við æfingar í Alabama í Bandaríkjunum og reikna með að verða þar áfram næstu árin. Ég er einnig í námi við Háskólann í Alabama og legg þar stund á neytendahagfræði. Of mikið um- stang fyrir ÓL Það hefur vakið nokkra athygli að íslenskir íþróttamenn virðast eiga erfitt með að ná hámarks ár- angri á stórmótum einsog Ólym- píuleikum. Eru slíkar keppnir eitthvað frábrugðar öðrum stór- mótum? - Já, ég verð að segja það. Umstangið í kringum leikana er margfalt meira og gerir það íþróttamönnum erfiðara fyrir. Við vorum td. komin til SeouL viku áður en leikarnir hófust og það tel ég að hafi verið mistök því það verður að taka Ólympíuleika einsog hverja aðra keppni. Þegar við keppum á öðrum mótum komum við venjulega ekki á stað- inn fyrr en kvöldið áður en keppt er og það virðist hafa góð áhrif. Ef við tökum Svía sem dæmi þá fóru þeir til Japan og skruppu síð- an til Seoul rétt til að taka þátt í hverju móti fyrir sig og þetta gerðu Bandaríkjamenn einnig. Hjá íslendingunum byggðist hinsvegar mikil spenna á þessum tíma og hafi íslensku íþrótta- mennirnir bugast þegar til keppni kom tel ég þetta vera höfuð á- stæðuna fyrir því. Lyfjamál hafa einnig verið í brennidepli um allan heim síð- ustu misseri. Hefur dregið úr lyfj- anotkun íþróttamanna vegna aukins eftirlits? - Ég hef svo lítið orðið var við lyfjanotkun í gegnum tíðina og hef vitanlega aldrei tekið sjálfur inn ólögleg lyf en mér sýnist sem hún hafi minnkað eitthvað. Lyfjaprófin eru orðin svo fullkomin að það er hægt að rekja lyfjanotkun marga mánuði aftur í. Sigurður Einarsson er nú í hópi allra bestu spjótkastara heims. Hann varð þriðji í úrslitum stigamótanna og verður fulltrúi Evrópu á heimsleikunum Það verður að segjast einsog er að þú hefur staðið í skugga Einars Vilhjálmssonar í gegnum tíðina. Hvernig er ykkar samskiptum háttað? - Við Einar eru fyrst og fremst góðir félagar og þannig verður það vonandi áfram. En við erum jafnframt keppinautar sem gleymist heldur aldrei. Við verð- um keppinautar svo lengi sem við stöndum í þessu af fullum krafti. Dýrt sport Og hve lengi ætlar þú að kasta spjóti? - Ég hef nú ekki hugsað út í það af neinni alvöru. Maður verður í þessu svo lengi sem mað- ur hefur gaman af þessu en það . spilar svo margt þar inní, ss. fjöl- skyldan og fjárhagur. Það getur verið mjög dýrt að keppa á svo mörgum mótum og víst er að maður verður ekki miljóneri af því að kasta spjóti. Á alþjóð- legum mótum einsog stigamótun- um standa mótshaldarar að hluta straum af ferðakostnaði kepp- enda. Það hefur hinsvegar brunn- ið við að menn sem eru tæpast gjaldgengir á slík mót þurfi að borga allan ferðakostnað úr eigin vasa. Ég kom td. seint inní þessi mót í sumar og varð að keppa á sem flestum mótum. Þá gátu mótshaldarar neitað mér um greiðslu því þeir vissu að ég yrði samt að taka þátt. Nú hefur árangur þinn í sumar verið mjög jafn og fremur lítið um stutt eða mjög löng köst. Set- ur þú þér eitthvert markmið í metrum talið? - Nei, ég hugsa ekki í tölum enda tel ég það ekki réttu leiðina að góðum árangri. Finnar sem ávallt ná góðum árangri á stór- mótum segjast tam. ekki byggja sig upp á þann hátt. Ég átti eitt sinn tal við þá í Finnlandi og þar ræddum við sálfræðina sem liggur að baki keppni í spjótkasti. Hug- arfar þeirra byggist á svokölluðu „tunnel-vision" sem er kannski dálítið erfitt að útskýra. Þá finnst spjótkastaranum hann vera í göngum og svo horfir hann á eftir spjótinu út göngin. - Getum við þá kannski lært meira af erlendum þjóðum á sviði sálfræðinnar heldur en tækni- legrar þjálfunar í framtíðinni? - Já, alveg tvímælalaust. Við verðum ávallt að fylgjast með því hvernig aðrir haga sínum sál- fræðilega undirbúningi og reyna að temja okkur það nýjasta í þeim fræðum. Við höfum, ég og Stefán Jóhannsson þjálfari minn, reynt að leggja áherslu á þennan þátt við keppni, en það vill oft gleymast. En nú er sumsé árangursríku keppnistímabili hjá þér að ljúka? - Já, í þessum mánuði tek ég þátt í mínum síðustu mótum í ár. Á sunnudag tek ég fyrir hönd Evrópu þátt í heimsbikarmótinu í Barcelona þarsem átta úrvalslið frá öllum heimshornum taka þátt. Þetta er auðvitað mikill heiður fyrir mig en verður einnig mjög erfitt. Síðan hefur mér ver- ið boðið til að taka þátt í móti í Japan 16. september og verður það líklega síðasta keppni mín í sumar. Svo er bara að koma sterkur upp næsta sumar. -þóm tímann. Það eru ótrúlega mörg efni á þessum bannlistum og sem dæmi má nefna að á Ólympíu- leikjunum í Los Angeles árið 1984 þurftu íþróttamenn að vara sig á tei sem boðið var uppá á staðnum. í því var efni á bann- lista! „Við verðum að taka Ólympíuleikana einsog hverja aðra keppni." Myndir-þóm. 4 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 8. september 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.