Þjóðviljinn - 08.09.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 08.09.1989, Blaðsíða 5
« • FOSTUDAGSFRET11R Patreksfjörður Allir þræðir eru lausir Stálskip hafafalliðfrá tilboði sínu ítogarann Sigurey BA. Sýslumaður: Bera við ástandi togarans og að vanskil hafiverið meirienvitað var. Guðrún Lárusdóttir: Vil ekki hafa á samviskunni örlög heils byggðarlags Við stefnum að fundi með veð- höfum strax á mánudag þar sem rætt verður um hvert fram- haldið verður. En eins og mál standa núna eru allir þræðir lausir. Tilboð Stálskipa í Sigur- eyna var bindandi en það er síðan bústjóra þrotabúsins að ákveða hvort farið verður fram á endur- bætur við fyrirtækið þar sem það hefur fallið frá tilboði sínu í tog- arann“, sagði Stefán Skarphéð- insson sýslumaður á Patreksfirði. í skeyti sínu til sýslumanns þar sem Stálskip tilkynntu að fyrir- tækið hefði fallið frá 257 miljón króna tilboði sínu í togarann Sig- urey BA, er að sögn sýslumanns borið við ástandi skipsins og að vanskil séu meiri en Stálskip hafi gert sér grein fyrir þegar boðið var í togarann á móti heima- mönnum. Aðspurður hvort þessi tilgreindu atriði hefðu átt að koma á óvart, sagði sýslumaður ekki svo vera þar sem allar upp- lýsingar um ástand togarans og skuldir hefðu fyrir löngu verið ljósar, enda verið langur aðdrag- andi að uppboði togarans. Guðrún Lárusdóttir útgerðar- maður hjá Stálskipum sagði helstu ástæðurnar fyrir því að fyr- irtækið hefði fallið frá tilboði sínu í Sigurey þær að hún vildi ekki hafa á samviskunni örlög heils byggðarlags, skuldir togarans hefðu verið meiri en haldið var í fyrstu auk þess sem kaup fyrir- tækisins á togaranum hefðu hleypt illu blóði í menn sem eink- um hefði beinst gegn sjávarút- vegsráðherra og núverandi fisk- veiðistjórnun. Að sögn Sigurðar Viggóssonar varaformanns stjórnar Stapa hf. kom þessi leikur Stálskipa veru- lega á óvart í ljósi þess sem á undan hafði gengið. Hann sagði að eftir að ljóst var að togarinn var genginn úr höndum heima- manna að loknu uppboði hefði Sigureyin ekki lengur verið inni í myndinni hjá Stöpum hf. Þeir hefðu að undanförnu verið að skoða skip og togara um land allt að undanfömu en því miður virt-1 ist sem engir togarar væru til'sölu en nokkur skip. - En hinu er ekki að leyna að okkar skoðun er sú að atvinnulíf Patreksfjarðar verður ekki endurreist nema með togarakaupum“, sagði Sigurður Viggósson. Aðspurður um tillögu sjávar- ] útvegsráðherra á ríkisstjórnar- I fundi fyrr í vikunni að ríkissjóður \ útvegaði Hlutafjársjóði 100 milj- ónir í ár og aðrar 100 miljónir á næsta ári til að geta komið Patr- eksfirði til hjálpar, sagði Sigurð- ur vera viðurkenningu á þeirri \ staðreynd að Hlutafjársjóð skorti fé til að geta uppfyllt þær kröfur sem lögin um hann gera ráð fyrir. Að hinu leytinu væri það ljóst að Stapar hf. myndu leggja inn skot- helda umsóícn til Hlutafjársjóðs þegar menn væru búnir að gera það upp við sig hvað þeir vildu. Sigurður sagði að hefðbundnir 95-145 tonna vertíðarbátar seld- ust á um 120 miljónir króna. - Eftir þessa síðustu atburði eru við að sjálfsögðu bjartsýnni en áður og vonumst til að geta fundið leiðir sem duga til að reisa atvinnulíf staðarins við, sagði Sigurður Viggósson. -grh Það gengur oft á tíðum mikið á í réttum landsins þegar dregið er í dilka og þarf oft að beita hörðu til að ganga úr skugga hver hinn rétti eigandi er. Réttir Fé kemur vænt af fjalli Það tala allir um að gróður sé mikill á heiðum uppi þar sem hann tók heldur seint við sér í vor og ekkert sem bendir til annars en að fé komi vænt af fjalli. Lengstu göngur hjá bændum hér í Skaga- firði eru inná Eyvindarheiði og tekur um vikutíma“, sagði Vík- ingur Gunnarsson starfsmaður hjá Búnaðarsambandi Skagfirð- inga. Hrunarétt í Hrunamannahreppi, ahreppi Hnappadalssýslu, Mið- Árnessýslu, Hrútatungurétt í fjarðarrétt í Miðfirði, V- Hrútafirði, A-Húnavatnssýslu, Húnavatnssýslu og Skarðarétt í Kaldárbakkarétt í Kolbeinsstað- Gönguskörðum Skagafirði. -grh ABR Vetrarstarfið að hefjast Um þessar mundir er mikið að géra hjá bændum og búaliði við undirbúning fyrstu gangna. í vel flestum sveitum landsins er enn nægur mannskapur til að manna fjallskil en til að mynda á Norð- austurlandi og í ísafjarðardjúpi mun það vera alveg á nippinu sökum þess að margir bændur hafa hætt búskap og flutt á möl- ina. Fyrstir til að rétta í ár verða Skagfirðingar í Laufskálarétt í Hjaltadal á morgun 9. septemb- er. Síðan kemur hver réttin á fæt- ur annarri næstu daga og vikur. Á sunnudag verður réttað á eftirfar- andi stöðum: Fljótstungurétt í Hvítársíðu, Hraunsrétt í Að- aldal, Suður Þingeyjarsýslu, Vegna borgar- og sveitarstjórn- akosninganna á næsta ári munum við leggja höfuðáhersl- una á þær í okkar vetrarstarfi sem nú er að hefjast. Þá erum við að byrja með almenna stjórn-, málafundi og höfum fullan hug á að taka upp þráðinn frá fyrra vetri með laugardagsfundina Á Döfinni auk félagsfunda um innri málefni Alþýðubandalagsins í Reykjavík,“ sagði Stefanía Traustadóttir formaður ABR. Alþýðubandalagið í Reykjavík hefur félagsstarf vetrarins með almennum stjórnmálafundi í næstu viku, miðvikudaginn 13. september. Þar ætla þeir Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra og Svavar Gests- son menntamálaráðherra að glíma við spurninguna „Geta fé- lagshyggjuflokkar stjórnað á erf- iðleikatímum?" Fundurinn verð- ur haldinn í flokksmiðstöð Al- þýðubandalagsins Hverfisgötu 105 og hefst klukkan 20,30. Fundarstjóri verður Stefanía Traustadóttir formaður ABR. Þetta er fyrsti almenni stjórnmálafundur vetrarins og þar geta menn gripið ráðherrana glóðvolga eftir erfiðar fæðingarh- ríðar nýrrar ríkisstjórnar og hvet- ur stjórn ABR félagshyggjufólk að fjölmenna á fundinn. Hann er öllum opinn og munu ráðherr- arnir að sjálfsögðu svara fyrir- spurnum fundarmanna. -grh Lífeyrissjóður Vesturlands Krafist opinbeirar rannsóknar? Óyísthvort verkalýðsfélag Borgarness sendir fulltrúa á nœsta fulltrúaráðsfund Lífeyrissjóðsins. Ástœðurþess eru að stjórn sjóðsins telur ekki nauðsynlegt að bera ársreikninga undir atkvœði áfulltrúafundum. JónA. Eggertsson: Krefjumst opinberrar rannsóknar eftir helgina liggiþá ekki fyrir skýrsla frá þeim aðilum semfjármálaráðuneytið hefur ráðið til að fylgjast með starfsemi sjóðsins Mér finnst það vera mjög al- varlegt mal ef vafi skuli leika á hvernig afgreiða eigi ársreikninga lífeyrissjóðsins. Verði það niðurstaðan að einung- is sé skylt að leggja fram ársreikninga til kynningar og at- kvæðagreiðsla um þá verði geð- þóttaákvörðun hverju sinni, eru fundirnir tilgangslitlir og ástæðu- laust að mæta“, sagði JónA. Egg- ertsson formaður Verkalýðsfé- lags Borgarness. Óvíst er að Verkalýðsfélag Borgamess sendi fulltrúa á næsta fund fulltrúaráðs Lífeyrissjóðs Vesturlands. Ástæður þessa eru að stjórn sjóðsins telur ekki nauðsynlegt að bera ársreikninga undir atkvæði á fulltrúaráðsfund- um. Þetta kemur meðal annars fram í bréfi Valdimars Indriða- sonar formanns stjómarinnar til fjármálaráðuneytisins dagsett 2. júní 1989. Þar segir: „Vegna um- ræðna um það, að ársreikningur 1984 hafi ekki verið samþykktur, vill stjórnin láta koma fram, að fulltrúaráðsfundir sjóðsins em í reynd samstarfsvettvangur þeirra stéttarfélaga sem að sjóðnum standa, ss. títt er þar sem fleiri félög eiga aðild að sama sjóði. Þeir hafa því ekki stöðu aðal- fundar í venjulegum félögum, þar sem aðeins annar aðilinn, þe. verkalýðsfélögin, eiga formlega rétt til fundarsetu. Þar ber að leggja fram og kynna ársreikninga, formlegrar af-' greiðslu er ekki krafist." Að sögn Jóns A. Eggertssonar hefur stjóm verkalýðsfélags Borgamess óskað eftir áliti stjórnar Sambands almennra líf- eyrissjóða á því hvort ekki sé skylt að afgreiða ársreikninga formlega á fulltrúaráðsfundum sjóðsins, en svar hefur ekki enn borist. Ársreikningur Lífeyris- sjóðs Vesturlands 1984 hefur ekki enn verið afgreiddur. í sumar fóm stjórnir verka- lýðsfélaganna í Borgamesi, Ólaf- svík og Búðardal fram á við fjár- málaráðuneytið að það rannsakaði starfsemi Lífeyris- sjóðsins og til verksins var fengin Gunnar Zoéga endurskoðandi og honum til aðstoðar Ari Edwald lögfræðingur í ráðuneytinu. Fé- lögin gáfu þeim frest til 10. sept- ember til að skila skýrslu þar sem sérstaklega yrði fjallað um ábyrgð stjómar sjóðsins, banka og endurskoðanda hans á starf- semi sjóðsins á undanförnum árum. Áð öðmm kosti yrði farið fram á opinbera rannsókn. En árum saman hefur viðgengist stjórnleysi og bókhaldsóreiða hjá Lífeyrissjóði Vesturlands. - Við höfum ekki hugsað okk- ar að hvika frá þessari ákvörðun og ef skýrslan verður ekki komin fram á tilsettum tíma munum við fara fram á opinbera rannsókn“, sagði Jón A. Eggertsson formað- ur verkalýðsfélags Borgarness. -grh Páll Bergþórsson veðurstofu- stjórí. Nýr veður- stofustjóri Samgönguráðnerra skipaði f gær Pál Bergþórsson veðurstofu- stjóra og gildir skipun hans til loka ársins 1993. Páll Bergþórsson lærði veður- fræði í Svíþjóð og hefur starfað á Veðurstofu fslands um fjömtíu ára skeið. Hann hefur verið deildarstjóri veðurfræðideildar frá árinu 1982 og annast veður- fréttir í sjónvarpi frá upphafi. Páll er kvæntur Huldu Baldurs- dóttur. -ÞH Föstudagur 8. september 1989 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.