Þjóðviljinn - 08.09.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.09.1989, Blaðsíða 6
Úr bakaríi í gamla tukthúsið 'og Kafði verið á öllum stærstu hótelum í Kaupmannahöfn sem kökugerðarmaður og ég lærði mikið af því að vera hjá honum. Þetta var mjög skemmtilegur tími fyrir mig sem var að stíga fyrstu skrefin út í lífið. Þú sagðir mér að Bjarni heitinn Benediktsson hefði ráðið þig hingað í ráðuneytið. Hvernig kom það til? Já, ég sótti um þetta eins og fleiri. Ég þekkt konuna hans, Sig- ríði Björnsdóttur sérstaklega vel, en hún bjó í Vesturbænum eins og ég. Og ég gæti trúað því að hún hafi heldur ýtt undir það en hitt að ég fengi starfið. Síðan hef ég verið hérna og þetta hefur allt gengið stórslysa- laust fram að þessu. Bjarni var afskaplega ákveðinn maður og það þýddi ekki fyrir menn að koma hingað inn beint af göt- unni. Menn urðu að vera búnir að undirbúa komu sína áður, því hann hafði nóg að gera. Okkur kom mjög vel saman. Hvar varstu að baka síðast áður en þú komst í forsætisráðu- neytið? Þá hafði ég bakarí með pilti sem heitir Jón Víglundsson og lærði hjá mér. Hann á núna Ár- bæjarbakarí. Við höfðum bakarí á Laugarásvegi 1. Það var alltaf mikið að gera. Ég átti þá heima á Rauðalæknum og á þar heima enn, á þar góða íbúð sem er mátuleg fyrir okkur hjónin. Fjölmiðlar ágengari Finnst þér ekki mikið hafa breyst hvað varðar fjölmiðlaá- gengni í ráðuneytinu? Voru fjöl- miðlar mikið hér upp úr 1970? Ekki eins og það er núna. Ég man ekki eftir því. Það var auðvitað eitthvað um að blaða- menn kæmu hingað, en það var ekkert í líkingu við það sem er núna. Núna bíður kannski hópur blaðamanna og ljósmyndara frammi eftir að ríkisstjórnarfundi ljúki til að fá viðtöl við ráðherr- ana og fá leyfi til að taka myndir inni á fundum. En það er ekki leyft nema forsætisráðherra leyfi / ^brosum/ (£1 f \ allt gengur betur • ^ ÆTTFRÆÐINAMSKEIÐ í næstu og þarnæstu viku hefjast ný ættfræðinám- skeið hjá Ættfræðiþjónustunni, bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Notið tækifærið og leggið grunninn að skemmtilegri, fræðandi tómstundaiðju. Öll undir- stöðuatriði ættrakningar tekin fyrir. Þátttakendur fá þjálfun og aðstöðu til ættarleitar með afnotum af al- hliða heimildasafni. Leiðbeinandi er Jón Valur Jens- son. Uppl. og innritun í síma 27101 kl. 9.30-19.30. Höfum mikið úrval ættfræðibóka til sölu, m.a. mann töl, niðjatöl, ættartölur, ábúendatöl, stéttartöl o.s.frv. Hringið eða skrifið og fáið senda ókeypis nýútkomna bókaskrá. ÆTTFRÆÐIÞJÓNUSTAN - ÆTTFRÆÐIÚTGÁFAN, Sólvallagötu 32a, pósthólf 1014, 121 Rvík., sími 27101 Hans Kr. Eyjólfsson verður 85 ára 15. október næst kom- andi. Hann hefur unnið í forr sætisráðuneytinu sem dyra- vörður síðan í tíð viðreisnar- stjórnarinnar, og enn er eng- an bilbug á honum að finna. Þeir sem lagt hafa leið sína í forsætisráðneytið og hafa hitt þennan aldurshöfðingja ráðu- neytisins, taka eftir því hvern- ig hann umgengst alla sem þar eru, bæði ráðherra og gesti, með sömu kurteisu hógværðinni. Þann tíma sem Hans hefur ver- ið í gamla tugthúsinu við Lækj- argötu, hafa ráðið þar ríkjum margir og ólíkir menn sem for- sætisráðherrar. Hans segist minnast þeirra allra með hlýhug, enda hafi þeir allir reynst honum vel. Hann leynir ekki aðdáun sinni á forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur. Þegar maður situr og bíður eftir að ríkis- stjórnarfundi Ijúki, til að ná tali af einhverjum ráðherranum og fylgist með Hans að störfum, er ekki frá því að maður greini glampa í augum hans þegar hann heldur teinréttur inn á skrifstofu forsetans til að færa henni kaffi eða dagblöðin. En hver er Hans Kr. Eyjólfs- son, hvað var hann að gera áður en hann kom í stjórnarráðið í jan- úar 1970? Kökugerð í Kaupmannahöfn Þá var ég bakari. Ég lærði hjá Sveini Hjartarsyni bakara að Bræðraborgarstíg 1 og fór svo til Kaupmannahafnar og var þar í tæp þrjú ár. Fór þar á kökugerð- arskóla og lenti hjá ákaflega heppilegum manni sem hét Hans Age Hansen. Við urðum miklir vinir. Hann var giftur sænskri konu og ég borðaði á héimilinu hjá þeim og þegar komu gestir var mér boðið með og klæddi mig {ú upp í smóking, til að sýna að slendingar gætu sótt góðar veislur. Þessi maður var mikill bakari það sjálfur og ég spyr hann alltaf að því. Ég þori ekki að segja til um það hvenær þetta fór að breytast, sennilega seint á síðasta áratug. En áður biðu fréttamenn og blað- amenn oftasí fyrir utan og ræddu við ráðherrana á tröppunum. Samskipti mín við fjölmiðlafólk ganga vel, enda hef ég enga á- stæðu til að setja mig á háan hest. Ég reyni að vera almennilegur við alla sem hingað koma. Og það er stundum ansi fjölmennt hérna. Hingað koma gestir til forset- ans líka og það er oft þétt setið. En það virðist ekki skipta máli, það virðist alltaf vera pláss fyrir alla. Ég stend upp úr mínum stól ef vantar sæti og þetta gengur allt ljómandi vel. Það er líka yndislegt að hafa forsetann hérna. Vigdís er svo yndisleg kona. Hvenær fórstu að taka upp á því að gefa dúfunum hérna fyrir utan? Ég veit það nú ekki. Ég sá þær úti á Útvegsbankanum, þær sátu þar á syllu, það var röðin af þeim þar. Þannig að ég hugsaði með mér, „Ég set einn, tvo bita út. Og þær hljóta að sjá mjög vel. Fyrst kom ein en svo kom hópurinn á eftir henni. Það er einhver ein sem sér sérstaklega vel og hún kemur eins og forystusauður og kannski fjórtán stykki á eftir henni. Ég hef voðalega gaman af þessu en reyni að vera til hliðar við húsið svo þær skíti ekki á tröppurnar. Ég vil ekki að það sé allt í fugladriti hérna fyrir utan og berist síðan inn í stjórnarráðið. Gefurðu þeim á hverjum degi? Nei ég segi það nú ekki, svona þegar ég sé tækifæri til þess. Stundum fæ ég brauð hjá bakar- anum hérna úti og kaupi líka stundum heilt brauð og brytja það niður með höndunum. Hans segist ekki þekkja dúf- urnar í sundur sem koma og þiggja hjá honum brauð. Þær séu svo svipaðar hver annarri. En þær séu spakar við hann og veigri sér ekki að fara á milli fótanna á honum og upp á skóna. Hama- gangurinn sé oft mikill. En þegar hann talar um dúfurnar vini sína, kemur bros á andlitið. Ég er mikill dýravinur og er alveg viss um að það er hægt að temja dúfur eins og önnur dýr, enda hafa þær verið tamdar til að fara með skeyti og fleira. Það býr mikið í þessum fuglum, það hefur verið sannað. Stundum koma þær tíu, stundum tólf og stundum fjórtán. En þær koma ekki fleiri, komast heldur ekki fleiri fyrir á syllunni á Útvegsbankanum. En þeim er alveg sama hver á bank- ann, hvort hann er kallaður fs- landsbanki eða eitthvað annað, þær skipta sér ekkert af því. Ég hef haft mikið gaman af þessu, það er alltaf gaman að hafa líf í kring um sig. Með hunda til dæmis, hvað hægt er að temja þá. Á heimili sem ég var á í vest- urbænum þegar ég var tólf, þrettán ára var hundur sem var kallaður Pókó. Ég kallaði hann aldrei Pókó, heldur rak upp svona indíána öskur, úúú. Og hann þekkti það, og hann kom á stundinni ef ég kallaði á hann, hvar sem hann var jafnvel þó hann væri í selskap. Hann var far- inn að þekkja mig svo vel. Ertu fæddur og uppalinn í Reykjavík Hans? Nei, ég er Breiðfirðingur eins og Eggert Ólafsson. Ég fæddist í Bjarneyjum á Breiðafirði en var ekki nema kornabarn þegar ég flutti þaðan með fóstru minni til ísafjarðar. Hún giftist frænda mínum sem var skipstjóri þar, Sigurvini Hanssyni. Svo fór ég frá ísafirði til Reykjavíkur þegar ég var þriggja eða fjögurra ára vegna þess að þau skildu og kom til fóstru minnar Margrétar Magnúsdóttur og var hjá henni í vesturbænum eftir það. Borgin hefur breyst mikið en Hans Kr. Kristjánsson, aldurs- forseti stjórnarráðsins. Mynd: Kristinn. ég kannast enn við þau svæði þar sem ég lék mér sem krakki í kring um Bræðraborgarstíg 1 og niður í Ánanaust. Ég kynntist til dæmis Sigríði hans Bjarna þar, hún bjó að Ánanaustum, þau voru 13 systkinin þar. Pabbi hennar, Björn, var skipstjóri. Og þetta fólk verslaði við Sveinsbakarí á sínum tíma og það var vinskapur þar á milli. Ég byrjaði í bakaríinu 13 ára og kynntist þess vegna þessu fólki. Gæti dansað Charleston Hans var mikill dansmaður á sínum yngri árum. Hann er raun- ar það hress enn þann dagi í dag að hann segist geta dansað Charl- eston, ef hann hefði réttu tónli- stina. Þegar hann var í Kaup- mannahöfn fór hann í restrasjón- ir og hann minnist tónlistarinnar með trega. Hans hefur þó ekkert að setja út á unga fólkið og þá tónlist sem það hlustar á. Einu sinni var ég byrjaður að læra á orgel. Það var vegna þess að það var til orgel á heimilinu og ég lærði einn vetur og var farinn að þekkja allar nóturnar. En svo hætti ég þessu og sé alltaf eftir því, ég hefði átt að halda náminu áfram. Hans fylgir mér til dyra þegar ég yfirgef stjórnarráðið. Við stöldrum stutta stund við í dyrun- um og dásömum veðrið, en sólin hafði látið það eftir borgarbúum að skína þennan dag. Þegar ég geng niður tröppumar verður mér litið yfir að Útvegsbankan- um og sé dúfurnar sitja á syllunni. Þær hafa fengið skammtinn sinn í dag og kurra sælar eftir brauð- molana frá Hans. Þær virðast ró- legar enda geta þær treyst því að Hans lætur þær ekki svelta. -hmp 6 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 8. september 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.