Þjóðviljinn - 08.09.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 08.09.1989, Blaðsíða 12
tengslum við hátíðina var líka haldin að þessu sinni leiklistar- hátíð norrænu leiklistarskólanna, sem stóð yfir 11.-16. ágúst. Þar sýndu leiklistarnemar frá öllum Norðurlöndum nema frá íslandi ýmis leikrit. fslensku leiklistari- nemarnir komu „tómhentir“ til hátíðarinnar vegna kennaraverk- fallsins s.l. vor, sem gerði að engu ráðagerð þeirra um framlag til hátíðarinnar. Þessa daga gátu menn því valið úr 30 leiksýningum, 20 á vegum leiklistarhátíðarinnar og 10 á veg- um leiklistarskólanna. Ég sá 10 leiksýningar, þar af eina hjá leiklistarnemum, sem voru reyndar ekki nemar lengur, því þeir voru útskrifaðir úr háskólan- um í Tampere s.l. vor eftir fjög- urra ára nám undir leiðsögn Ka- isu Korhonen. kaisa, ungir leikararog tsjekov S.l. 4 ár hefur Kaisa Korhonen starfað sem prófessor við há- skólann í Tampere, þeirri stofn- un hans sem lýtur að starfi leikara. Hún hefur fylgt 15 nem- endum sínum dyggilega þennan tíma og afraksturinn, lokaverk- efni þeirra nú í vor, var Platonov eftir Tsjekov í leikgerð Kaisu og Aila Lavaste. Sýningin fór fram í húsnæði skólans, litlu stúdíói uppi á 4. hæð, og var aldeilis óborganleg. Þarna fór ein albesta leiksýningin, sem ég sá í þessari ferð, og hvergi að sjá að hér væri um nýliða að ræða. Ekki aldeilis. Svo lifandi og blæbrigðank var sýningin, full af húmor og því óvænta, óhemju öguð og hreint út sagt frábær. Leikhús eins og það gerist best. Af öllum ólöstuðum var leikar- inn sem lék Platonov alveg hreint ótrúlegur. Hannu Valtonen heitir hann og sjaldan hefur mað- ur séð leik eins og þessi drengur sýndi í þessu maraþonhlutverki. Hann gat gert hvað sem var og hafði fullkomin tök á því. Allur skalinn jafn sannur. Hrein upp- lifun. Kaisa Korhonen og Anton Tsjekov hafa mæst áður í leikhúsi og þau virðast vera í einhverju sérstöku sambandi. Sýningar hennar á leikritum Tsjekovs rísa hæst. Svo mannlegar, hlýjar og glettnisfullar, samt þrungnar al- vöru og óvenjuiegri dýpt í tján- ingu ótal blæbrigða hins mann- lega eðlis. Óviðjafnanlegar! lilla teatern Af þrem sýningum Lilla Teat- ern átti ég þess kost að sjá tvær: Ringen og Vaktmástare Nikitas Teater. Ringen er samsýning stuttra leikþátta, gerðra eftir sög- um Solveigar von Schoultz, mjög fábrotin sýning á dempuðum nót- um og örstutt. 4 leikárar tóku þátt í sýningunni, sem lét svo lítið yfir sér, að hún nánast bað afsök- unar á sjálfri sér. Sýning, sem fjallar fyrst og fremst um sam- skiptavandamál innan fjölskyld- unnar, einkum lýsing á sambandi mæðgna, og ristir ekki djúpt, en var á nokkrum augnablikum snotur á að horfa í leik. Hin sýning Lillunnar var hin mjög svo umrædda og fræga sýn- ing þeirra á Vaktm. Nikitas Teat- er, sem Kama nokkur Ginkas frá Listræna Leikhúsinu í Moskvu hafði leikgert upp úr sögu Tsjek- ovs, Deild 6, og leikstýrt. Leikmyndina vann David Bor- owsky frá Tagankaleikhúsinu, sá hinn sami og gerði leikmyndina við Náttbólið hér í Þjóðleikhús- inu um árið. Sagan gerist á rússnesku geð- veikrahæli og lýsir aðbúnaði og meðferð geðsjúkra eða þeirra, sem skilgreindir eru sem slíkir, og samskiptum þeirra við Iækna og yfirvöld. Læknir þeirrar deildar, sem hér um ræðir, Andrej Jefim- ov, hefur ákveðnar efasemdir um sjúkdómsgreiningar þær og með- ferðir, sem beitt er. Hann lendir í miklu hugarstríði og átökum við yfirmenn stofnunarinnar og er á endanum sjálfur lokaður inni á eigin deild með sjúklingum sín- um. Spurningin er gamalkunn: hver er sjúkur og hver ekki? En þetta er áhrifamikið efni og vel með farið. Sýningin er vel gjörð og vel leikin, leikararnir reyndar hver öðrum betri. Og vissulega var það líka skemmtilegt að sjá fslending þarna á sviðinu í Tam- pere, en Borgar Garðarsson leikur hlutverk Nikita gæslu- manns. Meðal annarra leikara má nefna Asko Sarkola sem lækninn A.J., Tom Wentzel, sem skóp alveg stórskemmtilega per- sónu úr vini læknisins og Marcus Groth og Jukka Sipilá í hlutverk- um sjúklinga. Þetta er heilsteypt og sterk leiksýning, falleg rós í hnappagat Lilla Teatern. kom teatteri KOM leikhópurinn var þarna með tvær sýningar. Annars vegar leikgerð eftir sögum rithöfundar- ins Orvokki Autio, sem bar nafn- ið Pesárikko, og hins vegar dag- skrá í tónum og tali, byggða á ljóðum skáldsins Pentti Saari- koski, en hún hét svo mikið sem Jokaisella on támansá eða Hver og einn verður að hafa sitt þetta. Leiksýning þeirra f KOM á Pe- sárikko hefur fengið mjög mikið lof og frábærar viðtökur. Pekka Milonoff, leiðtogi hópsins, hefur gert leikgerðina eftir 3 skáld- sögum og leikstýrt sýningunni, sem 7 leikarar taka þátt í. Leikur- inn spannar mörg ár 6. og 7. ára- tugarins og fjallar um fólk á til- teknu svæði í norðvestur Finn- landi. Fólk, sem býr yfir sterkum tilfinningum, en sýnir þær ekki. Þar er það sem skiptir máli að halda andlitinu flekklausu gagnvart nágrannanum. f leiknum er fyrst og fremst rakin saga Olavi leigubílstjóra og Armi, konu hans, og nánustu ætt- menna þeirra, þar sem ástarsam- bandið situr í forgrunni. Eigi verður efnisþráður rakinn sérstaklega hér af eðlilegum ástæðum og víst þótti mér þetta nokkuð löng sýning (sú lengsta í tíma á hátíðinni) sem „mál- lausum" manni, en spennandi og skemmtilegt leikhús. Leikurinn var kraftmikill og agaður. Hér eru mikil átök og sársauki á ferð, bældar tilfinningar, sem stundum gjósa upp af fullum fítonskrafti. Leikstjórn og lausnir allar voru í öruggum höndum Pekka Milon- off og leikaramir stóðu sig allir frábærlega. Tónlist setti stórt mark á þessa sýningu, bæði lif- andi og af bandi, og hafði Kaj Chydenius veg og vanda af þeirri hlið mála, en þama var mikið um tónlist þessa tímabils að ræða. Áhorfendur tóku þessari sýn- ingu með eindæmum vel. Við- brögð þeirra vora svo lifandi og margbreytileg, að stundum var eins og þar væri komið annað leikhús í húsinu. Einnig var greinilegt að tónlistin og söngv- arnir, sem vora margir, gegndu oft markmiði eins konar firringar eða gagnrýninnar afstöðu til per- sóna og efnis og virtist hitta beint í mark. Og talandi um sönghæfileika KOM leikaranna, þá fengu þeir sannarlega að njóta sín í dagskrá þeirra um Pentti Saarikoski og ljóð hans undir stjóm Pekka Milonoff. Pentti Saarikoski (’37- ’83) lifði hátt og hratt og dó út- brunninn langt fýrir aldur fram. Hann var utangarðsmaður, en dáður og elskaður af fólki úr öllum áttum og á öllum aldri. Margar bækur voru gefnar út eftir hann og einnig þýddi hann mikið, einkum klassík. Á dag- skrá þessari voru ljóð hans ýmist flutt af honum sjálfum af segul- bandi eða af leikurunum, stund- um lesin, en oftar sungin við lög margra tónskálda, sem höfðu sér- staklega samið þau fyrir þessa dagskrá. Og KOM leikararnir ekki bara leika og syngja eins og englar, heldur leika þau líka öll á einhver hljóðfæri. Þetta var hrífandi fal- leg dagskrá, vel upp byggð og fagleg. Enn ein sönnunin á al- gjörri sérstöðu þessa leikhóps, ekki bara í eigin landi, heldur Norðurlöndunum öllum, ef ekki víðar! maya tánge- berg- grischin Mjög svo athyglisverður leikhúslistamaður er þessi kona, Maya Tángeberg-Grischin, sem er fædd í Sviss, en hefur nú unnið um árabil í Finnlandi. Á Leiklist- arhátíðinni í Tampere vora 3 sýn- ingar á boðstólum í hennar leik- stjórn, allar mjög ólíkar að efni og stíl: Borgarleikhúsið í Rovani- emi sýndi Iso Valkoinen Poro (Stóri hvíti hreinninn), leikrit byggt á sjamanisma, sem fjallar um líf Samanna í Norður- Finnlandi og er eftir þær Maya Tángeberg-Grischin, Tarja Istala og Marjaleena Wegelius. Síðan sýndi einn indverskur leikari og dansari Krishna Elámá (Líf Kris- hna) og að lokum sýndi Moby- Dick hópurinn Moby Dick eli valkoinen valas (Moby Dick eða hvíti hvalurinn). Mér auðnaðist að sjá tvær þær fyrmefndu og vora þær mjög at- hyglisverðar. Borgarleikhúsið í Rovaniemi, sem er nyrsta atvinnuleikhús í Finnlandi, alveg við heimskautsbauginn, dró upp skýra, einfalda og sterka mynd af lífsháttum Samanna og innrás fjandsamlegs aðila inn í líf þeirra og menningarheim. Sterku sam- bandi við náttúruna og dýrin (hreindýrin) var komið til skila með þaulhugsuðum, einföldum meðulum, en um leið svo áhrifa- miklum og skemmtilegum, að unun var á að horfa. Ógleyman- leg verða atriði eins og fæðing hreindýrakálfs og fyrstu skref hans í lífinu eða einvígi hins stolta, fallega tarfs og utanað- komandi „villimanns“, sem skýtur hann að lokum. 6 leikarar kaisa korhonen kona sem kann og getur! „Kaisa Korhonen er orðin goð- sögn í lifanda lífi hér í Finnlandi," sagði einn finnskur leikhúsmaður við mig hér í Tampere á dögun- um. Stór orð,enmátilsannsveg- ar færa. Kaisa Korhonen hefur sett sitt mark á finnskt leikhúslíf um nær aldarfjórðungsskeið. Hún hefur unnið í mörgum leikhúsum sem leikstjóri fyrst og fremst, en einnig sem leikhús- stjóri, leiklistarráðunautur og nú síðast prófessor. Hún stofnaði KOM leikhúsið á sínum tíma, hún starfaði við Svenska Teatern í Helsinki, hún var um árabil leikhússtjóri Lilla Teatern og að- alleikstjóri þess og s.l. 4 ár var hún prófessor við háskólann í Tampere auk þess að leikstýra. Kaisa hefur vakið mikla athygli fyrir skoðanir sínar, vinnubrögð og listræna hæfileika. Hún hefur oft á tíðum mætt andstöðu vissra valdamanna í samfélaginu, fyrst og fremst fyrir róttækar skoðanir sínar, en einnig vegna kynferðis síns. Það hefur gustað um hana og verk hennar, en mönnum hef- ur hvorki tekist að buga hana né þegja hana í hel. Hún er náttúru- kraftur, hún er mikil manneskja og stórkostlegur listamaður, hreint fágætur. Leikur ekki nokkur vafi á því, að hún er einn fremsti leikstjóri Finna og þó víðar væri leitað. Leiksýningar Kaisu eru eins og hún sjálf þrungnar einhverjum galdri. Þær sýna djúptækan skiln- ing og stöðuga leit eftir mann- eskjulegum gildum. Þær eru frjó- samar, lifandi og sannar, jafn- framt sem þær era svo fullar af hlýju og húmor og því óvænta. Sýningar hennar byggja á innsýn í margbreytilegt eðli mannsins, listrænum hæfileikum til að miðla þeirri innsýn, sem jafnframt er lituð ást á manninum, ást á list- inni og þeirri fullvissu, að leiklist- in geti raunveralega breytt lífi okkar. Já, víst er þetta ekki lítið 12 SlÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 8. september 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.