Þjóðviljinn - 08.09.1989, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 08.09.1989, Blaðsíða 16
Húsnæöi Námsgagnastofnunar ér þröngt og starfsemin fer fram við afar erfiðar aðstæður. Mynd: Kristinn. tveggja ára fresti. Hún verði gerð aðgengileg öllum sem málið varðar með því að gefa hana út við hverja endurskoðun. Fyrir utan þessar tvær megin- tillögur nefndarinnar er lagt til að leitað verði leiða til að kennarar sem taka að sér námsefnisgerð haldi samningsbundnum réttind- um sínum og þeim verði sköpuð vinnuaðstaða við stofnunina. Nefndin leggur einnig til að skólum verði gert kleift að fá út- hlutað efni frá öðrum útgefend- um og að kannaðir verði mögu- leikar á samstarfi Námsgagna- stofnunar við aðrar útgáfur um námsefni. Nefndin leggur til að fram- leiðsla á myndböndum sem hluta af námsefni verði aukin og al- mennum fræðslumyndum fjölg- að. í þessu skyni verði tækjabún- aður fræðslumyndadeildar bætt- ur vegna eigin framleiðslu og til að unnt sé að veita skólum að- stöðu til hljóð- og myndbands- gerðar. Skólavörubúðin, sem gegnir miklu hlutverki í starfsemi Náms- gagnastofnunar fær umfjöllun í skýrslunni eins og annað. Lagt er til að þjónusta búðarinnar við landsbyggðina verði efld, t.d. með aukinni útgáfu vöruskráa og dreifibréfa. Einnig að átak verði gert til að tengja starfsemi Skóla- vörubúðar betur við aðra þætti í starfsemi stofnunarinnar. Tilrauna- kennsla Pá eru tillögur um upplýsinga- öflun og mat á námsefni og eru þar ýmsar nýjungar. Lagt er til að viðameiri tilraunakennsla fari fram á vegum skólaþróunar- deildar samkvæmt samkomulagi deildarinnar og Námsgagna- stofnunar eða annarra aðila. Þá telur nefndin æskilegt að stofnun- in leiti í auknum mæli samstarfs við ýmsa aðila, t.d. Kennarahá- skóla íslands, Háskóla íslands og Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála. Nokkrar aðrar tillögur lagði nefndin fram, s.s. um fjölgun starfsmanna og að ráðgjafar- og eftirlitsnefnd verði stofnuð. Réttritunar- orðabók Nýlega kom út á vegum Náms- gagnastofnunar Réttritunarorða- bók og hefur hún verið í undir- búningi síðastliðin þrjú ár. Bókin hefur- verið samvinnuverkefni Námsgagnastofnunar og ís- lenskrar málnefndar, og ritstjóri verksins er Baldur Jónsson. Þess- ari nýju réttritunarorðabók er ætlað að leysa af hólmi Stafsetn- ingarorðabók Árna Þórðarsonar og Gunnars Guðmundssonar sem Ríkisútgáfa námsbóka gaf út árið 1957 og hefur komið alls sex sinnum út. Réttritunarorðabókin kemur út í tvenns konar búningi. Annars vegar bækurnar sem Námsgagn- astofnun dreifir til grunnskóla og eru þær í blárri kápu, en þau ein- tök sem íslensk málstöð dreifir eru í sama búningi og þær bækur sem komið hafa út í flokknum Rit íslenskrar málnefndar. Þess má geta að nú í skólabyrjun munu Námsgagnastofnun og Málrækt ‘89 gefa öllum nemendum í fimmta bekk grunnskóla eintak af bókinni. Þótt bókin sé samin fyrir nemendur í grunnskóla, kemur hún sér vel fyrir eldri - ne mendur og fullorðið fólk. Svavar Gestsson menntamála- ráðherra með nýju réttritunarorð- abókina sem dreift verður til allra 11 ára barna. Mynd: Kristinn. 16 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Námsgagnastofnun Tillögur nefndar um stöðu Námsgagnastofnunar og framtíðarþróun Frá Námsgagnastofnun kemur eins og flestir vita það námsefni sem notað er í grunnskólum landsins. Stofn- unin úthlutar ókeypis náms- efni til grunnskólanna með til- liti til fjárveitinga ár hvert og samkvæmt ákvörðun náms- gagnastjórnar. Þess vegna er það afar áríðandi að vel sé stutt við bakið á Námsgagn- astofnun og hún fái nægilegt fjármagn til útgáfustarfsemi og annarrar þjónustu við grunnskóla. Námsgagnastofnun hóf starf- semi sína árið 1980, en þá var Ríkisútgáfa námsbóka og Fræðslumyndasafn ríkisins sam- einuð í eina stofnun. Árið 1982 var kennslumiðstöð sett á stofn og námsefnisgerð, sem áður hafði verið í umsjá skóla- rannsóknadeildar menntamála- ráðuneytisins, flutt til stofnunar- innar 1985. Fjárveitingar til Námsgagnastofnunar eru á- kveðnar árlega á Alþingi, en stofnunin heyrir undir mennta- málaráðuneytið. Skólavörubúðin í Námsgagnastofnun fer fram fjölbreytt þjónustustarfsemi fyrir nemendur og kennara. Þar má nefna Skólavörubúðina sem er eina sérhæfða skólavöruverslun- in á landinu og þjónar almenningi og öðrum stofnunum um land allt. Þar eru útgáfur Námsgagn- astofnunar til sýnis og sölu og einnig úrval annarra innlendra sem erlendra kennslugagna. Þar er einnig pöntunarþjónusta sem sinnir séróskum viðskiptavina.’ Námsgagnastofnun kaupir og framleiðir fræðslumyndir fyrir j grunn- og framhaldsskóla og1 fræðslumyndasafnið lánar mynd- bönd, kvikmyndir og skyggnur til skóla og stofnana. Það eru fræðsluskrifstofur sem hafa flest myndbönd safnsins til útláns. tHjá Námsgagnastofnun starfar kennslumiðstöð sem sinnir fræðslu- og kynningarstarfsemi í tengslum við skólastarf og þar er sýningar- og fundaaðstaða fyrir kennara og aðra hópa. Gagna- safn og gagnasmiðja er starfrækt, þar sem hægt er að skoða innlent og erlent námsefni, útbúa verk- efni og undirbúa kennslu. Einnig er tölvuver þar sem hægt er að vinna á tölvur og skoða kennslu- forrit. Hjá stofnuninni fer fram fram- leiðsla og úthlutun á náms- gögnum. Námsgagnastofnun úthlutar um 600 þúsundum ein- taka á ári til skólanna og þar af framleiðir stofnunin sjálf 500 þúsund eintök og kaupir um 100 þúsund af öðrum útgefendum. Um 80 nýir titlar eru gefnir út árlega og 160 endurprentaðir. 100-150 höfundar vinna fýrir stofnunina árlega að námsefnis- gerð. Tillögur nefndarinnar Árið 1987 fór Námsgagna- stofnun fram á það við þáverandi menntainálaráðherra að endur- mat færi fram á fjárþörf stofnun- arinnar, til að koma til móts við auknar kröfur og þarfir í skóla- starfi. Við stjórnarskipti 1988 var þessi beiðni ítrekuð við núver- andi menntamálaráðherra, Svav- ar Gestsson og í janúar sl. skipaði hann nefnd til að fjalla um stofn- unina. Nefndin hefur skilað skýrslu um stöðu Námsgagna- stofnunar og framtíðarþróun hennar. í skýrslunni eru margvís- legar tillögur um breytt og bætt skipulag, en megináhersla er lögð á tvær þeirra. Húsnæðismál í fyrsta lagi er lögð áhersla á að stofnunin fái hentugt húsnæði, sem rúmi alla starfsemi hennar og gefi einnig möguleika á eðlilegri þróun og hagræðingu í starfsemi. Námsgagnastofnun er nú í lélegu og þröngu húsnæði á tveimur stöðum. Námsefnis- útgáfa í öðru lagi er áhersla lögð á námsefnisútgáfu. í því sambandi leggur nefndin til að á næstu 5 árum verði gefið út námsefni í þeim greinum þar sem efni er ekki til þannig að samfellt náms- efni sé ávallt til reiðu fyrir grunn- skólanám í öllum námsgreinum. Auk þess verði allt efni eldra en 10 ára athugað og annað hvort endurskoðað og gefið út aftur eða því hafnað og nýtt efni gefið út í þess stað. Lagt er til að ekki. skuli líða meira en 10 ár frá út- gáfu efnis þar til það er endur- skoðað eða tekið úr umferð. Aukið fjárframlag Til að þetta geti tekist er lagt til að framlag til Námsgagnastofn- unar verði aukið um 12% að raungildi á næsta fjárlagaári, og 10% árlega á tímabilinu 1991- 1994. Lagt er til að fjárþörf stofn- unarinnar verði endurmetin eftir þessi 5 ár. Einnig að fimm ára áætlun um námsefnisgerð og út- gáfu sé alltaf fyrirliggjandi og þessi áætlun verði endurskoðuð á

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.