Þjóðviljinn - 08.09.1989, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 08.09.1989, Blaðsíða 17
Dansskólar Norski gestakennarinn, Hildemor, verður hjá Nýja dansskólanum í vetur. Mynd: Kristinn. Ahersla á samkvæmisdansa Nýi dansskólinn er örugglega einn af fáum dansskólum sem ekki bjóða upp á þessa svoköll- uðu tískudansa, heldur sérhæfir hann sig í samkvæmisdönsum. ( vetur verða því hefðbundin dansnámskeið. Níels Einarsson, einn af eigendum Nýja dansskólans sagði að í raun væri ekki mikið af nýjungum í námskeiðum hjá þeim, því nýjungar væru ekki það sem þeir væru að spila inná, held- ur væru sífellt meiri kröfur gerðar til bæði nemenda og kennara. í því sambandi nefndi hann að er- lendir gestakennarar hefðu verið fengnir í vetur og einir sex kæmu til landsins. Nú er staddur hér á landi norskur danskennari sem mun kenna hjá Nýja'dansskólanum. Sá hjálpaði mikið til við uppbygg- ingu á dansi í Noregi og kom Norðmönnum m.a. í fyrsta sæti í samkvæmisdönsum. Níels sagði að í hópum í Nýja dansskólanum væru einungis 13 pör í einu, því ef fleiri væru gætu kennarar ekki haft nægilega góða yfirsýn yfir hópinn. Ef hóparnir væru hafðir stærri, væri farið að vinna að fjöldaframleiðslu og þeir í Nýja dansskólanum vildu ekki bjóða fólki upp á slíkt. Góð kennsla í samkvæmisdönsum sagði Níels vera þeirra stolt. PTÓjaðu Græðandi varasalvi út kraftBverkaþykkblDðungnuni ALflt VERA Heilsuval. Laugavegi 92. S: 626275 og 11275 Ræðumennska og mannleg samskipti. Kynningarfundur Kynningarfundur verður haldinn þriðjudag- inn 12. september kl. 20.30 að Sogavegi 69, gengið inn að norðanverðu. ★ Námskeiðið getur hjálpað þér að: ★ Öðlast HUGREKKI og meira SJÁLFSTRAUST. ★ Láta í Ijósi SKOÐANIR þínar af meiri sann- færingarkrafti í samræðum og á fundum. ★ Stækka VINAHÓP þinn, ávinna þér VIRÐINGU og VIÐURKENNINGU. ★ Talið er að 85% af VELGENGNI þinni séu komin undir því, hvernig þér tekst að um- gangast aðra. ★ Starfa af meiri LÍFSKRAFTI — heima og á vinnustað. ★ Halda ÁHYGGJUM í skefjum og draga úr kvíða. Fjárfesting í menntun gefur þér arð ævilangt. Innritun og.upplýsingar í 'síma: 82411 o STJORIVUIVIARSKÓLIIVIIM % Konráð Adolphsson. Einkaumboð fyrir Dale Carnegie namskeiðin" Atvinnu- og orkumái á Austuríandi Almennur fundur þriðjudaginn, 12. september 1989, kl. 20.30, í Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum. Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráð- herra, fjallar um horfur í sjávarútvegi og atvinnumálum. Jón Sigurðsson, við- skipta- og iðnaðarráðherra, fjallar um virkjanaáform og iðnaðaruppbyggingu, sérstaklega Fljótsdalsvirkjun og iðnaðaráform tengd henni. Að fram- söguerindum loknum verða al- mennar umræður. Með ráðherr- unum verða sérfræðingar frá sjávarútvegs- og iðnaðarráðuneyti og stofnunum sem undir þau heyra. í tengslum við fundinn verður haldin sýning í Hótel Valaskjálf á teikn- ingum sem lýsa hugmyndum um virkjun Jökulsár í Fljótsdal og virkjun Fjarðar- ár. Sýningin verður opin frá kl. 17.00. Sérfræðingar frá Landsvirkjun og Raf- magnsveitum ríkis- ins verða á sýning- unni til að útskýra það sem fyrir augu ber. SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ IÐNAÐARRÁÐ UNEYTIÐ fyrir alla aldurshópa. Nú skella allir sér í dans.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.