Þjóðviljinn - 08.09.1989, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 08.09.1989, Blaðsíða 20
KRIH6LU 86 SKÓUHH úagana 31. áqúsl-9- senLerahei KynninP W sW*WH- Taiji í Kramhúsinu Námsgagnastofnun Umferðarfraeðsla Dansskolar Niatreiðsluskoli Miólkursamsalan Tannfræðingar Líkamsræktarstoðvar TöWuskolar Málaskólar Spurningaleikirdaglega f Kramhúsinu við Skólavörðu- stíg fer fram dagana 11.-18. sept- ember nk. námskeið í Taiji. Leiðbeinandi verður Khin Thitsa. Hún fæddist í Rangoon árið 1952, stundaði nám í austur- lenskum listum og heimspeki í London og var jafnframt um tíu ára skeið lærisveinn Gerdu Geddes, frumkvöðuls Taiji- kennslu í Evrópu. Khin Thitsa hefur kennt Taiji í rösk tíu ár. Síðan 1982 hefur hún einnig starfað með dönsurum við London Contemporary Dance School. Hún hefur m.a. þetta um Taiji að segja: Frá örófi alda hafa Kínverjar lagt stund á hefðbundnar list- rænar lækningaaðferðir og Taiji Quan er einmitt ein þeirra. Hún byggir á þeirri grunnhugmynd sem sett er fram í ritinu „Sígild lækningalist” frá því um 2600 f.Kr. þar sem lykilorðið er streymi. Taiji Quan færir okkur heim sanninn um að aðferðir stríðsmannsins og fræðimannsins eru af sömu rót runnar: þar sam- einast samhygð, nánd og hæfi- leikinn til að bregðast rétt við kröfum tímans. Þegar líkaminn hreyfist líkt og öflugur straumur fljótsins, hægist hjartslátturinn og yfir mann færist ró. Árangur og hæfni næst þegar hárfínum sveigjanlegum krafti, hrynjandi og nákvæmni er beitt í kröftugu samspili. Kjarni aðferðarinnar er formið; stöðug, reglubundin hreyfing eins og öldufall. Þess má að lokum geta að áður en hljómsveitin Strax hélt upp í Kínaferðina frægu naut hópurinn leiðsagnar Khin Thitsa. Velferð og menntun Ráðstefna Alþýðubandalagsins um skólamál Alþýðubandalagið ætlar að halda opna ráðstefnu um skó- lamál í Gerðubergi þann 16. september. Ráðstefnan ber yfir- skriftina „Velferð og menntun", og fjöldi erinda um uppeldis- og kennslumál verður á dagskrá. VAWSKOUW Takmarkaður fjöldi nemenda í hverjum tíma HAFNARFJÖRÐUR Kennum í nýju húsnæði að Reykjavíkurvegi 72 Sími 65-22-85 Reykjavlk Kennum i Ármúla ija Sími 38830 Raðgreiðslur Innritun frá kl. 13—20 Kennsla hefst 18. september Félagar í FÍD og DÍ Barnadanskennsla Gömlu dansa kennsla Samkvæmisdanskennsla Standard Suðuramerískir Rokk/tjútt Bjóðum einkatíma eftir samkomulagi Lokaðir tímar fyrir félagasamtök og aðra hópa Ráðstefnan hefst kl. 09.45 með því að Svavar Gestsson mennta- málaráðherra flytur inngangserindi, sem heitir „Þó að framtíð sé falin“. Þá munu Guð- rún Helgadóttir alþingismaður, Arthur Morthens sérkennslufull- trúi, Arna Jónsdóttir fóstra og Kristín Á. Ólafsdóttir borgarfull- trúi, kynna niðurstöður nefndar Alþýðubandalagsins um fjöldskyldu- og menntamál. Nefnd þessi hefur starfað um nokkurra ára skeið og mótað stefnu Alþýðubandalagsins í menntamálum. Hún hefur nú markað stefnu sem kynnt verður á ráðstefnunni. Ögmundur Jónasson formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, mun flytja erindi sem heitir „Verkalýðshreyfingin - menntun og lífskjör“ og eftir það verða al- mennar umræður. Þá ætlar Selma Dóra Þor- steinsdóttir formaður Fóstrufé- lags íslands að tala um breyttar áherslur í menntun forskóla- barna, og Guðbjartur Hannesson skólastjóri og Hanna K. Stefáns- dóttir kennari ræða um stöðu grunnskólans í erindinu „Grunn- skólinn - stöðnun eða þróun?“. Gerður G. Óskarsdóttir ráðgjafi menntamálaráðherra fjallar um framhalds- og háskólamenntun í erindi sínu. Það ber yfirskriftina „Nýjar áherslur á framhalds- skóla- og háskólastigi“. Jón Torfi Jónasson dósent við Háskóla fslands, kynnir niður- stöður könnunar sem mennta- málaráðuneytið og Félagsvísind- astofnun gerðu í sameiningu um forgangsverkefni í skólamálum. f könnuninni var fólk, sem kemur nálægt skólamálum, spurt að því hvað það vildi að gert væri í þeim málum og hver væru forgangs- verkefnin. Eftir þessi erindi verða al- mennar umræður. Ráðstefnan verður, eins og fyrr segir, í Gerð- ubergi og allt áhugafólk um uppeldis- og menntamál er boðið velkomið. Ráðstefnustjóri verð- ur Hilmar Ingólfsson skólastjóri. 20 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.