Þjóðviljinn - 08.09.1989, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 08.09.1989, Blaðsíða 25
Hugvekja um áfengisvamir Þegar erfiðleikarnir steðja að og upplausnin vofir yfir á flestum sviðum, er rétt að staldra við og líta aftur til frumherjanna, - skoða viðhorf þeirra, tillögur og leiðir til að leysa vandamálin. Það má heita ótrúlegt hve víða þeir hafa komið við og gert at- huganir eða sett fram hugmyndir sem eiga fullt erindi til nútíma- manna, og er hægt að nefna meistara eins og Guðjón Samúelsson, sem skapaði ís- lenska byggingarlist tuttugustu aldarinnar á svo glæsilegan hátt að það nægði að hann gerði eitt lítið líkan til að þjóðskáldin fengju innblástur og færu að yrkja, eða Guðmund Finnboga- son, sem fyrstur íslendinga gerði fræðilega úttekt á bölvi og ragni þjóðarinnar, en það er vitanlega einn þýðingarmesti þátturinn í þjóðlífinu. En meðal hinna fremstu í flokki frumherjanna var vitanlega stjórnmálaleiðtoginn Jónas frá Hriflu, sem lagði fram margar nytsamar tillögur, og m.a. eina sem oft hefur verið nefnd síðan og verður gerð að umræðuefni hér: hann stakk sem sé upp á að leysa áfengisvanda- mál þjóðarinnar með því að fá vaska kvikmyndatökumenn til að kvikmynda ölæði og sýna mönnum svo þegar af þeim væri runnið. Fáar hugmyndir eiga meira er- indi til nútímamanna, en rétt er að líta nánar á það hvaða gagn mætti af henni hafa. í tímans rás hefur verið bent á margar leiðir til að leysa áfengisvandamálið, en þó er víst að þær hafa ekki Ieitt til þess að íslendingar drykkju minna en áður. En skyldi það yf- irleitt hafa verið tilgangurinn? Þegar menn fletta dagblöðum á þessu herrans ári 1989, kemur nefnilega í ljós enn skýrar en nokkru sinni áður að helsta á- fengisvandamálið, sem þjóðin á við að stríða, er talsvert annars eðlis: það er í því fólgið að menn drekka ekki nógu mikið. Svo óheppilega vill til, að dómi þeirra sem láta þetta mál sig varða, að áfengisneysla þjóðarinnar á þess- um síðustu og verstu krepputím- um hefur ekki aukist jafn mikið og sérfræðingar vonuðust til og gert var ráð fyrir í fjárlögum, og hefur af þessu hlotist grátur og gnístran tanna í fjármálaráðu- neytinu, svo að það sker innan eyru sérhvers gæskuríks manns. • • • Hvað sem látið er í veðri vaka, er því ljóst að einu leiðirnar til að leysa áfengisvandamál þjóðar- innar eru þær sem stuðla að því á einhvern hátt og helst eins í- smeygilegan og falinn almenn- ingsaugum og auðið er að dryk- kja manna fari í aukana og áætl- anir fjárlaga standist. Það væri nefnilega gagnlegt umhugsuna- refni fyrir glöggskyggna að íhuga hvað myndi gerast, ef íslendingar tækju allt í einu upp á því að hlusta á viðvaranir manna sem berjast gegn áfengisneyslu og hættu að drekka: öll starfsemi nkisins myndi fljótlega lamast og grípa yrði til alls kyns sparnaöar- ráðstafana í skyndingu. Þá yrði Háskólinn sameinaður Bænda- skólanum á Hvanneyri, Blóð- bankinn gerður að deild í Sam- vinnubankanum, hluti af emb- ættismannakerfinu lagður niður og Þjóðkirkjunni falið að sjá um störf þess, t.d. tækju prófastar að sér hlutverk sýslumanna, fyrir- tækinu Tranquillitas yrði falið að sjá um alla löggæslu, fangelsismál væru afhent einkafyrirtækjum og vegabréfaskoðun á Keflavíkur- flugvelli félli niður, þannig að ís- land yrði lokað land. Þetta yrði fljótlega nokkuð erfitt ástand. Augljóst er að í þessu landi er áfengið heilagt fljót, hin mikla Nfl sem frjóvgar með flóðum sín- um hrjóstrugar lendur hins opin- bera, og þau flóð mega ekki sjatna. Þá komum við aftur að tillögu Jónasar frá Hriflu. Hvað sem mönnum kann að virðast í fljótu bragði, er víst að fáar leiðir eru betri til að halda mönnum við efnið þannig að fjárlög standist. Bacchus konungur má eiga það að hann fer ekki í manngreinará- lit og gefur öllum jöfn tækifæri, og hvað er það sem maður vildi ekki gera ef hann ætti þannig kost á að verða filmstjarna? Á þessum erfiðleikatímum er rétt að velta því fyrir sér, hvernig ástandið væri ef menn hefðu haft skynsemi á sínum tíma til að hrinda tillögu Jónasar frá Hriflu í framkvæmd. • • • Við getum hugsað okkur, les- andi góður, að okkur yrði gengið inn í öldurhús, eins og það myndi þá líta út. En hvflík sjónhverfing myndi þá mæta augum okkar: þetta öldurhús væri ekki á nokk- urn hátt líkt þeim stöðum sem nú bera þetta heiti, það væri hvorki meira né minna en kvikmynda- ver. Strax við innganginn væru gestirnir reyndar krafðir um „kvikmyndunargjald“, því vitan- lega dettur engum í hug að Ríkið myndi sjálft borga kvikmynda- tökumönnunum eða bera yfirleitt nokkurn kostnað af myndatök- unni, heldur myndu væntanlegir leikarar verða látnir greiða þetta úr eigin vasa. Þegar inn væri komið tækju síðan á móti gestun- um hárgreiðsludömur, förðunar- dömur, búningadömur og aðrar slíkar starfsstúlkur og byðu upp á þjónustu sína, og þar væru fata- geymslur, þar sem hægt væri að fá leigðar alls kyns múnderingar, og svo einnig rúmgóðir búningsklef- ar. Áður en gestirnir færu á bar- inn gætu þeir þannig klætt sig eins og hugurinn girntist, í samræmi við persónuleikann, langanirnar, draumana og drykkjusiðina, og tekið t.d. á sig gervi Egils Skal- lagrímssonar, Davíðs fram- kvæmdastjóra, Djáknans á Myrká, Steins Elliða, Jónasar Hallgrímssonar, Drakúlu greifa, Gissurar Gullrasss, Indiana- Jones, Óðins í Valhöll, Rambós eða Ólafs Liljurósar, eða annarra merkra manna úr samtíð og for- tíð sem of langt væri að telja. Fyrir þetta yrðu þeir að greiða gjald, sem væri fremur vægt svo eitthvað væri eftir í buddunni þegar á hólminn væri komið, en rynni þó að hluta til í Ríkissjóð. Eftir þetta væri svo komið á sjálfan barinn, sem væri vitanlega jafnólíkur þeim börum sem nú tíðkast og allt annað, því hann væri sjálft upptökuherbergið: gestirnir væru kannske á palli fyrir framan einhver leiktjöld eða þá í einhverju umhverfi sem þætti henta, og fyrir framan þá væru ljósameistarar, hljóðupptöku- menn og kvikmyndatökumenn með öll sín tæki, svo og vitanlega leiktjaldamenn, leikmunaverðir og aðrir slíkir, reiðubúnir til að aðstoða við kvikmyndatökuna. • • • En hvernig skyldi nú drykkjan ganga við þessi heldur óvenju- legu skilyrði? Skyldu menn ekki vera dálítið feimnir við að lyfta glösunum sitjandi þarna eða standandi á einhverjum palli með ljóskastara framan í sig? Vitan- lega myndi drykkjan fara fram úr björtustu vonum fjármálaráðu- neytisins. í samræmi við hug- mynd Jónasar frá Hriflu væri kvikmyndatökuvélunum fyrst og fremst beint að þeim mönnum sem hefðu sig eitthvað í frammi, stæðu sig vel í drykkjunni og færu ekki í launkofana með það. En þar sem hver maður áliti sig nokkurn veginn óhultan í sínu gervi og með hugsunina umvafða áfengisgufum, kæmi fljótt til samkeppni: reyndu menn misk- unnarlaust að stela senunni hver af öðrum með því að ganga sífellt vasklegar fram. Auk þess gætu öldurhúsin haft í sinni þjónustu einhvers konar magister bibendi í gervi leikstjóra, sem hvetti menn til dáða með góðum leiðbeining- um og áminningum. Þarna mætti því t.d. líta Egil Skallagrímsson með drykkjarhornið í hendi í hörðum mannjöfnuði við Rambó og Ólaf Liljurós vera að hugga Gissur Gullrass og öfugt, meðan kjarnyrðin og spekin streymdu svo ört, að hljóðnemarnir væru næstum því mettaðir. Með þessari tilhögun gætu menn verið brosmildir í fjármála- ráðuneytinu, en þó er þetta ekki allt og sumt: það er sem sé eftir að huga að sýningum á þeim kvik- myndum sem þannig yrðu fram- leiddar. Til þess þyrfti vitanlega sérstök ríkisrekin kvikmynda- hús, sem myndu þá taka fljótlega til sýningar myndir hverrar helg- ar og hafa þær viku á dagskrá, eða jafnvel lengur eftir atvikum. Ekki þarf mikla þekkingu á skap- ferli skerbyggjans til að láta sér koma til hugar að aðsóknin yrði alveg gífurleg, svo mikil að hún myndi jafnvel slá út þær íslensku gamanmyndir sem vinsælastar hafa orðið. Myndu heilu bæimir og byggðarlögin koma in corpore til að skoða improvisasjónir leikaranna, reyna að bera kennsl á þá í gervunum og ræða frammi- stöðu þeirra. Miðaverðið gæti án nokkurrar áhættu farið eftir þessu. Við því er að búast að þessi tilhugun hefði talsverð áhrif á á- fengismenninguna: sennilega yrði hún leikrænni, ef svo má segja, þannig að drykkjulætin færðust yfir í ákveðinn histríón- ískan farveg sem höfðaði meir til sköpunarhæfileika hvers og eins. Um áhrifin á þróun íslenskrar kvikmyndalistar þarf ekki að ræða: það hefur verið gert áður. En eitt er samt ótalið: þær kvik- myndir sem framleiddar væm á þennan hátt yrðu þegar fram liðu stundir alveg ómetanlegar heim- ildir um orðræður, hegðan og sál- arlíf íslendinga á 20. öld, og sennilega jafn einstæðar á sínu sviði og Sturlunga saga á sínu. e.m.j. HELGARPISTILL Föstudagur 8. september 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 25

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.