Þjóðviljinn - 08.09.1989, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 08.09.1989, Blaðsíða 26
1 2 3 (vi 7 5 (o 7 7 ¥ 3 8 7 y i 8 <1 )0 )l 10 V 13 )7 Jí~ )3 ¥ )7 10 7F~ V 18 )l y n 10 7 20 3 13 ¥ 21 12 2 7 23 )l ZH 3 2 V )j 72 )3 ¥ Ut> 12 zr 3 17 25- S? t X<r 2 3 V ZJ 17 2 lo (p 6 77 X 77- )0 20 18 '3 27 X S2. )0 8 w~ 2Ý 8 72 V )b 10 3 2 ¥ \7 10 3 22 22 S2 )7 10 X )X Z ) 3 ) 0 10 22 s \0 20 xH- )7 <y )(? Z )0 17 S? V 2£ 13 2H $2 2H 28 3 7 V 17 )S" 3 >3 V ZH sa b % II w~ T 23 X 22 Z 3 3 y 30 27 J 17 S2 2H IV' Z V X 27 3 Z 3 13 % n sa S2 \H 10 8 27- Z 22 II J? 3 S2 18 )b 31 AÁBDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ Krossgáta Nr. 60 Setjið rétta stafi í reitina hérfyrir neðan. Þeir mynda þá karlmannsnafn. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, merkt: „Krossgáta nr. 60“. Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send vinningshafa. 7 20 17 13 17 13 3 7 10 2V Lausnarorðið fyrir krossgátu nr. 57 var KÁLFATUNGUR. Dregið var úr réttum lausnum og upp kom nafn Sigrúnar Gunnarsdóttur, Hjalta- bakka 22, Reykjavík. Hún fær senda bókina Öspin og ýlustráið eftir Harald Magnússon. JohoSteintiedí Þrúgur * , reiöinnar W Verðlaun fyrir krossgátu nr. 60 er hið klassíska meistaraverk Þrúg- urreiðinnar, eftir John Steinbeck. Mál og menning gaf út. FJÖLSKYLDAN SIGTRYGGUR JÓNSSON Að flýja vandann Fyrir nokkrum vikum, þegar ég hóf umræðuna um hjónaskiln- aði, ræddi ég um það að hjóna- skilnaðir væru oft flótti frá vand- anum. Ekki væri tekist á við þau vandamál, sem upp kæmu í hjónabandinu, heldur hlaupist á brott frá þeim. Nú langar mig að hverfa aðeins til baka til þeirrar umræðu, og eyða nokkrum orð- um í hana í dag og næsta föstu- dag. Ég hef það nefnilega á tilfinningunni að við gerum meir og meir að því að flýja vanda- málin í daglega lífinu í stað þess að takast á við þau. Ég rekst oft á fólk, sem hefur skilið, og augljóst er að annað eða bæði hafa ekki verið tilbúin til þess að takast á við þau vanda- mál, sem upp hafa komið í hjóna- bandinu. í stað þess að takast á við þau og gera heiðarlega tilraun til þess að leysa þau, taka of margir þann kostinn að losna við vandamálin með því að hlaupa burt frá þeim. Skilja. Það er reynar á fleiri sviðum í lífinu, sem ég rekst á það að fleiri og fleiri nqta flótta sem leið til að losna við vandamál. Mér virðist sem við höfum meir eða minna glatað þeim eiginleika að ræða saman. Hjón geta ekki rætt saman nema um nauðsynlega, praktiska hluti, foreldrar geta ekki rætt við börn- in sín um annað en þessa sömu hluti og trúnaðarvinum fækkar um leið og ópersónulegum vina- tengslum fjölgar. Tilfinninga- málin komast aldrei á umræðu- stig og um leið fjölgar þeim, sem einangrast tilfinningalega. Þetta er ef til vill ekki fögur mynd, og sem betur fer á hún ekki við alla, en ég er nokkuð sannfærður um að þeim einstak- lingum og fjölskyldum fjölgar stöðugt, sem hún á við. Lítum aðeins nánar á þetta. Kennum við raunverulega börnum okkar að bera ábyrgð á eigin líðan og takast á við vanlíðan? Höfum við tíma til að hlusta á þau og ræða við þau? Ég held að það sé of algengt að við gerum það ekki. Það tekur miklu lengri tíma að hlusta á þau og ræða við þau held- ur en að taka af þeim ábyrgðina og segja þeim hvað þau eigi að gera. Én um leið vísum við þeim tilfinningalega á bug. Hugsum okkur dæmi. Unglingsstúlka kemur til móður sinnar og segir henni að strákarnir séu alltaf að stríða sér. Alltof algengt er að móðirin spyrji stuttlega: „Hvað gera þeir?”, og gefi svo einfalda ráðleggingu eins og: „Þú skalt bara Táta þá eiga sig” eða „þeir eru bara skotnir í þér” eða „þú skalt bara stríða þeim á móti.” Svona svör fela margt í sér. í fyrsta lagi tekur móðirin ábyrgð af stúlkunni. í stað þess að hjálpa henni að finna réttu leiðina fyrir sig, segir hún henni hvað hún á að gera. Stúlkan lærir ekki að bera ábyrgð á eigin líðan og leysa úr henni með aðstoð. f öðru lagi er þessi aðferð frávísandi á tilfinn- ingar stúlkunnar. í stað þess að hlusta eftir því hvernig stúlkunni líður og hvaða hugrenningar bær- ast með henni um hvers vegna þeir stríði henni, en ekki hinum stelpunum, hvort eitthvað sé að henni eða hvort hún sé einmana og vansæl, hlustar móðirin bara eftir ytra umhverfinu, umbúðun- um, og svarar úr frá því. f þriðja lagi ýtir hún undir að þær mæðgur fjarlægist hvor aðra tilfinninga- lega. Stúlkan lærir að um tilfinn- ingamál á ekki að tala, að móðir- MATUR Miðjarðarhafið Eitt besta ráðið til þess að gleyma grámanum á klakanum er að fylla eldhúsið hvítlauks- og or- egano ilmi sunnan frá Miðjarðar- hafi. Margar leiðir eru til slíks og verður hér einnar getið. Við ætlum að búa til lasanju. Til þess þarf í fyrsta lagi lasang- japlötur, bólónessósu, hvíta sósu og ost, eldfast mót, potta, sleifar og eldavél með bakarofni. Við byrjum á því að stilla ofn- inn á 200 gráður og stingum eld- fasta mótinu inn í hann svo það sé heitt þegar réttinum verður kom- ið fyrir í því. Þá er það bólónessósan. í hana þarf eftirfarandi: Smjörklípu, beikon, sveppi, gulrætur, nautahakk, kjúklingalifur, hvítlauk, túmatpúrru, kjötkraft, vatn, rauðvín (eða hvítvín), pipar, múskat, oregano og fleiri krydd eftir smekk. Eitt beikonbréf er opnað og fleskið skorið í smáa strimla. 200 grömm (minna eða meira eftir smekk) af sveppum hreinsaðir og brytjaðir niður. Tvær meðalstór- ar gulrætur brytjaðar niður. Kjúklingalifurin hökkuð (hægt að sleppa henni ef hún er ekki til á heimilinu). Smjörklípan brædd í þykk- botna potti. Beikonið brúnað, þá sveppum bætt í, þrjú hvítlauksrif marin í hvítlaukspressu yfir sveppina. 400 gr. af nautahakki sett út í pottinn og það brúnað. Hrært stöðugt í á meðan. Gulrót- um bætt út í. Piprað og kryddað með múskati. Túmatpúrru bætt í og smá vatnsslettu. Einn kjöt- kraftsteningur mulinn í pottinn. Þetta er svo látið malla á meðan hvíta sósan er gerð,en oregano sett út í síðast. í hvítri sósu er: Hveiti, smjörklípa, rjómi, múskat. Smjörið brætt og tveir pelar af rjóma hitaðir við lágan straum á meðan. Hveitinu hrært út í smjörið og rétt áður en suðan kemur upp á rjómanum er hann tekinn af hellunni og sósan bökuð upp með honum. Kryddað með múskati. Ostur er rifinn. Gott að nota sterkan óðalsost og blanda parm- esan út í. Nú er eldfasta mótið tekið úr ofninum. Oregan sett yfir bólón- essósuna og hún þynnt örlítið með víninu. Fyrst er helit þunnu lagi af hvítri sósu f botn mótsins. Ofan á hana eru settar lasanja- plötur, eitt lag. Bólónessósa ofan áplöturnar, þá hvít sósaogsíð- ast rifinn ostur. Annað lag af las- anjaplötum er sett ofan á rifna ostinn, þá bólónessósa, hvít sósa og að lokum rifinn ostur. Þetta bakað við 200 gráður í ofninum þar til osturinn er orðinn fallega gullbrúnn. Með þessu skal bera parmesan ost og rauðvín og því getum við lofað að haustdrunginn hverfur. in hefur ekki tíma fyrir hana og erfiðleika eða vandamál á að losa sig við, líta framhjá þeim. Hún lærir einnig að það eina sem hægt sé að gera sé að vera sterk og treysta aðeins á sjálfa sig. Hvað getur hún þá gert við vanlíðan sína? Það er erfitt að sitja einn uppi með mikla vanlíðan, þannig að auðveldast er að læra það að koma sér burt þegar eitthvað, sem getur valdið vanlíðan er í uppsiglingu. Hlaupa út, skella hurðum, Ieggjast fyrir framan sjónvarpið og útiloka sig o.s.frv. Þetta yfirfærir hún svo á allar að- stæður, með vinum og síðar í vinnu og gagnvart maka. Það get- ur líka verið mjög gott að gleyma öllu undir áhrifum vímugjafa. Flótti í hvaða mynd sem er verður lausn þeirra, sem aldrei læra að bera ábyrgð á eigin líðan og tak- ast á við hana. Þeir, sem læra að nota flótta frá erfiðleikum, takast bara á við ytri aðstæður. Þeir skoða stanslaust hverjum hlutirnir séu að kenna og ásaka ætíð aðra fyrir þá stöðu sem þeir eru í. Lausnin liggur ætíð í því að aðrir eigi að gera eitthvað til þess að þeim líði bet- ur. Rifrildin í hjónabandinu ganga stanslaust út á ásakanir og leiða því til þess að hinn aðilinn er stöðugt í vörn og raunveruleg umræða um hvað geti leitt til lausnar verður aldrei til. Að lok- um verða rifrildin svo þrúgandi, hjónin komin svo langt frá hvort öðru og flóttaleiðin tiltæk með skilnaði, að hún er valin. Hins vegar fylgir oft tilfinningin um að ekki hafi verið reynt til þrautar. Peir sem hafa áhuga á að fræðast um eitthvert ákveðið efni varðandi fjölskylduna geta skrif að. Merkið umslagið: Fjölskyldan; Nýtt Helgarblað, Þjóðviljanum, Síðumúla 6, Reykjavík. 26 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 8. september 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.