Þjóðviljinn - 12.09.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.09.1989, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 12. september 1989 154. tölublað 54. árgangur Samvinnubankinn — Sverrir dregur SIS í land Bankaráðsmenn Sjálfstœðisflokks og Framsóknarflokks sameinast um samning Sverris og Guðjóns. Kaupverðið ofmetið á rösklegamiljarð króna. Lúðvíkjósepsson: Eina sjáanlega skýringin að Sambandið rambi á barmi gjaldþrots Slæm fjárhagsstaða Sambands- ins réði öðru fremur hinu háa kaupverði á hlutabréfum í Sam- vinnubankanum. Landsbankinn hefur sem kunnugt er gert drög að kaupum á 52% hlutafjár í Samvinnubankanum fyrir 828 miljónir króna og telja Lúðvík Jósepsson og Eyjólfur K. Sigur- jónsson fulltrúar Alþýðubanda- lags og Alþýðuflokks í bankaráði Landsbankans kaupverðið allt of hátt. Samkomulagið, sem Sverrir Hermannsson gerði án þess að aðrir bankastjórar kæmu þar nærri, var samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur. Voru það fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem greiddu því atkvæði sitt. - Eina sjáanlega skýringin á þessu háa kaupverði er að Sam- bandið rambi á barmi gjaldþrots. Landsbankinn á ekki að greiða þann böggul heldur ættu forráða- menn Sambandsins að leita til ráðamanna þjóðarinnar um lausn á þessum vanda, sagði Lúðvík Jósepsson í gær. Hann lagði ásamt Eyjólfi K. Sigurjónssyni fram bókun um vinnubrögð og afgreiðslu málsins á fundi bank- aráðs Landsbankans á sunnudag. f bókun um vinnubrögð bentu þeir ma. á að aðeins einn af þrem- ur bankastjórum Landsbankans hafi samið um kaupverðið án þess að tillaga um það hafi nokkru sinni verið rædd í banka- ráði. Ennfremur hafi bankamála- ráðherra ekki veitt heimild fyrir kaupunum enda hafi bankaráðið ekki óskað eftir heimildinni. Þannig hafi lög um viðskipta- banka verið brotin og vekja þeir einnig athygli á að 7 sólarhringar liðu frá því að opinberlega var tilkynnt um samkomulagið þar til þeir fengu svonefnd „minnis- atriði vegna samnings um kaupin“ í hendur. Þá hafði hinn samningsaðilinn haldið fjöi- mennan stjórnar- og trúnaðar- mannafund um samkomulagið og samþykkt það fyrir sitt leyti. f bókun Lúðvíks og Eyjólfs um afgreiðslu málsins telja þeir kaupverðið á hlutabréfunum frá- leitt enda jafngildi það 1600 milj- óna króna verði alls bankans. Þeir telja einnig fráleitt að skuld- binda Landsbankann næstu 15 ár til að veita Sambandinu jafn mikil lán með sama hætti og nú og það að auka þau lán ef umsvif Sambandsins aukast. Sama gildir um loforð til að veita kaupfé- lögum og dóttur- og samstarfsfyr- irtækjum þeirra óskerta lánafyr- irgreiðslu um ókominn tíma. í bókuninni benda Lúðvík og Eyj- ólfur þó skýrt á að þeir séu ekki á móti því að Landsbankinn kaupi yfirráðarétt yfir Samvinnubank- anum. í fréttum Sjónvarpsins í gær sagði Sverrir Hermannsson þess- ar bókanir vera uppfullar af rang- færslum. Lúðvík Jósepsson segir bókanirnar hinsvegar vera gerðar eftir þeirra bestu vitund og þeim gögnum sem þeim voru gefin. Hann kannaðist ekki við neinar rangfærslur í bókununum. - Samvinnubankinn var í fyrra metinn á 587 miljónir króna en nú hefur verð hans minnkað um 60 miljónir þannig að nettó verð bankans er aðeins rúmlega 500 miljónir króna. Engu að síður hefur Sverrir Hermannsson á eigin spýtur gert samkomulag við Guðjón B. Ólafsson um kaupverð á 52% í bankanum sem jafngildir Ný ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar, semtókvið völdum ásunnudag. Mynd: Pjetur Sigurðsson. Fjármagnsskattur Barist við vindmyllur ÞorsteinnPálsson stóryrturgagnvart skattlagningu sem engin áform eru um. Ólafur Ragnar Grímsson: Algert rugl Þingflokkur Sjálfstæðisflokks- ins samþykkti á flmmtudag ályktun gegn skattlagningu á ið- gjöld og vaxtatekjur lífeyrissjóða. I sjónvarpsfréttum kaUaði Þor- steinn Pálsson ráðherra ríkis- stjórnarinnar „berrassaða ræn- ingja og þjófa“ og að Sjálfstæðis- flokkurinn myndi aldrei líða þennan þjófnað. Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðu- bandalagsins segir þennan mál- flutning Þorsteins og þingflokks Sjálfstæðisflokksins algert rugl og baráttu við vindmyllur. Ólafur sagði Þorstein og félaga hafa kosið sér það hlutverk að slást við vindmyllur og eigin hug- aróra. Þeir gefi út harðorðar yfir- lýsingar um tillögu ríkisstjórnar um skattlagningu lífeyrissjóða, og virðist samkvæmt ummælum Þorsteins ætla að byggja stjórnmálabaráttuna í vetur á þeirri afstöðu. Þetta væri hins vegar algert rugl. Engar tillögur hefðu komið fram innan ríkis- stjórnar um að flytja frumvarp í þessa veru. í drögum að fjárlagafrumvarpi er ekki reiknað með einni einustu krónu í skatttekjum af lífeyris- sjóðum, að sögn Ólafs RagnarsJ Allur málflutningur Þorsteins ( Pálssonar og þingflokks Sjálf-j stæðisflokksins virkaði sem hið' fullkomna grín og farsi þar sem allt væri komið í einn rugling. „Það hvarflar þess vegna að manni hvort Þorsteinn Pálsson og Sjálfstæðisflokkurinn ætli að kjósa sér hlutverk vindmylluridd- ara í íslenskri pólitík," sagði Ólafur Ragnar. Staðreyndir málsins væru þær, að í áliti nefndar sem vann að tillögum um skattlagningu fjár- magnstekna, væri skýrt tekið fram að hún reiknaði ekki með tekjum af skattlagningu lífeyris- sjóða. Það virtist sem Þorsteinn og félagar hefðu annað hvort ekki viljað eða ekki nennt að lesa alla skýrslu nefndarinnar, heldur aðeins valið eina blaðsíðu en gleymt öllum hinum. I skýrslunni gerir nefndin grein fyrir skattlagningu fjármagns-, tekna í ýmsum löndum og hvern- ig hún gæti verið í þróuðu fjár- magnskerfi, þar sem lífeyrissjóð- ir hafa lengi verið þróaðar stofn- anir líkt og bankar og trygg-l ingarfélög, sagði Ólafur Ragnar. Út frá grundvallarreglum um samræmt kerfi í Vestur-Evrópu, væru fjármagnstekjur lífeyris- sjóða á almennum grundvelli sama eðlis og aðrar fjármagns- tekjur. Vegna sérstöðu íslenskra lífeyrissjóða, sem margir hverjir væru mjög ungir og hefðu byggt upp fjármagn sitt á tímum þar sem verðbólga brenndi upp fé, væri ekki gerð tillaga um að skatt- gja þá í skýrslu nefndarinnar. Jlafur Ragnar sagði að Þor- steinn Pálsson hefði getað komist að öllu þessu, hefði hann bara lesið skýrsluna í stað þess að hlaupa fram með írafári og stór- yrðum, kallandi ráðherra þjófa og ræningja. -hmp um 1600 miljónum fyrir allan bankann, þar af er gert ráð fyrir að 525 miljónir séu greiddar út. Þessu hljótum við að mótmæla, sagði Lúðvík í samtali við Þjóð- viljann í gær. - Kaupverðið virðist við fyrstu sýn vera ákaflega hátt og þarf að skýra það vandlega áður en gengið verður frá kaupunum, sagði Jón Sigurðsson viðskiptas- ráðherra í gær. Hann sagðist hafa beðið um öll gögn vegna málsins og verða gögnin einnig send ríkis- endurskoðun og bankaeftirlitinu en kaupin á Samvinnubankanum eru háð samþykki viðskiptaráð- herra. -þóm Miðstjórn Ab Sterkari ríkisstjóm Miðstjórn Ab samþykkti nýja ríkisstjórn meðyfir- gnœfandi meirihluta. Ólafur Ragnar Grímsson: Ánægður með þennan eindregna vilja Miðstjórn Alþýðubandalagsins samþykkti með öllum þorra at- kvæða gegn fjórum nýtt stjórn- arsamstarf með þátttöku Borg- araflokks á miðstjórnarfundi um helgina. Ný ríkisstjórn tók sfðan við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á sunnudag, þar sem þeir Júlíus Sólnes og Oli Þ. Guðbjartsson tóku við ráðherra- embættum fyrir Borgaraflokk- inn. Júlíus verður fyrst um sinn ráðherra Hagstofu íslands en tekur við ráðuneyti umhverfls- mála um áramót og Óli verður dómsmálar áðherra. Ólafur Ragnar Grímsson, for- maður Alþýðubandalagsins, seg- ist vera mjög ánægður með þann eindregna vilja sem fram hafi komið á fundinum gagnvart nýrri ríkisstjómarþátttöku. Flokknum væri mikilvægt að hafa svo ein- dreginn og breiðan stuðning í stjórnarsamstarfi. Að sögn Ólafs mun þessi stuðningur miðstjórnarinnar gera flokknum kleift að beita sér með áhrifaríkari hætti innan stjórnarinnar í málum sem hann leggi áherslu á. Niðurstaða miðstjómar sýni mjög skýra pól- itíska afstöðu gagnvart framtíð- inni. „Miðstjórn vill að ríkis- stjórnin hafi sterka stöðu til að koma sínum stefnumálum fram,“ sagði ólafur Ragnar. I ljósi þess að fyrir rúmu ári vom skiptar skoðanir um þátt- töku Borgaraflokks í ríkisstjórn, sagði Ólafur að það væri sér dýr- mætt að fá jafn eindregna stuðn- ingsyfirlýsingu gagnvart þeirri breytingu sem nú hefur verið gerð á ríkisstjórninni. Þessi breyting gerði bæði Alþýðu- bandalagið og ríkisstjórnina sterkari en áður. -hmp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.