Þjóðviljinn - 12.09.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.09.1989, Blaðsíða 3
Birting Máskráfélaga Ólafur Ragnar Grímsson: Deilur til lykta leiddar íflokknum með samþykktmiðstjórnar Beiðni Birtingar um að félagið teldist vera málefnafélag innan Alþýðubandalagsins og mætti þess vegna skrá nýja félaga í flokkinn, var samþykkt á mið- stjórnarfundi flokksins um síð- ustu helgi. í upphafi fundar lagði formaður flokksins, Ólafur Ragnar Grímsson, til að beiðni Birtingar yrði samþykkt. Átta miðstjórnarmeðlimir greiddu at- kvæði gegn tillögunni. Ólafur Ragnar segist telja að með þessari samþykkt hafl þær deilur sem ríkt hafa í flokknum um Birtingu, verið ieiddar til lykta. f samtali við Þjóðviljann sagð- ist Ólafur hafa talið nauðsynlegt að lýsa því yfir á fundi miðstjórn- ar, að Birting væri tvímælalaust málefnafélag innan Alþýðu- bandalagsins, og ætti að fá að skrá nýja félaga í flokkinn og efla þannig og styrkja hann. Það væri ekki í verkahring miðstjórnar að ákveða skipan mála á Reykjavík- ursvæðinu. Slíkt yrði að ákvarð- ast af samkomulagi Alþýðu- bandalagsfélags Reykjavíkur og Birtingar. Formaður miðstjórnar, Svan- fríður Jónasdóttir, sagði að niðurstaða fundarins fæli í sér ák- veðinn skilning á lögum Alþýðu- bandalagsins. Ekki væri hægt að tala um sigur eða ósigur í þessu sambandi. Birting hefði með þessu sömu réttindi og aðrar grunneiningar flokksins. Það er einnig mjög mikilvægt fyrir einingu í flokknum og styrk hans út á við að niðurstaða mið- stjórnar var jafn afgerandi og raun bar vitni, að mati Ólafs Ragnars. Hann vonaðist til að þessi niðurstaða yrði til þess að allir flokksmenn tækju þátt í að efla málefnastarf og umræðu innan flokks, og taki þannig þátt í að efla grunn að nýrri framtíð. Fyrir nýtt fólk sem vildi koma til liðs við flokkinn með þessum hætti, væri mikilvægt að afstaða miðstjórnar væri þetta skýr. Formaðurinn sagðist því telja að fundur miðstjórnar hafi verið styrkur fyrir málefnalega og pól- itíska stöðu Alþýðubandalagsins og markað sterkan grundvöll fyrir málefni framtíðarinnar. „Flokkur jafnaðarmanna, vinstrafólks og sósíalista þarf á öflugum og nýjum hugmyndum að halda,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson. -hmp/ns Miðstjórn AB Brýnt að styritja stöðu launafólks Samþykkt samhljóða að krefjastþess afráð- herrum Alþýðubandalagsins að beita sérfyrir nauðsynlegum lagabótum umþað hvenær maður er launamaður eða sjálfstœður at- vinnurekandi Amiðstjórnarfundi Alþýðu- bandalagsins um helgina var samþykkt samhljóða ályktun þar sem þess er kraflst af ráðherrum flokksins að þeir beiti sér fyrir nauðsynlegum lagabótum til að styrkja stöðu launafólks á vinn- umarkaði hvað varðar það hve- nær maður er launamaður eða sjálfstæður atvinnurekandi. f greinargerð^ með ályktunni sem Kristbjörn Árnason formað- ur Félags starfsfólks í húsgagna- iðnaði bar upp segir: ,,Á siðustu árum og þó einkum á síðustu mánuðum hefur það færst mjög alvarlega í vöxt að ráðningas- amningar launafólks hafi verið færðir í búning verktakastarfsemi og launamaðurinn talinn undir- verkataki atvinnurekandans. Mörg deilumál hafa risið vegna þess hvað lögin um það hvenær maður telst launamaður og hve- nær sjálfstæður atvinnurekandi eru óskýr.“ „Þetta hefur leitt til þess að fjöldi launamanna hefur neyðst til þess af kröfu atvinnurekanda, nú á þessum samdráttartímum að ráða sig í vinnu á slíkum kjörum. Þá yfirleitt bundið samnings- bundnum kjörum þess stéttarfé- lags sem samið hefur um kaup og kjör á viðkomandi vinnustað til þess að fá atvinnu. Algengt er að starfsfólki er sagt upp störfum og síðan boðið upp á slík býtti. I öllum tilfellum hrynja af þessu fólki öll lagaleg og samnings- bundin mannréttindi sem gangast undir þessa nauðung." „Hinn raunverulegi atvinnu- rekandi er þannig laus allra mála og áhættan af atvinnurekstrinum liggur þá öll hjá hinum raunveru- lega launamanni. Ef ekki verður gripið í taumana nú þegar og rétt- ur launafólks tryggður gagnvart þessum árásum atvinnurekanda og stöðu launafólks í atvinnulíf- inu, þá mun máttur verkalýðsfél- aganna nánast hrynja á örstuttum tíma og ekki aðeins það heldur einnig aílt velferðarkerfið í landinu." -grh Stéttarsamband bœnda Ahersla á fjölskyldubú Miklar umræður urðu ó aðal- fundi Stéttarsambands bænda um ályktun verðlags- og kjaranefndar um ,rstarfsskilvrði landbúnaðar, kjör bænda og verðlagsmál“. Sú ályktun, sem endanlega var samþykkt, var í 9 liðum. Áhersla var lögð á fjölskyldu- bú en skorður reistar við frekari uppbyggingu eða stækkun verk- smiðjubúa. Forgangsverkefni rannsókna- og leiðbeiningaþjón- ustu bænda verði að leita leiða til lækkunar á búvöruverði. Krafist er að stjómvöld móti samræmda, ábyrga stefnu um niðurgreiðslur og skattlagningu á búvörur og að söluskattur á þeim verði ekki hærri en 8%. Fundurinn studdi þá hugmynd, að niðurgreiðslur gangi beint til bænda ef athugun leiði í ljós, að það sé þeim til hags- bóta. - mhg Þrlðjudagur 12. september 1989JÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Þessi laun eru að sjálfsögðu svimandi há við hliðina á launum verkafólks í landinu. Þau eru þó varla nema brot afþeim launum sem hinir ósýnilegu og ósnertanlegu hafa Abatasamar Það sem af er þessum áratug hefur átt sér stað hröð þróun í íslensku samfélagi sem hefur ger- breytt efnahagslegri afkomu al- mennings og þeirra sem draga til sín fjármagn. Allt frá því ríkis- stjórn Steingríms Hermanns- sonar afnam vísitölutryggingu launa árið 1983, hefur stöðugt sigið á ógæfuhlið launafólks og bilið á milli hinna moldríku og hinna fátæku hefur stækkað. Sú þjóðsaga var lengi almennt viður- kennd á íslandi að engir auðmenn gistu þetta land víkinga, hér ríkti meiri jöfnuður en þekktist í öðr- um kapitalískum ríkjum. Þróun síðustu ára hefur náð að drepa þessa þjóðsögu. íslensk auðmannastétt er sýni- legri en nokkru sinni fyrr. Hún skammast sín ekki fyrir auðæfi sín enda lifir hún við skilyrði sem hampa þeim sem berast á. Því er líka með öflugri hætti en áður innprenntað í almenning, að ríki- dæmi sé eitthvað sem allir geti öðlast. Þar ráði engir stéttahags- munir ferðinni, heldur dugnaður og þor, útsjónarsemi og fjármála- vit. Þeir sem hafi síðan ekkert af þessum eiginleikum, geti freistað gæfunnar í fjölmörgum happa- drættum þjóðarinnar og þannig óvænt eignast lykil að himnanna dyrum. Bjargræði happsins Þetta uppeldi endurspeglast mjög sterkt í vikulegum skemmtiþætti í ríkissjónvarpinu. Þar mætir til leiks huggulega búið par og tilkynnir hversu kaupóð þjóðin hafi verið þessa vikuna á lottómiða og hvað vinningurinn sé stór. Síðan er gælt við lottó- vélina eins og hún væri lifandi vera og þjóðin bíður í andakt eftir að Lotta birti í glymum sínum tölur kvöldsins. Sigríður Jóns- dóttir Sóknarkona gæti á örfáum mínútum breyst í milljónamæring. Þá er reglulega birt samantekt yfir það hversu mörgum milljónamæringum blessuð lottóvélin hafi ungað út frá upphafi. Þessi skemmtiþáttur byggist auðvitað ekki á öðm en því að hæðast að vinnandi fólki þessa lands. Hugmyndir borgarastétt- arinnar hafa frá upphafi verið þær að kjarnanum til, að lífið sé eitt lotterí. Það sé náttúrulögmál að sumir séu einfaldlega ríkir en aðrir fátækir. Þessi hrokastefna hefur leitt af sér fyrirlitningu á fátæku fólki, þar sem hún hefur náð að þróast lengst og ef mál þróast með svipuð hætti á íslandi og verið hefur, gæti þessi hroki náð upp á yfirborðið. Lögmál borgarastéttarinnar um „eðiilega ríka og eðlilega fá- tæka“ ætti að koma fram þegar tekjur ólíkra þjóðfélagshópa em skoðaðar. Eitt málgagn borgar- astéttarinnar, Frjáls verslun, tók saman merkilegt yfirlit um þetta í síðasta tölublaði. Þar er hulunni af hinum raunverulegu auð- mönnum þjóðarinnar auðvitað ekki svipt af, enda ekki við því að búast. Hér er aðeins um að ræða uppljóstranir um kaup manna í efri þenslustétt, sem af ýmsum ástæðum geta ekki falið tekjur sínar. Engu að síður er mjög forvitni- Iegt að skoða þennan hóp. Þetta er sá hópur sem öll kapitalísk samfélög verða að halda góðum og sæmilega feitum, ef einhver samstaða á að ríkja í efri lögum samfélagsins um það þjóðfé- lagsform sem kapitalisminn er. Það hefur sýnt sig margsinnis í mannkynssögunni, að þegar þessi hópur fer að kveinka sér er voðinn vís. Efri millistéttin er í BRENNIDEPLI nefnilega póhtískt hugsjónalaus að öðru leyti en því, að hún styð- ur þá sem gefa henni stúkusæti við kjötkatlana. Mesta athygli vekur í saman- tekt Frjálsrar verslunar, að í kap- italísku hagkerfi íslands þrífast fógetar á óförum samborgara sinna, rétt eins og skattheimtu- menn hafa gert í aldaraðir. Jón Skaftason, yfirborgarfógeti í Reykjavík, hefur til að mynda fitnað laglega af launum sínum árið 1988, þegar frjálshyggjutil- raun Þorsteins Pálssonar stóð sem hæst. Á meðan fjármagns- eigendur dunduðu sér við að plokka fasteignir og aðrar eignir af vinnandi fólki, undir yfirskini frjálsra vaxta, innheimta fógetar 3% af öllum gjaldþrotum sem þeir þurfa að staðfesta með emb- ættisstimpli sínum. Skattskyldar tekjur Jóns á síðasta ári voru litl- ar 10,9 milljónir króna. Hann hafði að jafnaði tæpa milljón í mánaðartekjur. Aðrir fógetar bera minna úr býtum, enda umdæmi þeirra smærri og kannski „óhöppin“ færri. ÁsgeirPétursson bæjarfóg- eti í Kópavogi er í öðru sæti á þessum afrekalista, var aðeins með 7,5 milljónir í skattskyldar tekjur á árinu 1988. í þriðja sæti er Jón Eysteinsson, bæjarfógeti í Keflavík, með 6,7 milljónir króna. Elías I. Elíasson, bæjar- fógeti á Akureyri fylgir fast á eftir með 6,3 milljónir og neðstur í út- tektinni er sýslumaðurinn á Húsavík, Halldór Kristinisson, með 2,8 milljónir króna. Þessi laun eru að sjálfsögðu svimandi há við hliðina á launum verkafólks í landinu. Þau eru þó varla nema brot af þeim launum sem hinir ósýnilegu og ósnertan- legu hafa á bakvið leiktjöld vel- ferðarsamfélagsins. Látum þá liggja á milli hluta en berum al- mennt launafólk saman við áð- urnefnda fógeta. Kjararann- sóknarnefnd fylgist með launum verkafólks og gerir reglulega skýrslur þar um. Gylfi Amórsson hjá Kjararannsóknamefnd sagði nefndina fylgjast með launum sjö hópa. Verðlagning handverksins Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs voru heildarmánaðarlaun þess- ara hópa eins og hér segir: Verka- menn: 83,106 kr., verkakonur: 63,556 kr., iðnaðarmenn: 11,222 kr., afgreiðslukarlar: 89,708 kr., afgreiðslukonur: 69,913 kr., skrifstofukarlar: 108,744 kr. og skrifstofukonur: 75,406 kr. Meðallaun landverkafólks innan vébanda ASÍ voru á sama tíma 84,967 kr. Fyrir alla þá sem einhverntíma kaupa í matinn á íslandi, greiða orkureikninga, afborganir af lán- um og húsaleigu, er það stað- reynd að þessi laun duga engan veginn fyrir eðlilegri framfærslu. Fjöiskyldum verkafólks hefur með skipulegum hætti á undan- fömum 6 árum verið komið í slíka sjálfheldu, að ekkert annað en róttækur uppskurður á öllu launakerfi landsins getur bætt þar úr. Sá fáránleiki að skuldir fólks skuli verðtryggðar en laun þess óverðtryggð, spilar auðvitað stóra rullu í þeirri frelsissviptingu sem á sér stað á vinnandi fólki. Þegar vinnukraftar fullfrísks fólks era svo lítið metnir, er það auðvitað ekkert annað fjötrar á hendur þessa fólks. Þegar það síðan glatar eignum sínum eftir að hver efnahags- og spamaðar- ráðstöfun heimilisins hefur bmgðist á fætur annarri, mætir það fyrir fógeta sem hagnast af öllu saman. Hvernig sem á þetta fyrirkomulag er litið, þá er það siðlaust og það er verkefni allra sem eitthvert siðgæði bera í brjósti, að brjóta það á bak aftur. Forsætisráðherra hefur marg- lýst yfir, að hann vilji lánskjara- vísitölu og helst allar vísitölur feigar. Hann hefur einnig lýst því yfir að andstaðan við þá tillögu sé mest í Seðlabanka íslands, bank- akerfinu í heild og á hinum svo kallaða grá markaði fjár- magnsins. Þessa andstöðu verður að brjóta á bak aftur og það verð- ur að finna leið til að finna pen- ingana þar sem þeir liggja og dreifa þeim réttlátlega á milli þegna landsins með ráðum stjórnkerfisins og skattakerfisins. Ólafur Ragnar Grímsson, fjár- málaráðherra, segir að nú fari fram endurskoðun á því skipulagi sem skapi vissum hópum innan hins opinbera kerfis svimandi há laun. Sá launamunur sem sé við lýði í kerfinu sé tvímælalaust í andstöðu við þær jafnaðarhug- myndir sem Álþýðubandalagið hafi að leiðarljósi. Launafólk hlýtur að binda nokkrar vonir við að þetta starf ráðuneytisins skili árangri, því þannig verður meira til skiptanna og einhverjar líkur verða til þess að hægt sé að slá á neyð þeirra sem raunverulega búa við kjör sem ekki em sæm- andi nútíma veiferðarþjóðfélagi. Þegar sýslumaður eða fógeti gerir upp heimili alþýðufólks, er það sorgarathöfn sem enginn ætti að hagnast á. -hmp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.