Þjóðviljinn - 12.09.1989, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 12.09.1989, Blaðsíða 10
VIÐ BENDUM Á Hans Mann. Gyðingar r a íslandi Sjónvarp kl. 20.30 í kvöld verður á dagskrá Sjón- varps heimildarkvikmynd sem nefnist Gyðingar á íslandi. Þetta er mynd sem Ríkissjónvarpið hefur Iátið gera og fjallar hún um flóttamenn af gyðingaættum á ís- landi á fjórða áratugnum. Eftir valdatöku nasista í Þýskalandi 1933 hófust skipulegar ofsóknir gegn gyðingum í landinu og þús- undir þeirra flýðu land. Nokkur hópur gyðinga reyndi að fá hæli á, íslandi á þessum árum, þeirra á meðal systkinin Olga Rottbergar og Hans Mann. Olga kom til ís- lands í desember 1935 og Hans árið eftir. Maður Olgu, Hans Rottbergar kom á fót leðurverk- stæði í bænum. Vorið 1938 var hjónunum hins vegar vísað úr landi og þau flutt nauðug í skip ásamt börnum sínum tveimur, eins og tveggja ára. Þeim tókst að fá hæli í Danmörku, en flýðu árið 1943 í fiskibáti til Svíþjóðar. Börn sín, sem þá voru orðin fjögur, urðu þau að skilja eftir á Fjóni. Hans Mann hefur búið á íslandi alla tíð síðan. Móðir þeirra Olgu, Helene Mann, lést hér árið 1945 og hafði þá fregnað eftir langa bið að dóttir hennar og tengdasonur væru enn á lífi. Allt til ársins 1940 stóð til að Hans og Helene Mann yrði einnig vísað úr landi, en ekki varð af brottflutn- ingnum því breskur her steig á land á íslandi um þær mundir. í þættinum er fjallað um afstöðu íslenskra stjórnvalda og almenn- ings til flóttamanna af gyðinga- ættum og rætt er við systkinin Olgu og Hans. Frásögn Olgu var tekin upp í Vestur-Þýskalandi skömmu fyrir andlát hennar, en hún lést í ágúst sl. Umsjónarmað- ur þáttarins er Einar Heimisson. Eitur og rýtingur Rás 1 kl. 22.30 í kvöld verður flutt á Rás 1 sakamálaleikritið „Eitur og rýt- ingur“ eftir breska leikritahöf- undinn Erich Saward. Leikstjóri er Hávar Sigurjónsson en þýð- ingu gerðu Bergljót og María Kristjánsdætur. Leikurinn gerist á Indlandi. Ung kona hittir gaml- an sagnaþul sem segir henni sögu af Englendingi nokkrum sem stuttu áður hafði orðið indversk- um manni að bana. Leikendur eru Ævar R. Kvaran, Sigurður Karlsson, Guðmundur Ólafsson, Árni Pétur Guðjónsson og Vil- borg Halldórsdóttir. PAGSKRÁ ÚTVARPS OG SJÓNVARPS SJÓNVARPIÐ 17.50 Múmfndalurinn Finnskur teikni- myndaflokkur gerður eftir sögu Tove Janson. 18.15 Kalli kanfna Finnskur teiknimynda- flokkur. 18.20 Hrappur og Hnappur Bandarísk teiknimynd. 18.50 Táknmálsfróttir 18.55 Fagri-Blakkur Breskur framhalds- myndaflokkur. 19.20 Barði Hamar Bandarískur gaman- myndaflokkur. 20.00 Fréttlr og veður 20.30 Gyðingar á íslandi Ný íslensk heimildamynd um flóttamenn af gyðing- aættum á Islandi á fjórða áratugnum. Rætt er við systkinin Olgu Rottberger og Hans Mann, en þau flýðu undan ofsókn- um nasista til Islands árið 1935. 21.15 Eyðing Fjórði þáttur. Breskur spennumyndaflokkur í fimm þáttum. 22.05 Stefnan til styrjaldar Annar þáttur - Bretland. Breskur heimildamynda- flokkur í átta þáttum um heimsstyrjöld- ina síðari og aðdraganda hennar. 23.00 Selnni fróttir og dagskrárlok. STÖÐ 2 16.45 Santa Barbara 17.30 Bylmingur 18.00 Elsku Hobo Framhaldsmynd fyrir unga sem aldna. 18.30 Islandsmótið f knattspyrnu Um- sjón: Heimir Karlsson. 19.19 19.19 20.00 Alf á Melmac Teiknimynd um Alf á plánetunni sinni Melmac. 20.30 Vlsa-sport Svipmyndir frá öllum heimshornum í léttblönduðum tón. Um- sjón: Heimir Karlsson. 21.30 Óvænt endalok Sorglegur missir Sad Loss. Það stefnir allt í gjaldþrot þeg- ar nýr ættingi kemur fram á sjónarsvið- ið. Hvernig á Claire nú að bjarga hóte- linu sfnu frá gjaldþroti? 22.00 Fordómar Prejudice. Fordómar birtast í ýmsum myndum meðal okkar en í þessri mynd verða sagðar tvær að- skildar sögur um konur sem hafa mátt jx)la takmarkalausa fordóma í starfi sínu. Annars vegar er sagt frá ijósmynd- ara sem verður fyrst kvenna til þess að hljóta almenna viðurkenningu fyrir störf sín. En þessi skyndilegi frami fer mjög fyrir brjóstið á starfsbræðrum hennar og reyna þeir margt miður til eftirbreytni til þess að brjóta hana niður. Síðari mynd- in fjallar um hjúkrunarfræðing frá Fil- ippseyjum sem starfar á bandarisku sjúkrahúsi. Hæfileikar hennar eru van- metnir af starfsfólki og hún mætir mikilli andúð meðal sjúklinganna. En um þver- bak keyrir þegar hún sækir um stöðu- hækkun. 23.30 Aprflgabb April Fool’s Day Ung stúlka býður nokkrum skólasystkinum sfnum til dvalvar á heimili foreldra sinna á afskekktri eyju. 00.55 Dagskrárlok. RÁS 1 FM,92,4/93,5 6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Örn Bárð- ur Jónsson flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 I morgunsárið með Randveri Þor- lákssyni. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fróttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Lesið úr forustugreinum dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. Tilkynning- ar laust fyrir kl. 7.30,8.00,8.30 og 9.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn - „Júlíus Blom veit sínu viti" eftir Bo Carpelan. Gunnar Stefánsson les þýðingu sína. 9.20 Morgunleikfimi með Halldóru Björnsdóttur. 9.30 Landpósturinn - Frá Vestfjörð- um Umsjón: Finnbogi Hermannsson. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tfð Hermann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur Umsjón: Hanna G. Sigurðardóttir. 12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfróttir 12.45 Veðurtregnir. Tilkynningar. Tónlist. 13.05 ( dagslns önn - Hinn innri eldur. Síðasti þáttur um makróbíótískt fæði. Umsjón: Sverrir Guðjónsson. 13.35 Miðdegissagan: „Ein á ferð og með öðrum“ eftir Mörthu Gellhorn. Anna María Þórisdóttir þýddi. Sigrún Björnsdóttir les. 14.00 Fréttir. Tilkynningar. 14.05 Eftirlætislögin Svanhildur Jakobs- dóttir spjallar við Tómas A. Tómasson veitingamann sem velur eftirlætislögin sfn. 15.00 Fróttir 15.03 Með múrskeið að vopni Fylgst með fornleifauppgreftri á Stóru-Borg undir Eyjafjöllum. Síðari hluti. Umsjón: Steinunn Harðardóttir. 16.00 Fróttir 16.03 Dagbókin Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir 16.20 Barnaútvarpið - Heimsókn á barnadeildir sjúkrahúsanna Umsjón: Sigríður Arnardóttir. 17.00 Fréttir 17.03 Tónlist á sfðdegi eftir Béla Bartók. Zoltán Kocsis leikur á selestu og pianó með félögum úr Hátíðarhljómsveitinni í Búdapest; Ivan Fischer stjórnar. Tónlist fyrir strengi, slagverk og selestu. Raps- ódia fyrir píanó og hljómsveit. 18.00 Fróttlr 18.03 Að utan Fréttaþáttur um erlend málefni. 18.10 Á vettvangi Umsjón: Páli Heiðar Jónsson og Bjarni Sigtryggsson. Tón- list. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. 19.00 Kvöldfróttlr 19.30 Tilkynnlngar 19.32 Kviksjá Umsjón: RagnheiðurGyða Jónsdóttir og Þorgeir Ólafsson. 20.00 Litli barnatíminn: „Júlíus Blom veit sfnu viti" eftir Bo Carpelan. Endurt. frá morgni. 20.15 Söngur og píanó - Loewe og Brahms. Die Heinzelmánnchen" op 83 og „Harald" op. 45 nr. 1 eftir Carl Loewe. Kurt Moll syngur. Cord Garben leikur með á píanó. Píanósónata op. 1 i fjórum þáttum eftir Johannes Brahms. Eva Knardal leikur á píanó. 21.00 Að eldast Umsjón: Margrét Thorar- ensen og Valgerður Benediktsdóttir. 21.30 Útvarpssagan: „Vörnin“ eftir Vla- dimir Nabokov. Illugi Jökulsson les þýð- ingu sfna. 22.00 Fróttir 22.07 Að utan Fréttaþáttur um erlend málefni. 22.15 Veðurfregnir. Orð kvöldsins. Dag- skrá morgundagsins. 22.30 „Leikrlt vikunnar: „Eitur og rýt- lngur“ eftir Eric Saward. Þýðendur: Bergljót og María Kristjánsdætur. Leik- stjóri: Hávar Sigujónsson. Leikendur: Sigurður Karlsson, Árni Pétur Guðjóns- son, Guðmundur Ólafsson, Ævar R. Kvaran og Vilborg Halldórsdóttir. 23.15 Tónskáldatimi Guðmundur Emils- son kynnir íslensk samtímatónverk. 24.00 Fréttir 00.10 Samhljómur Umsjón: Hanna G. Sigurðardóttir. 01.00 Veðurfregnir. 01.10 Næturútvarp á báðumrásum til morguns. RÁS 2 FM 90,1 7.03 Morgunútvarpið Vaknið til lífsins! Leifur Hauksson og Jón Ársæll Þórðar- son hefja daginn með hlustendum. Fréttir kl. 8.00, veðurfregnir kl. 8.15 og leiðarar dagblaðanna kl. 8.30. 9.03 Morgunsyrpa Eva Ásrún Alberts- dóttir. Neytendahorn kl. 10.05. Afmæl- iskveðjur kl. 10.30. Þarfaþing með Jó- hönnu Harðardóttur kl. 11.03. Gluggað i heimsblöðin kl. 11.55. 12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar. 12.20 Hádegisfróttir 12.45 Umhverfis landið á áttatfu með Margréti Blöndal sem leikur þrautreynda gullaldartónlist. 14.03 Mlllf mála Magnús Eiinarsson á út- kikki og leikur nýju lögin. 16.03 Dagskrá Dægurmálaútvarp. Stef- án Jón Hafstein, Guðrún Gunnardóttir, Lisa Pálsdóttir og Sigurður G. Tómas- son. Kaffispjall og innlit uppúrkl. 16.00. Auður Haralds talar frá Róm. Stórmál dagsins á sjötta tímanum. 18.03 Þjóðarsálin, þjóðfundur í belnni útsendingu, sfml 385000. 18.30 (þróttarásin - Fyrsta umferð Evr- ópukeppninnar í knattspyrnu. Lýst síðari hálfleik Akurnesinga og FC Liege í Evrópukeppni félagsliða. 19.32 Áfram ísland Dægurlög með is- lenskum flytjendum. 20.30 Útvarp unga fólksins Við hljóðne- mann eru Sigrún Sigurðardóttir og Oddný Eir Ævarsdóttir. 22.07 Bláar nótur Pétur Grétarsson kynnir djass og blús. 01.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. 01.00 „Blftt og létt“ Ólafur Þórðarson. 02.00 Fréttir 02.05 Ljúflingsiög Endurtekinn þátturfrá föstudegi á Rás 1 í umsjá Svanhildar Jakobsdóttur. 03.00 Næturnótur 04.00 Fróttir 04.05 Glefsur Úr dægurmálaútvarpi þriðjudagsins. 04.30 Veðurfregnlr. 04.40 Á vettvangi Umsjón: Páll Heiðar Jónsson og Bjarni Sigtryggsson. 05.00 Fróttlr af veðri og flugsam- göngum. 05.01 Afram ísland Dægurlög með ís- lenskum flytjendum. 06.00 Fróttir af veðri og flugsam- göngum. 06.01 „Blftt og létt“. Endurtekinn sjó- mannaþáttur Ólafs Þórðarsonar á nýrri vakt. BYLGJAN FM 98,9 07.00-10.00 Páll Þorsteinsson. Alls kyns upplýsingar fyrir hlustendur sem vilja fylgjast með, fréttir og veður á sín- um stað. 10.00-14.00 Valdis Gunnarsdóttir Sér- staklega vel valin og þægileg tónlist sem heldur öllum í góðu skapi. Bibba i heimsreisu kl. 10.30. 14.00-18.00 Bjarni Ólafur Guðmunds- son Leitaðu ekki langt yfir skammt. Allt á sínum stað, tónlist og afmæliskveðjur. Bibba i heimsreisu kl. 17.30. 18.00-19.00 Arnþrúður Karlsdóttir - Reykjavik síðdegis. Finnst þér að eitthvað mætti betur fara í þjóðfélaginu í dag, þin skoðun kemst til skila. Síminn er 61 11 11. 19.00-20.00 Snjólfur Teitsson. Afslapp- andi tónlist í klukkustund. 20.00-24.00 Haraldur Gíslason. Halli er með óskalögin í pokahorninu og ávallt í sambandi við íþróttadeildfna þegar við 24.00-07.00 Næturvakt Bylgjunnar. STJARNAN FM 102,2 07.00-09.00 Páll Þorsteinsson og Þor- geir Ástvaldsson með morgunþátt full- an af fróðleik og tónlist. 09.00-14.00 Gunnlaugur Heígason. Gulli fer á kostum á morgnana. Hádeg- isverðarpotturinn, textagetraunin og Bibba, alit á sínum stað. Sfminn beint inn til Gulla er 681900. 14.00-19.00 Margrét Hrafnsdóttir. Tón- listin sem þú vilt hlusta á í vinnunni, öll nýjustu, bestu lögin allan daginn. Stjörnuskáld dagsins valið og hlustend- ur geta talað út um hvað sem er milli 18.00-19.00. 19.00-20.00 Vllborg H. Sigurðardóttir í klukkustund. 20.00-24.00 Bandaríski, breski og evr- ópski iistinn Gunnlaugur Helgason 24.00-07.00 Næturvakt Stjörnunnar. ÚTVARP RÓT FM 106,8 09.00 Rótartónar. 11.00 Plötusafnið mitt. E. 13.30 Kvennaútvarpið. E. 14.30 I hreinskilni sagt E. 15.30 Laust. 16.30 Umrót. Tónlist, fréttirog upplýsing- ar um félagslff. 17.00 Samtök Græningja. 17.30 Mormónar 18.00 Tilraun. Sara, Kata og Sara leika af fingrum fram á grammófón. 19.00 Yfir höfuð. Valgeir Sævarsson leikur tónlist. 20.00 Það erum við. Kalli og Kalli 21.00 Heitt kakó. Árni Kristinsson. 22.00 Við við viðtækið. Tónlistarþáttur í umsjá Gunnars L. Hjálmarssonar og Jó- hanns Eiríkssonar. 23.30 Rótardraugar. 24.00 Næturvakt. Því lengur sem maður bíður eftir póstinum, því minna er í honum. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Þriðjudagur 12. september 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.