Þjóðviljinn - 13.09.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.09.1989, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 13. september 1989 155. tölublað 54. órgangur Félagsmálastofnanir Óttast versnandi ástand Nœr allarfelagsmálastofnanir munu þurfa aukafjárveitingu með haust- inu. Sveinn RagnarssonfélagsmálastjóriReykjavíkur: 18% aukning skjólstœðinga frá því í fyrra Vegna erfíðs atvinnuástands og almenns samdráttar í þjóðfé- laginu í ár, hefur skjólstæðingum félagsmálastofnana landsins fjöl- gað töluvert. Samfara því er það Ijármagn sem stofnanirnar hafa haft til umráða nær uppurið, og að sögn Sveiits Ragnarssonar fé- lagsmáiastjóra Reykjavíkurborg- ar hefur stofnunin þegar fengið aukafjárveitingu upp á 48 miljón- ir króna. Ef þjóðfélagsástandið helst óbreytt á sú upphæð að endast til áramóta. Fjölgun á skjólstæðingum stofnunarinnar er 18% miðað við sama tíma í fyrra. Ástandið er svipað hjá öðrum félagsmálastofnunum, en þó hafa ekki verið teknar ákvarðanir um beiðnir um aukafjárveitingar en líklegt er talið að það verði nauðsynlegt þegar líða tekur á haustið. Það eru sérstaklega stað- ir þar sem útgerð er stunduð sem menn óttast að ástandið versni. Að sögn Einars I. Magnús- sonar hjá félagsmálastofnun Hafnarfjárðar, er staða fólks áberandi verri nú í ár en áður, og er helst um að kenna erfiðu at- vinnuástandi. Einar sagði að ver- ið væri að endurmeta stöðuna og því lægju tölur ekki fyrir, en hann gæti þó sagt að fastlega væri búist við að aukafjárveitingu þyrfti. Jón Björnsson félagsmálastjóri Akureyrar sagði að af þeirri fjár- hæð sem stofnunin hefði fengið til aðstoðar við einstaklinga, væru rúm 73% búin, en í venju- legu árferði ættu um 60% að vera búin. Það væri ekki búið að taka ákvörðun um aukafjárveitingar- beiðni, og það færi eftir því hvernig atvinnuástand veröur í vetur. Atvinnuástandið mun fara að verulegu leyti eftir því hvernig fiskkvóti Akureyrarskipa verður nýttur. Ef hann verður notaður á skömmum tíma mun væntanlega koma til verulegs atvinnuleysis þegar líða tekur á vetur. Að sögn Björgvins Árnasonar félagsmálastjóra Keflavíkur, er ástandið svipað og var í sumar og þá var þaðekki gott. Mjögtrúlegt er að til aukafjárveitingar þurfi að koma með haustinu, en hversu há hún mun þurfa að vera er ekki víst. Það fer eftir atvinnuástand- inu í haust. Björgvin sagðist ótt- ast að þegar skipin væru búin að klára sinn kvóta, kæmi til þó nokkurs atvinnuleysis sem gæti haldist allt fram í mars á næsta ári. Um fjölgun skjólstæðinga milli ára, sagðist Björgvin ekki hafa neinar tölur handbærar, en fjölgunin væri mikil og ætti eftir að verða enn meiri. ns. Landsbankinn Urðu samstíga í sólina PéturSigurðsson og Kristinn Finnbogason héldu til Búlgaríu p ormaður og varaformaður og bankaráðs Landsbankans eru nú í Búlgaríu en þeir greiddu at- kvæði með kaupunum á Sam- vinnubankanum ásamt Jóni Þorgilssyni. Kemur það óneitan- lega nokkuð á óvart að þeir skuli halda utan i sameiningu svo skömmu eftir sögulegan banka- ráðsfund. Kristinn Finnbogason er full- trúi Framsóknarflokksins í bankaráðinu og jafnframt vara- formaður þess. Hann á einnig ferðaskrifstofuna Ferðaval sem býður uppá ferðir til Búlgaríu. Þegar Þjóðviljinn spurðist fyrir um ferðir Kristins og Péturs í gær sagði fulltrúi ferðaskrifstofunnar þá vera á leið frá Lúxemborg til Búlgaríu. Pétur Sigurðsson, for- maður bankaráðsins og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, virðist því hafa keypt sér ferð til Búlgaríu - Kristinn Finnbogason, ráðsmaður. banka- Pétur Sigurðsson, bankaráðs. með ferðaskrifstofu Kristins af Kristni Finnbogasyni og slegist jafnframt í för með honum - skömmu eftir að þeir samþykktu kaup á Samvinnubankann á verði sem flesti telja allt of hátt. Það verður að segjast einsog er að þeir kumpánar eru furðu-sam- stíga þessa dagana. En það eru fleiri valdamenn innan Landsbankans og SÍS á far- aldsfæti um þessar mundir. Valur Arnþórsson bankastjóri Lands- bankans var erlendis þegar gengið var frá kaupunum og á sama tíma var Björgvin Vilntund- arson bankastjóri í laxveiði. Guðjón B. Ólafsson forstjóri Sambandsins var hinsvegar vænt- anlegur í gærkvöld frá Mallorca en þar hefur hann dvalið frá því hann gerði samninginn við Sverri Hermannsson. -þóm formaður Sambandið Sakar Lúðvík um brat á lögum Kjartan P. Kjartansson: YfirlýsingarLúðvíks Jósepssonar varða við landslög. Kannast ekki við að erlendir bankar hyggist segja upp lánum Sambandsins. Lúðvík Jósepsson: Segi ekkertnema sannleikann ímálinu Mér fínnst þetta furðulegt at- hæfi hjá Lúðvík Jósepssyni að stíga fram með þessar yfirlýs- ingar og rjúfa þannig þann trún- að sem honum ber að gæta sem fulltrúi í bankaráði. Þetta varðar við landslög, sagði Kjartan P. Kjartansson, framkvæmdastjóri Ijármálasviðs Sambandsins í samtali við Þjóðviljann í gær. Hann sagði ýmsar rangfærslur í málflutningi Lúðvíks. Sem dæmi tók hann samskipti Citibank og Sambandsins. Sagði Kjartan að snemma á árinu hefði bankinn til- kynnt að sökum breytinga á rekstri bankans í Evrópu hefði verið ákveðið að innkalla lán- veitingar undir svokallaðri „Corporate Finance“ og því þurfti Sambandið að endurgreiða bankanum útistandandi lán að fjárhæð 3 miljónir dollara eða um 185 miljónir króna, en ekki 300 miljónir einsog Lúðvík hefði sagt. Að sögn Kjartans hefur Sambandið þegar greitt þessa upphæð. Eg brosi að þessu Þjóðviljinn bar þessa ytirlys- ingu Kjartans undir Lúðvík Jós- epsson og vildi hann ekki kannast við rangfærslur í sínu máli. „Ég brosi bara að þessu því ég segi ekkert nema sannleikann í mál- inu. Varðandi skuld Sambands- ins til Citibank var upphæðin 500 miljónir dollara, eða um 300 milj- ónir króna, komin frá Sverri Hermannssyni en þá töiu gaf hann upp á bankaráðsfundi.“ Kjartan sagði að sér væri alls- kostar ókunnugt um að aðrir er- lendir bankar ætluðu að segja upp lánum Sambandsins og að hann tæki því mátulega mikið mark á slíkum yfirlýsingum frá Lúðvík Jósepssyni. „Ég stæði á öndinni ef ástandið væri jafn slæmt og haldið hefur verið fram í fjölmiðlum að undanförnu.“ „Ég hef ekki sagt að aðrir er- lendir bankar ætli sér að segja upp lánum Sambandsins. Það er hinsvegar ljóst, og ég er ekki einn um þá skoðun, að erlendir bank- ar eru uggandi yfir hag Sam- bandsins um þessar mundir og eiga í erfiðleikum með lánamál þess,“ sagði Lúðvík Jósepsson, Brotinn réttur á SÍS Kjartan sendi í gær frá sér yfir- lýsingu vegna ummæla Lúðvíks Jósepssonar þar sem forsaga samnings þeirra Sverris Her- mannssonar bankastjóra Lands- bankans og Guðjóns B. Ólafs- sonar forstjóra Sambandsins er rakin. Þar kemur fram að það hefði verið fest handsali að um trúnaðarviðræður væri að ræða og að efni viðræðnanna yrði ekki gert opinbert fyrr en samningur hefði verið undirritaður, að því undanskildu að söluverðið á 52% hlut Sambandsins upp á 828 milj- ónir króna yrði birt ef bankaráð og stjórn SÍS samþykktu kaupverðið. Segir í yfirlýsingunni að Sam- bandið hafi virt þennan trúnað. „Með skírskotun til umsamins trúnaðar finnst Sambandinu á sér brotinn réttur, auk þess sem um lagabrot kann að vera að ræða varðandi þagnarskyldu manna í opinberu starfi," segir svo orð- rétt. Þá segir að ummæli Lúðvíks um lánamál Sambandsins séu ekki rétt, að lánafyrirgreiðsla Landsbankans sé töluvert minni en af er látið auk þess sem Sam- bandið hafi ávallt séð lánveitanda fyrir fullum tryggingum og veð- um „og skal fullyrt að þau nema nú verulegum fjárhæðum um- fram lánveitingar.“ Ekki trúnaðarbrot Lúðvík sagði hinsvegar að hvorki Kjartan né Sverrir Her- mannsson gætu haldið því fram að skuldir Sambandsins í Lands- bankanum væru minni en 2,6 miljarðar því þá tölu hefur hann svart á hvítu frá hagdeild Lands- bankans. Lúðvík vildi ennfremur taka það fram að allur hans mál- flutnmgur hefur byggst á al- mennum upplýsingum sem fram hafa komið í málinu. í yfirlýsingu Kjartans segir ennfremur að vísvitandi sé hallað réttu máli varðandi lausafjár- stöðu Sambandsins og að greiðsluvanhöld hjá bankanum séu óveruleg og skipti ekki tugum miljóna. í lok yfirlýsingarinnar segir svo orðrétt: „Ljóst er að Sambandið hefur - án allra saka við bankaráð Lands- bankans - orðið fyrir aðkasti í umfjöllun þessa bankamáls og virðist ekki ein báran stök í því efni. Hitt er þó sýnu verst ef menn sjást ekki fyrir í málflutningi sín- um og tvínóna ekki við að brjóta meinta eiða og landslög, - og er þá illa farið um embættisgengi og val í æðstu trúnaðarstöður. Þá kemur Sambandinu í hug ráð Ólafs konungs digra um til- kvaðningu Dags Rauðssonar, sem sá kost og löst á mönnum ef hann vildi hug á leggja og að að hyggja. Yrðu þá ýmsir skrítnir ár- mennirnir á íslandi." Undir þessa yfirlýsingu skrifar Kjartan P. Kjartansson. -þöm/-Sáf

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.