Þjóðviljinn - 13.09.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.09.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR Menntamál Grunnskóli í kreppu Ráðstefna um velferð ogmenntun á íslandi. Arthur Morthens: Kom- inn tími til að samfélagið viðurkenni kreppu grunnskólans Alaugardag heldur Alþýðu- bandalagið opna ráðstcfnu í Gerðubergi undir yfirskriftinni „Vclferð og menntun“. Ráðstefn- an er ætluð öllu áhugafólki um uppeldis- og menntunarmál og á hún að hafa stefnumótandi áhrif á Alþvðubandalagið á þessu sviði. Á ráðstefnunni verða ma. birt- ar niðurstöður nefndar sem Landsfundur setti á laggirnar árið 1987. Nefndin hélt tylft funda, bæði opna og lokaða, og skilaði af sér umræðugrundvelli til miðstjórnar vorið eftir en lauk síðan störfum sl. vor. Formaður nefndarinnar er Arthur Mort- hens og sagði hann aðspurður að nefndin hefði einbeitt sér að for- Vestfirðir Aflarýmun söimuð Jón Páll Halldórsson: Teljum okkur hafafœrt sönnur á staðhœfingar okkar um aflarýrnun með tölulegum upplýsingum. Kristján G. Jó- akimsson: Frá 1984 til 1988 minnkaðiþorsk- afli Vestfirðinga af heildarafla landsmanna úr 16,9% í 14,9% eða um 7.500 tonn - Við teljum okkur hafa fært byggð á opinberum heimildum og heimildum frá Fiskifélagi fs- lands. Helstu niðurstöður skýrslunn- ar eru þær að frá 1980 hefur afla- hlutdeild Vestfirðinga í þorski minnkað úr 15,4% í 12,2% á síð- asta ári miðið við landaðan afla. 1980 var þorskaflinn 66 þúsund tonn en á síðasta ári aðeins 46 þúsund tonn og hefur minnkað um hvorki meira né minna en um 20 þúsund tonn. Á fyrsta ári kvót- ans var þorskafli Vestfirðinga 16,9% af heildarafla landsmanna en á síðasta ári var hann kominn niður í 14,9%. Þessi 2% mismun- ur er í tonnum talið 7.500 tonn. Þegar síðan grálúðan var sett undir kvóta á þessu ári minnkaði afli Vestfirðinga um 14% á með- an aflahlutdeild annarra landsh- luta jókst um allt að 304%. -grhl sönnur á að þetta séu ekki staðhæfingar útí loftið heldur byggt á tölulegum upplýsingum sem lagðar voru fram á fundin- um. Þær standa á meðan ekki hafa verið færðar sönnur á ann- að,“ sagði Jón Páll Halldórsson framkvæmdastjóri. f skýrslu þeirri sem Kristján G. Jóakimsson sjávarútvegsfræð- ingur lagði fram á atvinnumálaf- undi sem haldinn var á föstudag á ísafirði á vegum Fjórðungssamb- ands Vestfirðinga með hagsmunaaðilum í sjávarútvegi í fjórðungnum kemur fram að hlutdeild Vestfirðinga í sjáva- rafla landsmanna hefur minnkað all verulega frá því kvótakerfið var tekið upp 1984. Að mati höf- undar er orsök aflarýrnunarinnar rakin beint til kvótakerfisins. En skýrsla Kristjáns er að mestu skóla og grunnskólastigi barna og athugað greiningu á ástandi barna mtt. velferðarþjóðfélags- ins. - Samfélagsleg þróun hefur verið börnum sérlega neikvæð uppeldislega og er þessi ráðstefna hugsuð sem framlag okkar til að rá'ða framúr þeirri þróun. Við munum kynna niðurstöður nefndarinnar og fá um leið nýjar hugmyndir til að vinna úr og leggja síðan endanlegar tillögur fyrir næsta Landsfund, sagði Art- hur. - Það hefur verið mikil um- ræða um að grunnskólinn sé í kreppu urn þessar mundir og það þarf stórátak til að hann geti sinnt eðlilegu hlutverki sínu gagnvart samfélaginu. Það er hinsvegar ekki hægt nema samfélagið viðurkenni þessa kreppu og veiti fjármagn til nauðsynlegra breytinga. Við viljum einsetinn heils dags skóla þarsem börn geta fengið þá þjónustu sem nauðsyn- leg er í nútíma þjóðfélagi, ma. vegna aukins vinnutíma beggja foreldra. - Að undanförnu hafa heyrst tvær gjörólíkar hugmyndir til að styrkja grunnskólann. íhaldið heldur því fram að kreppa grunn- skólans verði leyst með stofnun einkaskóla en við viljum fara allt aðra leið til að efla grunskólann. Það er Ijóst að samfélagið gegnir ekki skyldum sínum gagnvart börnum og verður því að byggja upp betra for- og grunnskóla- kerfi. - Talið er að um 20% barna eigi við töluverða erfiðleika að etja og má rekja þá að mestu til vanbúins uppeldiskerfis þjóðfé- lagsins. Það er kominn tími til að við færum okkur á sama plan og önnur Norðurlönd sem haft hafa einsetna heilsdagsskóla í langan tíma, sagði Arthur Morthens. -þóm Arthur Morthens, formaður nefndar Alþýðubandalagsins um fjölskyldu- og menntunarmál. Mynd - Kristinn. Patreksfjörður Hættir afskiptum af Sigurey Stapi hf.: Tímanum betur varið til brýnni verkefna en að taka þátt ískollaleik. Stapa hf. í togarann verið vísað frá. Úlfar sagði að stjórnarmenn Stapa hf. hafi ekki átt von á þess- um úrslitum á fundi veðhafanna en bersýnilegt sé að þeir hafi talið hagsmunum sínum betur borgið með því að skipta við Stálskip en við heimamenn. - Með þessari ákvörðun þykir sýnt að kvóti Sig- ureyjar BÁ upp á 3.300 tonn er endanlega farin frá byggðar- laginu og að við verðum að bjarga okkur eftir því sem við best getum eftir öðrum leiðum. En svo virðist sem stjórnvöld hafi ekki treyst sér til þess að koma til móts við okkur sem þurfti, sagði Úlfar B. Thoroddsen. -grh Stjórn Stapa hf. á Patreksfirði samþykkti á stjórnarfundi í gær að hætta öllum afskiptum af sölu togarans Sigureyjar BA 25 vegna þess moldviðris og hringl- andaháttar sem salan hefur haft. Enda sé tímanum betur varið til annarra brýnni verkefna en að taka þátt í slíkum skollaleik. Að sögn Úlfars B. Thorodd- sens sveitarstjóra á Patreksfirði og stjórnarmanns í Stöpum er að- alástæðan fyrir þessari ákvörðun stjórnar Stapa hf. sú staðreynd að stærstu veðhafar í togaranum ák- váðu á fundi sínum með sýslu- manni Barðstrendinga í fyrradag að vilja skipta frekar við Stálskip hf. en þá. Þar með hafi tilboði Leigjendasamtökin Á aðalfundi Leigjendasamtak- anna sem haldinn var 23. ágúst sl. var m.a. samþykkt að fagna bæri þeirri ákvörðun félagsmálaráð- herra að endurskipuleggja félags- lega húsnæðiskerfið og jafna húsnæðiskostnað leigjenda og húseigenda. Þá var lagt til að leggja beri sérstaka áherslu á nauðsyn húsaleigustyrkja til sam- ræmis við húsnæðisbætur til eigenda. Á fundinum var jafn- framt upplýst að ný leigjenda- samtök sem stofnuð voru fyrr í sumar munu ganga til iiðs við Leigjendasamtökin. Nú eru liðin 11 ár frá stofnun Leigjendasamt- akanna og hafa þau m.a. átt frumkvæði að stofnun húsnæðis- samvinnufélagsns Búseta árið 1983. Formaður Leigjendasam- takanna var kjörinn Jón Kjart- ansson frá Pálmholti. Islenskt atvinnulíf 1988 Út er komið ritið íslenskt at- vinnulíf 1988. Það fjallar um af- komu og stöðu íslenskra fyrir- tækja og aðstandendur eru Taln- akönnun og Vísbending. í ritið er safnað saman öllum mikilvæg- ustu upplýsingum um afkomu og stöðu margra af helstu fyrirtækj- um landsins árið 1988. Fjallað er rækilega um sextíu og sjö fyrir- tæki og er ein opna helguð hverju, en alls koma á þriðja hundrað fyrirtæki við sögu í bók- inni. í tíu yfirlitsköflum er fjallað um einstakar atvinnugreinar og fyrirtækin í greininni borin sam- Afurðasölusamningur Þann 25 ágúst sl. var gerður afurðasölusamningur þess efnis að Sölu- miðstöð Hraðfrystihúsanna tæki að sér sölu á öllum frystum afurðum frá ANDRA I, verksmiðjumóðurskipi í eigu íslenska úthafsútgerðar- félagsins hf. Framleiðslan mun hefjast í nóvember og verður skipið staðsett á Alaskamiðum. Frá undirskrift samningsins, fv.: Ólafur B. Ólafsson varaformaður SH, Friðrik Pálsson forstjóri SH, Jón Ingvars- son stjórnarformaður SH, Haraldur Haraldsson stjórnarformaður ÍSÚF og Ragnar S. Halldórsson framkvæmdastjóri ISÚF. Norðurljósunum og Vetrar- brautin. Samnefni þessara þriggja staða verður nú Dans- höilin og þar getur fólk valið á milli ólíkra skemmti- og veiting- astaða á fjórum hæðum. Gunnar Þórðarson hefur veirð ráðinn tónlistarstjóri Danshallarinnar og mun hann hafa uppsetningar á sýningum ýmiskonar á sinni : hendi. Húsið verður opnað á fö-, , studagskvöld með hanastéli. Ný kristnifræðabók Námsgagnastofnun hefur gefið út nýja námsbók í kristnum fræðum sem nefnist Kirkjan og er ætluð nemendum í 6. og 7. bekk. Kirkj- an er síðasta bókin í flokki náms- bóka sem ætlaðar eru til kennslu í kristnum fræðum í 1.-7. bekk grunnskóla. Höfundar bókarinn- ar eru Per K. Bakken og Liv Sö- dal Alfsen og hún var þýdd úr norsku af Ingu Þóru Geir- laugsdóttur og Sigurði Pálssyni. Kirkjunni fylgja ýtarlegar. kennsluleiðbeiningar eftir höf- unda. an. Ritið er 184 blaðsíður. Meðal fyrirtækja sem rætt er um í bók- inni eru Arnarflug, Skipaútgerð ríkisins, Olíuverslun íslands og átta fyrirtæki í sjávarútvegi. Umhverfismál í verkfræðideild Háskóla fslands verða á næstu vikum flutt 11 er- indi um umhverfismál. Til þeirra er stofnað fyrir nemendur í deildinni, en aðgangur er öllum frjáls, eins þeim sem ekki eru nemendur í Háskólanum. Um- sjón með fyrirlestrunum hefur Einar B. Pálsson prófessor. Er- indin verða flutt á mánudögum kl. 17.15 í stofu 158 í húsi verkf- ræðideildar, Hjarðarhaga 6. Danshöllin Að undanförnu hefur verið unnið að undirbúningi ýmissa breytinga á skemmtistöðunum Þórscafé, Aukin samskipti við Vestur- íslendinga Samkvæmt ákvörðun rfkisstjórn- arinnar frá 6. júlí 1976 fer nefnd á vegum utanríkisráðuneytisins með málefni er varða samskipti við Vestur-íslendinga. Nefndin hefur það hlutverk að samræma j allar aðgerðir sem horfa til aukinna samskipta við Vestur- íslendinga, í samráði við utan- ríkisráðuneytið. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra skipaði nýlega Heimi Hannesson lögfræðing, formann nefndarinn- ar en aðrir nefndarmenn eru, Bragi Friðriksson prófastur, Finnbogi Guðmundsson lands- bókavörður, Haraldur Bessason rektor og Jón Ásgeirsson for- maður Þjóðræknisfélagsins. Tekið er fram að nefndin er ólaunuð og nefndarmenn eru skipaðir til fjögurra ára í senn. Hálfmaraþonhlaup Meistaramót íslands í hálfmara- þonhlaupi fer fram við Skútu- staði í Mývatnssveit, laugardag- inn 16. september og hefst kl. 14.00. Keppt er í karla- og kvennaflokkum og einnig í 7 km skemmtiskokki í sömu flokkum. Soroptimista- hreyfingin 30 ára Soroptimistahreyfingin á íslandi er þrjátíu ára um þessar mundir og ætlar í tilefni af því að gefa Hjúkrunarheimilinu Skjóli eina miljón króna til kaupa á tækjum sem notuð verða við hjúkrun vist- manna. Þá gefur Landssamband Soroptimista út myndarlegt af- mælisrit þar sem rakin er 30 ára saga samtakanna á íslandi. Sor- optimistar og gestir þeirra munu einnig halda afmælið hátíðlegt í veglegu hófi að Hótel íslandi að kvöldi 16. september nk. Á ís- landi eru starfandi 14 klúbbar með 342 félögum, en alls eru um 100 þúsund konur í þessari hreyf- ingu í heiminum. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 13. september 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.