Þjóðviljinn - 13.09.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.09.1989, Blaðsíða 4
þlÓÐVILIINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Ný ríkisstjóm Menn eru að bregðast við nýrri ríkisstjórn eins og vonlegt er. Ekki af neinum sérstökum fyrirgangi reyndar, ef marka má blöðin í gær: það er eitt einkenni ofmettunar i fjölmiðlum að menn eru eins og búnir að taka út fyrirfram öll hugsanleg viðbrög við tíðindum - áður en þau eru um garð gengin. í því sambandi hefur verið einna fróðlegast að fylgjast með Tímanum og Morgunblaðinu. Tíminn hefur gert inngöngu Borgaraflokksins í ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar sér að miklu kappsmáli og fagnaði henni í síðustu viku með gleðiskrifum í þá veru, að nú hefði formað- ur Framsóknarflokksins bæst í hóp stórmeistara í ríkis- stjórnamyndun og að aldrei hefði stærri stjórn verið mynduð í landinu. Morgunblaðið hefur aftur á móti sveiflast nokkuð á milli þess að tala um stjórnaraðild Borgaraflokksins sem skelfilegt hneyksli og þess að yppta öxlum og segja sem svo, að ekkert hafi gerst annað en það, að stuðningur sem áður fór leynt hafi nú verið gjörður opinber. Þar með fylgir nokkur gremja yfir því, að það hefur ekki gengið eftir að Albert Guðmundsson gæti ráðstafað þeim flokki sem til varð upp úr hans málum eins og hann helst vildi - sem varaskeifu undir hófa Sjálfstæðishrossins. Flokksstofnanir Alþýðubandalags og Alþýðuflokks hafa, eins og menn vita, samþykkt stjórnaraðildina með miklum meirihluta. En í þeim röðum hafa þær raddir vissulega heyrst sem telja þessa viðbót við stjórnina næsta óþarfa og lítt traustvekjandi - ekki síst vegna þess hve lágt gengi Borgaraflokksins hefur verið í skoðanakönnunum um langt skeið. Skárra og hreinlegra hefði verið að standa eða falla með sæmilega góðum málum. Það er vitanlega ekkert eðlilegra en að slík gagnrýni komi fram - allt frá upphafi stjórnarsamstarfs hafa menn haft við orð að nógu daufur væri vinstrilitur á ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar þótt hún væri ekki háð stuðningi Borgara- flokksins. En það þarf heldur ekki að koma á óvart þótt stjórnaraðildin væri svo samþykkt í A-flokkunum. Það er vissulega þreytandi að hafa svo tæpan þingstyrk að engu má muna hvort stjórnin heldur velli frá einni viku til annarrar. Slíkt ástand gerir tvennt í senn. Það leiðir til þess að miklu erfiðara verður að hugsa til lengri tíma, uppákomur dagsins verða enn fyrirferðarmeiri og byrgja úti framsýni. Það gerir jafnvel enn erfiðara að ná samstöðu í svokölluðum við- kvæmum málum en gerist þótt einn þingflokkur bætist í stjórnarliðið. Hér verður ekki reynt að skyggnast eftir því í stjórnarsátt- mála sem gefur til kynna pólitískar áherslubreytingar. Það sem við blasir að gerst hafi er fyrst og fremst þetta: nú hefur það verið tryggt með þingstyrk að stjórnin getur setið út kjörtímabilið, þröng staða á þingi þarf ekki að hrella hana við hvert fótmál. En það er líka Ijóst að það er ekki mikið meira sem gerst hefur með inngöngu Borgaraflokksins í stjórnina. Sem fyrr er hún á þeim krossgötum sem menn hafa verið að lýsa á þann veg, að nú sé þeim tíma að Ijúka sem einkennd- ist fyrst og fremst af „björgunaraðgerðum" vegna þess á - stands sem stjórn Þorsteins Pálssonar skildi eftir. Og því þurfi stjórnin aö taka sér tak sem um munar til að sannfæra stuðningsmenn sína og fólkið í landinu yfirleitt um það að hún hafi fleira sér til réttlætingar í tilverunni en hið sígilda mat að „allt er betra en íhaldið". Sú réttlæting er vitanlega ekki úr gildi fallin, allra síst nú á tímum svokallaðrar nýfrjálshyggju. En hún ein og sér er samt þunnur þrettándi, stjórnin þarf fleira til að státa af til að stuðningsmenn hennar geti sagt af sannfæringu: þetta var allt ómaksins vert. KLIPPT OG SKORIÐ Sólarlandaferðin og einkaskolinn Einkaskólar voru á dagskrá í blöðum meðan þessi klippari hér var í fríi. Morgunblaðið jós nokk- uð og prjónaði yfir því að Svavar menntamálaráðherra og kennar- ar flestir voru lítt hrifnir af nýjum einkaskólaáformum og kallaði það „gamaldags hugsunarhátt“ að telja einkaskóla grafa undan jafnrétti. Hvað gerirþað til, sagði höfundur eins Reykjavíkurbréfs, þótt skólagjöld verði jafnvirði sólariandaferðar fyrir eina fjöl- skyldu - er ekki allt í lagi að leyfa fólki að fórna slíkri ferð fyrir bestu menntun barni til handa? Og svo framvegis. Um slík rök má margt segja: tii dæmis má byrja á að spyrja um þau foreldri sem eiga hvorki fé aflögu til „sóiarlandaferðar“ né annars munaðar. Reyndar var einkavæðingarfjasi Morgun- blaðsins best svarað með grein eftir Ólaf Asgeirsson sagnfræð- ing, þar sem hann rakti afleiðing- ar menntakerfis sem að verulegu leyti byggir á einkaskólum, fyrir breskt samfélag. Sem eru í stuttu máli sagt þær, að meðan efnafólk hefur getað tryggt börnum sínum góða menntun hefur áhugi þess á menntun annarra verið býsna takmarkaður, metnaðarleysi og níska við almenna skólakerfið hefur dæmt fyrirfram úr leik þá nemendur sem sækja tiltekna skóla. Þetta hefur svo, segir Ólafur, í tímans rás leitt til þess að mikii gjá hefur myndast milii stétta, sem meðal annars hefur haft slæmar afleiðingar fyrir hag- kerfið: „breskt vinnuafi er siakt (miðað við vinnuafl í löndum þar sem við lýði er gott almennt skólakerfi) og hæfni þess til að laga sig að nýjum framleiðslu- háttum takmörkuð". Nokkuð vel til fundið hjá greinarhöfundi að minna menn einmitt á þetta í Morgunblaðsgrein: en í því blaði er málstað einkavæðingar jafnan haldið á lofti með tilvísun til þess að einmitt hún greiði fyrir skjót- um viðbrögðum skóla við breytingum í atvinnulífi. Skolagjöld í Háskólanum í umræddu Reykjavíkurbréfi er reyndar brugðið á það nýmæli að mæla með vissri einkavæðingu á Háskóla íslands. Fyrst setur bréfritari upp raunasvip og segir að Háskólinn sé að farast úr kennaraskorti vegna þess að hann borgi svo fáránlega lág laun. (Það er rétt að launin eru ekki til að guma af, en kennara- skorti valda þau ekki nema í fáum greinum). En látum svo vera: Morgunblaðið heldur áfram á þessa leið: „í útlöndum fara bestu kennar- arnir til þeirra háskóla sem greiða þeim hæst laun og raunar er boð- ið í þá kennara. Hvernig fara er- lendir háskólar að því að greiða eftirsóttum kennrurum ótrúlega há laun? Með því meðal annars að krefja nemendur um há skóla- gjöld og hinsvegar með því að leita eftir styrkjum til skólastarfs- ins hjá atvinnufyrirtækjum og gömlum nemendum, sem komast í efni.“ Morgunblaðið telur svo tíma til kominn að ræða um að taka upp „einhverskonar skólagjöld" við Háskóla íslands, Blaðið veit að um leið verður bent á, að þar með séu skertir möguleikar barna efnaminna fólks á háskólanámi - en blakar þeim vanda frá með því að meiriháttar háskólar erlendis veiti fátækum afburðanemend- um styrki. Glöggterþaðenn hvað þeir vilja Það er vitanlega villandi þegar Morgunblaðið setur upp „er- lenda háskóla" sem samstæða heild í þessum efnum: blaðið á einkum við bandaríska einka- skólakerfið og skólagjaldakerfið sem breska íhaldsstjórnin hefur komið á. Þar er fyrirmyndin. Og gái menn að því, að það er skammgóður vermir fyrir jafnréttissinna þótt í slíku kerfi sé gert ráð fyrir styrkjum til af- burðamanna. Sú smuga fyrir hina efnaminni breytir engu um þá heildarstefnu sem Morgunblaðið vill herma eftir Amríkönum og Margaret Thatcher og leiðir til þess að háskólamenntun verður í vaxandi mæli vara sem efnameira fólk kaupir handa sínum afkom- endum meðan flestir aðrir eru útilokaðir fyrirfram. Og slík stefna ýtir og undir það að sam- dráttur verði í háskólamenntun um leið og launamunur á há- skólafólki og öðrum vaxi enn (í nafni þess að mikil einstaklings- fjárfesting í menntun þurfi að skila sér). Niðurstaðan væri fyrst og síðast meiri stéttaskipting. Gjafir eru yður gefnar í Flokki Allra Stétta. Það er að segja í raunverulegu málgagni hans, Morgunblaðinu, sem klykkir reyndar út með því að halda því fram að það sé eins fáránlegt að berjast gegn einka- væðingu skóla „eins og þegar menn börðust gegn því að mjólk yrði seld í almennum matvöru- verslunum." Merkileg saman- burðarfræði það og minna helst á hið fornkveðna: Rófan vex í garðinum en frændi minn býr á Skaganum. Keyptu þér lottómiða góði! Bandaríski háðfuglinn Art Buchwald var reyndar að leggja út af því á dögunum, að skóla- gjöld í landi hans væru mjög að hækka og kostaði nú 21 þúsund dollara (á aðra miljón króna) að senda ungling í virðulega menntastofnun (væntanlega þar sem hinir eftirsóttu kennarar Morgunblaðsins eru til viðtals). Buchwald býr að vanda sínum til samtal við ímyndaðan skólafröm- uð sem segir m.a.: „Allir bandarískir háskólar eru að leita að betri tegund stúdenta, og eina leiðin til að krækja í þá er að hækka skólagjöld. Við erum þreyttir á þessum illa hirtu og illa siðuðu stúdentum fortíðarinnar og eina leiðin til að losna við þá er að hækka prísana... Verða skólar ekki leiðinlegir ef aðeins ríkir krakkar geta sótt þá? Svo verður í fyrstu, en fljótlega venjast nemendurnir á það að sækjast sér um líkir og við fáum það klúbbandrúmsloft sem flesta skóla virðist vanta eins og er. Verður nokkur leið fyrir mið- stéttarnemendur að finna leið til að komast í skóla? Að sjálfsögðu. Ekki dettur þér í hug að samfélagið fari að útiloka þá barasta af því að þeir hafa ekki efni á inngöngu Hvernig eiga þeir að fara að? Þeir geta keypt miða í ríkis- happdrættinu og ef þeir vinna þá geta þeir farið í hvaða háskóla sem vera skal... ÁB. Þjóðviljinn Síðumúla 6 ’ 108 Reykjavík Sími: 681333 Kvöldsími: 681348 Símfax: 681935 Utgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Rltstjóri: Arni Bergmann. Fréttaatjórl: Lúðvík Geirsson. Aðrlr blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristófer Svavarsson, ólafur Gíslason. Sigurður Á. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), ÞorfinnurÓmarsson(íþr.), ÞrösturHar- aldsson. Framkvœmdastjórl: Hallur Páll Jónsson. Skrlfstofustjórl: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrlfstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglý8ingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: SigríðurKristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóöir: Erla Lárusdóttir Útbreiösiu- og afgreiöslustjóri: Guðrún Gísladóttir. Afgreiösla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innhelmtumaöur: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiösla, ritstjórn: Síöumúla 6, Reykjavík, símar: 68 13 33 & 68 16 63. Simfax:68 19 35 Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljanshf. Prentun: Blaðaprent hf. Verö í lausasölu: 90 kr. Nýtt Helgarblaö: 140 kr. Áskr iftarverö á mánuöl: 1000 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 13. september 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.