Þjóðviljinn - 13.09.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 13.09.1989, Blaðsíða 11
Þráinn Bertelsson, kvikmyndagerðarmaður. LESANDI VIKUNNAR Óttast mest að finna engan tilgang í lífinu Hvað ertu að gera núna, Þrá- inn? „Ég er að búa til og sjá um prentun á kynningargögnum með myndinni minni, Magnús, fyrir þessa nýju Evrópusamkeppni sem er einhvers konar svar Evr- ópu við Óskarsverðlaunatil- standinu öllu vestanhafs.“ Hvað varstu að gera fyrir tíu árum? „Ætli ég hafi ekki verið að vinna uppi á Sjónvarpi við að búa til einhverja þætti á vegum lista- og skemmtideildar undir hand- leiðslu Jóns Þórarinssonar.“ Hvað ætlaðirðu að verða þegar þu yrðir stór? „Ég ætlaði að verða bóndi.“ Hver er uppáhalds tónlistin þín? „Ég er nú óttaleg alæta á mús- ík, en ef ég á að tala um þá tónlist sem ég vildi síst vera án, þá vildi ég síst að mér væri meinað að hlusta á Mozart.“ Hvaða frístundagaman hef- urðu? „Ég hef voða gaman af að fara á hestbak." Hvaða bók ertu að lesa núna? „Ég er að lesa bók sem mér líst alveg skelfilega illa á. Hún heitir „Grænlendingar" og er eftir Jane Smiley. Þótt mér lítist svona illa á hana þá ætla ég að stauta mig fram úr henni, vegna þess að ég hef mjög mikinn áhuga á þessu sögusviði, hver urðu endalok norrænnar byggðar á Grænlandi. Það er eitt af leyndarmálum sög- unnar, svona svipað og hvað varð um Reynistaðabræður." Hvað finnst þér þægilcgast að lesa í rúminu? „Bækur? Einhverjar léttar. Þessi Grænlendingabók er ekki þægiieg í rúmi. Hún er um fimm hundruð síður og þung.“ Hvaða bók myndirðu taka með þér á eyðiey? „Ætli ég tæki ekki Sturlungu með mér. Það er að segja ef ég næði í hana í einu bindi. Ég myndi ekki taka Sturlungu ef ég fengi bara annað bindið af tveggja binda útgáfu.“ Hver var uppáhaldsbarnabók- in þín? „Það hafa tvær stúlkur verið mér minnisstæðastar, þær Lísa í Undralandi og Lína langsokkur. Ég hafði afskaplega gaman af þeim, og hef enn.“ Hvaða dýr kanntu best við? „Ég kann nú vel við öll dýr, en ég á hund, kött og hesta og ég þori ekki að gera upp á milli þeirra, þau gætu komist í Þjóð- viljann.“ Hvað óttastu mest? „Ætli ég óttist ekki mest að finna engan tilgang í lífinu.“ Hefurðu alltaf kosið sama stjórnmálaflokkinn? „Já, ég hef alltaf kosið sama stjórnmálaflokkinn, en hvort sá stjórnmálaflokkur hefur alltáf verið sami flokkurinn, það veit ég ekki.“ Hvaða stjórnmálamann langar þig mest til að skamma? „Ég held mig langi ekki til að skamma neinn. Ég er ekkert skammatól." Er eitthvað í bíó sem þú ætlar ekki að missa af? „Já, ég ætla ekki að missa af mynd sem heitir Björninn. Ég ætla endilega að sjá hana.“ Er eitthvað í sjónvarpi sem þú missir ekki af? „Ég veit það ekki, ég missi alltaf af öllu í sjónvarpi.“ En í útvarpi? „Nei, þaðan af síður. Það er eins og happdrætti á hverju mað- ur lendir þegar maður fer að hlusta.“ Hvernig myndirðu leysa efna- hagsvandann? „Þessi er dáldið feit. Ég sé nú engan stóran efnahagsvanda hér. Málið er að það eru sumir sem næla sér í stærri og betri bita en aðrir, en á heimilinu er samt nóg að éta. Það þyrfti að ná jöfnuði í þessu, koma í veg fyrir að frek- ustu börnin legðust á girnilegustu sortirrnar. Það eru bara sjálf- sagðir mannasiðir.“ Hvaða kaffitegund notarðu? „Það er nú misjafnt. Það fer eftir hvernig stuði ég er í. Besta fáanlega kaffið hér heitir Larazza og er ítalskt. Það er nú samt hægt að gera sér glaðan dag með öðr- um tegundum." Hvað borðarðu aldrei? „Ég borða aldrei hræring. Ég á mjög óskemmtilegar bernsku- minningar tengdar þeirri matar- tegund.“ Hvar myndirðu vilja búa ann- ars staðar en á íslandi? „Það væri helst í Himnaríki." Hvernig flnnst þér þægilegast að ferðast? „Ef ég er að fara á milli landa, þá vildi ég helst ferðast með skipi. En það er náttúrlega þægi- legt að fljúga, allavega miðað við ýmsar aðrar aðferðir. Ef ég ætti að ferðast bæjarleið í sveitum þá myndi ég fara ríðandi á góðum hesti.“ Hverju myndirðu svara ef þú yrðir beðinn að verða forsætis- ráðherra „Ég myndi segja „Takk, en nei takk“.“ Hvernig sérðu framtíðarlandið fyrir þér? „Ég sé framtíðarlandið þannig fyrir mér að þar er þjóðlífið og menningin komin á það stig að fólk getur unnið saman í sátt og samlyndi og lögð meiri áhersla á að rækta garðinn sinn í stað þess að reyna að næla í nokkrar rófur úr garði nágrannans." Hvern telurðu merkastan at- burð mannkynssögunnar? „Einhvern veginn dettur mér fyrst eitthvað ljótt í hug. Svona það sem kemur fyrst í höfuðið á mér er’ þegar menn fóru að sprengja þessa ólukkans atóm- sprengju." Hvaða spurningu langar þig til að svara að lokum? „Eiginlega engri. Ég hef alltaf náð mun betri árangri í því að spyrja spurninga heldur en að svara þeim. Það er áreiðanlega miklu auðveldara að vera kenn- ari heldur en nemandi. En þú get- ur spurt mig hvort mér finnist þetta ekki vera orðið passlega langt.“ Finnst þér þetta ekki vera orðið passlega langt, Þráinn? „Jú, þakka þér fyrir.“ ns. þlÓÐUILIINN FYRIR 50 ÁRUM Baráttan við afleiðingar stríðsins. Erfitt að útvega sykur. Rúgmjöl stígurtilfinnanlegastrax. Ovissa um kolaverðið. Verkalýðssam- tökin verða að eiga f ulltrúa í nefndum þeim, sem fjalla um af- leiðingar stríðsins. - Sérstakri nefnd falin umsjá með öllum út- flutningi. Bráðabirgðalög frá Ólafi Thórsígær.-Ekki- árásarsamningur Sovétríkjanna við Þýzkaland ersigurfyrir heimsverkalýðinn. í DAG 13.september miðvikudagur i 21. viku sumars. 256. dagur ársins. Sólarupprás í Reykjavikkl. 6.44-sólarlagkl. 20.01. Viðburðir Albanía gengur úr Varsjárbanda- Iaginuárið1968. DAGBÓK APÓTEK Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúðavikuna 8.-14. sept. er í Laugarnesapóteki og Árbæjarapóteki. Fyrrnefnda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). Síðarnefnda apótekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík sími 1 11 66 Kópavogur sími 4 12 00 Seltj.nes sími 1 84 55 Hafnarfj sími 5 11 66 Garðabær 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabílar: Reykjavík 1 11 00 Kópavogur sími 1 11 00 1 1 1 00 Hafnarfj sími 5 11 00 Garðabær sími 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavík, Sel- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, símaráðleggingar og tíma- pantanir i síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í sínv__ svara 18888. Borgarspítalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspít- alinn: Göngudeildin eropin 20-21. Slysadeild Borgarspítalans: opin allan sólahringinn simi 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan simi 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöts. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt8-17 á Læknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsími vaktlæknis 985-23221. Keflavík: Dagvakt. Upplýsingars. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspítalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspitalinn: virkadaga 18.30-19.30, helgar 15-18, ogeftirsamkomulagi. Fæðlngardeild Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 ogeftirsamkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: virka daga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg opin alla daga 15-16 og 18.30-19.30. Landakotsspftali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreidra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspítali Hafnarfirði: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spitalinn: alla daga 15-16 og 18.30-19. Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16og 19-19.30. Sjúkrahus Akraness: alla daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsíð Húsavfk: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung- linga Tjarnargötu 35. Sími: 622266, opið allansólarhringinn. Sálfræðistöðin. Ráðgjöf í sálfræðilegum efnum.Sími 687075. MS-félagiðÁlandi 13. Opið virkadagafrá kl. 8-17. Síminn er 688620. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum Vestur- götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, Simi21500, simsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum, s. 21500, simsvari. Upplýsingar um eyðni. Simi 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarfræðing ámiðvikudögumkl. 18-19, annarssím- svari. Samtök um kvennaathvarf, sími 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa veriö ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökin ’78. Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsimafélags lesbíaog hommaá mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21- 23. Símsvari á öðrum timum. Siminn er 91-28539. Bilanavakt, rafmagns- og hitaveitu: s. 27311. Raf magnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sif jaspellamál. Sími 21260 allavirkadagakl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, erveittí síma 11012milli kl. 19.30 og 22.00 á fimmtudágskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlið 8 er „Opið hús” fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögumkl. 17.00-19.00. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið í síma91 - 22400 alla virka daga. GENGIÐ 11. sept. 1989 kl. 9.15. Bandaríkjadollar........... 61 16000 Sterlingspund............... 95Í65400 Kanadadollar................ 52,05100 Dönsk króna.................. 8,01840 Norskkróna.................... 855150 Sænsk króna................. g 22060 Finnskt mark............... 13 84020 Franskurfranki.............. 9 24640 Belgískurfranki............... 149050 Svissn.franki............... 36J1030 Holl.gyllini................ 27,62670 V.-þýsktmark................ 31,14050 Itölsk líra.................. 0,04343 Austurr. sch................. 4,42440 Portúg. escudo............... 0^37300 Spánskur peseti.............. 0,49810 Japanskt yen................. 0,42384 Irsktpund................... 83,12300 KROSSGÁTA Lárétt: 1 grind4bundin 6eðja7ákafi9heill 12 maki14blása15fugl 16hressa19dreitill20 náttúra21 karlmanns- nafn Lóðrétt:2hreyfast3 glata4jörð5lita7 hryssa 8 stráka 10 atti 11 meltingarfæri 13 öðlist 17 stök 18 ilát Lausn á siðustu krossgátu Lárétt: 1 efli 4 sorg 6 lát 7 stál 9 ömmu 12 langa 14lög 15kóp 16ekrur 19 eira 20 káfa 21 trauð Lóðrétt:2fát3illa4 stög 5 röm 7 sælleg 8 algert10makráð11 upplag13nær17kar 18uku Þrlðjudagur 12. september 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.