Þjóðviljinn - 14.09.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.09.1989, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 14. september 1989 156. tölublað 54. órgangur Landsbankinn Sverrir hefur rangt við Ekki Ijóst hvortLúðvíkJósepsson hafi brotið trúnaðarlög. Lúðvík: Verðað segja sannleikann íhneyksli semþessu. Hafi ég brotiðafmérkomafleri áþann sakabekk. Þórður Olafsson: Munum kanna ýmis ummœli manna í stjórnunarstöðum „Menn hafa reynt að snúa máli mínu yfir í það að vera aðgerð gegn Sambandinu en ég hef að- eins gagnrýnt vinnubrögð Lands- bankans í þessu máli, enda eru þau hneyksli," sagði Lúðvík Jós- Loðnubrœðslur Ekkertselt fyrirfram Loðnuverksmiðjur hafa ekki gert neina fyrirframsamninga á loðnuafurðum í ár eins og gert hefur verið undanfarin tvö ár. I staðinn bíða menn og sjá hver framvindan verður í loðnu- veiðunum en hingað til hefur loðnan ekki látið sjá sig á niiðun- um hvað sem síðar kann að verða. Aö sögn Jóns Ólafssonar fram- kvæmdastjóra Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda hefur reynst erfitt fyrir verksmiðjurnar að geta staðið við fyrirfram gerða sölusamninga og þá sérstaklega á síðustu vertíð. Þá stóð það í járn- um fram eftir vertíð en rættist þó úr að lokum. Meðal annars af þeirri ástæðu var ekki talið skynsamlegt að semja um sölu á loðnuafurðum í ár fyrr en vitað er með nokkurri vissu hvort eitthvað veiðist eður ei. Það setur mikla pressu á sölu- málin þegar veiðar byrja og semja verður um sölu á afurðun- um. Jón sagði að markaðurinn væri setinn og miklar mjölbirgðir væru fyrir hendi. -grh Flóttamenn Tekið við 60 flóttamönnum Ríkisstjórnin samþykkti á fundi fyrr í mánuðinum að ísland taki við 60 flóttamönnum á næstu þremur árum. Flóttamennirnir koma úr flóttamannabúðum í Suðaustur-Asíu þar sem hundruð þúsunda flóttamanna bíða úr- lausnar sinna mála. Haukur Ólafsson hjá utan- ríkisráðuneytinu sagðist reikna með því að Rauði kross íslands sæi um móttöku flóttamannanna eins og áður. Fyrirkomulagið verði sennilega svipað og þegar flóttafólk frá Asíu kom hingað árið 1979. Áætlað er að 35 þúsund flótta- menn komi frá flóttamannabúð- um í Suðaustur-Asíu til Vestur- Evrópu á næstu þremur árum. Norðurlöndin munu taka við 4.000 einstaklingum. Haukur sagði að ef miðað væri við hófða- tölu íbúa Norðurlanda, ættu ís- lendingar að taka á móti 40 flótta- mönnum. Það hefði hins vegar verið ákveðið að taka við 60. -hmp epsson um þau ummæli sem hann hefur látið hafa eftir sér að und- anfornu vegna kaupa Lands- bankans á hlut Sambandsins í Samvinnubankanum. Lúðvík hefur verið ásakaður um tvennt í þessu máli. í fyrsta lagi að fara rangt með hver skuld Sambandsins er í Landsbankan- um og einnig að hafa brotið trún- aðarákvæði í viðskiptalögunum. Lúðvík sagði þessar ásakanir alls ekki eiga við rök að styðjast. „Sú heildarskuld Sambandsins sem ég nefndi er nákvæmlega rétt og fullyrðingar Sverris Her- mannssonar og Kjartans P. Kjartanssonar eru þarafleiðandi rangar. Ég hef áður bent á að samkvæmt yfirliti frá hagdeild Landsbankans frá 29. ágúst kem- ur það fram að skuldir Sam- bandsins voru samanlagt 2,612 miljarðar, eða nákvæmlega sú tala sem ég nefndi. Hér er því um að ræða algerlega rétt mál af minni hálfu." „Það eru mörg dæmi um að bankastjórar eða bankaráðs- menn hafi skýrt frá hver er heildarskuldarstaða einstakra viðskiptamanna. Síðasta dæmið eru yfirlýsingar Sverris Her- mannssonar bankastjóra og Pét- ur Sigurðssonar formanns bank- aráðs um heildarskuldir og van- skil Olís hf. Hafi ég brotið ein- hvern trúnað með því að segja rétt frá skuldastöðu Sambandsins koma sýnilega fleiri á þann saka- bekk en ég. Að auki er frásögn um heildarskuldir Sambandsins ekkert leyndarmál. Það er auðvelt að lesa úr opinberum skýrslum Sambandsins til að sjá hverjar skuldir þess eru. í skýrsl- unni um síðustu áramót kemur ma. fram að heildarskuldir Sam- bandsins voru 8,6 miljónir króna. Þórður Ólafsson, formaður bankaeftirlitsins, sagðist ekkert geta sagt um hvort ummæli Lúð- víks hafi verið brot á trúnaðar- lögum. „Við ætlum okkur hins- vegar, að gefnu tilefni, að kanna þau ummæli sem ýmsir aðilar í stjórnunarstöðum bankakerfis- ins hafa látið frá sér að undan- förnu. Þetta á ekkert fremur við um þetta ákveðna tilefni heldur en ýmis önnur sem heyrst hafa upp á síðkastið." Lúðvík Jósepsson vildi einnig benda á að þarsem heildarskuld Sambandsins til Landsbankans yrði með kaupunum yfir fjórir miljarðar króna hefði verið mjög erfitt að skýra frá afstöðu sinni til kaupanna án þess að viðurkenna nefnda skuld Sambandsins. Þannig hefði Lúðvík talið sig ekki lengur bundinn þagnarskyldu eftir margumtalaðan bankaráðs- fund þegar kaupin voru sam- þykkt. „Ég sagði ekkert á meðan mál- ið var í vinnslu en eftir að því var lokið fannst mér það skylda mín að segja satt og rétt frá stað- reyndum málsins," sagði Lúðvík Jósepsson. -þóm Lúðvík Jósepsson: Sagði aðeins sannleikann og því eru fullyrðingar Sverris Hermannssonar og Kjartans P. Kjartanssonar rangar. Mynd - Kristinn. Alverið Verkfall eftir viku VSI hafnaði tilboði sem var lítiðfrábrugðiðþeirra eigin. Gylfi Ingvarsson: Höfum heyrt að verkfall gœti haft áhrif á stœkkun álversins Starfsmenn í álverinu í Straumsvík hafa boðað verk- f'all á fimmtudag í næstu viku hafí ekki samist fyrir þann tíma. Síð- ast liðinn mánudag lagði samn- inganefnd starfmanna fram til- boð sem var svar við tilboði at- vinnurekenda frá því fyrir helgi. Gylfí Ingvarsson aðaltrúnaðar- maður álversins segir að tilboð starfsmanna hafi ekki verið fjarri tilboði atvinnurekenda en samt sem áður hefðu atvinnurekendur hafnað því. Þórainn V. Þórarin- son er formaður samninganefnd- ar atvinnurekenda og hefur VSÍ aldrei áður farið eins afgerandi með samningamál fyrir hönd ísals og nú, að sögn Gylfa. í samtali við Þjóðviljann sagði Gylfi að ágreiningur stæði bæði um sérákvæði samninga og beinar launagreiðslur. Hann vildi ekki rekja þetta nánar þar sem samninganefnd vildi kynna sátt- asemjara málin áður en hún ræddi þau opinberlega. En deilu- aðilar koma saman hjá ríkissátt- asemjara klukkan 14 í dag. Heyrst hefur að hugsanlegt verkfall í álverinu geti haft áhrif á það hvort verði stækkun álversins í Straumsvík. Gylfi sagði að þess- ari hótun hefði ekki verið haldið formlega að starfsmönnum, en hann gæti þó ekki neitað því að hafa heyrt þessu fleygt fram. Starfsmenn gerðu sér grein fyrir alvarleika stöðunnar, en þeir væru að fjalla um sín kjaramál og settu ekki fram óhóflegar kröfur og væru ekki að bera sig saman við þá sem mest hefðu fengið í samningum. Við erum með kröfur sem ætti að vera auðvelt að ganga að og við erum óhressir með að deilan skuli vera komin í þessa stöðu," sagði Gylfi. Starfsmenn væru hlyntir stækkun álversins og hann vonaði að deilan leystist áður en til harðari átaka kæmi. Að sögn Gylfa fer Vinnu- veitendasamband íslands með samningamál fyrir hönd ísal með meira afgerandi hætti en áður. Þórarinn V. Þórarinsson, for- maður VSÍ stýrði viðræðunum og eini einstaklingurinn í saminga- nefnd sem kæmi frá fyrirtækinu væri starfsmannastjórinn en hann sæti í nefndinni sem fulltrúi VSÍ, ekki ísal. -hmp Skák TR gegn Ungverjum Reykvíkingarnir kljást við Polgar-systur „Það verður að segjast einsog er að þetta var held ég nokkuð góður dráttur, en það þýðir ekki að þessi viðureign r verði auðveld," sagði Helgi Ólafsson stórmeistari í samtali við Þjóð- viljann í gær, en TR lenti á móti MTK Búdapest þegar dregið var í þriðju umferð í Evrópukeppni taflfélaga. Ungverska liðið er skipað sterkum skákmönnum. Á fyrsta borði er stórmeistarinn Lajos Portich og á öðru og þriðja borði Polgar-systurnar Susza og Judit. Reykvíska sveitin er ekki heldur skipuð neinum aukvisum, þeim Jóhanni Hjartarsyni, Jóni L. Árnasyni, Margeiri Péturssyni, Helga Ólafssyni, Hannesi Hlífar og Karli Þorsteins. Varamaður er Þröstur Þórhallsson. Keppnin fer fram í Ungverja- landi og þarf reglum samkvæmt að vera lokið fyrir jól. Sigri TR í þessari umferð er sveitin komin í fjögurra liða úrslit og fyrirkomu- lagið það sama og síðast munu þau fjögur lið keppa innbyrðis á móti um titilinn Evrópumeistari félagsliða í skák. -Sáf

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.