Þjóðviljinn - 14.09.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.09.1989, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRETTIR Holland Stjómarmynd- un mistekst Lubbers lánaðist ekki að mynda nýja mið- hœgristjórn. Leitar sennilega til Verkamanna- flokksins nœst Urslit þingkosninganna í Hol- landi 6. þ.m. urðu stærsta stjórnmálaflokknum þar, kristi- legum demókrötum undir forustu Ruud Lubbers, heldur hagstæð- ari en við var búist. Flokkurinn hélt öllum 54 þingsætum sínum en búist hafði verið við að hann tap- aði einu þingsæti eða tveimur. Hinsvegar stórtapaði Frjáls- lyndi flokkurinn, sem stjórnað hefur í félagi við kristilega undan- farin ár, eins og við var búist, missti fimm af 27 þingsætum sín- um. Flokkar þessir tveir hafa því áfram þingmeirihluta, þótt naumur sé, en alls eru þingmenn á hollenska þinginu 150. Samstarf flokkanna sprakk á því að frjálslyndir vildu ekki veita eins miklu fé til umhverfisvernd- ar og kristilegir lögðu til, og kosn- ingar þessar voru að því leyti sögulegar að þær voru þær fyrstu í Evrópu, sem snerust fyrst og fremst um umhverfisvernd. Því hafði verið spáð að fráfarandi stjórnarflokkar myndu missa þingmeirihlutann, en þegar svo varð ekki, ákvað Lubbers að reyna að mynda enn á ný stjórn með frjáislyndum, en vildi vegna naums þingmeirihluta bæta við í stjórnina einum flokki í viðbót, litlum miðjuflokki sem nefnist D66. Nú hefur sá flokkur afsagt að fara í stjórn með frjálslyndum, en býðst hinsvegar til að vera með í stjórn ef Lubbers myndaði hana með vinstriflokkunum. Líklegt er nú talið að Lubbers bjóði Verkamannafiokknum, öðrum stærsta flokki landsins, upp á stjórnarsamstarf. Sá flokk- ur fékk 49 þingsæti í kosningun- um, tapaði þremur. Aðalsigur- Regnskógar „Hryðjuverk gegn náttúmnni" Umhverfisvcrndarsinnar á vegum Veraldarsjóðs til Náttúru- verndar (Word Wide Fund for Nature) og Jarðarvina (Friends of the Earth) hafa fordæmt Japan harðlega fyrir að stuðla að eyðingu regnskóga og kalla hegð- un Japana í þeim efnum „hryðju- verk gegn umhverfinu." Hafa umhverflsverndarsinnar þessir af þessu tilefni skipulagt mótmæla- aðgerðir við japönsk sendiráð í ýmsum löndum. Talsmenn Veraldarsjóðs og Jarðarvina segja að nálega allir frumregnskógar Filippseyja og Taflands hafi þegar verið upp höggnir, og kennir talsmaður Veraldarsjóðs í Róm það einkum Japönum, þar eð þeir flytji inn meira af timbri frá Suðaustur- Asíu en nokkrir aðrir. Þeir væru einnig meðsekir um eyðingu regnskóga Amasonsvæðisins. Risafyrirtækið Mitsubishi er einn þeirra aðila japanskra, sem um- hverfisverndarsinnar hafa fyrir þessari sök, og ráðgera þeir einn- ig mótmæli við stöðvar þess víða um heim. Jarðarvinir telja að um helmingi regnskóga jarðar hafi verið eytt síðustu 50 árin. vegari kosninganna varð eins og við var búist Græna vinstrið, smáflokkabandalag til vinstri við Verkamannaflokkinn. Fékk það sex þingsæti og tvöfaldaði þing- mannatölu sína, en þó varð sigur þess minni en spáð hafði verið. Bandalagið beitti sér ákaft fyrir róttækum ráðstöfunum til um- hverfisverndar. Ruud Lubbers, sem nú er fimmtugur, hefur verið forsætis- ráðherra síðan 1982. Var hann þá yngsti forsætisráðherrann til þessa í sögu Hollands. Síðan hef- ur flokkur hans, sem talinn er miðjuflokkur, stjórnað í féiagi við frjálslynda, sem eru aðal- flokkurinn hægra megin í hol- lenskum stjórnmálum. Lubbers þykir slunginn stjórnmála- og samningamaður og hefur honum tekist að verða sér úti um miklar almenningsvinsældir. dþ. Jeltsín (hér með biskupi að nafni Volokolamsks) - glasnostið berst í bökkum. Þýskaland sameinað eftir áratug Hinn kunni sovéski stjórnmála- maður Borís Jeltsín, sem nú er á ferðalagi um Bandaríkin, sagðist í gær telja sennilegt að lög um bann við að beita herliði til að bæla niður óeirðir yrðu sett í So- vétríkjunum innan tíðar. Ef herliði yrði beitt til að berja niður þjóð- ernishreyfingar í Eistlandi, Lett- landi og Litháen, yrði það glæpur gegn þjóðum Sovétríkjanna, sagði Jeltsín. Jeltsín gaf einnig í skyn, að hann teldi líklegt að Þýskaland yrði endursameinað en spáði því að það myndi taka að minnsta kosti áratug. Hann sagði einnig, að Gorbatsjov ætti nú í vök að verjast heimafyrir með glasn- oststefnu sína og perestrojku og hét á Bush forseta honum til hjálpar í því efni. SWAPO-leiitogi myrtur Anton Lubowski, sem átti sæti í stjórnmálaráði namibísku sjálf- stæðishreyfingarinnar SWAPO, var skotinn til bana við heimili sitt í Windhoek, höfuðborg landsins, ífyrradag. Lubowski var lögfræð- ingur að mennt, 37 ára og hvítur. Ekki er enn vitað hverjir urðu honum að bana, en heitt er nú í kolunum þarlendis í baráttunni fyrir almennar kosningar, sem fram eiga að fara í nóvember. Hengigaröar skulu endurreistir Saddam Hussein íraksforseti hefur heitiö hálfum öðrum milj- arði dollara að verðlaunum hverj- um þeim verkfræðingi, er endur- byggt geti Hengigarðana frægu í Babýlon, sem í fornöld voru taldir með sjö undrum veraldar. Var það Nebúkadnesar konungur, er ríkti yfir nýbabýlonska ríkinu er það var voldugast, sem byggja lét garða þessa, sem að sögn litu út fyrir að svífa í lausu lofti, ef horft var á þá úr fjarlægð. Hussein kvað raunar hafa í hyggju að endurbyggja Babýlon alla, og er ætlunin að fornborg þessi endur- reist verði tákn frammistöðu (r- aks í stríðinu við íran. Er þá haft í huga að það var íranskur stór- konungur, Kýros mikli, sem vann Babýlon 539 eða 538 f.Kr. og batt þar með endi á sögu nýbabýl- onska ríkisins. IRA-foringi látinn Látinn er í Dublin Seamus Twomey, einn stofnenda svokall- aðrar bráðabirgðagreinar írska lýðveldishersins (IRA), er stofn- uð var eftir að óeirðir hófust í Norður-írlandi 1969. Hann var síðan tvisvar „herráðsforingi" þessarar greinar IRA og stóð meðal annars fyrir mikilli hrinu sprengjutilræða í Belfast „blóð- föstudaginn" 7. júlí 1972. Þá fór- ust níu manns. Twomey varð sjö- tugur að aldri. Koch felldur Ed Koch, aðsópsmikill og litrík- ur borgarstjóri í New York s.l. 12 ár, féll í gær í forkosningum dem- ókrata til þess embættis fyrir Da- vid Dinkins. Koch er 64 ára að aldri og gyðingur, Dinkins 62 ára og blökkumaður. Þar eð demó- kratar hafa lengi haft meirihluta fylgis í New York er líklegt að Dinkins verði næsti borgarstjóri þar, og yrði hann þá fyrstur blökkumanna í þeirri stöðu. I kosningabaráttu þeirra Kochs gætti allmjög spennu milli kyn- þátta, er hefur verið með meira móti í borginni síðan í s.l. mánuði, er hópur hvítra manna drap svartan ungling í Bensonhurst í Brooklyn. Eiturlyfjastríðið Bush þykir of linur Demókratar segja boðaðar ráðstafanir hans skrefí rétta átt en telja að þörf sé á meiri fjárframlögum Demókratameirihlutinn á Bandaríkjaþingi hefur tekið vel undir yfirlýsingu Bush forseta um baráttu gegn eiturlyfjaplág- unni, en gerir sér ekki ýkja glæst- ar vonir um árangur. Ráðstafanir þær, sem forsetinn boðar, eru að vísu skref í rétta átt, en of stutt skref og ekki tekið af nógu mikilli einbcitni. Þetta er álit margra demókrata á þingi og víðar. Bush fór að dæmi starfsbróður síns í Kólombíu og lýsti á þriðju- daginn í fyrri viku yfir herferð gegn eiturlyfjum. Talaði forset- inn við þetta tækifæri úr Spor- öskjulöguðu skrifstofunni í Hvíta húsinu eins og Bandaríkjaforset- ar gera gjarnan þegar þeim þykir mikið liggja við. Er þetta fyrsta ræðan, sem Bush flytur þjóðinni úr þessu herbergi. Bush kallaði eiturlyfjapláguna alvarlegasta vandamálið í innan- ríkismálum, sem Bandaríkin hefðu áratugum saman staðið frammi fyrir. Og skýrslur yfir- valda benda til þess að mikið sé til í því. Samkvæmt þeim hafa 72 miljónir Bandaríkjamanna - 37 af hundraði landsmanna - einu sinni eða oftar neytt eiturlyfja og fíkniefna, þar af 14,5 miljónir • kókaíns. Yfir ein miljón manna eru forfallnir kókaínneytendur. Rúmlega tíunda hvert barn sem fæðist í landinu á móður sem einu sinni eða oftar meðan hún gekk með neytti eiturlyfs eða fíkniefn- is. Yfir helmingurinn af öllum verri glæpum í 14 stærstu borgum Bandaríkjanna eru framdir af eiturlyfja- og fíkniefnaneytend- um. Bush er síður en svo fyrsti Bandaríkjaforsetinn, sem lýst hefur eiturlyfjaplágunni stríði á hendur. Þegar á fyrstu árum 7. áratugar kallaði John. F. Kenne- Bush - átta miljarðar til stríðs „sem við erum í þann veginn að tapa. dy eiturlyfja- og fíkniefnaneyslu pest, sem ógnaði allri þjóðinni, og Nixon og Reagan tóku svipað til orða. Hvað sem því líður hefur lítið breyst til batnaðar í þessum efnum. Það á áreiðanlega sinn þátt í því, að margir eru ekki al- veg sannfærðir um að Bush takist betur til. Ráðstafanir þær, sem Bush boðar í þessu sambandi byggjast að miklu leyti á áætlun sem Nixon hafði á sinni tíð látið ganga frá. Bush leggur til að um átta milj- örðum dollara verði varið til um- ræddrar herferðar, og á að verja um 70 af hundraði þess fjármagns til lögreglu og dómstólakerfis og til að stækka fangelsi. Þetta er svipað og fyrri forsetar hafa lagt til. Það nýja í þessum málum frá hendi Bush er að draga á úr eftir- liti við landamæri, en herða það á götum borganna. f öðru lagi leggur hann fram ákveðið mark- mið, sem fyrirrennarar hans gerðu ekki. Markmiðið er að eiturlyfja- og fíkniefnaneysla í Bandaríkjunum minnki um einn tíunda hluta næstu tvö árin og um helming á tímabilinu til ársins 1999. I þriðja lagi hyggst Bush láta samræma athafnir þeirra stofnana, sem hafa aðgerðir gegn plágunni á sinni könnu. Þar er um að ræða um 40 ráðuneyti og aðrar stofnanir, og mikill tími og fyrir- höfn hefur farið í þrætur þeirra á milli, þar sem þær hafa ekki verið sammála um mörk verksviða sinna. Nú á að vera búið með svo- leiðis og hefur Bush skipað sér- stakan embættismann, William Bennett að nafni, til að samræma allar aðgerðir gegn eiturlyfja- plágunni og hafa yfirstjórn á hendi á þeim vettvangi. Margra skoðun er að miljarð- arnir átta séu ekki mikið hjá því sem búist er við að ríkið muni á næstu árum veita til að bjarga lánastofnunum, sem eiga í erfið- leikum, og til hersins. Joseph Bi- den, formaður í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar, segir: „Við erum tilbúnir að verja 300 milj- örðum dollara til að verja okkur í stríði, sem að vísu er hugsanlegt að skelli á, en aðeins átta miljörð- um til varnar okkur í stríði, sem við erum í þann veginn að tapa.“ dþ. 6 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur 14. september 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.