Þjóðviljinn - 14.09.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 14.09.1989, Blaðsíða 12
Haukur Haraldsson húsasmiður: Eigum við ekki að segja að KA vinni deildina i ár. Þeir hafa staðið sig ágætlega og eiga skemmti- legt lið. Árangur liðsins hefur ver- ið framar öllum vonum í upphafi móts. "■SPURNINGIN1™ Hverjir vinna 1. deildina í fótbolta í ár? Haraldur Daði Ragnarsson verkamaður: Það bendir allt til þess að FH vinni mótið í ár. Að mínu mati verðskulda þeir alveg að sigra þótt ég hefði persónulega kosið að Valur yrði í efsta sætinu. Kjartan Gunnarsson verkamaður: Ég segi að FH vinni mótið og sigri Fylki í síðustu umferðinni. Frammistaða liðsins hefur að vísu komið verulega á óvart í sumar og fáir sem bjuggust við þessum árangri þegar þess er gætt að liðið var í 2. deild í fyrra. Jón Rafnsson smiður: Það verður FH. Þeir eru með besta liðið í ár. Árangur liðsins hefur vissulega komið á óvart en skýringin á velgengni liðsins er trúlega góður og jafn mann- skapur ásamt góðum þjálfurum. Davíð Héðinsson handlangari: Ég veðja á FH, efnilegt lið á Uþp- leið. Árangurinn eiga þeir fyrst og fremst að þakka einhuga og samstæðri liðsheild. þiómnuiNN Fimmtudagur 13. september 1989 156. tölublað 54. örgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 SÍMFAX 681935 Um þessar mundir býr Aðalbjörg Guðgeirsdóttir í íbúðinni að Flyðrugranda 20. Ljósmynd: Jim Smart. Húsnœðismál mænuskaddaðra Landssöfnun um helgina Á síðustu 15 árum hafa 35 Islendingar skaddastsvo illa íslysum að uppfrá því hafa þeir orðið að fara sinnaferða í hjólastólum. Þráttfyrir þetta er aðeins ein íbúð á landinu hönnuð fyrirþarfir þessafólks. Um helgina fer fram landssöfnun aðilja sem hyggjast ráða bót áþessu ástandi Á umliðnum 15 árum hafa 35 íslendingar slasast svo alvarlega í umfcrðar- eða vinnuslysum að uppfrá því hafa þeir orðið að fara allra sinna ferða í hjólastól. Þjóðfélagið ver tugum miljóna króna til þess að hlynna að og endurhæfa fólk svo það geti orðið sjálfbjarga þrátt fyrir örorku sína en lætur sér í léttu rúmi liggja hvað verður um það að endur- hæfingu lokinni. Til marks um þetta er sú staðreynd að hérlendis er aðeins ein íbúð sem sniðin er gagngert að þörfum einstaklinga sem bundnir eru við hjólastól. Á þessu hyggjast SEM-hópurinn, Áhugahópur um bætta umferð- armenningu og Stöð-2 ráða bót leggi íslenska þjóðin þeim lið. Þessir aðiljar efna sem sé til landssöfnunar um næstu helgi til þess að afla fjár í húsbygginga- sjóð SEM, Samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra. SEM hefur sótt um lóð í Reykjavík fyrir fjölbýlis- hús sem hannað hefur verið með þeirra þarfir í huga en fjármagn skortir til þess að hrinda þessum áformum í framkvæmd. Söfnunin hefur hlotið heitið „Lifum heil - skemmtun gegn skelfingu" og fer fram í beinni sjónvarpsútsendingu Stöðvar-2 næstkomandi sunnudagskvöld 17. september. Fyrirkomulagið verður með líku sniði og söfnun Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra í ríkissjónvarpinu um daginn. Dagskráin hefst á Hótel íslandi kl. 21 og stendur í þrjár klukkustundir. Margir af þekkt- ustu listamönnum þjóðarinnar koma fram án endurgjalds. Meðan þessu fer fram geta áhorfendur hringt í síma 68 00 00 og heitið fjárframlagi ellegar greitt beint inná gíróreikning sem er númer 24 30 00. Aðstandendur söfnunarinnar sögðust á blaða- mannafundi í gær hvetja fyrirtæki og félagasamtök eindregið til þess að láta fé af hendi rakna og safna fé á morgun, föstudag. Þeim fjármunum gætu fulltrúar þeirra síðan komið til skila á Hót- el íslandi á sunnudagskvöld þar sem tekið verður á móti þeim í beinni útsendingu sjónvarps. Blaðamannafundurinn í gær fór fram að Flyðrugranda 20 en í þeim húsakynnum er eina sér- hannaða íbúðin fyrir fólk sem hvergi kemst nema það sitji í hjólastól. íbúðin er í eigu Ör- yrkjabandalagsins og hefur Grensásdeild Borgarspítalans umráð yfir henni. Hún er eins- konar skjólshús fyrir fatlaða ein- staklinga sem lokið hafa endur- hæfingu en þurfa að laga sig að nýjum háttum og nýju lífi. Brota- lömin mikla er sú að eftir ársdvöl (eða þegar þeirri aðlögun á að vera lokið) er íbúanum varpað á dyr og honum gert að bjarga sér af eigin rammleik. Það gefur auga leið að öryrki í hjólastól hefur skerta starfsorku og á því bágar en fílhraustur ein- staklingur með að afla sér tekna með mikilli yfirvinnu til þess að standa straum af íbúðarkaupum. Auk þess þarf hann meira fé en hraustmennið þar eð íbúðina þarf að gera úr garði með tilliti til sér- þarfa hans. Hingað til hefur kerfið ekki tekið tillit til þessa. íbúarnir að Flyðrugranda 20 hafa því lent í ýmsum hremmingum við lok „að- íögunar", sumir fengið inni í Sjálfsbjargarhúsinu að Hátúni (þar sem herbergi eru smá og afar þröngt um fólk í hjólastólum auk þess sem hönnun öll fullnægir hvergi sérþörfum þess), aðrir þurft að reiða sig á velvilja ætt- ingja eða orðið að flytja í öld- ungis ófuilnægjandi húsakynni. SEM-hópurinn hyggst innrétta 20 íbúðir fyrir fólk sem bundið er hjólastólum og gera því þannig kleift að lifa mannsæmandi lífi sem frjálsir og sjálfbjarga ein- staklingar. Húsnæðisstjórnarlán hafa fengist fyrir 12 nú þegar, en betur má ef duga skal. Þörfin er mikil því á umliðnum árum hafa að meðaltali 5 manns siasast alvarlega á ári hverju og orðið að fara sinna ferða í hjóla- stól uppfrá því. Brýnt er að lands- menn bregðist vel við og liðsinni þessu fólki því, einsog einn fund- arboðenda orðaði það í gær, það eru „hrikaleg örlög að fatlast og verða bundinn við hjólastól þótt ekki bætist við nagandi óvissa um fpamtíðarhúsnæði. “ ks Fótbolti íslensku liðin töpuðu Valur tapaði fyrir Dynamo Berlin á Laugardalsvellinum í Evrópukeppni bikarhafa á sama tíma og Fram tapaði Steaua Búkarest í Rúmeníu. Halldór Áskelsson skoraði fyrir Val en Heiko Bonan og Ándreas Thom tryggðu Berlínar- mönnum sigur, 1-2. Fram tapaði hinsvegar 4-0. -þóm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.