Þjóðviljinn - 20.09.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.09.1989, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 20. september 1989 159. tölublað 54. árgangur Símamenn Tældir til Rafiönaöarsambandsins Félag íslenskra símamanna mótmœlirafskiptum Rafiðnaðarsambands íslands afsínum málum. Maðurrekinn úrFISfyriraðvinnafyrir Rafiðnaðarsambandið Félag íslenskra síinamanna samþykkti á föstudag ályktun þar sem síendurteknum af- skiptum Rafiðnaðarsambands ís- lands af innri málefnum Félags íslenskra símamanna er mót- mælt. Ragnhildur Guðmunds- dóttir formaður Félags síma- manna segir að félagsmönnum hafi borist eyðublöð þar sem þeir geti sagt sig úr símamannafé- laginu og gengið yfir í Rafiðnað- arsambandið. Hefur Félag ís- lenskra símamanna rekið einn fé- lagsmanna sinna fyrir að vinna að málum Rafiðnaðarsambandsins innan stjórnar FÍS. í samtali við Þjóðviljann sagði Ragnhildur að um 80 símsmiðir hefðu sagt sig úr FÍS að undan- förnu með því að fylla út fyrr- greind eyðublöð. Hún sagði að Verðlagsráð Mjólkur- vörur lækka Lítrinn afmjólk úr 70,20 krónum Í67,20. Kílóið afnýslátruðu dilkakjöti í2.flokki úr 409,30 krónum í 434,60. Innan- landsfargjöldFlug- leiða hœkka um 6,7% Verðlagsráð ákvað á fundi sín- um í gær lækkun á mjólk og mjólkurvörum sem taka gildi í dag. Sem dæmi má nefna að mjólkurlítrinn lækkar úr 70,20 krónum í 67,50 eða um 3,8% og kflóið af smjöri úr 546,30 krónum í 512 eða um 6,3%. Á fundinum var jafnframt fjallað um hvort fresta ætti að öllu leyti þeirri 1% hækkun á álagningu sem ákveðin var um síðustu mánaðamót. Niðurstað- an var að fresta helmingnum af þeirri hækkun eða um 0,5%. Þá heimilaði Verðlagsráð á fundi sínum í gær hækkun á innanlandsfargjöldum Flugleiða um 6,7% en félagið fór fram á 10% hækkun. Taxtar leigubfla hækka um 4,2% en farið var fram á 7% hækkun og að síðustu heimilaði Verðlagsráð hækkun á gjaldskrá sendibíla um 3,1% en þeir höfðu farið fram á svipaða prósentuhækkun og leigubíl- stjórar. í fyrradag hækkaði verð á ný- slátruðu kindakjöti um 6,2% samkvæmt ákvörðun Verð- lagsráðs en jafnframt var ákveðið að gefa verð á slátri og innmat frjálst. Verð á eldra kjöti verður óbreytt en af því munu vera til í landinu um 2.200 tonn. Sam- kvæmt þessu hækkar verð á dilkakjöti í 2. flokki úr 409,30 krónum hvert kíló í 434,60. -grh símsmiðirmr hefðu fengið send tvö ólík eyðublöð þar sem annað væri fyrir úrsögn úr FÍS og hitt umsókn um aðild að Rafiðnað- arsambandinu. Eyðublöðin hefðu borist í umslagi merktu Rafiðnaðarsambandinu ásamt frímerktu umslagi til að senda eyðublöðin á rétta staði. Ragnhildur sagði Rafiðnaðar- sambandið lengi hafa sóst eftir að fá félaga FÍS í sínar raðir og minnti á félagaskipti rafeinda- virkja á sínum tíma. Nú væri sag- an að endurtaka sig með síms- miðina. Þetta væri þannig mál að ástæða væri til að gefa því gaum. Ragnhildur sagðist ekki viss um að formaður Rafiðnaðarsam- bandsins yrði hrifinn ef forystu- menn FÍS tækju sig til og sendu sams konar eyðublöð til félaga Rafiðnaðarsambandsins. Með eyðubiöðunum fylgdi upplýsingabæklingur þar sem hvergi var getið ábyrgðarmanns, að sögn Rágnhildar. í bækli- ngnum hefði verið gefið í skyn að hagstæðara væri að vera í Rafiðn- aðarsambandinu en FÍS. Þá kæmu fram útreikningar í bækli- ngnum á örorkubótum og ellilíf- eyri sem ekki stæðust. Formaður Rafiðnaðarsambandsins hefði vitað af allri þessari vinnu í kring um bæklinginn og eyðublöðin. Hins vegar hefði maður í FÍS haft forgöngu um þessi mál en hann hefði verið félagi í báðum félögu- num á ólíkum tímum. Félag ís- lenskra símamanna hefði nú rek- ið þennan mann, Leó Ingólfsson, úr félaginu, þar sem iðja hans væri brot á lögum félagsins. Þjóð- viljinn reyndi í gær án árangurs að ná tali af Leó. í Félagi íslenskra símamanna eru um 900 félagar. Félagið skipt- ist í sjö deildir og eru um 200 félagar í deild símsmiða. Ragn- hildur sagði um 80 símsmiði haf a sagt sig úr FÍS, sem er um 40%. Það versta í málinu væri, að þess- ir menn fengju alla sína menntun Samninganefnd starfsmanna álversins bjóst við löngum fundi þegar hún mætti hjá ríkissáttasemjara klukkan 14 í gær. Mynd: Jim Smart Alverið Pattstaða í Kaiphúsi Ekkert miðar í samkomulagsátt íálversdeilunni. Starfsmenn sœtta sig aldrei við minna en 14-15 % kauphœkkun. Atvinnurekendur vilja klípa hvert prósent sem gefið er, burtu annars staðar Ekkert miðar í samkomulagsátt í kjaradeilu starfsmanna ál- versins við viðsemjendur þeirra. Deiluaðilar sátu nánast aðgerða- lausir í Karphúsinu í gærdag og litlar sem engar sendingar áttu sér stað á tnilli þeirra. Samkvæmt heimildum Þjóðviljans hefur ekk- ert verið hreyft við eiginlegum kröfum álversmanna en aðeins snert við minniháttar málum sem auðvelt ætti að vera að ná samkomulagi um. Forstjóri álversins dr. Christi- an Roth hefur ekki tekið beinan þátt í viðræðum en birtist ásamt Einari Guðmundssyni, fram- kvæmdastjóra tæknisviðs, um fimmleytið í gær í Karphúsinu. Þjóðviljinn hefur fregnað að það hafi verið vegna kröfu ríkissátta- semjara, Guðlaugs Þorvalds- sonar, að Roth var kvaddur á staðinn, vegna þess að ríkissátta- semjara hafi þótt lítið þokast í samkomulagsátt. Þeir sem Þjóð- viljinn ræddi við voru þó ekki bjartsýnir á að skriður kæmist á viðræðurnar þótt forstjórinn kæmi á staðinn. Hann hefði ekki vald til að sættast á launakröfur álversmanna, sem væru stað- ráðnir í að fara ekki frá samning- aborði með lægri kauphækkun en 14-15%. Eins og sagði í Þjóðviljanum í gær, telja starfsmenn álversins lítinn mun vera á þeirra hug- myndum og samninganefndar at- vinnurekenda þegar horft er til heildarniðurstöðu samnings. hjá Póst- og símamálaskólanum en FÍS ynni nú að því að styrkja stöðu þeirra með því að þyngja námið í þeim tilgangi að fá fram lögverndun á starfsheiti. Þegar hefði náðst árangur í þessum mál- um og Póst- og símamálastjóri hefði nýlega samþykkt fyrir sitt leyti hugmyndir frá FÍS í þessa átt. -hmp Hins vegar setja atvinnurekend- ur skilyrði inn í sínar hugmyndir sem álversmenn ætla sér alls ekki að gangá að. Einn starfsmanna álversins, sem er í nánu sambandi við samninganefnd, sagði at- vinnurekendur vilja lækka launin um eitt prósent á einum stað fyrir hvert prósent sem væri gefið á öðrum. Stærsta hindrunin fyrir samningi eru samt sem áður skil- yrði sem atvinnurekendur setja um fjölda starfsmanna og tilhög- un kaffitíma. En samninganefnd starfsmanna hefur með öllu neit- að að ræða þessi skilyrði, hvað þá að fallast á þau. Verkfall hefst formlega í álver- inu á miðnætti hafi ekki samist fyrir þann tíma. -hmp Verkamanna- sambandið Vill fleiri stóriðjur Til að tryggja atvinnu og tekjur Stjórn og atvinnumálanefnd Verkamannasambands íslands lagði á það þunga áherslu á fundi mcð Jóni Sigurðssyni iðnaðar- ráðherra í gær að því langa hléi ljúki sem orðið hefur á því að á- kvarðanir verði teknar um nýjan orkufrekan iðnað og nýjar stór- virkjanir. Á fundinum var meðal annars rætt um nauðsyn þess að treysta nndirstöður íslenska þjóðarbús- ins með því að efla atvinnuvegi á grundvelli orkulindanna. í frétt frá VMSÍ segir orðrétt: „Fyrir- sjáanlegur samdráttur í þorsk- veiðum gerir það sérstaklega brýnt að kyrrstaðan sem verið hefur í þessum málum verði rofin. Stækkun álversins í Straumsvík og undirbúningur nýs álvers ásamt tengdum stórvirkj- unum eru afar mikilvæg verkefni til þess að tryggja atvinnu og tekj- ur í næstu framtíð, ekki síst fyrir félaga í Verkamannasambandi íslands". -grh Mjólkurfrœðingar Verkfalli aflýst Samningar tókust um kvöld- matarleytið í gær á milli mjólk- urfræðinga og viðsemjenda þeirra eftir rúmlega sólarhrings samningalotu og hafa mjólkur- fræðingar aflýst verkfalli. Skrifað var undir samninginn með fyrirvara um samþykkt Fé- lags mjólkurfræðinga og er hann á sömu nótum og samið var á milli ASÍ og VSÍ fyrr á árinu, að því undanskildu að mjólkurfræð- ingar fá 4% áfangahækkun vegna námsálags. -grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.