Þjóðviljinn - 20.09.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.09.1989, Blaðsíða 5
VIÐHORF Efst og æðst á „erfiðum tímum” Helgi Seljan skrifar Miklu miður þótti mér að mega ekki hlýða á þá höfðingja Steingrím og Svavar á dögunum, þar sem þeir ku hafa sagt ýmislegt spaklegt um spurninguna: Geta félagshyggjuflokkar stjórnað á erfiðum tímum? Spurningin í mínum huga er raunar um það hvenær séu erfiðir tímar, því þrátt fyrir að við séum ekki eins og sakir standa á hæsta tindi þjóðarverðmæta á ári og munum máske ekki verða alveg á næstunni þá væri rangt að segja í alvöru að við lifðum á erfiðum tímum. En erfiðara mun við ýmislegt að eiga, þegar nokkuð herðir að, miðað við hæstu verðmætatölur og allt á uppleið. Málið er auðvit- að það að ef félagshyggjuflokk- arnir standa undir nafni sínu og ef félagshyggja þeirra og velferðar- stefna er rétt rekin þá er blátt áfram þjóðarnauðsyn að þeir stjórni þegar syrtir eitthvað í álinn og aflafé til skipta er ekki eins yfirdrifið og þegar allt leikur í lyndi. Því minna aflafé, því meiri nauðsyn réttlátrar skiptingar þess, því meiri og knýjandi nauð- syn þess að þeir sem allajafna bera minnst úr býtum haldi sem bezt sínum hlut. Og hlutverk félagshyggju- flokka á einmitt að vera það að tryggja hag þeirra lakast settu og hika þá ekki við að taka af þeim sem gnægðir hafa - ofgnótt væri eflaust réttara orðið. Og það eiga þeir að gera þrátt fyrir allar upp- hrópanir um „ekknaskatt" og „árás á sparnaðinn“ og þess hátt- ar ramakvein úr röðum þeirra, sem vernda vilja sérréttindi hinna betur settu, vilja í raun færa þeim enn ríkulegri skerf á kostnað lagshyggjuflokkar að gera - um- fram flest annað. Sem ég sit hér sem óvirkur áhorfandi þess sem ég áður lifði og hrærðist í sé ég ýmislegt öðru- vísi, en sem betur fer finnst mér hvorki utanríkis- eða stóriðju er til að standa við eitt eða neitt. En svona loforð eiga menn yfirhöfuð ekki að gefa, og allra sízt á að gera það þegar sömu menn vilja sporðreisa landið enn Þvíminna aflafé, þvímeiri nauðsyn réttlátrar skiptingarþess, þvímeiri og knýjandi nauð- syn þess að þeirsem allajafna bera minnst úr býtum haldi sem bestsínum hlut. Og hlutverkfélagshyggjuflokka á einmittað veraþað að tryggja hagþeirra lakastsettu og hika þá ekki við að taka afþeim sem gnœgðir hafa. “ hinna „aumingjanna“, sem ekki kunna að bjarga sér á annarra kostnað. Mér sýnist líka blessunarlega, að ýmsir tilburðir séu uppi og hafi verið í þessa veru, þó frum- skyldan gagnvart alræði fjár- magnsins hafi enn ekki verið rækt sem skyldi, svo enn sligast öll al- þýða manna og undirstöðu- rekstur þjóðarinnar undan oki fjármagnsokursins og er sannar- lega mál að linni. Ekki þorir maður þó að vona að seðlabankaófétinu verði tekið tak og er þá átt við ófreskju báknsins með baktryggingu bankanna og fjárplógsfyrirtækj- anna en ekki ákveðna persónu - fjarri því. En einnig það ættu fé- ég ekkert úrræðabetri og gáfaðri en þá eins og oft vill verða um þá sem í fjarlægð kunna ráð við öllu. En ég undrast ýmislegt. Ég get t.d. ekki dáðst að Hall- dóri vini mínum Ásgrímssyni, sem vill ekki verða minni maður á fjöldafundi eystra en stóriðju- Jón og segir: Fyrst Jón lofar ykk- ur virkjun þá lofa ég ykkur voða stórri hval„stassjón“, þó ég viti reyndar ekki hvort hvalur verður yfirleitt veiddur frekar en stór- iðju-Jón veit hvernær á næstu öld verður virkjað. Þetta er ósköp líkt þeim Halldóri, sem ég þekki. Hins vgar kemur ekki óvart þó Jón lofi virkjun hér og stóriðju þar einhvern tímann í órafirrð framtíðar, þegar enginn Jón - frekar með enn einni risafram- kvæmd raunveruleikans á Suð- vesturhorninu, meðan loftkennd loforð fjarlægrar framtíðar ein eiga að fylla pyngjur lands- byggðar„lýðsins“. En þetta var raunar útúrdúr hjá mér, eins og ég vona að þessi reisa þeirra kum- pána hafi verið útúrdúr. Sem ég sit hér og hlýði á marg- víslegan vanda fólks, raunveru- legan vanda, spurninguna að komast af án minnsta óhófs eða íburðar, spurninguna sem nálgast það oft að vera spurning um lífsréttinn sjálfan, þá ofbýður mér fyrst allt sem ég sá og skynja allt í kring í ofsagróða og ofur- tekjum annarra hópa með til- heyrandi eyðslu utan enda og auðssöfnun um leið. Aldrei finnur maður betur þá hyldýpisgjá, sem er á milli lífsk- jara fólks, en þegar húsnæðislaus öryrki án allra atvinnumöguleika situr á móti manni daginn eftir mánaðarteknahrollvekjuna miklu á skjánum, sem maður veit þó að er aðeins ákveðinn toppur af ísjaka neðanjarðargróðans, sem aldrei kemur fram og er öllum gróða öðrum verri. Þessa gjá þarf að brúa, þarna er leiðréttingar þörf umfram allt. Og þar reynir á um hug manna, um velferðarhugsun manna, um forgangsröðun í verkefnavali, um áherzlur til jöfnunar í raun. Ef félagshyggjuflokkar sameigin- lega megna ekki að minnka þenn- an lífsgæðamun einmitt á „erfið- um tímum“ þá megna þeir ekki að stjórna svo sem þeim ber stefnuleg skylda til. Því einmitt, þegar svo sannanlega þrengir eitthvað að er tækifæri til lífskjar- ajöfnunar þrátt fyrir allt. Þá má og á einmmitt að slá öllum gæluverkefnum á frest eða afskrifa þau helzt af öllu og taka þeim rnun myndarlegar á nauð- þurftamálunum. Þannig á þessi ríkisstjórn nú að gera áætlun um útrýmingu þeirra biðlista fatl- aðra, sem eru í bráðbrýnni þörf fyrir úrlausn og þvert á ýmislegt annað miður þarflegt á að tryggja aukinn rekstur, aukið rekstrarfé til heimila fatlaðra - til nýrra hei- rnila fatlaðra, þar sem þörfin hrópar í himininn. Ég bíð og sé hvað setur og dæmi svo af þeim verkum öðrum fremur. SKAK - Karl með vinning á nœsta mann á Islandsmótinu Jóhann Hjartarson hefur náð sér vel á strik á skákmótinu í Til- burg í Hollandi. Hann tapaði í fyrstu umferð fyrir Viktor Korts- noj en hefur síðan hlotið 2'/2 vinning úr þremur skákum og er aðeins Vi vinningi eftir forystu- tríóinu sem er skipað Garrí Kasp- arov heimsmeistara, Viktor Kortsnoj og Vasily Ivantsjúk. Mótið í Tilburg er að þessu sinni án nokkurra fastagesta, Jan Timman, Robert Húbner og An- atoly Karpov. Þeir tveir fyrst- nefndu hafa fram að þessu verið með í hverju einasta Tilburg- móti en Karpov hefur unnið flest þeirra sex í sjö tilraunum. Karp- ov og Timman hefja einvígi sín við Jusupov og Speelman í London 2. október nk. Heimamaðurinn er að þessu sinni hinn ungi stórmeistari Jer- omi Piket sem náð hefur eftir- tektarverðum árangri uppá síð- kastið en skortir að því er virðist reynslu til að geta tekið þátt í keppni af þessu tagi. Ennfremur eru þarna mættir Norðmaðurinn Simen Agdestein og Ungverjinn Guyla Sax. Augu allra. beinast vitaskuld fyrst og fremst að Kasp- arov sem hefur aðeins einu sinni verið með í Tilburg, árið 1981. Hann er sigurstranglegastur allra keppenda en þess má geta að hann þarf 10,2 vinninga til að standa undir skákstigum sínum sem uppá Elo-kvarðann eru 2775. Eins og mótið hefur þróast má helst búast við keppni frá hendi Úkraínumannsins unga Ivantsjúk sem um áramótin næstu verður væntanlega með um 2700 Elo-stig eftir sigra á skák- mótum í Biel og Jerevan í sumar. Þá er aldrei að vita upp á hverju gamli refurinn Viktor Kortsnoj tekur. Hann er orðinn 58 ára gamall en Iætur engan bilbug á sér finna. Staðan eftir fjórar umferðir er þessi: 1.-3. Kasparov, Kortsnoj og Ivantsjúk 3 v. 4. Jóhann Hjartar- son 2Vi v. 5-6. Sax og Agdestein Wi v. 7. Ljubojevic 1 v. 8. Piket Vi v. Jóhann Hjartarson vann senni- lega einn sinn auðveldasta sigur í langan tíma er hann lagði Lu- bomir Ljubojevic í 4. umferð. Eftir rétt rúmar 2 klst. var björn- inn unninn. Skákin á sér þekkta fyrirmynd frá áskorendamótinu 1985: Jóhann Hjartarson - Lubomir Ljubojevic Drottningarbragð 1. 2. 3. 4. 5. d4 Rf6 c4 e6 Rc3 d5 Bg5 Rbd7 cxd5 exd5 6. e3 c6 7. Bd3 Bd6 8. RD Rf8 9. Re5 Db6? (Þessi leið hefur ekki gefist vel sbr. skák Jusupovs og Nogueiras í áskorendamótinu 1985. Engu að síður fylgir Ljubojevic tafl- mennsku Kúbumannsins lengi vel. 10. 0-0 Bxe5 11. dxe5 Rg4 12. Da4 Dxb2 13. Hacl (Hér er komin upp nákvæm- lega sama staða og í áðurnefndri skák. Nogueiras lék 13. .. Bd7 sem Jusupov svaraði með 14. Dd4! og vegna hótananna 15. Rxd5! Dxd4 16. Rc7 mát og 15. e6 átti svartur engar varnir.) 13. .. a5 (Þetta er gagnslaus endurbót.) 14. Rb5! Re6 (Eða 14. .. cxb5 15. Hxc8+! Hxc8 16. Bxb5+ o.s.frv.) 15. Rd6+ Kf8 16. Dxg4 (Hvítur hefur unnið mann og eftirleikurinn reynist Jóhanni auðveldur.) 16. 17. 18. 19. 20. Dxe5 Rxc8 h5 Rb6 hxg4 Rd7+ Ke8 Rxe5 Rxg5 og svartur gafst upp. 21. Hbl Re6 22. Hxb7 Hh5 23. Rxf7 Rc5 24. Bg6 Karl Þorsteins með öruggaforystu á Skákþinginu Karl Þorsteins hefur örugga forystu á Skákþingi fslands, hef- ur hlotið 5V2 vinning eftir 6 um- ferðir. Karl verður að teljast afar sigurstranglegur því hann hefur þegar teflt við nokkra af hættul- egustu mótherjum sínum og tveir stigahæstu keppendur mótsins, Jón L. Árnason og Hannes Hlífar Stefánsson hafa farið hægt af stað svo ekki sé meira sagt. Jón L. tapaði illa fyrir Karli í 3. umferð og Hannes hefur þegar tapað Danski stórmeistarinn í skák Bent Larsen er staddur hór á landi um þessar mundir og í gær tefldi hann fjöltefli í Kringlunni. Um næstu helgi tekur kappinn þátt í 38. Helgarskákmótinu sem aö þessu sinni verður haldið á Egilsstöðum. Það er tímaritið Skák sem gengst fyrir mótinu í samvinnu við Taflfélagið á Egilsstöðum, Fellabæ og staðaryfirvöld. Mynd: Jim Smart. fyrir Tómasi Björnssyni og Þresti Þórhallssyni. Hann hefur heldur hresst í síðustu umferðum og kannski nær hann sama spretti og á íslandsmótinu 1987 er hann vann sjö skákir í röð. Það er helst Þröstur Þórhalls- son sem heldur í við Karl. Þeir mættust í 2. umferð og Þröstur lék yfirburðastöðu niður í jafn- tefli og síðan varð honum á stór- kostlegur fingurbrjótur, lék af sér drottningunni í heldur skárri stöðu. Staðan að rúmlega hálfnuðu mótinu er þessi: 1. Karl Þorsteins 5Vi v. 2. Þröstur Þórhallsson 4Vi v. 3. Björgvin Jónsson 4 v. 4. Jón L. Árnason 3Vi v. 5.-6. Hannes Hlífar Stefánsson og Ágúst Karls- son 3 v. 7.-9. Guðmundur Gísla- son, Tómas Björnsson og Jón G. Viðarsson 2Vi v. 10.-11. Þröstur Árnason og Sigurður D. Sigfús- son 2 v. 12. Rúnar Sigurpálsson 1 v. H. Ól. Jóhann í 4. sæti Miðvikudagur 20. september 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.